Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
Lokað á laugardögum í sumar.
www.spennandi-fashion.is
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
50-60% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI OG SKÓM!
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þurrkarnir í sumar eru ástæða þess
að stöðuvötn, til dæmis í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins, eru ekki svip-
ur hjá sjón. Grunnvatnsstaða hefur
lækkað en ekki er útlit fyrir annað en
að vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu
og í Eyjafirði geti séð íbúum og fyrir-
tækjum fyrir nægu vatni í sumar.
Vötnin eru skýrustu dæmin um
lága grunnvatnsstöðu í kjölfar þurrk-
anna. Nefna má Rauðavatn í Reykja-
vík og Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Síðarnefnda vatnið hefur þurrkast
upp að stórum hluta þrátt fyrir að
Hafnarfjarðarbær hafi látið dæla
vatni út í það til að koma í veg fyrir
að það þorni alveg upp. Þessi vötn
eru algerlega háð grunnvatnsstöð-
unni og ekkert vatn berst í þau með
lækjum. Vötn sem fá vatn að eru í
betri stöðu.
Úrkoma undir meðaltali
Veðurstofan mælir ekki yfirborð
stöðuvatna og hefur því ekki yfirlit
yfir þróunina. Elín Björk Jónas-
dóttir, hópstjóri veðurþjónustu á
Veðurstofunni, segir að sumarið hafi
verið afar þurrt. Lítið hafi rignt í júní
og júlí og mánuðirnir þar á undan
hafi einnig verið þurrir. Hún segir að
von sé á meiri úrkomu næstu daga og
það gæti hjálpað eitthvað upp á sak-
irnar.
Vatnsforði Landsvirkjunar er und-
ir meðaltali vegna lítils innrennslis í
lónin sl. vetur og vor. Verst er staðan
í Þórisvatni á Þjórsár- og Tungnaár-
svæðinu en Hálslón Kárahnjúka-
virkjunar og Blöndulón nálgast með-
altal. Landsvirkjun hefur þó hingað
til ekki talið þörf á skerðingum á
orkusölu.
Nóg vatn hjá veitunum
Höfuðborgarbúar fá kalt vatn úr
grunnvatnsstraumum. Grunnvatns-
staðan er með lægsta móti, að sögn
Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upp-
lýsingafulltrúa Veitna. Staðan er
svipuð og var þurrkasumarið 2010.
Þurrkarnir hafa meiri áhrif á lindir á
svæðum sem standa hátt, eins og til
dæmis í Vatnsendakrikum, en á bor-
holur í Gvendarbrunnum. Ólöf tekur
fram að þessi lága vatnsstaða hafi
ekki nein áhrif á afhendingaröryggi
vatns.
Helgi Jóhannesson, forstjóri
Norðurorku, sem rekur vatnsveitu
fyrir Akureyri og fleiri byggðir í
Eyjafirði, segir að miklar vatns-
birgðir hafi falist í snjó í fjöllunum í
vor. Snjóinn hafi leyst tiltölulega
seint og það hafi komi sér vel. Þá hafi
veðurfar síðustu ára verið hagstætt
og undanfarna daga hefur nokkuð
rignt á Norðurlandi. Helgi telur því
ekki neinar líkur á að gefa þurfi út
viðvaranir um yfirvofandi vatnsskort
og fólk beðið um að spara vatn eins
og gerðist í ágúst 2012.
Grunnvatnsstaðan er óvenju lág
- Vötnin eru ekki
svipur hjá sjón en
nægur vatnsforði hjá
helstu vatnsveitum
Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson
Hverfandi vatn Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er dæmi um stöðuvatn sem fer illa út úr þurrkum. Vatn er nú aðeins í dýpsta hluta vatnsins.
Kristmundur Elí
Jónsson versl-
unarmaður lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli sl. laugardag,
31. júlí, 92 ára að
aldri.
Kristmundur fædd-
ist 27. mars 1929 og
ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. For-
eldrar hans voru Guð-
rún Kristmundsdóttir,
ættuð frá Hraunsholti
í Garðahreppi (1900-
1978), og Jón Sveins-
son, skipstjóri frá
Hálsi í Grundarfirði, og einn af
stofendum Bæjarins beztu pylsna
(1897-1953).
Kristmundur var 14 ára þegar
faðir hans veiktist og féll það í
hendur hans að taka við
fjölskyldufyrirtækinu. Rak hann
Bæjarins beztu pylsur til 1994
þegar Guðrún dóttir hans tók við
því og nú starfar sonur hennar í
fyrirtækinu.
Kristmundur var veiðimaður
góður og veiddi meðal annars lax
öll sumur. Að sögn Sigríðar Dúnu,
dóttur hans, hafa sennilega fáir
þekkt Grímsá í Borgarfirði betur
en faðir hennar. Kristmundur
gekk ungur í Odd-
fellow-regluna og
starfaði innan hennar
í áratugi. Þegar líða
fór á efri ár festi
hann ásamt konunni
sinni kaup á íbúð við
Karíbahafsströnd
Flórída.
Kristmundur
kvæntist þann 5. maí
árið 1951 Sigríði Júl-
íusdóttur (1930-2020)
húsmóður, en for-
eldrar hennar voru
Júlíus Guðmundsson,
kaupmaður í Baldri á
Framnesvegi (1895-1984), og kona
hans Guðrún Nikulásdóttir hús-
móðir (1900-1999). Sigríður og
Kristmundur byggðu sér hús á
Neshaga 4 en fluttu síðar á Ein-
imel 17.
Börn Kristmundar og Sigríðar
eru Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, prófessor í mannfræði (f.
1952), Kristbjörg Elín Krist-
mundsdóttir jógakennari (f. 1957),
Guðrún Björk Kristmundsdóttir,
eigandi Bæjarins beztu pylsna (f.
1962), og Júlía Hrafnhildur Krist-
mundsdóttir, myndlistarkennari
við háskólann í Tampa (f. 1967).
Afa- og langafabörn eru alls 13.
Andlát
Kristmundur
Elí Jónsson