Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga Lokað á laugardögum í sumar. www.spennandi-fashion.is ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA 50-60% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI OG SKÓM! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þurrkarnir í sumar eru ástæða þess að stöðuvötn, til dæmis í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, eru ekki svip- ur hjá sjón. Grunnvatnsstaða hefur lækkað en ekki er útlit fyrir annað en að vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði geti séð íbúum og fyrir- tækjum fyrir nægu vatni í sumar. Vötnin eru skýrustu dæmin um lága grunnvatnsstöðu í kjölfar þurrk- anna. Nefna má Rauðavatn í Reykja- vík og Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Síðarnefnda vatnið hefur þurrkast upp að stórum hluta þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær hafi látið dæla vatni út í það til að koma í veg fyrir að það þorni alveg upp. Þessi vötn eru algerlega háð grunnvatnsstöð- unni og ekkert vatn berst í þau með lækjum. Vötn sem fá vatn að eru í betri stöðu. Úrkoma undir meðaltali Veðurstofan mælir ekki yfirborð stöðuvatna og hefur því ekki yfirlit yfir þróunina. Elín Björk Jónas- dóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofunni, segir að sumarið hafi verið afar þurrt. Lítið hafi rignt í júní og júlí og mánuðirnir þar á undan hafi einnig verið þurrir. Hún segir að von sé á meiri úrkomu næstu daga og það gæti hjálpað eitthvað upp á sak- irnar. Vatnsforði Landsvirkjunar er und- ir meðaltali vegna lítils innrennslis í lónin sl. vetur og vor. Verst er staðan í Þórisvatni á Þjórsár- og Tungnaár- svæðinu en Hálslón Kárahnjúka- virkjunar og Blöndulón nálgast með- altal. Landsvirkjun hefur þó hingað til ekki talið þörf á skerðingum á orkusölu. Nóg vatn hjá veitunum Höfuðborgarbúar fá kalt vatn úr grunnvatnsstraumum. Grunnvatns- staðan er með lægsta móti, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upp- lýsingafulltrúa Veitna. Staðan er svipuð og var þurrkasumarið 2010. Þurrkarnir hafa meiri áhrif á lindir á svæðum sem standa hátt, eins og til dæmis í Vatnsendakrikum, en á bor- holur í Gvendarbrunnum. Ólöf tekur fram að þessi lága vatnsstaða hafi ekki nein áhrif á afhendingaröryggi vatns. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, sem rekur vatnsveitu fyrir Akureyri og fleiri byggðir í Eyjafirði, segir að miklar vatns- birgðir hafi falist í snjó í fjöllunum í vor. Snjóinn hafi leyst tiltölulega seint og það hafi komi sér vel. Þá hafi veðurfar síðustu ára verið hagstætt og undanfarna daga hefur nokkuð rignt á Norðurlandi. Helgi telur því ekki neinar líkur á að gefa þurfi út viðvaranir um yfirvofandi vatnsskort og fólk beðið um að spara vatn eins og gerðist í ágúst 2012. Grunnvatnsstaðan er óvenju lág - Vötnin eru ekki svipur hjá sjón en nægur vatnsforði hjá helstu vatnsveitum Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson Hverfandi vatn Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er dæmi um stöðuvatn sem fer illa út úr þurrkum. Vatn er nú aðeins í dýpsta hluta vatnsins. Kristmundur Elí Jónsson versl- unarmaður lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sl. laugardag, 31. júlí, 92 ára að aldri. Kristmundur fædd- ist 27. mars 1929 og ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. For- eldrar hans voru Guð- rún Kristmundsdóttir, ættuð frá Hraunsholti í Garðahreppi (1900- 1978), og Jón Sveins- son, skipstjóri frá Hálsi í Grundarfirði, og einn af stofendum Bæjarins beztu pylsna (1897-1953). Kristmundur var 14 ára þegar faðir hans veiktist og féll það í hendur hans að taka við fjölskyldufyrirtækinu. Rak hann Bæjarins beztu pylsur til 1994 þegar Guðrún dóttir hans tók við því og nú starfar sonur hennar í fyrirtækinu. Kristmundur var veiðimaður góður og veiddi meðal annars lax öll sumur. Að sögn Sigríðar Dúnu, dóttur hans, hafa sennilega fáir þekkt Grímsá í Borgarfirði betur en faðir hennar. Kristmundur gekk ungur í Odd- fellow-regluna og starfaði innan hennar í áratugi. Þegar líða fór á efri ár festi hann ásamt konunni sinni kaup á íbúð við Karíbahafsströnd Flórída. Kristmundur kvæntist þann 5. maí árið 1951 Sigríði Júl- íusdóttur (1930-2020) húsmóður, en for- eldrar hennar voru Júlíus Guðmundsson, kaupmaður í Baldri á Framnesvegi (1895-1984), og kona hans Guðrún Nikulásdóttir hús- móðir (1900-1999). Sigríður og Kristmundur byggðu sér hús á Neshaga 4 en fluttu síðar á Ein- imel 17. Börn Kristmundar og Sigríðar eru Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, prófessor í mannfræði (f. 1952), Kristbjörg Elín Krist- mundsdóttir jógakennari (f. 1957), Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu pylsna (f. 1962), og Júlía Hrafnhildur Krist- mundsdóttir, myndlistarkennari við háskólann í Tampa (f. 1967). Afa- og langafabörn eru alls 13. Andlát Kristmundur Elí Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.