Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Hjörtur J. Guðmundsson, sagn- fræðingur og alþjóðastjórn- málafræðingur, fjallar á vef sínum, fullveldi.is, um utanríkis- og al- þjóðamál. Í gær fjallaði hann um grein formanns Við- reisnar hér í blaðinu þar sem formað- urinn sagði: „Rann- sókn fræðimanna við Háskóla Íslands sýnir að þorri fólks telur sig ekki hafa nægja vitneskju til að taka upplýsta ákvörðun um aðild Íslands að ESB.“ - - - Þar sem ekki kom fram í grein- inni hvaða rannsókn væri um að ræða spurði Hjörtur for- manninn og fékk þau svör að þar væri á ferðinni tiltekin rannsókn Silju Báru Ómarsdóttur prófessors. - - - Hjörtur segir að rannsóknin hafi byggst á skoðanakönnun en að ekki hafi verið „spurt að því hvort fólk teldi sig geta tekið upp- lýsta afstöðu til inngöngu í Evrópu- sambandið eða nokkuð í þá veru.“ - - - Og hann bætir við: „Er skemmst frá því að segja að hvergi er að finna nokkurn fót fyrir um- ræddri fullyrðingu í skýrslunni.“ - - - Flokkar með slæman málstað eiga erfitt, ekki síst fyrir kosn- ingar. Það réttlætir þó ekki að for- ystumenn þeirra og frambjóðendur beri hvað sem er á borð fyrir kjós- endur. - - - Vera má að freistandi sé að veifa röngu tré fremur en öngu þeg- ar staðið er í miðri ánni á atkvæða- veiðum, en það er freisting sem fólk þarf að standast. Þorgerður K. Gunnarsdóttir Hvergi fótur fyrir fullyrðingunni STAKSTEINAR Hjörtur J. Guðmundsson Umferðin á hringvegi í nýliðnum júlí jókst um nærri 6% frá sama mánuði árið 2020. Met var slegið í mánuðinum en umferðin reyndist 2,3% meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Stofnunin skoðaði sérstaklega umferð um tvo helstu mælipunkta út frá höfuðborgarsvæðinu um ný- liðna verslunarmannahelgi, þ.e. um Hellisheiði og Hvalfjarðargöngin. Umferðin um Hellisheiði jókst um 14,4% frá árinu 2020 og umferðin um Hvalfjarðargöng um heil 25,6%. Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á hringvegi reynd- ist tæplega 6% meiri í nýliðnum júlí en í sama mánuði á síðasta ári. Um- ferðin reyndist mun meiri en spár gerðu ráð fyrir og var slegið nýtt met í umferðinni um lykilteljarana 16. Fyrra metið var frá árinu 2019 og reyndist umferðin nú 2,3% meiri en gamla metið. Umferð jókst á öllum landsvæð- um en mest um teljarasnið á Aust- urlandi eða rúmlega 23% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða 0,4%. Mest jókst umferð um mælisnið á Möðrudalsöræfum eða tæp 34%. Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 10% á hringveginum frá sama tíma fyrir ári. Útlit er nú fyrir að umferðin í ár geti aukist um 12 prósent en yrði eigi að síður minni en hún var árið 2019. Umferð hefur aukist í öllum landsvæðum en mest á Austurlandi eða um rúm 20% en minnst um eða nálægt höf- uðborgarsvæðinu eða um rúm 7%. sisi@mbl.is Metumferð á hringveginum í júlí Morgunblaðið/Ómar Umferðin Landsmenn voru á far- aldsfæti í nýliðnum júlímánuði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman rúm 3% á meðan umferðin á hringveginum jókst um 6%. „Þetta bendir til þess að íbúar höfuðborgarsvæðins hafi í miklum mæli sótt út á land í júlí, hugsanlega til að elta sólina,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Um- ferðin í júlí á höfuðborgarsvæðínu hefur ekki verið minni í fimm ár. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var með minnsta móti í nýliðnum júlí en hún reyndist 3,1% minni en í sama mánuði á síðasta ári. Leita þarf fimm ár aftur tímann eða til ársins 2016 til að finna minni umferð í júlí. Umferð dróst saman í öllum mæli- sniðum og mest um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku eða um 7,3% en minnst um Reykjanesbraut við Dal- veg í Kópavogi eða um 0,6%. Þetta er þveröfug þróun en átti sér stað á sama tíma úti á hringveg- inum, eins og fram kemur í fréttinni hér ofar á síðunni. „Nærtækast er að draga þá álykt- un að óvenju stór hluti höfuðborg- arbúa hafi verið úti á landi í júlí,“ segir á vef Vegagerðarinnar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Höfuðborgin Talsvert færri ökumenn voru á ferðinni en venjulega í júlí. Borgarbúar eltu sólina út á land Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.