Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Hjörtur J. Guðmundsson, sagn-
fræðingur og alþjóðastjórn-
málafræðingur, fjallar á vef sínum,
fullveldi.is, um utanríkis- og al-
þjóðamál. Í gær fjallaði hann um
grein formanns Við-
reisnar hér í blaðinu
þar sem formað-
urinn sagði: „Rann-
sókn fræðimanna
við Háskóla Íslands
sýnir að þorri fólks
telur sig ekki hafa
nægja vitneskju til
að taka upplýsta
ákvörðun um aðild
Íslands að ESB.“
- - -
Þar sem ekki kom
fram í grein-
inni hvaða rannsókn
væri um að ræða
spurði Hjörtur for-
manninn og fékk þau svör að þar
væri á ferðinni tiltekin rannsókn
Silju Báru Ómarsdóttur prófessors.
- - -
Hjörtur segir að rannsóknin hafi
byggst á skoðanakönnun en
að ekki hafi verið „spurt að því
hvort fólk teldi sig geta tekið upp-
lýsta afstöðu til inngöngu í Evrópu-
sambandið eða nokkuð í þá veru.“
- - -
Og hann bætir við: „Er skemmst
frá því að segja að hvergi er
að finna nokkurn fót fyrir um-
ræddri fullyrðingu í skýrslunni.“
- - -
Flokkar með slæman málstað
eiga erfitt, ekki síst fyrir kosn-
ingar. Það réttlætir þó ekki að for-
ystumenn þeirra og frambjóðendur
beri hvað sem er á borð fyrir kjós-
endur.
- - -
Vera má að freistandi sé að veifa
röngu tré fremur en öngu þeg-
ar staðið er í miðri ánni á atkvæða-
veiðum, en það er freisting sem fólk
þarf að standast.
Þorgerður K.
Gunnarsdóttir
Hvergi fótur fyrir
fullyrðingunni
STAKSTEINAR
Hjörtur J.
Guðmundsson
Umferðin á hringvegi í nýliðnum
júlí jókst um nærri 6% frá sama
mánuði árið 2020. Met var slegið í
mánuðinum en umferðin reyndist
2,3% meiri en í júlí 2019 þegar fyrra
met var sett. Þetta kemur fram á
heimasíðu Vegagerðarinnar.
Stofnunin skoðaði sérstaklega
umferð um tvo helstu mælipunkta
út frá höfuðborgarsvæðinu um ný-
liðna verslunarmannahelgi, þ.e. um
Hellisheiði og Hvalfjarðargöngin.
Umferðin um Hellisheiði jókst um
14,4% frá árinu 2020 og umferðin
um Hvalfjarðargöng um heil 25,6%.
Umferðin um 16 lykilteljara
Vegagerðarinnar á hringvegi reynd-
ist tæplega 6% meiri í nýliðnum júlí
en í sama mánuði á síðasta ári. Um-
ferðin reyndist mun meiri en spár
gerðu ráð fyrir og var slegið nýtt
met í umferðinni um lykilteljarana
16. Fyrra metið var frá árinu 2019
og reyndist umferðin nú 2,3% meiri
en gamla metið.
Umferð jókst á öllum landsvæð-
um en mest um teljarasnið á Aust-
urlandi eða rúmlega 23% en minnst
um höfuðborgarsvæðið eða 0,4%.
Mest jókst umferð um mælisnið á
Möðrudalsöræfum eða tæp 34%.
Frá áramótum hefur umferðin
aukist um tæp 10% á hringveginum
frá sama tíma fyrir ári. Útlit er nú
fyrir að umferðin í ár geti aukist um
12 prósent en yrði eigi að síður
minni en hún var árið 2019. Umferð
hefur aukist í öllum landsvæðum en
mest á Austurlandi eða um rúm
20% en minnst um eða nálægt höf-
uðborgarsvæðinu eða um rúm 7%.
sisi@mbl.is
Metumferð á hringveginum í júlí
Morgunblaðið/Ómar
Umferðin Landsmenn voru á far-
aldsfæti í nýliðnum júlímánuði.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í
júlí dróst saman rúm 3% á meðan
umferðin á hringveginum jókst um
6%. „Þetta bendir til þess að íbúar
höfuðborgarsvæðins hafi í miklum
mæli sótt út á land í júlí, hugsanlega
til að elta sólina,“ segir í frétt á
heimasíðu Vegagerðarinnar. Um-
ferðin í júlí á höfuðborgarsvæðínu
hefur ekki verið minni í fimm ár.
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
var með minnsta móti í nýliðnum júlí
en hún reyndist 3,1% minni en í
sama mánuði á síðasta ári. Leita þarf
fimm ár aftur tímann eða til ársins
2016 til að finna minni umferð í júlí.
Umferð dróst saman í öllum mæli-
sniðum og mest um Vesturlandsveg
ofan Ártúnsbrekku eða um 7,3% en
minnst um Reykjanesbraut við Dal-
veg í Kópavogi eða um 0,6%.
Þetta er þveröfug þróun en átti
sér stað á sama tíma úti á hringveg-
inum, eins og fram kemur í fréttinni
hér ofar á síðunni.
„Nærtækast er að draga þá álykt-
un að óvenju stór hluti höfuðborg-
arbúa hafi verið úti á landi í júlí,“
segir á vef Vegagerðarinnar.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Höfuðborgin Talsvert færri ökumenn voru á ferðinni en venjulega í júlí.
Borgarbúar eltu
sólina út á land
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0