Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 12

Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 N jála er til umfjöllunar á uppistandi sem Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali, verður með á morgun og laugardag, kl. 20 báða dag- ana, í hellunum við Ægissíðu við Hellu. „Hvergi á betur við fjalla um Njálu en í þessum hellum, sem eru til vitnis um það sem ég hef verið að reyna að segja mönnum, að hér hafi ríkt fjölmenningarsamfélag á fyrstu öldum Íslandsbyggðar,“ segir Bjarni. Hellarnir eru örfáa metra frá veg- brún þegar komið er úr vestri að brúnni yfir Ytri-Rangá. Tilgátur hafa verið settar fram um að hellarnir hafi verið gerðir af pöpum, það er írskum munkum, einhverju fyrir landnám norrænna manna hér, en upphaf þess er talið vera árið 874. Allt er þetta þó sveipað dulúð, sbr. að í sumum hell- anna, sem eru alls tólf, er að finna veggjaristur, fangamörk, ártöl, kross- mörk, búmerki og jafnvel ævafornt írskt letur og rúnir. Jafnvel guðshús Fjölskyldan á Ægissíðu opnaði fyr- ir nokkrum árum fjóra af tólf hellum. Nú í ágústmánuði er boðið upp á skoð- unarferðir um hellana á degi hverjum kl. 12, 14 og 16 og tekur hver leið- angur um það bil klukkustund. „Um aldir hafa hellarnir að Æg- issíðu verið not- aðir sem útihús fyrir skepnur og til að geyma hey og matvæli. For- skálar eru fyrir framan alla hellana og í þeim er að finna til dæmis strompa, brunna, berghöld, hillur og stalla. Sumir þeirra bera þess merki að þeir hafi verið mannabústaðir og jafnvel guðshús. Okkar markmið er varð- veisla hellanna og að segja þær munn- mælasögur sem gengið hafa mann fram af manni,“ segir Baldur Þór- hallsson frá Ægissíðu, talsmaður stað- arins. Kapella fyrir enda Af tólf hellum eru tveir lengstir; Hlöðuhellir og Fjóshellir sem báðir eru líka með langa forskála. Uppi- stand Bjarna fer fram í Fjóshelli sem er svipaður að stærð en allt annars konar í laginu með upphækkaða kap- ellu eða svið fyrir enda. sbs@mbl.is Hellar Hvelfingar eins og í annarri veröld. Margvíslegar menningar- og mannvistarleifar eru í hellunum, sem eru nærri vegbrún þegar komið er úr vestri að brúnni yfir Ytri-Rangá við Hellu. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Hellar heilla Dulúð! Hellarnir við Hellu vekja eftirtekt. Veggjarist- ur, fangamörk, írskt letur og rúnir. Papar og Njála. Icewear hefur tekið við veitinga- og verslunarrekstri þjónustumiðstöðv- arinnar við Goðafoss í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Goðafoss í Skjálfandafljóti er við Demantshring- inn svonefnda og er einn vinsælasti áningarstaður ferðafólks á Norður- landi. Icewear mun áfram bjóða inn- lendum og erlendum gestum upp á kaffi og veitingar ásamt úrvali af fatnaði og gjafavöru sem tengist sögu Íslendinga og íslenskri náttúru. „Reksturinn hefur verið í góðum höndum og mikil uppbygging á staðnum undanfarin ár og við ætlum að leggja okkur fram við að gera jafn vel og helst enn betur fyrir ferða- þjónustuna. Það er líka alveg tilvalið fyrir Akureyringa og nærsveitarfólk að fá sér stuttan bíltúr í gegnum göngin og njóta þess að vera í þessu magnaða umhverfi. Veitingaað- staðan er með útsýni yfir fossinn og það er notalegt að horfa yfir svæðið með góðan kaffibolla og kökusneið,“ segir Aðalsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Icewear. Drífa ehf. rekur verslanir Icewear, Icewear Magasín, Arctic Explorer og Icemart ásamt vefverslun Icewear.is. Verslanir Drífu ehf. eru 19 og eru hringinn í kringum landið. Flestar eru á höfuðborgarsvæðinu en einnig tvær á Akureyri, Vík í Mýrdal, Vest- mannaeyjum og nú í Bárðardalnum. Icewear tekur við ferðamannaverslun við Goðafoss Kaffisala, föt og gjafavara Fosshóll Verslunarhúsið sem stendur skammt frá hinum fagra Goðafossi. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Yfirskrift uppistands Bjarna Harðarsonar er: Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins? Og í kynningu segir að hann leysi ráðgátuna um uppruna Íslendinga í kelt- neskri eldmessu. Hann leitast við að svara fleiri spurn- ingum sem tengjast Njálu, eins og hvort Njáll á Berg- þórshvoli hafi verið kaldrifjaður byltingarleiðtogi sem beið ósigur í baráttu við norræna yfirstétt, hvers vegna íslensk fræði þegi um keltneskan uppruna Gunnars á Hlíðarenda, og hvort Njáls saga sé í raun saga af kyn- þáttaóeirðum í fjölmenningarsamfélagi. Það er logið að manni „Í öllum löndum sem verið er að nema hlýtur að verða til samfélag margra þjóða,“segir Bjarni um kenn- ingu sína. „Það er svo magnað í Njálu að í fyrstu tíu skiptin sem maður les hana þá fattar maður þetta ekki, að það er verið að ljúga að manni þegar látið er sem það sé sjálfsagður hlutur að Gunnar sé aleinn heima hjá sér daginn þegar það á að drepa hann. Það gerist aldrei í Íslendingasögunum. Slík sena kemur aldrei fyrir í þeim – nema aftar í sama riti, þegar Njáll og synir hans sitja líka einir heima og bíða eftir að vera drepnir. Þetta eru þjóðernisátök. Þetta eru ekki átök milli ætta, eins og alltaf er sagt. Landnáma kjaftar frá, Njála kjaftar aldrei frá neinu, þrætir bara eins og sprúttsali! En í Landnámu segir hreint út að þarna sé írsk fjöl- skylda í Fljótshlíð og hún lendir í miklum átökum við fjölskyldu í sömu hlíð. Í nokkra áratugi ganga á víg, hefndir og gagnhefndir, þangað til Mörður gígja, þá ungur og upprennandi höfðingi, tek- ur að sér að púsla þessu saman og gerir það með klassísku ráði feðra- veldisins: hann gefur systur sína inn í lið óvinanna.“ Og þar á Bjarni við foreldra Gunnars á Hlíðarenda, Há- mund og Rannveigu, en Gunnar ólst upp í fjölskyldu þar sem afabróðir hans í föðurætt drap móðurafa hans. En hvernig verður framsetn- ingin í hellinum? Mun Bjarni takast á við fólk ef það mótmælir kenningum hans? „Það er allt opið í því. En þetta er uppistand. Fyrirlestur,“ svar- ar Bjarni og heldur áfram: Hið ósagða mesta snilldin „Ég kem inn á mótsagnir Njálu; hvernig stéttar- munur manna og mismunandi þjóðfélagsstaða er alltaf falin. Njála er í hlutverki hins borgaralega málsvara sem talar eins og allir séu á sama plani. Þó við vitum öll að svo er ekki. Við þurfum að lesa bókmenntir eins og þessa nákvæmlega eins og við lesum pólitísk viðtöl eða Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. Við þurfum að taka eftir því sem ekki er sagt – oft er það tómur hégómi, það sem er sagt, en hvernig er stiklað framhjá því og það sem er ekki sagt er oft mesta snilldin.“ Bjarni segir einhverja tugi manna geta fylgst með tali hans í hellunum, plássið sé gott og hugað að öllum sóttvörnum í fersku útilofti. Og hann hlakkar til. „Það er alltaf gaman að tala um Njálu þó ég hafi alltaf blendnar tilfinningar til sögunnar. Hún er miklu meira áróðursrit heldur en bókmenntaperla.“ Kynþáttaóeirðir í fjölmenningunni Bjarni Harðarson Njála er meira áróðursrit heldur en bókmenntaperla Baldur Þórhallsson vfs.is SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is EIN RAFHLAÐA + öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.