Morgunblaðið - 05.08.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Vegna fjölda eftirspurna
höfum við framlengt tilboðið.
Kíktu á blaðsíðu 23!
VIÐTAL
Atli Steinnn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Þegar sá sem hér ritar lagði stund á
háskólanám seint á síðustu öld und-
irgekkst hann óformlega nám-
skeiðið „hvernig á að tala við verk-
fræðinema í vísindaferðum“, en
fyrir þá sem ekki þekkja til voru
vísindaferðir á þeim tíma, og eru
kannski enn, heimsóknir í fyrirtæki
og stofnanir sem kepptust við að
gefa stúdentum brennivín í þeirri
von að þeir annaðhvort réðu sig í
vinnu og gerðu eitthvert gagn, eða
færu í versta falli eitthvert annað.
„Spyrðu bara „hvernig gekk þér í
greiningu eitt?““ sagði Sveinn Stef-
án Hannesson, nú verkfræðingur,
við blaðamann fyrir margt löngu og
tók Þorvaldur Guðjónsson, þá nemi
í byggingarverkfræði, undir ráð-
gjöfina. Átt var við hið annálaða
fallfag stærðfræðigreiningu I, en
þegar að því var komið að bera upp
þessa þungavigtarspurningu höfðu
bestu fyrirtæki Reykjavíkur og ná-
grennis alla jafna veitt gestum sín-
um svo vel að fæstir mundu hvernig
þeim gekk í greiningu eitt.
Þorvaldur Guðjónsson lauk stúd-
entsprófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands, var um tíma liðtækur hand-
boltamaður, lagði leið sína í
byggingarverkfræði í Háskóla Ís-
lands og er í dag framkvæmdastjóri
Rúko, umboðsaðila Liebherr-krana
og -vinnuvéla á Íslandi, og þarf
varla sérstakt námskeið til að halda
uppi samræðum við hann lengur.
Þorvaldur lauk nú fyrir skemmstu
Val d’Aran CDH-hlaupinu, 105 kíló-
metra löngu hlaupi um Pýrenea-
fjallgarðinn, en Birgir Már Vigfús-
son lögreglumaður bætti um betur
og hljóp 160 kílómetra í sama
hlaupi.
Byggði hafnargarð á Jamaíku
„Eftir að maður hætti í handbolt-
anum þurfti maður bara að finna sér
eitthvað annað að gera,“ segir Þor-
valdur, inntur eftir því hvernig hon-
um detti í hug að hlaupa 100 kíló-
metra í spænskum fjöllum. „Svo var
maður bara að dútla í einhverjum
götuhlaupum framan af, en eftir það
fór ég að fara utan og þá dró aðeins
úr þessu,“ segir Þorvaldur, sem
starfaði um árabil hjá verktakafyr-
irtækinu Ístaki og á meðal annars
heiðurinn af hafnargarðinum í
Falmouth á Jamaíku þar sem hann
starfaði ásamt Birni Friðþjófssyni,
föður Eurovision-stjörnunnar og
Garðbæingsins Selmu Björnsdóttur.
„Svo kom ég heim aftur 2015 og
tók þá upp þráðinn. Það var einmitt
þá sem ég kynntist utanvegahlaup-
um. Framan af var ég bara einn í
þessu, en þegar ég kynntist nátt-
úruhlaupum breyttist það og maður
fór að kynnast fólki í þessu þótt
auðvitað sé þetta hálfgert ein-
staklingssport,“ segir Þorvaldur.
Meðal þess sem hann reyndi sig þá
við var hlaup yfir Fimmvörðuháls.
Undirbúningur hefst í janúar
Þaðan virðist þó býsna langur
vegur yfir í að hlaupa rúma 100 kíló-
metra yfir sjálf Pýrenea-fjöllin. Var
það ekkert mál, hvernig undirbýr
maður slíkt þrekvirki? „Maður byrj-
ar auðvitað bara á litlum skrefum,
en þetta er margra mánaða undir-
búningur,“ svarar Þorvaldur, „ég
var þá búinn að hlaupa tvö maraþon
erlendis, fyrsta maraþonið mitt var í
Tel Aviv í Ísrael og svo hljóp ég í
París árið eftir, en Laugavegurinn
[milli Þórsmerkur og Landmanna-
lauga] var kannski fyrsta alvöru-
utanvegahlaupið mitt,“ segir verk-
fræðingurinn frá.
„Fyrir hlaup á borð við Val d’Ar-
an CDH, sem er um mitt sumar,
hefst undirbúningur í raun í janúar.
Þetta er bara mjög hörð vinna og
maður þarf bara að sinna þessu
mjög vel,“ segir Þorvaldur, en nær
þó að láta 26 klukkustunda hlaup
hljóma eins og hvern annan lautar-
túr í eyrum blaðamanns, sem mest
hefur hlaupið 27,81 kílómetra og
taldi sig þá mun nær dauða en lífi.
„Ég kynntist nú fáum í þessu
hlaupi,“ játar Þorvaldur, spurður út
í félagslegu hliðina á því að hlaupa
yfir Pýrenea-fjöllin, „þetta voru
mest Frakkar og Spánverjar og töl-
uðu litla sem enga ensku. Þetta
hlaup var í raun tvö risahlaup, þú
verður eiginlega að tala við Birgi
Má Vigfússon lögregluþjón, hann
hljóp 160 kílómetra í þessu hlaupi,“
segir Þorvaldur.
Hvernig skyldi þá ganga að jafna
sig eftir 100 kílómetra hlaup? „Það
er bara að leggjast á koddann, mað-
ur klárar sig alveg,“ segir Þorvald-
ur. „Þetta hlaup er frekar torfært,
maður var á tíma bara að klifra í
klettum. Maður stoppar á drykkjar-
stöðvum í smástund, frá fimm mín-
útum og upp í kortér og fær sér
hressingu.“
Hvað gerist í höfðinu á fólki í
hlaupi sem tekur rúman sólarhring,
um hvað snúast hugsanirnar?
„Fyrstu 30 til 50 kílómetrana hugs-
ar maður mest um hvað þetta er
dásamlegt og hvað landslagið er fal-
legt,“ svarar Þorvaldur, „svo fer
maður að spyrja sig hvers vegna
maður sé að þessu og svo þegar á
líður og orkan fer að dvína fer mað-
ur að hugsa um hvernig maður eigi
að klára þetta. Maður fer að grafa
djúpt í hugann,“ játar hann.
Tískudrottning úr Verzló
„Að lokum verður allt erfiðara,
maður á til dæmis í erfiðleikum með
að koma niður mat undir það síð-
asta, en þessu fylgir ofboðsleg vel-
líðan, að klára svona hlaup. Þetta er
í rauninni alveg eins og alkóhólismi,
þetta er sami hringurinn, fyrst ertu
óskaplega ánægður og allt er gam-
an, en svo skellur vanlíðanin á þér
og þú lofar sjálfum þér að gera
þetta aldrei aftur, en nokkrum dög-
um síðar ertu samt farinn að huga
að næsta hlaupi,“ segir Þorvaldur
og hlær dátt að samlíkingunni.
Hann tilheyrir hlaupasamfélagi á
Facebook sem heitir Náttúruhlaup
og segir þar mikla hvatningu að
finna auk þess sem hópurinn skipu-
leggi sífellt hlaup um íslenska nátt-
úru og mæti þá þeir sem vilja.
En skyldi hlaupið vera dýrt
sport? „Já og nei,“ svarar verzl-
unarskólastúdentinn með semingi,
„eins og aðrar tískudrottningar er
maður auðvitað í besta útbúnað-
inum,“ segir hann og skellihlær, „þú
ferð með fleiri pör af hlaupaskóm á
ári, skórnir endast kannski 600 kíló-
metra í fjallahlaupum og par af góð-
um skóm kostar 25 til 30 þúsund
kall,“ segir Þorvaldur og ætlar að
halda sportinu áfram ótrauður.
Birgir Már Vigfússon lögreglu-
þjónn hljóp 160 kílómetra í Val
d’Aran CDH-hlaupinu og þótti ekki
annað tækt en að eiga við hann tal
einnig eftir áskorun Þorvaldar. „Ég
var í golfi frá unga aldri, en fékk svo
bara nóg af því svo ég fór í utan-
vegahlaupin,“ segir Birgir. „Þetta
er frábær félagsskapur í þessu
sporti, en stundum er maður einn að
hlaupa og þá er þetta bara hug-
leiðsla, maður er einn með sjálfum
sér og sínum hjartans málum,“ seg-
ir lögregluþjónninn.
„Strax eftir hlaupið er maður auð-
vitað bara búinn í skrokknum og þá
var nú gott að fá góðar móttökur frá
Láru og Valda [Þorvaldi og konu
hans Láru Björk Einarsdóttur],“
játar Birgir. „Nú er mánuður síðan
ég lauk hlaupinu, en ég er enn dof-
inn í tánum og samt farinn að búa
mig undir hlaup með tuttugu Ís-
lendingum á svæðinu kringum Mont
Blanc,“ segir hann og kveður hlaup-
in hafa gefið sér margt. „Ég hvet
bara alla til að prófa utanvegahlaup,
fara út í náttúruna og prófa. Und-
irlagið þar fer miklu betur með
skrokkinn en malbikið,“ segir Birgir
og á lokaorðin í spjallinu við þá Þor-
vald verkfræðing, menn sem hafa
fundið hamingjuna og gleðina á
tveimur jafnfljótum í guðsgrænni
náttúrunni.
„Hlaup eru eins og alkóhólismi“
- Þorvaldur Guðjónsson hljóp 105 kílómetra í Val d’Aran CDH-hlaupinu - „Þetta er ekki neitt, talaðu
við Birgi!“ - Enn þá dofinn í tánum en farinn að skipuleggja næsta hlaup - Frábær félagsskapur
160 kílómetrar Birgir segir hlaupin jafnast á við hugleiðsluástand.
Foldar skart Þorvaldur í ægifagurri náttúru hinna spænsku gestgjafa.105 kílómetrar Þorvaldur Guðjónsson byggingarverkfræðingur skilar sér í
mark í Val d’Aran CDH-hlaupinu í Pýrenea-fjöllunum, nú er það bara kodd-
inn. Þorvaldur líkir langhlaupum við alkóhólisma, gaman fyrst.