Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 22

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Gerðu vel við þig og þína með gæða kjöti Frábært úrval af flottum steikum SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Reisubók séra Ólafs Egilssonar er eitt merkasta framlag íslenskra bók- mennta um það sem var að gerast í Evrópu á miðöldum þegar sjóræn- ingjar fóru um, ruplandi og rænandi fólki sem þeir seldu í þrældóm. Ís- lendingar fengu að finna fyrir þeim þegar þeir leituðu fanga á Íslandi sumarið 1627. Þeir gerðu strandhögg á Austfjörðum, í Grindavík og Vest- mannaeyjum. Stærst var höggið í Eyjum þar sem 300 sjóræningjar frá Algeirsborg gengu á land þann 16. júlí 1627. Höfðu á brott með sér 242 Vestmannaeyinga og seldu á uppboði í Algeirsborg. Drápu um 36 manns en um 200 manns tókst að fela sig eða flýja til hafs. Kenndu saman á Vellinum Í Reisubókinni segir séra Ólafur frá hryllingnum í Vestmannaeyjum, siglingunni yfir hafið, komunni og dvölinni í Algeirsborg og förinni til Kaupmannahafnar þar sem hann átti að semja við Danakonung um lausn- arfé fyrir fangana. Reisubókin hefur komið út í nokkrum útgáfum og sú nýjasta er frá síðasta ári sem Már Jónsson og Kári Bjarnason bjuggu til prentunar. Er þar að finna frásagnir þeirra sem eftir urðu og var miskunn- arleysið og viðbjóðurinn yfirgengilegt samkvæmt því sem þar kemur fram. Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols sem báðir kenndu við útibú Maryland-háskóla á Keflavíkur- flugvelli hafa unnið það þrekvirki að kynna Reisubókina á ensku, fyrst með því að þýða bók sr. Ólafs og nú með því að skrifa fræðilega bók um Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Þýðing þeirra félaga er til sölu í Pennanum og á Amazon og hefur fengið mjög góða dóma. Hún hefur einnig verið þýdd á hollensku og standa vonir til að þýðingin komi brátt út á fleiri tungumálum. Á síðasta ári gáfu þeir félagar út bókina Northern Captives, The Story of the Barbary Corsair Raid on Grindavík 1627. „Sú bók er fyrsta heildstæða verkið sem skrifað hefur verið um Tyrkjaránið í Grindavík. Fram að því hafði Grindavíkurránið fallið í skuggann af Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum,“ segir Karl Smári en þeir létu ekki staðar numið þar. Að stórum hluta óbirt efni „Í framhaldi af bókinni um Grinda- víkurránið kom sú hugmynd að skrifa sérstaka bók um Tyrkjaránið í Vest- mannaeyjum og á Austfjörðum. Við unnum af kappi að bókinni sem fékk titilinn Stolen Lives – the Story of the Barbary Corsair Raid on Heimaey 1627. Þegar bókin var langt komin talaði Kári Bjarnason við sitt fólk í Vestmannaeyjum og við fengum lof- orð um styrk til útgáfunnar frá 1627 sögusetri,“ sagði Karl Smári þegar þeir kynntu bókina við athöfn í Vest- mannaeyjum. Bókin er 270 blaðsíður af efni sem að stórum hluta hefur ekki verið skrifað áður og því síður gefið út. „Við fjöllum um afdrif margra þeirra sem herteknir voru. Þar sannast máls- hátturinn að misjafnar verða manns- ævirnar. Sumir náðu æðstu met- orðum í Barbaríinu þótt flestra biðu þung örlög í örbirgð og þrældómi. Um tíundi hluti allra þeirra sem rænt var kom aftur til sinna fornu heim- kynna í Vestmannaeyjum eftir margra ára veru í þrældómsoki,“ sagði Karl Smári. Tvö aðskilin rán Í bókinni er einnig lögð áhersla á forsendur fyrir Tyrkjaráninu. Fjallað um foringja ránsmannanna, Mórat Flammengó. „Tyrkjaránið í Grinda- vík og Tyrkjaránið í Vestmanna- eyjum og á Austurlandi voru í raun tvö aðskilin rán undir stjórn tveggja foringja, Mórat Reis (Jan Janzzon) frá Sale í Marokkó og hins vegar Flammengó sem hafði aðsetur í Al- geirsborg. Báðir voru Hollendingar og áttu ýmislegt sameiginlegt.“ Að lokum er í bókinni gerð grein fyrir útkaupum fanganna í Barbarí- inu og ferð þeirra til Íslands og þætti dönsku stjórnarinnar og hollenskra manna við útkaupin auk lista yfir þá sem leystir voru út og keyptir úr ánauð. „Bókin, Stolen Lives, ásamt bók- unum Northern Captives og The Tra- vels of Reverend Ólafur Egilsson mynda trílógíu, þrjár bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um sama efni en eru þó sjálfstæðar. Bækurnar eru tæplega 800 blaðsíður og eru langítarlegasta efni sem til er um Tyrkjaránið á ensku,“ sagði Karl Smári sem að lokum þakkaði Kára Bjarnasyni og Sögusetrinu 1627 fyrir veittan stuðning. Tyrkjaránið í þríleik í enskri útgáfu - Fræðabók um Tyrkjaránið 1627 komin út - Sömu höfundar og þýddu Reisubók séra Ólafs Egils- sonar yfir á ensku - Saga miskunnarleysis og ótrúlegra örlaga Íslendinga sem þræla í Barbaríinu Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Kynning Bókin kynnt í Eyjum á dögunum, frá vinstri eru Kári Bjarnason, Karl Smári Hreinsson og Adam Nichol. Útgáfuteitið var vel sótt. Mikill meirihluti landsmanna styður aðgerðir lögreglu vegna kórónuveir- unnar, eða 81%, en hlutfallið var 89% árið 2020. Lítill hluti lands- manna, eða 4%, telur að aðgerðir lögreglu vegna veirunnar séu of harkalegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum lands- manna til þjónustu og starfa lög- reglu sem framkvæmd var af Fé- lagsvísindastofnun á vormánuðum. Könnun var lögð fyrir fjögur þúsund landsmenn á aldrinum 18 til 90 ára og var svarhlutfall 52%. Samkvæmt rannsókninni hefur aðeins dregið úr trausti til lögreglu. Þrátt fyrir það segjast rúmlega átta af hverjum 10 bera traust til lög- reglu og starfa hennar. Þetta hlutfall var hæst árið 2018 þegar 87% báru traust til lögreglu. Lækkunin skýr- ist fyrst og fremst af minnkandi trausti meðal fólks í yngsta aldurs- hópnum; 18 til 25 ára. Jafnframt hefur þó dregið örlítið úr trausti meðal kvenna, sem þó er enn hlutfallslega meira en meðal karla. Um 29% landsmanna leituðu eftir þjónustu eða aðstoð lögreglu á árinu 2020, sem er 6% færri en árið 2019. Hlutfallslega flestir sem leituðu eftir þjónustu hringdu í Neyðarlínuna. Yfir 80% þeirra sem leituðu eftir þjónustu eða aðstoð lögreglu voru ánægð með þjónustuna. Samkvæmt rannsókninni telur mikill meirihluti landsmanna lög- reglu skila góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum í sínu hverfi eða byggðarlagi, eða um 85%. Hlutfall fólks sem taldi lögreglu hafa skilað góðu starfi var í sögulegu hámarki árið 2014. Traust til lögregl- unnar minnkar - Viðhorf lands- manna til þjónustu og starfa kannað Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Traustið er mikið en hef- ur minnkað, samkvæmt könnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.