Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 27

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Fyrirtækið keypti 15% hlut í Ís- lenskri vatnsorku hf. sem hefur áform um að gera uppistöðulón þar sem Hagavatn var og reisa vatns- aflsvirkjun. Með því yrði komið í veg fyrir fok úr gamla Hagavatns- botninum og framleidd græn raf- orka. Duerr segir þetta í samræmi við hugmyndafræði fyrirtækisins. „Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisfótspor og mætum því kol- efnislosun með ýmiss konar endur- vinnslu og framleiðslu grænnar orku,“ segir hann. St-Georges Eco-Mining á um það bil 30% í ZeU Technologies í Kanada sem þróar tækni á sviði bálkakeðja (blockchain) og vinnur að öruggum viðskiptum með raf- myntir, öruggum netsamskiptum og varðveislu stafrænna persónu- legra gagna. Þau stofnuðu dóttur- fyrirtæki hér, Borealis ehf., sem mun nýta tækni ZeU Technologies í sambærilegri starfsemi. Duerr segir heimsfaraldurinn hafa seink- að þeim áformum. Bæði Duerr og Þórdís segja að gullverkefnið sé spennandi og áhugavert, næstu mánuðir muni leiða í ljós framhaldið og hvaða tækifæri felast í framhaldinu fyrir okkur hér á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þormóðsdalur F.v. Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir forstjóri, James Rollason jarðfræðingur og dr. Helen Salmon yfirjarðfræðingur þar sem Bergborun mun bora allt að 500 metra djúpar rannsóknarholur og sækja borkjarna. „Íslensk jarðskorpa og íslensk jarð- hitakerfi geta alveg eins búið til vinnanlegt gull eins og jarðhita- kerfi annars staðar. Gull getur fundist þar sem hafa verið gömul og langær jarð- hitakerfi,“ sagði dr. Hjalti Franz- son, jarðfræð- ingur og ráðgjafi hjá Iceland Reso- urces ehf. „Menn upp- götvuðu á Nýja Sjálandi um 1980 að jarðhitakerfi eru óaðskiljanlegur hluti af vissum gerðum af gullnámum. Síðan þá höfum við af og til leitað að gulli á Íslandi. Ég hef lengi tekið þátt í því og verið á flestum svæðum þar sem gull hefur fundist. Við höfum bara rétt skannað þetta en eigum eftir að leita miklu víðar,“ sagði Hjalti. „Þormóðsdalur er sérstakur að því leyti að þar kemur jarðhitaæð upp um þröngar sprungur og er virk nægilega lengi til að búa til kvarts- gang. Suðan hefur verið þar lengi á svipuðum stað og gull fallið út. Þar er eitthvað af silfri líka en mjög lít- ið af öðrum málmum.“ Jarðhitakerfið skilur gullið úr jarðhitavökvanum. Það gerist yf- irleitt þar sem er öflug suða um langan tíma. „Þessi suða þarf að vera lengi á sama stað til að sam- söfnun gulls verði í nægilega miklu magni. Íslensk háhitakerfi geta verið allt að 500.000 ára gömul og í hverju kerfi geta verið mörg und- irkerfi sem hafa safnað gulli,“ sagði Hjalti. Hann sagði að ísaldarjökull- inn gæti hafa rofið gömlu jarð- hitakerfin. Þau geta hafa rofnað niðri á 300-600 metra dýpi eða meira, þar sem helst er að leita gulls í eldri kerfunum. Herb Duerr, starfandi forstjóri St-Georges Eco-Mining, nefndi að aðstæðum hér svipaði að hluta til aðstæðna við flekaskil Kyrrahafs- flekans (Pacific Rim). Hjalti sagði að hér rækju Norður-Ameríkuflek- inn og Evrasíuflekinn hvor frá öðr- um en við Kyrrahafið færi einn fleki yfir annan og keyrði hann undir sig. „Það er mikill munur á jarð- hitakerfunum sem myndast við flekaskilin við Kyrrahafið og svo hér. Þegar skorpan fer undir, sekk- ur og bráðnar aftur, fylgir oft sjáv- arskorpa með. Það veldur því að jarðhitavökvinn sem myndast þar verður flóknari og inniheldur fleiri efni en jarðhitavökvi hér, þar sem við höfum nýlega basaltskorpu og ekki sjávarblandaða. Þess vegna eru miklu færri og minni efni í ferskvatnsjarðhitakerfunum okkar en í jarðhitakerfunum við Kyrra- hafsplötuna.“ Auk gulls eru hlið- arefni í jarðhitakerfunum við Kyrrahaf eins og t.d. blý, brenni- steinn, sink, arsenik og kvikasilfur. „Þessi efni hafa í gegnum tíðina valdið mikilli mengun frá gull- vinnslu því það verður að fjarlægja þau líka,“ sagði Hjalti. „Þar sem við finnum gull hér þá finnum við ekki þessa mengandi málma. Þess vegna verður gullnám miklu umhverfis- vænna hjá okkur en við Kyrrahafs- plötuna.“ Hreinlegt gullnám hér og fá aukaefni Hjalti Franzson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.