Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 30
30 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum
frá CASÖ í Danmörku
nýorkubíla.
Bílaleigur hafa
selt mikið af not-
uðum bílum úr
flotum sínum í
faraldrinum og
einnig hafa notað-
ir bílar selst vel
hjá umboðunum
að sögn Jóns
Trausta. „Í ljósi
mikillar sölu bíla-
leiganna af notuðum bílum, þá verður
minna til af notuðum bílum í haust.“
Jón Trausti minnir á að krónan hafi
styrkst og verð á bílum sé hagstæð-
ara sem því nemi. Þá séu vextir enn
lágir.
Hefðu viljað eiga fleiri bíla
Erna Gísladóttir, forstjóri BL, seg-
ir að bílasalan gangi vel um þessar
mundir. „Við hefðum viljað eiga fleiri
bíla á lager, en það hlýtur að komast í
lag á næstu mánuðum,“ segir Erna.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eins og fram kom í ViðskiptaMogg-
anum í gær var júnímánuður met-
mánuður hvað bílalán varðar en þá
voru ný bílalán til íslenskra heimila,
að teknu tilliti til umfram- og upp-
greiðslna, jákvæð sem nam tæpum
2,5 milljörðum króna. Þá var bílasala í
júlímánuði með ágætum samkvæmt
tölum Bílgreinasambandsins.
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bíla-
umboðsins Öskju, segir að markaður-
inn sé búinn að vera „fínn“ að und-
anförnu. „Við finnum aðeins fyrir að
það vanti ákveðnar tegundir bíla út af
hálfleiðaraskorti, sem kemur til út af
kórónuveirufaraldrinum, en mér sýn-
ist framleiðendur vera komnir yfir
það versta. Áhrifa gæti þó gætt inn á
næsta ár. Annars er Ísland svo lítill
markaður að við þurfum ekki mikið af
bílum í stóra samhenginu. Því held ég
að þessi tregða í framleiðslunni muni
ekki hafa mikil áhrif hér á landi í
haust.“
Jón Trausti segir að bílaleigur hafi
verið mjög stórir viðskiptavinir í sum-
ar og þar sé mikill uppgangur. „Það
var kominn mikil þörf á endurnýjun
flotans og hún mun vara fram á næsta
ár.“
Hvað einstaklingsmarkaðinn varð-
ar segir Jón Trausti að hann sé búinn
að snúast að stórum hluta yfir í sölu
Hún nefnir einnig vandann varð-
andi hálfleiðarana, sem sé að lagast.
„Bílaframleiðendur í Asíu standa bet-
ur, því hálfleiðarar eru framleiddir í
þeim heimshluta einnig og því hæg
heimatökin.“
Erna segir að góð bílasala um þess-
ar mundir endurspegli uppsafnaða
þörf. Fólk hafi haldið sig mikið heima
síðustu misseri vegna faraldursins en
sé nú farið meira á stjá að skoða bíla.
„Við sjáum fram á að salan muni hald-
ast góð næstu mánuði.“
Erfitt er að fá notaða bíla um þess-
ar mundir að sögn Ernu. Um það
vitni tómleg bílaplön bílasalanna.
„Bílaleigurnar hafa þurrkað mikið til
upp góða notaða bíla. Þeir setja held-
ur ekki bíla upp í og þrýstingurinn
eykst sem því nemur.“
Bílaplönin aldrei jafn tóm
Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bíla-
búðar Benna, segir að mikil sala hafi
orðið til bílaleiga um leið og leiðin
varð greiðari inn í landið fyrir erlenda
ferðamenn í vor. Það hafi orðið til
þess að skortur hafi orðið á bílum og
bílaumboðin hafi ekki átt nóg af bílum
til að anna eftirspurn. Setið hafi verið
um alla bíla sem voru í boði.
Hann nefnir einnig fyrrnefndan
hálfleiðaraskort. „Við fáum til dæmis
ekki bíla frá Ssang Young-bílafram-
leiðandanum fyrr en undir áramót.
Maður hefur aldrei séð bílaplönin hjá
skipafélögunum [þar sem bílarnir eru
geymdir þar til þeir eru tollafgreidd-
ir] jafn tóm og núna.“
Að lokum bendir Benedikt á að fólk
geti átt von á hækkunum á verði bíla á
komandi mánuðum. Hrávöruverð hafi
hækkað mikið, til dæmis bæði stál og
ál, en einnig rafhlöður í rafbíla. „Við
vorum til dæmis að kaupa iðnaðar-
hurðir á 20% hærra verði en í fyrra.
Framleiðandinn sagði mér að hann
hefði rekið fyrirtæki sitt í þrjátíu ár
og hrávöruverðið til framleiðslunnar
hefði á þessu eina ári hækkað meira
en öll þrjátíu árin þar á undan,“ segir
Benedikt.
Markaðurinn fínn undanfarið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hækkun Benedikt bendir á að fólk geti átt von á hækkunum á verði bíla.
- Ákveðnar tegundir vantar vegna hálfleiðaraskorts - Endurnýjun bílaleiguflotans stendur fram á næsta
ár - Sterkari króna og lágir vextir hjálpa - Fólk er farið meira á stjá að skoða - Setið um bifreiðar
Bílasala
» 1.726 bifreiðar seldust í júlí
» Askja seldi mest, eða 383
bíla. Toyota 366 og BL 316.
» 55,4% bíla hafa selst í al-
menna notkun en 43,6% til
bílaleiga
» Toyota og Kia seldust best
Benedikt
Eyjólfsson.
Erna
Gísladóttir.
Jón Trausti
Ólafsson.
áætlunum um ótiltekinn tíma. Sindri
segir framkvæmdir á húsnæðinu
samt sem áður hafa gengið vel og
þeir verði klárir þegar færi gefst.
„Það væri æskilegast að mega
hafa opið eitthvað fram yfir mið-
nætti en það er helst þessi eins
metra regla og grímuskylda sem
gengur ekki upp í skemmtanahaldi
þar sem allt snýst um dans og
nánd,“ segir Sindri.
Staðurinn verður gluggalaus og
að sögn Sindra nýlunda í íslenskri
skemmtistaðaflóru. „Það er meira
lagt upp úr hljóði og ljósum og upp-
lifun. Staðurinn verður blanda af
því besta sem við höfum séð frá næt-
urklúbbum erlendis, teknó, hipp
hop, r&b og popptónlist.“
Þar sem staðurinn er gluggalaus
segir Sindri aðspurður það skoð-
unarverðan kost að halda skemmt-
anahaldi uppi fram á morgun á
staðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins hafa viðrað hugmyndir
um frjálsan afgreiðslutíma og
Sindri segir vert að skoða þær: „Ef
það er eftirspurn eftir því. Ég held
nú að markaðurinn og við-
skiptavinir stýri því. Ef það kemur
til þess að maður megi hafa opið
eins lengi og maður vill erum við
opnir fyrir því. Hálf fimm er líka
feikilega rúmur tími og við erum
mjög ánægðir með það.“
Nýlunda bíður skemmtistaðaunn-
enda þegar samkomutakmörkunum
verður aflétt á nýjan leik. Þá munu
Sindri Snær Jensson, Jón Davíð
Davíðsson og Ólafur Alexander
Ólafsson hefja rekstur næturklúbbs-
ins AUTO, sem verður starfræktur í
kjallararými veitingahússins Hard
Rock Cafe við Lækjargötu. Þeir
Sindri og Jón hafa sett svip sinn á
viðskiptalíf borgarinnar með fata-
versluninni Húrra og veitingastöð-
unum Flatey pizza og Yuzu.
Ætlunin var að opna staðinn nú í
upphafi ágústmánaðar en sam-
komutakmarkanir frestuðu þeim
Opna Auto um leið og færi gefst
- Gluggalaus skemmtun í Lækjargötu
Morgunblaðið/Unnur Karen
Framkvæmt Sindri, Jón og Ólafur
hafa í mörgu að snúast þessa dagana.
5. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.35
Sterlingspund 171.75
Kanadadalur 98.55
Dönsk króna 19.711
Norsk króna 14.051
Sænsk króna 14.367
Svissn. franki 136.55
Japanskt jen 1.1302
SDR 176.17
Evra 146.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.1732
Rekstur Bláa lónsins hefur ekki
raskast vegna fimmtu bylgju farald-
ursins hérlendis. Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna færði Ísland, sem
áfangastað, upp um áhættustig í gær
en sú tilfærsla breytir tilmælum til
bólusettra farþega lítið sem ekkert.
Helga Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri sölu-, markaðs- og
vöruþróunarsviðs Bláa lónsins segir
langflesta erlenda ferðamenn bólu-
setta og því hafi uppsveifla farald-
ursins innanlands lítil áhrif á bók-
unarstöðu í lónið og á hótelin að svo
stöddu.
„Við höfum ekki séð mikil áhrif
þessarar bylgju hér á Íslandi á bók-
anir og afbókanir enn sem komið er.
Þetta er auðvitað fljótt að breytast
en gestir okkar
eru oftast full-
bólusettir og tak-
markanir á þeim
eru vægari,“ seg-
ir Helga.
Aukning í smit-
um mun færa Ís-
land í hærra
hættustig í fleiri
ríkjum en Banda-
ríkjunum en
Helga kallar eftir meira samræmi í
slíkum kortum: „Þessi hættumöt og
mælikvarðar einstakra ríkja eru
flókin og í raun vonlaust að bera
saman stöðu mismunandi ríkja út
frá þeim í dag. Það skiptir máli að
listarnir séu samanburðarhæfir og
taki tillit til hlutfallslegs fjölda
þeirra sem mældir eru og fjölda
bólusettra svo eitthvað sé nefnt.
Annars missa þeir marks.“
Bandaríkjamenn hafa verið stór
hluti viðskiptavina Bláa lónsins það
sem af er sumri. Það að Bandaríkja-
menn séu svo hátt hlutfall ferða-
manna gefur nokkuð góð fyrirheit
fyrir rekstraraðila en Sóttvarna-
stofnun Bandaríkjanna setur afar
litlar hömlur á ferðalög bólusettra
Bandaríkjamanna. „Þjóðerni gesta
okkar er nokkurn veginn í línu við
mismunandi hlutfall milli þjóðerna
þeirra sem fara um Keflavík-
urflugvöll samkvæmt tölum Ferða-
málastofu, Bandaríkjamenn eru þar
enn langfjölmennastir,“ segir Helga.
Bláa lónið stendur vel
Helga
Árnadóttir.
- Bólusettir ferðamenn virðast ætla að halda frelsi sínu - Hótel sjá
fáar afbókanir - Kort sóttvarnastofnana þurfi að lúta að fleiri þáttum