Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Flex&Go Í skóna er notað hágæða leður sem og náttúruleg efni, sem gerir það að verkum að skórnir falla vel að fætinum og eru einstaklega þægilegir. Verð 17.995 Stærðir 36-42 Í gær var ár frá sprengingunni í Bei- rút, höfuðborg Líbanon, þar sem 214 létu lífið og um 6.500 særðust. Yfir 300 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Niðurstaða rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar FBI á sprengingunni er sú að 500 tonn af áburði, sem innihélt ammoníumnít- rat, hafi valdið harmleiknum. Í áraraðir voru geymd 2.700 tonn af áburði í vöruhúsi við höfnina í borginni. Þar kviknaði eldur sem síð- an olli sprengingunni sem er meðal þeirra stærstu í sögunni þar sem kjarnorkuvopn koma ekki við sögu. Vanræksla og spilling Þúsundir mótmælenda komu sam- an við höfnina í Beirút í gær, en margir kenna vanrækslu og spillingu ráðamanna um sprenginguna. Eng- inn háttsettur embættismaður hefur þó verið handtekinn í tengslum við harmleikinn og eru stjórnmálaleið- togar sakaðir um að hindra réttvís- ina. Lögreglan var kölluð til þegar mótmælin breyttust í óeirðir og mót- mælendur reyndu að brjótast inn í þinghúsið. Lögreglan beitti táragasi og kylfum á mótmælendur. „Við gát- um ekki farið aftur heim fyrr en ein- um og hálfum mánuði síðar. Við bættum allt tjónið með okkar eigin peningum,“ er haft eftir Söndru Ab- aras, einum af mótmælendunum. Veita neyðaraðstoð Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á fjáröflunarfundi fyrir Líbanon á vegum Sameinuðu þjóðanna í gær að leiðtogar Líbanon skulduðu fólki sínu sannleikann. Þá tilkynnti hann að að Frakkar ætluðu að veita Líbönum neyðaraðstoð að andvirði hundrað milljóna evra og jafnframt að senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bólu- efni gegn kórónuveirunni. urdur@mbl.is AFP Mótmæli Þúsundir mótmæltu vanrækslu stjórnvalda í gær. Skulda Líbönum sannleikann - Eitt ár er frá sprengingunni sem gerði yfir 300 þúsund heimilislausa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hvetur ríki til þess að fresta því að bólusetja fullbólusetta ein- staklinga með örvunarskammti gegn Covid-19, þangað til að minnsta kosti í lok september til þess að koma til móts við mismun á skammtadreifingu á milli ríkra og fátækra þjóða. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, hvetur ríki og fyrirtæki sem stjórna framboði bóluefnaskammta til þess að skipta um gír og tryggja fleiri skammta til fátækari ríkja. Þarf samvinnu allra „Ég skil áhyggjur stjórnvalda að vilja vernda þjóð sína gegn Delta- afbrigðinu. Við getum hins vegar ekki samþykkt lönd sem hafa nú þegar fengið meirihluta af bólu- efnaforða heims og vilja nota enn meira af honum, á meðan viðkvæm- ustu íbúar heims eru enn óvarðir,“ sagði Ghebreyesus á blaðamanna- fundi í gær. Hann segir að fresta eigi örvunarskömmtum þar til að minnsta kosti 10% íbúa allra ríkja heims hafa verið fullbólusettir. „Þetta mun einungis takast með samvinnu allra, sérstaklega þeirra örfáu ríkja og fyrirtækja sem stjórna framboði bóluefnanna,“ sagði Ghebreyesus. 1,5% Afríkubúa fullbólusettir Einungis um 1,5% Afríkubúa eru fullbólusettir en heimsálfan reiðir sig einna mest á dreifingu bóluefna í gegnum alþjóðlega bóluefna- samstarfið COVAX. Þá hefur dauðs- föllum af völdum veirunnar fjölgað hratt síðasta mánuðinn. Ghe- breyesus telur að engum heimshluta stafi jafnmikil hætta af heimsfar- aldrinum og Afríku. Samkvæmt Ghebreyesus hefur um helmingur 194 aðildarríkja WHO fullbólusett yfir 10% þjóðar sinnar. Minna en 25% hafa fullbólusett meira en 40% þjóðarinnar. urdur@mbl.is Vilja stöðva örvunarskammta - Ójöfnuður í dreifingu bóluefna Bóluefni » Í ríkari ríkjum heims áætlar WHO að á hverja 100 íbúa hafi 101 skammtur verið gefinn. » Í fátækjari ríkjum heims áætlar WHO að á hverja 100 íbúa hafa tveir skammtar verið gefnir. Að minnsta kosti þrír eru látnir og mikill fjöldi er særður eftir lestarslys í Tékklandi í gær. Tvær járnbrautalestir rákust saman í þorpinu Milavce í vesturhluta landsins. Önnur lestin var að koma frá München-borg í Þýska- landi en hin var í innanlandsakstri. Samkvæmt samgönguráðherra Tékk- lands virti lestin sem var að koma frá Þýskalandi ekki stöðvunarmerki og ók því á hina lestina. AFP Þrír látnir eftir lestarslys í Tékklandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsögn ríkisstjóra New York-ríkis, Andrews Cuomo. Í fyrradag var kynnt skýrsla um háttsemi Cuomo en niðurstöður hennar sýna að hann hafi kynferð- islega áreitt að minnsta kosti ellefu konur. Biden bættist því í hóp fjölda annarra sem hafa hvatt Cuomo til að segja af sér, meðal annars Nancy Pelosi, forseta full- trúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtoga Demó- krata í öldungadeildinni. Eftir að skýrslan var kynnt hélt Biden blaðamannafund þar sem hann kallaði eftir afsögn ríkisstjór- ans og fordæmdi hegðun hans. Cuomo sætir nú sakamálarannsókn og kann einnig að verða ákærður fyrir embættisbrot sem ríkisþing New York segist nú vinna að. AFP Ríkisstjóri Andrew Cuomo hefur gegnt embætti ríkisstjóra frá árinu 2011. Biden kallar eftir afsögn Cuomo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.