Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 38

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 38
Marta María mm@mbl.is „Ég reyni að hugsa mjög vel um húðina, sér- staklega í seinni tíð. Ég nota alltaf góð nær- ingarrík krem og olíur bæði á andlit og líkama en ég er mikil áhugamanneskja um húð- umhirðu. Húðin er svo mikilvægur þáttur í heilsu okkar og líðan. Einnig er mjög mikil- vægt að hugsa vel um hana að innan, næra sig vel og drekka vel af vatni. Svo er þurrburstun líka snilld og ég elska allar húðmeðferðir,“ segir Þórunn þegar hún er spurð hvernig hún hugsi um húðina. Hvað finnst þér skipta mestu máli í húð- umhirðu? „Að finna vörur sem passa minni húðgerð og ég persónulega finn mikinn mun á hvernig húðin verður af alls konar mat og röngum innihaldsefnum.“ Hvað skipir þig mestu máli þegar þú velur þér húðvörur? „Þegar kemur að líkamsvörum, tannkremi, svitalyktareyði og olíum finnst mér skipta máli að vörurnar séu lífrænar. Það sem ég ber á húðina fer djúpt inn í hana og þar af leiðandi inn í blóðrásina. Þess vegna vel ég til dæmis dr.organic því það eru lífrænar vörur. Ég nota til dæmis svitalyktareyði frá dr.organic en þeir eru án allra kemískra efna, svo finnst mér Charcoal-tannkremið mjög gott. Ég fór fyrst að hugsa mikið um hvað ég set á húðina þegar ég var ólétt og með barn á brjósti því það sem við berum á húðina fer inn í allt kerf- ið.“ Uppáhaldssnyrtivaran? „E-vítamínolían frá dr.organic er svo mikil snilld. Ég kynntist henni fyrst þegar ég bjó í London og setti hana á unglingabólur sem hreinlega hurfu og ég notaði hana bæði á slit sem ég fékk á meðgöngu og sérstaklega mikið á keisaraörin mín. Hún er algjör galdur og svo eru Lancôme-varalitir líka í miklu uppáhaldi.“ Hvert er besta bjútítrix allra tíma? „Að vera góð við aðrar konur og hrósa þeim. Sýna sjálfum sér mildi og aldrei bera sig saman við aðra! Svo auðvitað að brosa.“ Borðar þú einhvern sérstakan mat til þess að vera betri í húðinni? „Já, ég verð hræðileg í húðinni af mjólkur- vörum og sleppi þeim alveg því meltingin verður hræðileg af mjólk og hveiti. Ef þarma- flóran er í ruglinu lætur húðin okkur vita um leið, það er svo merkilegt að læra að hlusta á líkamann. Engifer er mjög gott fyrir húðina, lárperur og allur grænn djús. Svo sama gamla góða ráðið; nóg af vatni.“ Hugsarðu öðruvísi um húðina á sumrin en á veturna? „Já, ég er duglegri að nota sólarvörn á sumrin en á veturna reyni ég bæði að nota feitari krem og borða meiri fitu til að húðin þorni ekki upp.“ Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni? „Ég er alltaf með haug af snyrtivörum með mér. Svitalyktareyði, andlitskrem, maskara, sólarpúður, hyljara og varaliti, helst í björtum litum, því ég elska að vera tilbúin í að gera mig sæta á núll-einni ef tækifærin banka óvænt upp á.“ Varalitir frá Lancôme eru í miklu uppáhaldi hjá Þórunni. Þórunn er með öll trixin á hreinu Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hugsar vel um heils- una og húðina. Hún leggur mikla áherslu á að nota lífrænar húð- vörur, elskar að þurrbursta á sér húðina og finnst fátt betra en að fara í húðmeðferðir. Besta bjútítrix allra tíma að hennar mati er að hrósa kynsystrum sínum og bera sig ekki saman við þær. Þórunn er mjög hrifin af þessari olíu. Þórunn notar þetta tannkrem til þess að við- halda hraustlegu útliti tannanna. Þórunn Antonía Magnúsdóttir hugsar vel um húðina. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Þitt útlit.Okkar þekking. 20% afsláttur Við fögnum21. árs starfsafmæli. Af því tilefni langar okkur að gleðja viðskiptavini okkar með afmælistilboði. af öllum okkar húðmeðferðum til 8. ágúst Ert þú allt of mikið andlega fjar- verandi? Leggur þú ekki frá þér símann? Hefur þú aldrei tíma fyrir þig en horfir á Netflix öll kvöld? Hangir þú í tölvunni fram á nætur og ferð allt of seint að sofa? Þekk- ir þú engar fuglategundir? Flokk- ar þú ekki ruslið þitt? Ef þú tengir við eitthvað af þessu mæli ég hjartanlega með því að þú lesir Stríð og Klið eftir Sverri Norland. Bókin fjallar um hvernig við erum að verða óhæf í mannlegum sam- skiptum vegna tæknibylting- arinnar og hvernig athyglisbrest- urinn eykst og eykst með hverjum deginum. Ef þig langar til að af- tengja þig en vantar spark í rass- inn þá gæti Stríð og Kliður komið eins og köld vatnsgusa í andlit þitt. Tala nú ekki um ef þú ert í afneitun og streitist sífellt á móti. Hún fjallar líka um það hvernig við förum með jörðina og hvernig við getum varla dregið andann ein okkar liðs nema að vera með eitt- hvað í eyrunum. Við erum mörg hver nefnilega ekkert öðruvísi en unglingarnir þegar öllu er á botn- inn hvolft. mm@mbl.is Blaut tuska í andlitið ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.