Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 43

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 ✝ Þorkell Gunnar Guðmundsson fæddist 20. júní 1934 á Valdastöðum í Kjós. Hann lést 20. júlí 2021 á dvalar- heimilinu Sóltúni 2, Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkelsson, bóndi og verkamaður frá Valdastöðum í Kjós, f. 1909, d. 1969, og Guðrún Ágústa Halldórsdóttir, verkstjóri hjá Fötum hf., úr Reykjavík, f. 1914, d. 1991. Systkini Þorkels eru Aðalheiður fóstra, f. 1936, Arndís bókasafnsfræðingur, f. 1938, og Halldór stjórnar- formaður, f. 1945, d. 2018. Þorkell giftist Margréti Jón- ínu Guðmundsdóttur innanhúss- arkitekt, f. 1936, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ingveldur, sjúkraliði, f. 20. júní 1953. Maki Gunnar Þorsteinsson, f. 1950, d. 2018. Barnsfaðir Garðar Páll Brandsson, f. 1953, d. 1984. Dótt- ir Ingveldar ættleidd af Gunnari er Elva Dögg, f. 1973. Maki henn- ar er Vagn Leví Sigurðsson, f. Þorkell hóf langan feril sinn í húsgagnahönnun með prófi í húsgagnasmíði árið 1955 frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Árið 1957 fór hann til Danmerkur og lauk námi frá Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn (Danmarks De- signskole) árið 1960 í innanhúss- arkitektúr. Á árunum 1960-1963 sótti Þorkell einnig námskeið í höggmyndadeild, undir leiðsögn Ásmundar Sveinssonar, við Myndlistaskólann í Reykjavík. Eftir sjö ára starf hjá Húsameist- ara Reykjavíkurborgar opnaði Þorkell eigin teikni- og hönn- unarstofu árið 1967. Þorkell hannaði fjölda hús- gagna á teiknistofu sinni. Hans þekktustu verk eru SPIRA-- svefnbekkurinn sem var fram- leiddur í 20 ár og STUÐLA-skil- rúm sem var í framleiðslu í 17 ár. Þessa hluti má enn sjá í híbýlum fólks í dag. Þorkell lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Kenn- araháskóla Íslands árið 1986. Hann á að baki langan og farsæl- an feril sem kennari við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og stuðlaði að stofnun hönnunarbrautar á veg- um skólans með það fyrir augum að undirbúa nemendur sem best fyrir umsóknir í viðurkennt hönnunarnám. Útför Þorkels fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. ágúst 2021, klukkan 15. 1974. 2) Rúna (Guð- rún Ágústa) mynd- listarmaður, f. 8. júní 1954. Fyrrverandi maki og barnsfaðir Hörður Sigurð- arson, f. 1954. Sonur þeirra er Reynir, f. 1973. Maki hans er Þórhildur Ýr Vals- dóttir, f. 1974. Seinni maki Rúnu er Kees Visser, f. 1948. Þau skildu. 3) Guðmundur kennari, f. 17. desember 1961, f. maki og barnsmóðir Guðrún S. Sigurð- ardóttir, f. 1962. Dætur þeirra eru Margrét Lára, f. 1984, og El- ísabet María, f. 1988. Fyrir átti Guðmundur soninn Sigurð Magn- ús, f. 1982. 4) Sigurður Hrafn, grafískur hönnuður, f. 23. nóv- ember 1967, f. maki og barns- móðir Kristín Helgadóttir, f. 1976. Börn þeirra eru Birta Eir, f. 1999, Helgi Hrafn, f. 2005, og Gísli Freyr, f. 2007. Fyrir átti Sig- urður börnin Þorkel Örn, f. 1989, Svan, f. 1992, og Karen Ósk, f. 1992. Þorkell Gunnar hefur einn- ig eignast 12 langafabörn og tvö langalangafabörn. Elsku afi Þorkell er látinn, 87 ára að aldri. Afi var afar mynd- arlegur maður sem tekið var eftir hvert sem hann fór. Þrátt fyrir að aldur og veikindi væru farin að setja sitt mark á afa undir það síð- asta hélt hann glæsileika allt fram í andlátið. Þannig var bara afi, alltaf flottur. Afi Þorkell lét sér alla tíð annt um fólkið sitt og sýndi það í verki með því að setja sig inn í líf allra. Hann hélt ógleymanleg jólaboð, mætti í öll barnaafmæli, mundi eftir afmælisdögum og svona mætti lengi telja. Hann var svo sannarlega ættrækinn enda var hann oftast kallaður ættarhöfð- inginn á mínu heimili. Samband okkar afa var mikið þegar ég var að alast upp. Ég á margar góðar minningar frá boðum afa í Fann- borginni sem endaði oft á því að við krakkarnir fengum að gista á meðan gleði hinna fullorðnu stóð fram eftir nóttu. Mér er afar minnistætt þegar partí var hjá afa að hann kallaði á mig inn í stofu og spurði hvort ég væri ekki til í að koma í snjóbað á svölunum. Þetta vakti mikla kátínu hinna fullorðnu og ég tók áskoruninni og við velt- um okkur upp úr snjónum á svöl- unum á nærfötunum einum sam- an. Þessu hlógum við oft að í seinni tíð. Það gerðist líka einu sinni fyrir tíma gemsanna að afi bauð mér með sér á bar sem var í Hamraborginni. Ég hef líklega verið átta ára þegar við trítluðum saman inn á barinn, rauðir dúkar og ég fékk gos í glasi á fæti á með- an afi fékk sér eitthvað sterkara. Þegar við komum svo til baka upp í Fannborg var mamma þar með öndina í hálsinum yfir að við hefð- um horfið. Afi var snöggur upp á lagið og sagði að einhver þyrfti að kenna stúlkunni á kúltiveraða drykkjusiði. Mikið sem mér fannst afi vera skemmtilegur. Þegar ég fullorðnaðist kynntist ég svo afa sem kennara þegar ég hóf nám í hönnunardeild Iðnskól- ans í Hafnarfirði. Ég skynjaði fljótt að ég fengi enga sérþjón- ustu hjá honum í náminu. Kröf- urnar voru frekar meiri til mín en annarra og átti hann til að tala óþægilega og hreyta í mig fyrir framan nemendahópinn, sem var sár reynsla. Þessari hlið á afa hafði ég ekki kynnst fyrr. Ég held að afi hafi ekki ætlað sér að særa mig nema síður væri, hann gat bara verið svona klaufalegur og kaldur í orðavali á köflum. Þessa hlið sá ég oft síðar hjá honum þeg- ar honum þótti eitthvað fara á móti hans hugmyndum um hvern- ig lífið og tilveran ætti að ganga fyrir sig. Það er óhætt að segja að við afi eltum grátt silfur á tímabili í okkar annars farsæla sambandi. Þá létum við orð fjúka á víxl og skelltum á hvort annað. Þetta var erfiður tími fyrir okkur bæði en á einhvern undraverðan hátt lauk þessari rimmu okkar afa á hrein- skilinn og heiðarlegan máta. Ég held líka að samband okkar hafi þurft að ganga í gegnum þessa erfiðleika því upp frá þessu kynntist ég enn annarri og betri hlið hjá afa þar sem hann sýndi auðmýkt og umburðarlyndi. Elsku afa verður sárt saknað. Mér finnst vel við hæfi að segja að afi hafi elst vel eins og gott vín. Megi allar góðar vættir gæta elsku afa. Elva Dögg Gunnarsdóttir. Við systurnar viljum með nokkrum orðum minnast Þorkels frænda. Hann var tíður gestur á heimilinu og órjúfanlegur hluti af okkar uppvexti, enda samgangur mikill á milli þeirra systkina sem bjuggu flest í sömu götunni. Af mörgum kærum og kankvísum minningum er að taka úr æsku sem og síðar á lífsleiðinni. Þorkell hafði hlýju og húmor ávallt með í farteskinu í öllum samskiptum þótt engin lognmolla hafi ríkt þegar þau hittust fjögur systkin- in, Þorkell, Halldór, Addý og Alla (móðir okkar), ásamt fjölskyldum – annaðhvort hjá ömmu eða Hall- dóri frænda í Vesturbænum, eða í Hrauntungunni í Kópavogi, á heimilum hinna systkinanna þriggja. Þær eru margar stundirnar og skondin atvikin sem koma upp í hugann er við minnumst Þorkels móðurbróður okkar. Hann hafði einstakt lag á því að fanga athygl- ina með hárfínni blöndu af sjarma og skapríki. Þorkell frændi birtist gjarnan óvænt á stigaskörinni, alltaf flottur í tauinu, stundum þó í óvæntum múnderingum eftir uppákomur í skemmtanalífinu sem vöktu mikla kátínu okkar á ungdómsárum. Það er þó óhætt að segja að hann hafi verið skap- stór og raddsterkur og stóð okkur af honum verulegur stuggur á yngri árum – þau voru nokkur skiptin sem við tókum einfaldlega til fótanna sem krakkar er Þor- kell lét í sér heyra. En það bráði nú af okkur með aldrinum er við áttuðum okkur á að þetta var nú mest í nösunum á honum og skap- hitinn beindist aldrei að okkur, heldur frekar að málefnum líð- andi stundar, þ.e.a.s. þjóðlífinu og pólitíkinni. Enginn fjölskyldu- meðlimur hefur gefið okkur jafn mikið fóður í skemmtisögur úr daglegu lífi og kitlað hláturtauga- rnar jafn mikið með tilveru sinni. Við systurnar erum afar þakklát- ar Þorkeli frænda fyrir að gera líf okkar skrautlegra og skemmti- legra. Við minnumst Þorkels frænda einnig sem fagurkera, listamanns og lífskúnstners. Önnur listamannseinkenni hans, auk skapsins, var að geta aldrei mætt á réttum tíma í fjölskylduboð og fagurfræði fram yfir efnishyggju. Hann lét þó aldrei deigan síga þótt á móti blési stundum í lífinu. Og það er nokkuð víst að hann kom með ýmis litrík blæbrigði menningar og lista inn í líf okkar í gegnum árin og njótum við allar systurnar verka hans í einhverri mynd í dag á heimilum okkar. Hann náði líka að fanga athygli yngri aldurshópa í fjölskyldunni og var dáður kennari. Þorkell frændi hefur efalaust kveikt áhuga okkar systra á fallegri hönnun, jafnt í húsum, innanhúss- hönnun sem og almennt á list- sköpun. Það er mikið víst að minning Þorkels lifir í hvoru tveggja fallegum verkum hans og í huga okkar. Við systurnar kveðjum okkar ástkæra Þorkel frænda með sorg í hjarta og sendum systkinunum Ingu, Rúnu, Guðmundi og Sigga, sem og öðrum aðstandendum og afkomendum, hugheilar samúðar- kveðjur. Diljá, Arney, Sif og Hrund. Góður vinur og samstarfsmað- ur til margra ára hefur kvatt. Fyrstu kynni mín af Þorkeli voru veturinn 1972 til 1973 þegar ég var ráðinn stundakennari við Iðn- skólann í Hafnarfirði þar sem Þorkell starfaði sem teiknikenn- ari. Þetta reyndist upphafið að áratuga samstarfi allt til ársins 2004 þegar hann lauk störfum sökum aldurs. Þorkell var mjög fjölhæfur kennari og tók meðal annars að sér að kenna fagteikningu fjöl- margra iðngreina allt frá hús- gagnasmíði til hárgreiðslu. Stærsta verkefni Þorkels við Iðn- skólann var þó við hönnunar- brautina sem hann leiddi sem deildarstjóri. Þessi námsbraut var mikil lyftistöng fyrir starf- semi skólans og sýningar hennar, sem haldnar voru á hverju vori, í miklum hávegum hafðar. Vert er að nefna að fjölmargir nemendur sem útskrifuðust af brautinni undir leiðsögn Þorkels hafa náð eftirtektarverðum árangri í starfi. Þorkell var mikill listamaður og skilur eftir sig fjölmörg lista- verk víða um land en af þeim er verkið Sigling, sem stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, í miklu uppáhaldi. Tilurð verksins var fimmtíu ára afmæli Hafnarfjarð- arkaupstaðar árið 1958, en þá efndi bæjarstjórn Hafnarfjarðar til samkeppni um listaverk til heiðurs hafnfirskri sjómanna- stétt. Auk þess má nefna að sam- starfsmaður okkar Ólafur Andrés Guðmundsson fékk leyfi Þorkels til að framleiða litlar koparaf- steypur af Siglingu sem notaðar hafa verið til að heiðra hafnfirska sjómenn á sjómannadaginn. Þorkell var einnig mikill innan- húss- og húsgagnahönnuður og eru til mörg húsgögn og innrétt- ingar eftir teikningum hans. Allar innréttingar á heimili okkar hjóna eru meðal þessara verka, smíðað- ar af æskuvini hans, Sverri Hall- grímssyni. Að leiðarlokum vil ég þakka Þorkeli fyrir góða vináttu og sam- starf í gegnum árin og votta börn- um hans og afkomendum mína dýpstu samúð. Jóhannes Einarsson, fyrrverandi skólameistari. Þorkell G. Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Þorkell. Þá er komið að kveðjustund í bili. Minning þín mun lifa áfram í ilmandi pípureyk, hús- gögnunum sem þú hannað- ir, fílastyttum og KFC-kall- inum, Colonel Sanders, enda er hann feikilíkur fal- lega afa okkar. Þú varst alltaf til staðar, hvattir okkur áfram í námi og störfum og réttir hjálp- arhönd þegar þurfti. Bauðst ávallt upp á besta Krónu-kjúklinginn, varst vinsæll hjá konunum og neitaðir alfarið að læra á netið, enda algjör óþarfi. Af hverju að flækja lífið? Þú varst glaður, fyndinn, hæfileikaríkur, góðhjartað- ur, ákveðinn og skemmti- legur. Hafðir svo gaman af öllum barnabarnabörnun- um sem héldu þér vel á tán- um og veittu þér svo mikla gleði. Við munum sakna þín afi. Þar til við hittumst á ný, Margrét Lára (Magga), Elísabet María (Lísa) og strákarnir. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Sléttuvegi, mánudaginn 26. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Hörður Magnússon Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN ÞÓRIR EINARSSON, fyrrverandi kennari og skólastjóri, Melgerði 13, Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, 2. ágúst. Útför auglýst síðar. Einar Már Kristinsson Júlíana Haraldsdóttir Ragnheiður K. Kristinsdóttir Gunnlaugur E. Ragnarsson Margrét St. Kristinsdóttir Vilbergur Prebensson Tómar Örn Kristinsson Elísabet Tómasdóttir Kristinn I. Kristinsson Helle Kit Hansen Sæbjörg S. Kristinsdóttir og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, MAGNEA GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR BJÖRNSSON, 1109 Daventry Place, Virginia Beach, Va. 23455, USA, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 31. júlí eftir stutt veikindi. Minningarathöfn fer fram frá Berceuse Funeral Home, 2609 Cunningham Drive, Hampton, Va. 8. ágúst klukkan 11. Þeim sem vilja minnast Möggu er bent á minningarkort frá The Virginia War Museum of Newport News eða The American Cancer Society. Gottskálk Þorsteinn Björnsson og fjölskylda Elskulegur sonur, faðir, afi og bróðir okkar, SIGGEIR VALDIMARSSON, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 26. júlí. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 9. ágúst klukkan 13. Hrafnhildur Heba Wilde Brynja Siggeirsdóttir Agla Björk Egilsdóttir Markús A.G. Wilde Einar Finnur Valdimarsson Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR GUNNARSSON, lést mánudaginn 2. ágúst á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ragnheiður Gunnarsdóttir Ásgeir Bjarnason Magnús Gunnarsson Elísabet Karlsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 58, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 23. júlí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 9. ágúst klukkan 15. Sigmar Þorsteinsson Sigurborg Erna Mostrup Otto Mostrup Margrét Sigmarsdóttir Jóhannes Þórðarson Þorsteinn Sigmarsson Lilja Rós Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.