Morgunblaðið - 05.08.2021, Page 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
✝
Guðrún Krist-
insdóttir fædd-
ist í Reykjavík 24.
september 1930.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 3. júlí
2021. Foreldrar
Guðrúnar voru
Soffía Margrét
Ólafsdóttir hús-
móðir, f. 1890, d.
1962, og Kristinn
Sveinsson, f. 1884, d. 1966, hús-
gagnabólstrari. Bróðir Guðrúnar
var Egill Ormar Kristinsson, f.
1922, d. 1993, og hálfbræður Víg-
lundur Kristinsson, f. 1909, d.
1962, Páll Kristinsson, f. 1911, d.
1992, Kristinn Jón Kristinsson, f.
1914, d. 1956, og Kristján Krist-
insson, f. 1923, d. 1947. Guðrún
ólst upp á Vesturgötu 26b í
Reykjavík.
Guðrún var tvígift, fyrri mað-
ur hennar var Hrafnkell Bjarni
Kjartansson sjómaður, f. 1933,
þau eignuðust tvö
börn, dreng f. 1962,
d. 1962, og Soffíu
Margréti, f. 1964.
Maki Soffíu Mar-
grétar er Þorlákur
Jónsson, f. 1965, og
eiga þau einn son,
Egil, f. 1989. Seinni
maður Guðrúnar
var Sigurður Söe-
beck Kristjánsson, f.
1927, d. 1997.
Guðrún gekk í Austurbæjar-
skólann og lauk gagnfræðaprófi
þaðan. Nokkru síðar dvaldi hún
vetrarlangt í Danmörku og
stundaði nám við húsmæðra-
skóla. Um tvítugt fór hún til vist-
ar í Skotlandi hjá breskum hers-
höfðingja, R. Stewart. Guðrún
starfaði heimkomin sem lækna-
ritari á Röntgendeild Landspít-
alans við Hringbraut í um 40 ár.
Útförin fer fram frá Digranes-
kirkju í dag, 5. ágúst 2021, klukk-
an 13.
Elsku mamma mín, þá ert þú
farin frá okkur. Þú varst búin að
ganga í gegnum sífellt skertari
lífsgæði síðustu ár, svo vafalítið
hefur þú verið hvíldinni fegin.
Sjálf var ég búin að kvíða þessari
stund, þótt ég vissi að hún yrði
ekki umflúin. Því þrátt fyrir
skerta getu og lífsgæði hjá þér þá
áttum við okkar yndislegu sam-
verustundir síðustu ár. Þú varst
alltaf svo glöð að sjá mig þegar ég
kom í heimsókn til þín í Sunnuhlíð
og ánægð með mig og fór ég und-
antekningarlítið léttari í lund
heim frá þér. Ég skynjaði það líka
hvað þú varst allra hugljúfi þar
enda svo jákvæð og þakklát fyrir
það sem fyrir þig var gert. Þú
bjóst einnig yfir mikilli seiglu og
miklu jafnaðargeði, sem kom sér
vel þegar þú gekkst í gegnum
barnsmissi og alvarleg veikindi og
slys.
Þú gafst mér alla tíð svo mikla
ást og athygli og þar sem við
bjuggum saman tvær einar, stór-
an hluta uppvaxtarára minna,
urðum við afar nánar. Bróðir
þinn, Egill, var einnig mikill hluti
af tilverunni hjá okkur og var
mér nánast sem annað foreldri.
Svo kynntist þú Sigurði og þurfti
ég þá að aðlaga mig að því að
hafa ekki alla athyglina lengur,
en á móti kom að okkur Sigurði
lynti prýðilega saman, svo árin
sem fóru í hönd voru ánægjuleg.
Þegar ég lauk háskólanámi fór
ég svo ásamt Þorláki, manninum
mínum, til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám, var þá gott að vita af
þér í félagsskap Sigurðar á Ís-
landi. Þið voruð mjög dugleg að
fara í bústaðinn þinn við Iðu í
Biskupstungum og áttuð þið þar
góða daga í félagsskap frænd-
fólks okkar í nærliggjandi bú-
stöðum. Þið voruð einnig dugleg
að heimsækja mig, Þorlák og
barnabarnið Egil til Bandaríkj-
anna. Því miður kvaddi Sigurður
alltof fljótt eftir erfið veikindi,
var þá dýrmætt að við skyldum
vera komin aftur til Íslands og
geta verið þér innan handar. Við
fluttum báðar í Kópavoginn, fyrst
hvor á sinn staðinn en svo saman
í tveggja íbúða hús. Við áttum
saman góðar stundir í húsinu
okkar, þú komst til okkar í mat
3-4 sinnum í viku og svo horfðum
við saman á uppáhaldssjónvarps-
þáttinn okkar, Innlit-Útlit. Þetta
voru sannarlega góðir dagar. En
svo varðst þú fyrir þeirri ógæfu
um áttrætt að fá lífshættuleg höf-
uðmeiðsli og hafðir þú upp frá því
skerta getu til máls og tjáningar.
Í framhaldinu fórstu að fara í svo-
kallaða Dagdvöl í Sunnuhlíð
þrisvar í viku. Þá varst þú sótt
um áttaleytið á morgnana og
keyrð heim síðdegis. Hef ég oft
hugsað um það hversu ótrúlega
dugleg þú varst að gera þig klára
á morgnana, alveg hjálparlaust,
eiginlega skil ég það ekki eftir á
að hyggja. Smám saman þurftir
þú þó meiri aðstoð við daglegt líf
og fluttir þú þá á Sunnuhlíð. En
þér fannst mjög gaman að fara út
á kaffihús, gátum við lengi vel
farið vikulega í slíka leiðangra.
Síðustu mánuði gerðu Covid-tak-
markanir okkur erfitt fyrir og svo
hrakaði heilsunni hjá þér og gát-
um við þá ekki lengur farið sam-
an út en áttum góðar samveru-
stundir í notalega herberginu
þínu. Í byrjun júní tók heilsa þín
að versna verulega og svo
fékkstu hvíldina í byrjun júlí.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín, þín verður sárt saknað.
Soffía Margrét.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast frænku minnar Guðrún-
ar Kristinsdóttur, eða Gúrrýjar,
eins og hún var kölluð. Fyrstu
minningar mínar um Gúrrý
frænku eru frá þeim tíma er hún
kom í heimsókn á æskuheimili
mitt Fagranes við Elliðavatn, en
síðan eru liðin um 70 ár. Í Fagra-
nesi bjuggu þá foreldrar mínir,
Ólafur Beinteinsson og Sigurveig
Hjaltested, systkini mín Lalli og
Milla en Bögga systir var ekki
fædd þá. Á heimilinu dvaldist
líka amma okkar Ingibjörg, sem
var systir Soffíu, móður Gúrrýjar
heitinnar. Þær systur Ingibjörg
og Soffía voru dætur Ólafs Ei-
ríkssonar söðlasmiðs og konu
hans Theódóru Guðrúnar Þor-
kelsdóttur, sem áttu heima á
Vesturgötu 26 í Reykjavík.
Heimsóknum Gúrrýjar
frænku í Fagranes fylgdi glað-
værð og gleði, sem var áberandi
þáttur í skapgerð hennar alla tíð.
Hún kom líka færandi hendi.
Ávallt með sælgæti fyrir okkur
systkinin. Já Gúrrý heitin var au-
fúsugestur í Fagranesi.
Árin liðu og góður kunnings-
skapur hélst milli okkar Gúrrýj-
ar og komst ég þá að raun um
hversu miklum mannkostum hún
var gædd. Þegar á ævina leið
flutti Gúrrý í Reynihvamm 13 í
Kópavogi ásamt Soffíu dóttur
sinni, tengdasyni og Agli dóttur-
syni sínum. Komu þær mæðgur
sér þar vel fyrir hvor í sinni íbúð-
inni; Gúrrý á jarðhæðinni og
Soffía og fjölskylda á efri hæð-
inni. Þangað kom ég nokkrum
sinnum og hlaut góðar viðtökur.
Tók ég eftir hversu kært var
milli þeirra mæðgna Gúrrýjar og
Soffíu.
Gúrrý heitin hafði yndi af tón-
list og var það mér ómæld
ánægja að koma í 85 ára afmæli
hennar, leika fyrir hana á harm-
ónikkuna og taka lagið með fjöl-
skyldu og vinum. Síðustu árin bjó
Gúrrý í Sunnuhlíð, vistheimili
aldraðra í Kópavogi. Kom ég
þangað árlega um jól, þorra og á
sumardaginn fyrsta með tónlist-
arflutning fyrir heimilismenn í
boði Gúrrýjar. Oftast mætti Ingi-
björg Aldís óperusöngkona dótt-
ir mín með mér til að skemmta
heimilismönnum. Með þessum
tónlistarheimsóknum vildi ég
þakka áralöng góð kynni og sam-
skipti við þessa uppáhalds-
frænku mína Guðrúnu Kristins-
dóttur.
Já, Gúrrý frænka var vel af
guði gerð og hún var trúuð alla
tíð. Ég þykist vita að hún fái hlýj-
ar viðtökur fyrir handan. Ég
kveð Gúrrýju frænku með sökn-
uði en kærar minningar um hana
munu lifa meðal okkar, þótt hún
hverfi nú af lífsins braut. Sendi
Soffíu dóttur hennar og fjöl-
skyldu, svo og ættingjum og vin-
um, samúðarkveðjur. Drottinn
blessi ykkur öll.
Ólafur Beinteinn Ólafsson.
Fátt er fallegra en íslensk
sumarkvöld þegar miðnætursólin
sleikir sjóndeildarhringinn,
hrossagaukurinn hneggjar og
rýfur þannig þögnina. Hvítá við
Iðu er einn þekktasti stórlax-
astaður Íslands. Við árbakkann
stendur lítið hús sem er fullt af
sögum og minningum. Þetta er
höll fjölskyldu Gúrríar og þar
leið henni vel.
Á langri ævi glímdi Gúrrí oft
við margvísleg veikindi en hafði
yfirleitt betur, en hún kvaddi lífið
þann 3. júlí.
Það er á svona stundum sem
gott er að setjast niður og fara í
minningabankann og rifja upp
sögur úr lífi ástvina sinna.
Fyrstu minningar mínar um
frænku mína tengjast sumarbú-
staðnum við árbakkann þegar
hún dvaldist þar með foreldrum
sínum, þeim Kristni og Soffíu.
Fjölskyldur okkar höfðu numið
land á Iðu tvö og myndaðist þar
samfélag sem snerist í fyrstu um
veiðina en einnig um dýrmæta
samveru ættingja okkar. Við lok
veiðidags var oft safnast saman
við árbakkann og sagðar veiði-
sögur og aflinn svo borinn heim í
hús. Fræg er sagan af Kristni,
föður Gúrríar, þegar hann hafði
sett í lax og kallaði til Soffíu konu
sinnar þar sem hún fylgdist með,
vökulum augum út um gluggann,
dreif sig í vöðlurnar og hljóp út í
á og hjálpaði Kristni.
Á yngri árum upplifði Gúrrí
margt sem ekki þótti sjálfsagt á
þeim tímum. Hún fékk tækifæri
til að mennta sig í húsmæðra-
fræðum í Danmörku og bauðst
einnig ævintýraleg dvöl í kastala
Stewarts hershöfðingja í Skot-
landi en hann var einn af þeim
sem höfðu stundað veiðar við
Iðu. En Gúrrí átti einnig farsæl-
an feril sem læknaritari á Rönt-
gendeild Landspítalans og þar
lágu leiðir okkar aftur saman.
Gúrrí setti mig inn í starf lækna-
ritara en hún lagði líka mikla
áherslu á mikilvægi góðrar ís-
lenskukunnáttu og lét engin skjöl
frá sér nema þau væru vandlega
yfirlesin og villulaus. Gúrrí var
einstaklega vandvirk og sam-
viskusöm í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur.
Það var í seinni hálfleik lífsins
þegar ástin bankaði á dyrnar og
Sigurður gekk inn. Þau náðu
strax sama takti í dansi lífsins og
aftur var blásið lífi í litla bústað-
inn við árbakkann og dvöldu þau
þar eins oft og lengi og þau gátu
og þar áttum við Svavar ógleym-
anlegar stundir með þeim. Sig-
urður talaði oft um Gúrrí sem
lottóvinninginn sinn og Soffíu,
einkadóttur Gúrríar, bónusvinn-
inginn. Þau hjónin áttu farsælt
líf, fallegt heimili í Reykjavík og
nutu samverunnar. Þau voru
dugleg að ferðast og ógleyman-
legar voru ferðir þeirra til
Bandaríkjanna að heimsækja
Soffíu, Þorlák og Egil, son
þeirra.
Eftir fráfall Sigurðar fluttist
hún í Kópavoginn og bjó, meðan
hún hafði heilsu til, í íbúð sinni í
húsi Soffíu og Þorláks þar sem
þau sýndu henni einstaka hug-
ulsemi alla tíð. Gúrrí hafði yndi af
tónlist og ósjaldan fór hún með
þeim á sinfóníutónleika í Hörpu.
Nú er komið að kveðjustund
og er ég þakklát fyrir allar minn-
ingarnar sem við áttum saman og
er ég viss um að í logninu á Iðu
megi heyra dillandi hlátur Gúrrí-
ar frænku minnar hljóma í takt
við hnegg hrossagauksins.
Við Svavar vottum fjölskyldu
Gúrríar okkar dýpstu samúð.
Sigríður Jónsdóttir.
Guðrún
Kristinsdóttir
Ég var svo lán-
söm að kynnast eig-
inmanni mínum
Björgvini og fjöl-
skyldu hans í byrjun
árs 1982. Tengdaforeldrar mínir
tóku mér opnum örmum og okk-
ur tengdapabba kom ávallt mjög
vel saman. Hann kom fram við
mig eins og væri ég dóttir hans
og samband mitt við þau hjónin
hefur gefið mér mikið í gegnum
tíðina og er ég afskaplega þakk-
lát fyrir kynni mín við þau.
Tengdapabbi var hreinskilinn
og sagði yfirleitt nákvæmlega
Björgvin Sigurður
Sveinsson
✝
Björgvin Sig-
urður Sveins-
son fæddist 17.
október 1921. Hann
lést 24. júlí 2021.
Útförin fór fram 3.
ágúst 2021.
það sem honum bjó í
brjósti. Ég er þann-
ig líka og kannski
var það einmitt þess
vegna sem mér lík-
aði svo vel við hann.
Við hjónin bjuggum
hjá þeim á tímabili
og alltaf var sjálf-
sagt að hjálpa okk-
ur. Mörg voru þau
kvöldin sem hann og
Fríða sátu yfir
krökkunum okkar. Hann gekk í
gegnum mikla erfiðleika á sinni
lífstíð, meiri en margur annar
þarf að gera. Hann missti son
sinn ungan og barnabarn. Þau
hjónin voru mjög samrýnd og það
var mikill missir þegar Fríða dó
2007.
Síðustu árin dvaldi hann á
Hrafnistu í Hafnarfirði og var
heppinn að eiga marga að sem
voru duglegir að heimsækja hann
þar. Hann fylgdist sérstaklega
vel með fólkinu sínu og hafði
ótrúlegt minni nánast fram á síð-
asta dag. Það var sérstaklega
gaman að fara með mömmu til
hans í apríl sl. en þau höfðu þá
ekki sést í nokkur ár. Það mátti
ekki á milli sjá hvort þeirra
skemmti sér betur og þá var
gaman að fylgjast með hvað
minni hans var ótrúlega gott þeg-
ar hann rifjaði upp liðna tíð.
Hann var ávallt svo þakklátur
fyrir allt sem gert var fyrir hann
að eftir því var tekið og þurfti
mjög lítið að hafa fyrir honum. Ef
hann kvartaði þá var ástæða til.
Björgvin tengdapabbi er búinn
að bíða eftir kveðjustundinni um
skeið og mig grunar að nú bjóði
hann Fríðu upp í dans á nýjum
stað við harmonikkuleik. Ég veit
að Fríða mun taka vel á móti
bónda sínum og þeir hinir sem
farnir eru á undan. Mig langar að
koma á framfæri hjartans þökk-
um til þeirra sem önnuðust hann
á Hrafnistu. Elsku Björgvin,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ágústa Hauksdóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR AÐALSTEINSSON,
lést laugardaginn 31. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 15.
Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/EKeP7EGkubQ
Steinunn Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Guðmundsson Ásta S. Aðalsteinsdóttir
Birgir Örn Guðmundsson Gunnlaug Guðmundsdóttir
Guðm. Gylfi Guðmundsson Helga Aspelund
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir
og mágur,
BJÖRN JÓNASSON,
lést á Sólteig, Hrafnistu, fimmtudaginn
29. júlí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju
þriðjudaginn 10. ágúst klukkan 13.
Jónas Páll Björnsson Soumia Islami Georgsdóttir
Bryndís Björnsdóttir Eiríkur Fannar Torfason
Kristín Jónasdóttir
Gunnar Börkur Jónasson Dóra Hansen
Hermann Páll Jónasson
Sofia Sóley, Elías Andri,
Ómar Páll, Hekla og Flóki
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN HLÍN GUÐBJARTSDÓTTIR,
Sautjándajúnítorgi 7, Garðabæ,
lést á heimili sínu sunnudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram í Vídalínskirkju
fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 13.
Vegna samkomutakmarkana verður athöfninni einnig streymt.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Erlendur Magnússon
Unnur Erlendsdóttir Jón Ingi Þorvaldsson
Elín Erlendsdóttir Kristmundur Davíð Ólafsson
Laufey Stefánsdóttir Hilmar Finnur Binder
Guðbjartur Stefánsson Anna Sigríður Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
REYNIR BERGMANN SKAFTASON
vélamaður,
Sóleyjarima 5, Reykjavík,
lést á bráðamóttöku LSH í Fossvogi 19. júlí.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og kærleik.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Cronin
Anna Bergmann Reynisd. Stefán Pétursson
Guðrún Bergmann Reynisd.
Karl Bergmann Reynisson Kristbjörg Viðarsdóttir
Reynir Bergmann Reynisson Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir
afabörn og langafabörn