Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 47

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 ✝ Sverrir Gunn- arsson fæddist á Eyjadalsá í Bárð- ardal 3. apríl 1940, en fluttist með for- eldrum sínum að Bringu í Eyjafirði tveggja mánaða gamall. Hann lést á heimili sínu á Hrafnistu í Reykja- vík 24. júlí 2021. Foreldrar Sverr- is voru Gunnar Guðnason, f. 21. nóvember 1904, d. 19. júní 1983, og Sigríður Valdimars- dóttir, f. 10. mars 1915, d. 27. júlí 2011. Yngri systkin hans eru: Vignir, f. 1. apríl 1942, Krist- björg, f. 9. desember 1944, og Valdimar, f. 19. mars 1947. Hann kvæntist Hildi Valdi- marsdóttur, f. 3. ágúst 1944, hinn 5. nóvember 1971. Þau bjuggu á Akureyri fyrstu bú- skaparárin, en fluttu til Reykja- víkur 1982. Þau skildu 1991. Stjúpsonur Sverris, sonur Hildar, er Ásmund- ur Jónsson, f. 23. september 1960. Maki: María Björk Ólafsdóttir, f. 16. júní 1956. Þau eiga tvær dætur og Ás- mundur á tvö börn af fyrri sam- böndum. Barna- börn Ásmundar eru fimm. Sverrir var fæddur heyrn- arlaus og var sendur til náms í Heyrnleysingjaskólanum fjög- urra ára gamall og stundaði nám þar í 12 ár. Hann vann ýmis hefðbundin störf, en 1976 hóf hann nám í bifvélavirkjun á Akureyri og í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði við þá iðn til loka starfsævinnar. Síðustu ár ævi sinnar bjó Sverrir á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Sverris fór fram í kyrrþey, að hans ósk. Elsku afi Sverrir, tilhugsun- in um að þú sért farinn er rosa- lega skrítin. Að hugsa til þess að geta ekki komið og heimsótt þig, fundið hlýjuna þína, séð brosið þitt og heyrt yndislegu hljóðin þín er mjög erfitt. Það var alltaf svo gott að koma til þín, það fannst mér og börn- unum mínum ekki síður. Sér- staklega Karen Evu, hún talaði mikið um þig og spurði mjög reglulega hvenær við færum að heimsækja þig næst. Síðast spurði hún mig að því í vikunni áður en þú kvaddir og ég lofaði henni að við myndum kíkja til þín þegar við kæmum til baka úr fríi. Það var því erfitt að þurfa að segja þeim að þú vær- ir farinn en ég mun hjálpa þeim að muna eftir þér. Elsku afi, ég var svo lánssöm að eiga þig, allar minningarnar sem ég á um þig eru svo ynd- islegar. Það var alltaf svo gott að hafa þig hjá okkur, öll jólin sem þú varst með okkur sitja föst í minni og verður aldrei gleymt. Öll skiptin sem við systur gátum vandræðast yfir því hvernig við ættum að segja hitt og þetta á táknmáli við þig, alltaf brostir þú og fylgdist með og hafðir lesið allan vand- ræðaganginn af vörum okkar. Það að þú skildir svo geta kom- ið og tekið þátt í brúðkaupi okkar Svenna fyrir 2 árum er mér ótrúlega dýrmætt. Ég elska þig alltaf elsku afi minn. Þín, Sólveig Björk. Elsku afi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir farin sprungu út margar tilfinningar en fyrst og fremst var það bara sorg og söknuður um að ég fengi aldrei að sjá fallega bros- ið þitt og finna hlýjuna í faðm- laginu þínu. Aldrei heyra hljóð- in þín og hlátur og aldrei að fá að fylgjast með höndunum þín- um þegar þú talaðir. Ég mun alltaf sjá eftir því að hafa ekki lært meira í táknmáli til þess að geta talað betur við þig, en það virtist ekki trufla þig mikið. Þú varst svo góður í að lesa af vörum og ætli það hafi ekki verið ansi oft sem þú sast bara hjá mér og leyfðir mér að blaðra um eitthvað. Ein minning sem stendur efst í huga mér er þegar við sátum tvö við eldhúsborðið hérna heima. Ég var eitthvað löt við að smyrja brauðið mitt og var að biðja mömmu um að gera það fyrir mig. Áður en ég vissi var diskurinn minn horfinn og þú að smyrja fyrir mig. Mér finnst þessi minning lýsa þér svo vel. Þú varst alltaf til í að aðstoða alla sem þurftu ein- hverja hjálp, sama hvað það var, jafnvel þó að það hafi að- eins verið að smyrja eitt brauð. Ef ég þyrfti að lýsa þér í einu orði þá væri það hversu góðhjartaður þú varst. Þú varst svo yndislegur elsku afi og það var alltaf svo mikil hlýja í kringum þig og ró. Ég vona að þú hafir vitað og vitir enn hversu mikið ég elska þig. Það sem ég hef verið lánsöm að eiga þig að elsku afi. Ég sakna þín svo ótrúlega mikið og mun alltaf gera. Ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert. Þín, Hildur Eva. Sverrir Gunnarsson Minningarkort fæst á nyra.is eða í síma 561 9244 ✝ Guðbjörg Benedikts- dóttir Malling, myndhöggvari og grafíklistamaður, fæddist á Siglufirði 20. júní 1931. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Fælledg- ården í Kaup- mannahöfn 15. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Einarsson vél- smiður frá Siglufirði, f. 14.3. 1906, d. 27.9. 1980, og María Ingunn Guðmundsdóttir hús- móðir frá Broddadalsá á Ströndum, f. 31.7. 1899, d. 21.2. 1974. Guðbjörg var þriðja í röð sex systkina. Bræður hennar Sonur þeirra er Poul Benedikt Malling, grafískur hönnuður og teiknari á Berlingske Tidende, f. 28.8. 1964. Guðbjörg lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum í Reykjavík 1949 og prófi frá Handíða- og myndlistarskól- anum í Reykjavík 1952. Árið 1953 var hún nemandi Einars Jónssonar myndhöggvara. Guð- björg nam höggmyndalist við Det Kongelige Danske Kunst- akademi í Kaupmannahöfn á árunum 1955-1962. Að loknu námi var hún búsett í Kaup- mannahöfn þar sem hún vann að listsköpun sinni og kenndi auk þess tauþrykk og textíl- mennt. Á ferli sínum hélt hún fjölda sýninga á verkum sínum í Danmörku og tók einnig þátt í sýningum í Svíþjóð, Þýskalandi og Póllandi. Útför Guðbjargar fór fram í Kaupmannahöfn 23. júlí 2021 og er hún jarðsett í Bispebjerg Kirkegård. eru Guðmundur Þór Benediktsson, skrifstofumaður á Ólafsfirði, hálf- bróðir að föður, f. 2.1. 1930, d. 8.4. 2007, Sigurður Karl Líndal flug- vélaverkfræðingur, f. 11.4. 1930, d. 13.8. 2002, Guð- mundur Líndal verkstjóri, f. 9.8. 1932, d. 20.12. 2008, Einar Lín- dal verkstjóri, f. 8.1. 1934, og Ragnar Líndal deildarstjóri, f. 26.1. 1939. Guðbjörg giftist Knud Mall- ing, málara og myndhöggvara, f. 8.2. 1933, d. 18.8. 2000, í Kaupmannahöfn 18.4. 1964. Móðir mín, Guðbjörg Bene- diktsdóttir Malling, var ljúfasta, umhyggjusamasta og mest hvetjandi manneskja sem hægt er að hugsa sér. Sá stuðningur sem ég fékk heima fyrir og lista- mannsferill foreldra minna beindi mér fljótt inn á braut lista og skapandi greina. Það er ég mjög þakklátur fyrir þótt oft höfum við haft lítil fjárráð þegar ég var yngri. Uppeldið átti mik- inn þátt í því að ég hef nú unnið í þrjátíu ár á dönskum dagblöðum sem grafískur hönnuður, teikn- ari og útlitshönnuður. Mamma ólst upp á Siglufirði, Seyðisfirði og í Reykjavík og fékk snemma áhuga á högg- myndalist. Þegar hún hafði nýtt sér alla möguleika til menntunar á Íslandi sótti hún um inngöngu í Det Kongelige Danske Kun- stakademi í Kaupmannahöfn, komst inn í myndhöggvaradeild- ina og flutti til Danmerkur árið 1955. Á skólaárunum fór hún í námsferðir með skólasystkinum sínum á vegum Listaakademí- unnar til Ítalíu, Grikklands, Egyptalands og Lofoten. Að loknu námi valdi hún að búa áfram í Kaupmannahöfn og gift- ist árið 1964 skólabróður sínum, málaranum og myndhöggvaran- um Knud Malling, og saman eignuðust þau mig. Á næstu árum vann hún að höggmyndum, grafíkverkum og ýmiss konar listiðn og hélt margar sýningar á verkum sín- um í Danmörku og einnig er- lendis. Til að ná endum saman urðu foreldrar mínir einnig að vinna aðra vinnu, m.a. sem skipuleggjendur og kennarar við sumarnámskeið fyrir börn á vegum dönsku mæðrahjálpar- innar, þar sem kennsla fór m.a. fram í tauþrykki, og fyrir Kunst på Arbejdspladsen. Mamma var sívinnandi langt fram eftir aldri, fékkst á síðari árum einkum við stórar klippimyndir, og hún hélt sýningar á verkum sínum allt til ársins 2015. Því miður fékk hún alzheimer undir lokin, sem mót- aði síðustu æviárin. Síðustu tvö árin bjó hún á hjúkrunarheim- ilinu Fælledgården í Kaup- mannahöfn og stóran hluta þess tíma voru heimsóknir ekki leyfð- ar vegna Covid-19-faraldursins. Poul Benedikt Malling. Mig langar til að minnast Guðbjargar Malling í nokkrum orðum. Guðbjörg eða Bugga, eins og hún var alltaf kölluð hér heima, var góð vinkona mömmu, Ingu Guðrúnar Gunnlaugsdótt- ur (f. 1930, d. 2015), og heima- gangur á heimili mömmu og afa, áður en hún flutti til Kaup- mannahafnar til að mennta sig frekar í höggmyndalist. Mamma og Bugga kynntust í Gagnfræðaskólanum í Reykja- vík um miðjan fimmta áratug síðustu aldar og örlögin höguðu því þannig að nokkru síðar festi afi kaup á kjallaranum á Æg- isíðu 103 en fjölskylda Buggu bjó á hæðinni í sama húsi. Mamma og Bugga náðu vel saman og urðu miklar vinkonur enda voru þær báðar ungar og glaðlyndar og áttu sameiginleg- an áhuga á útivist, sögu lands og þjóðar og þjóðlegum fróðleik. Eftir að Bugga fluttist til Kaupmannahafnar árið 1955 skrifuðust þær vinkonurnar á og héldu sambandi alla tíð. Ég var svo heppin að kynnast Buggu þegar ég vann sumrin 1979 og 1980 á hóteli í Kaup- mannahöfn, þá 18-19 ára. Bugga tók mig upp á sína arma og bauð mér nokkrum sinnum í danskan „frokost“ á heimili sínu. Hún kynnti mig einnig fyrir menn- ingarlífinu í stórborginni og bauð mér bæði á óperu og ball- ett í Det Kongelige Teater. Fyr- ir unga íslenska stúlku í sinni fyrstu ferð út fyrir landsteinana var þetta mikil upplifun. Það lýsir Buggu vel að hún tók á þennan hátt að sér menningar- legt uppeldi mitt, þrátt fyrir lítil efni á þessum árum, en hún var ung í anda og kom ávallt fram við unga fólkið eins og jafningja og leitaðist við að uppfræða það óbeint. Bugga var mjög listræn og hæfileikar hennar sem mynd- höggvara komu strax í ljós í Handíða- og myndlistarskólan- um enda tók Einar Jónsson myndhöggvari hana í einkanám árið eftir útskrift, en hann tók aðeins að sér örfáa nemendur sem honum þóttu sérlega efni- legir. Árið 1960, þegar hún var enn í námi í myndhöggvaradeild Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn, var henni boðið að halda einkasýningu á Charlottenborg og hlaut þessi frumraun hennar mjög góða dóma. Eins og fram kemur í grein um listaferil Buggu í Weil- bach Kunstnerleksikon sýndi hún þar m.a. höggmyndir af manneskjum í fullri stærð, sem þóttu endurspegla vel fegurð mannslíkamans, og brjóstmynd- ir, sem þóttu einkar góð dæmi um natúralismann í myndlist, en sú stefna einkenndi mjög danska höggmyndalist á þessum árum. Í náminu kynntist Bugga manni sínum, Knud Malling, málara og myndhöggvara, og í samstarfi við hann tileinkaði hún sér grafíklistina sem hún vann mikið með á seinni árum. Grafíkmyndir Buggu voru unn- ar með ýmsum hætti, m.a. tré- skurði, dúkskurði og ætingu, og margar þeirra hafa leyndar- dómsfullan og þjóðlegan blæ þar sem hún sækir innblástur í ís- lenskar þjóðsögur og sagnaarf. Bugga hélt grafík- og högg- myndasýningar á verkum sýn- um í Danmörku og víðar. Hún tilheyrði einnig hópi íslenskra listakvenna sem búsettar voru í Danmörku og sýndu verk sín í Jónshúsi að jafnaði fimmta hvert ár. Ég þakka Buggu samfylgdina og votta Poul og öðrum ættingj- um samúð mína. Sigríður Sigurjónsdóttir. Guðbjörg Bene- diktsdóttir Malling Laufey amma er látin. Hún var reyndar ekki Lauf- ey amma hjá öllum barnabörnunum því flest önnur kölluðu hana ömmu Laufeyju. Eflaust er þetta eins í öðrum fjölskyldum en sem barn velti ég þessu mikið fyrir mér og skildi hreinlega ekki hvers vegna við börnin kölluðum hana ekki sama nafni. Ég kallaði hana aldrei ömmu Laufeyju vegna þess að hún hét Laufey amma. Laufey amma var mesta hörkutól sem ég hef kynnst og hef ég hitt þau nokkur. Hvert eitt og einasta hefði vælt yfir því að draga sig mjaðmabrotið á lakinu einu saman, upp í rúm og að símanum til þess að hringja eftir aðstoð. Ekki Laufey amma. Reyndar er spurning hvort það ætti að tala um útgáfur af Lauf- eyju ömmu eins og hugbúnaði – eða Robocop. Í heimspeki var talað um smiðinn sem ávallt hélt tryggð við sinn trausta hamar. Hann var reyndar búinn að skipta alloft um skaft og haus en það skipti ekki máli því ham- arinn var sá sami. Eins var það með hana ömmu mína því búið var að skipta um flest í henni og tókust þær aðgerðir misvel. En jafnvel þótt það ískraði í gömlu konunni þá var hún alltaf sama gamla Laufey amma. Á milli okkar ömmu var sterk taug sem aldrei slitnaði. Hún leitaði alltaf til mín þegar þurfti að skrifa upp á eitthvað sem all- ir aðrir í fjölskyldunni voru bún- ir að neita henni um. Samkvæmt Tryggingastofnun var ég einka- bílstjórinn hennar og í apótekinu var mér boðin vinna við að senda út lyf til fleiri eldri borg- ara. Ég vildi að ömmu minni liði vel á sínum síðustu árum og þótti réttur hennar til sjálfstæð- Laufey Þorleifsdóttir ✝ Laufey Þor- leifsdóttir fæddist 8. maí 1930. Hún lést 14. júlí 2021. Útförin fór fram 26. júlí 2021. is ríkari umkvört- unum dætra henn- ar. Rétt eins og þegar systurnar höfðu allar neitað að endurnýja öku- skírteinið þá stóð ég glaður í röð hjá sýslumanni. Ég vissi að hún myndi ekki keyra bíl aftur en tilfinningin að hafa möguleikann á því var mikilvægur, enda leið henni oft eins og fanga á eigin heimili. Eftir að ég flutti í næsta hús við ömmu þá bilaði sjónvarpið hennar undarlega oft á kvöldin. Hún hringdi í mig og við fengum okkur sérrí á meðan ég setti á rétta rás og ræddum í kjölfarið um gamla tíma. Hún var klárari en svo á sjónvarpið en kvöld- stundir okkar voru yndislegar. Og þrátt fyrir að við hefðum ekki sést mikið undanfarna mán- uði þá var afskaplega mikilvægt að amma hafi fengið að hitta dóttur mína, Ásdísi Völu, og var þá hress. Það var góður dagur og ég mun segja Dísu margar hetjusögur af langömmu sinni sem aldrei lét segja sér fyrir verkum. Alla vega svona á efri árum. Þegar hún amma mín var bor- in til grafar sveif ég um í háloft- unum og mér leið vel. Ég horfði til baka og sá ljóslifandi fyrir mér ánægjulegar útlandaferðir með henni og meira að segja með Alberti afa (ekki afa Al- berti) enn fyrr. Hver veit nema hún hafi svifið þarna um með mér eða þau og Laufey amma að skamma afa fyrir að vera hver hann var. Ég veit að amma mín var tilbúin til að yfirgefa þennan heim og óskandi er að hún fái að setja mark sitt á einhvern ann- an. Ég mun sakna Laufeyjar ömmu meira en margra annarra, hlæja að samtölum okkar, plott- inu gegn systrunum og ávallt hugsa til hennar þegar ég lyfti sérrístaupi. Andri Karel Andrason. Kær vinkona og skólasystir, Stein- unn Jónsdóttir, er látin eftir langvinn veikindi. Hún sýndi einstakt æðruleysi og hugprýði í hetjulegri baráttu sinni við krabbamein og minn- isglöp; alltaf jafn hlý og bros- mild í viðmóti. Enda var hún að eðlisfari gædd jafnaðargeði sem rímaði vel við glæsi- mennsku hennar og fágaða framkomu. „Yndið mitt“ eða „ljósið mitt“ var einatt við- kvæðið þegar gest bar að garði. Við kynntumst í Menntaskól- anum í Reykjavík haustið 1950, lentum í sama bekk og urðum fljótlega klíkusystur ásamt fjórum öðrum bekkjarsystrum; Gerði, Gunnu Dóru og Stínun- um Hallvarðs og Leifs. Stein- unn er nú sú fjórða okkar sem kveður þetta tilverustig. Eftir brautskráningu úr MR 1954 vorum við tvö ár samtímis í Kaupmannahöfn, giftumst skólabræðrum okkar úr Steinunn Jónsdóttir ✝ Steinunn Jóns- dóttir fæddist 11. nóvember 1933. Hún lést 19. júlí 2021. Útförin fór fram 4. ágúst 2021. menntaskólanum og stofnuðum fjöl- skyldur. Á kveðjustund hrannast minning- arnar upp. Stein- unn og Þorvaldur ganga í það heilaga í Strø Kirke á Sjá- landi. Við Gunna Dóra erum svara- menn þeirra og brúðkaupsgestir. Okkur er ætlað að syngja við hjónavígsluna við undirleik prestsmaddömunnar en eigum bágt með að halda lagi vegna krampahláturs þegar séra Finn Tulinius hefur upp raust sína á allbjagaðri íslensku. Allar götur síðan hafa sam- verustundir orðið margar og gefandi; ýmist í vinkvenn- ahópnum eða með mökum og þá ekki síst með samstúdent- unum þar sem Þorvaldur (in- spector scolae) hefur verið vak- inn og sofinn yfir að finna hugmyndir að ánægjustundum fyrir árganginn. Elsku Þorvaldur, Jón Þór, Herdís Sif, Þorvaldur Bjarni og fjölskyldur. Hugurinn er hjá ykkur. Megi allar góðar vættir vaka yfir kærri vinkonu. Unnur María Figved.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.