Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021
Yfirgnæfandi líkur eru á því að nýtt
nafn verði ritað á bikarinn fyrir Ís-
landsmeistaratitilinn í golfi í
kvennaflokki í þetta skiptið. Íslands-
mótið í golfi hefst á Jaðarsvelli á Ak-
ureyri í dag og einungis einn fyrr-
verandi Íslandsmeistari er skráður
til leiks í kvennaflokki.
Er það Nína Björk Geirsdóttir
sem varð Íslandsmeistari árið 2007.
Íslandsmeistari síðustu þrjú skipti,
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, er upp-
tekinn í keppni á Evrópumótaröð-
inni og er því fjarverandi. Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir er í barneign-
arfríi og Valdís Þóra Jónsdóttir
hætti keppni vegna meiðsla.
Leiknar verða 72 holur á fjórum
dögum venju samkvæmt og lýkur
mótinu því á sunnudag. Einnig eru
mikil forföll í karlaflokki. Íslands-
meistarar síðustu tveggja ára,
Bjarki Pétursson og Guðmundur
Ágúst Kristjánsson, keppa á sama
tíma í Finnlandi á Áskorendamóta-
röðinni. Þar verða einnig Haraldur
Franklín Magnús, meistari árið
2012, og Andri Þór Björnsson.
_ Ítarlegt aukablað um golf fylgir
Morgunblaðinu í dag.
Hvorki Bjarki né Guðrún Brá
með á Íslandsmótinu á Akureyri
Ljósmynd/golf.is
2020 Guðrún Brá og Bjarki Pétursson unnu í Mosfellsbæ í fyrra.
JÚLÍ
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir lék
frábærlega með Breiðabliki í júlí
þegar hún skoraði fjögur mörk í
fimm leikjum liðsins í deildinni í
mánuðinum og lagði í leiðinni upp
annað þvílíkt af mörkum. Blikar
unnu fjóra sigra í röð; gegn Þrótti úr
Reykjavík, Fylki, ÍBV og Selfossi. Í
fimmta leiknum gerðu Blikar jafn-
tefli á útivelli gegn Þór/KA.
Ríkjandi Íslandsmeistarar Blika
eru fjórum stigum á eftir toppliði
Vals í öðru sætinu, þegar fimm um-
ferðir eru eftir af Íslandsmótinu.
„Við megum ekki misstíga okkur aft-
ur. Í rauninni misstum við þetta al-
veg úr okkar höndum gegn Þór/KA,“
sagði Áslaug Munda í samtali við
Morgunblaðið, en með sigri í þeim
leik hefðu Blikar enn aðeins þurft að
treysta á sig sjálfa þar sem liðið á
eftir að mæta Val innbyrðis.
„Þetta er ekki lengur í okkar
höndum og við þurfum að treysta á
önnur lið, að þau taki stig af Val. En
það er náttúrlega ekki nóg ef við er-
um síðan sjálfar að fara að klúðra
einhverjum leikjum. Við þurfum
bara að vinna restina af leikjunum
og sjá hvað gerist,“ bætti hún við.
Áslaug Munda telur Breiðablik
hafa leikið vel á tímabilinu en að
varnarleikur liðsins hafi svikið það of
oft. „Í heildina hefur mér litist vel á
okkur. Við erum að fá mun fleiri
mörk á okkur á þessu tímabili sam-
anborið við síðustu tímabil. Það hef-
ur dálítið klikkað hjá okkur, að koma
í veg fyrir þessi mörk.
Við höfum ekki náð því nógu vel,
mörg þessara marka hefðum við
hreinlega átt að koma í veg fyrir.
Varnarleikur liðsins hefur heilt yfir
ekki verið nógu góður en við höfum
ekki átt í erfiðleikum með að komast
í færi. Sóknarleikurinn hefur heilt
yfir verið flottur,“ sagði hún.
Drjúg í sóknarleiknum
Aðspurð hvað henni þætti um sína
eigin frammistöðu á tímabilinu, þar
sem hún hefur skorað sex mörk í 13
deildarleikjum, sagði Áslaug Munda:
„Ég er nokkuð ánægð. Ég hef fengið
stórt hlutverk sem ég er ánægð með,
hef fengið traustið. Í rauninni er ég
bara ánægð að fá að geta verið með
eftir síðasta tímabil. Þá var ég mjög
mikið frá vegna meiðsla.“ Hún lék
aðeins sjö deildarleiki á síðasta tíma-
bili en hefur spilað alla 13 í ár.
Á þessu tímabili hefur Áslaug
Munda komið að miklum fjölda
þeirra 46 marka sem Breiðablik hef-
ur skorað í leikjunum 13. Hún er
með nærri því mark skorað í öðrum
hverjum leik og hefur lagt upp
fjöldann allan af mörkum til við-
bótar. Af hverju stafar sú breyting
samanborið við fyrri tímabil?
„Ég er að spila framar á vellinum
heldur en ég hafði verið að gera.
Markmið mitt í hverjum leik er að
hjálpa liðinu að skora, hvort sem það
er með því að leggja upp, skora sjálf
eða gera allt sem ég get til að ná inn
marki,“ sagði Áslaug Munda, sem
lék aðallega sem vinstri bakvörður
með Breiðabliki undanfarin tímabil
en hefur spilað á öðrum hvorum
vængnum á þessu tímabili.
Hún spilar mestmegnis sem
vinstri bakvörður með íslenska A-
landsliðinu. Áslaug Munda sagðist
þó ekki gera upp á milli. „Ég hef
mjög gaman af báðum stöðum. Ef ég
er í bakverði þá er ég náttúrlega að-
eins lengra frá markinu en þá eru
meiri hlaup, sem er bara gaman.
Mér finnst bæði mjög gaman að
spila á kantinum og í bakverðinum.“
Heldur til Harvard
Áslaug Munda heldur brátt til há-
skólanáms í Harvard, einum virtasta
háskóla heims, í Bandaríkjunum.
Skammt er því eftir af tímabili henn-
ar og Hildar Þóru Hákonardóttur,
sem er einnig á leið í Harvard, með
Breiðabliki. Áslaug Munda á aðeins
eftir að spila tvo deildarleiki, gegn
Tindastóli og Val, og tvo leiki í
Meistaradeild Evrópu, gegn Fær-
eyjameisturum KÍ frá Klaksvík.
„Ég fer beint eftir Meistaradeild-
ina. Það eru leikir í henni 18. og 21.
ágúst og ég fer út eftir síðari leik-
inn,“ útskýrði Áslaug Munda. Kom-
ist Breiðablik áfram gegn KÍ bíða
fleiri leikir í Meistaradeildinni en
hún verður þá farin af landi brott.
Hún sagði tilfinningarnar blendn-
ar varðandi það að vera á leið í
spennandi nám og sterka háskóla-
deild vestanhafs og að missa af rest-
inni af tímabilinu. „Mér finnst auð-
vitað mjög leiðinlegt að ljúka ekki
tímabilinu með stelpunum. Ég hefði
viljað ná því, en þarna úti fæ ég
tækifæri til að spila áfram og sýna
mig.“
Áslaug Munda bætti því við að
þegar tækifæri sem þetta bjóðist sé
ekki hægt að hafna því. Spurð um
hvað hún væri að fara að læra sagði
hún áhugasviðið liggja í raun-
greinum. „Fyrsta árið er almennt
nám og ég er ekki búin að ákveða ná-
kvæmlega hvað ég mun læra, en það
verður eitthvað raungreinatengt.“
Reyni að hjálpa liðinu
að skora í hverjum leik
- Spennt fyrir því að byrja í Harvard - Þykir leitt að missa af síðustu leikjunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Best Áslaug Munda er leikmaður júlímánaðar hjá Morgunblaðinu.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, hægri kantmaður Breiðabliks, var besti
leikmaður júlímánaðar í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Áslaug
Munda fékk flest M allra leikmanna í deildinni í júlí, sex talsins. Hún
fékk M í öllum leikjum Kópavogsliðsins og einu sinni tvö M.
Breiðablik fékk þrettán stig í fimm leikjum í júlí og Áslaug skoraði
fjögur mörk í mánuðinum ásamt því að vera afar atkvæðamikil í sókn-
arleik liðsins sem skoraði alls átján mörk í þessum fimm leikjum.
Áslaug Munda hefur því spjarað sig afskaplega vel framarlega á vell-
inum en á síðasta keppnistímabili lék hún gjarnan sem bakvörður í Ís-
landsmeistaraliði Breiðabliks en missti reyndar töluvert úr í fyrra vegna
meiðsla.
Amber Michel markvörður Tindastóls og Agla María Albertsdóttir
kantmaður Breiðabliks eru báðar í liði mánaðarins í þriðja skiptið í röð
en þær voru líka í ellefu manna byrjunarliðinu í maí og júní.
Miðvörðurinn reyndi Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór/KA hefur líka
verið valin þrisvar, tvisvar í byrjunarliðið og einu sinni á varamanna-
bekkinn. Áslaug Munda er í byrjunarliði í annað sinn. Þá hefur Emma
Checker úr Selfossi verið einu sinni í byrjunarliði og nú á vara-
mannabekk og Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni er á bekknum í
annað sinn.
Agla María og Dóra María Lárusdóttir komu næstar á eftir Áslaugu
Mundu með fimm M hvor. Breiðablik fékk samtals 30 M í júlí, Valur 29,
Selfoss 21, Þór/KA 21, Tindastóll 18, Þróttur 17, Stjarnan 17, ÍBV 16,
Keflavík 13 og Fylkir 10.
Lið júlímánaðar hjá Morgunblaðinu
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
VARAMENN:
Emma Checker 3 1 Selfoss
AnnaMaría Baldursd. 3 2 Stjarnan
Hanna Kallmaier 3 1 ÍBV
Lára Kristín Pedersen 3 1 Valur
Selma SólMagnúsd. 3 1 Breiðablik
Colleen Kennedy 3 2 Þór/KA
Ída Marín Hermannsd. 3 1 Valur
4-3-3 Hversu oft leikmaður hefur
verið valinn í lið umferðarinnar
2
Fjöldi sem leik-
maður hefur fengið
2
Amber Michel
Tindastóll
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Mist
Edvardsdóttir
Valur
Hulda Björg
Hannesdóttir
Þór/KA
Barbára Sól
Gísladóttir
Selfoss
Eva Núra
Abrahamsdóttir
Selfoss
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir
Breiðablik
Þóra Björg
Stefánsdóttir
ÍBV
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Þróttur
Agla María
Albertsdóttir
Breiðablik
4
4
4
5
6 5
4
4
4
4 4
2
1
2
3
3 2
2
2
2
1 1
Áslaug Munda
var best í júlí
Pepsi Max-deild karla
Valur – KR ................................................ 1:0
FH – HK ................................................... 2:4
Stjarnan – ÍA ............................................ 4:0
Staðan:
Valur 15 10 3 2 26:13 33
Víkingur R. 15 8 5 2 22:16 29
Breiðablik 14 8 2 4 33:18 26
KA 14 8 2 4 21:10 26
KR 15 7 4 4 24:15 25
FH 14 5 3 6 20:21 18
Leiknir R. 15 5 3 7 15:19 18
Stjarnan 15 4 4 7 18:23 16
Keflavík 14 5 1 8 18:24 16
Fylkir 15 3 6 6 17:25 15
HK 15 3 4 8 18:28 13
ÍA 15 2 3 10 13:33 9
Meistaradeild Evrópu
3. umferð fyrri leikir:
Spartak Moskva – Benfica....................... 0:2
Dinamo Zagreb – Legia Varsjá .............. 1:1
Ferencvaros – Slavia Prag ...................... 2:0
Danmörk
Bikarkeppni, 1. umferð:
Österbro – Lyngby .................................. 0:9
- Frederik Schram leikur með Lyngby.
Freyr Alexandersson þjálfar liðið.
Svíþjóð
B-deild:
Vasalund – Helsingborg ......................... 0:1
- Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Helsingborg.
0-'**5746-'
Ólympíuleikarnir
Konur, 8-liða úrslit:
Svartfjallaland – Rússland .................. 26:32
Noregur – Ungverjaland ..................... 26:22
Svíþjóð – S-Kórea................................. 39:30
Frakkland – Holland............................ 32:22
E(;R&:=/D
Ólympíuleikarnir
Konur, 8-liða úrslit:
Kína – Serbía ........................................ 70:77
Ástralía – Bandaríkin........................... 55:79
Japan – Belgía ...................................... 86:85
Spánn – Frakkland............................... 64:67
Vináttulandsleikir karla
Finnland – Danmörk............................ 79:59
N-Makedónía – Svartfjallaland ...........65:58
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Sambandsdeild UEFA:
Laugardalsv: Breiðablik – Aberdeen .......19
Lengjudeild karla:
Vivaldi-völlurinn: Grótta – Selfoss ......19:15
Framvöllur: Fram – Fjölnir .................19:15
Lengjudeild kvenna:
Norðurálsvöllurinn: ÍA – HK...............19:15
Meistaravellir: KR – FH ......................19:15
Grindavík: Grindavík – Augnablik.......19:15
GOLF
Íslandsmótið í golfi hefst á Jaðarsvelli á
Akureyri í dag. Venju samkvæmt er leikinn
72 holu höggleikur í karla- og kvennaflokki.
Leiknar eru 18 holur á dag og lýkur mótinu
á sunnudaginn.
Í KVÖLD!