Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.08.2021, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI H öfundakenningin (e. Au- teur theory) varð mið- læg í kvikmyndafræðum um miðbik síðustu aldar og kom undan rifjum gagnrýnanda franska kvikmyndatímaritsins Ca- hiers du Cinéma. Kenningin lagði áherslu á leikstjórann sem eigin- legan höfund kvikmynda, sérstak- lega í tilliti draumaverksmiðju Hollywood, en þar höfðu framleið- endur verið talnir atkvæðamestir á færibandinu. Leikstjórum á borð við John Ford og Howard Hawks var gert hátt undir höfði og þeim hamp- að sem listamönnum. Bandaríski rýnirinn Andrew Sarris gekk lengra í frægri grein sinni „Notes on Au- teur Theory“ og fullyrti að verk sem bæru skýrt merki höfundar síns (leikstjórans) væru fremri þeim sem gerðu það ekki. Samkvæmt honum skilur sannur kvikmyndahöfundur eftir óneitanleg og sérstæð spor sem má merkja í öllum hans verkum. M. Night Shyamalan, leikstjóri (og handritshöfundur) kvikmyndarinnar Gömul sem hér er til umfjöllunar, fellur vel að hugmyndum Sarris þar sem kvikmyndir hans eru fyrst og fremst hans eigin hugarsmíð, og aldrei fer á milli mála hver stendur að baki þeim. Shyamalan sló í gegn um aldamót- in með ofursmellnum Sjötta skiln- ingarvitið (1999) og hefur vegnað vel undanfarin ár með eigin ofurhetju- útleggingum Gler (2019) og Klofn- ingur (2016) en þessi í milli átt mis- jöfnu gengi að fagna og oft uppskorið háð gagnrýnenda sem og áhorfenda. Myndir hans fjalla gjarn- an um yfirnáttúrulega hluti og telj- ast margar til vísindaskáldskapar eða fantasíugreinarinnar – en aðals- merki þeirra eru óvæntar beygjur og úrlausnir sem söguflétturnar- bjóða upp á (hver var aftur draug- ur?). Shyamalan hefur sterkt form- rænt skynbragð og miðlar spennu og óþægindum oft vel– en akkilesar- hællinn eru handritaskrifin sem ein- kennast af slæmum samtölum og misfáránlegum fléttum. Sem lista- maður er hann örlítið eins og Bubbi Morthens – náttúruafl sem dælir út efni en er ekki endilega dómbær á gæði þess – og ef gripið er til kvik- myndalegs samanburðar í nafni spaugsins er hægt að segja að í hon- um mætast ólíkir pólar Alfreds Hitchcock og Tommy Wiseau (höf- undur költslyssins Herbergið (2003)). Gallar Shyamalans, sér- kennin, gera myndir hans líka skemmtilegar – sér í lagi í straum- línulögðu stórmyndalandslagi nú- tímans, þar sem allt er borið aftur á borð og söguþræðir eru ákveðnir á stjórnarfundum alþjóðasamsteypna með algóriðma í brúnni. Verk Shya- malans standa upp úr, með sínum vörtum og fílapenslum. Gömul býður upp á einmitt þetta: einstakt hand- bragð höfundar, hástemmda sögu- hugmynd með óvæntum krókum og hræðilegri persónusköpun og sam- tölum. Allt er þetta einhvern veginn svona: kjarnafjölskylda fer á fríð- indahótel – foreldararnir, leiknir af Gael García Bernal og Vicky Krieps (kvenhetjan í Draugaþræði (2017) Pauls Thomas Anderson), eru í skilnaðarhugleiðingum og konan á við veikindi að stríða. Einn daginn býður hótelstarfsmaður þeim að fara á óspillta einkaströnd, fjarri skríl og amstri. Þegar á hólminn er komið er þar aðra gesti að finna: moldríkan breskan lækni ásamt móður sinni, ungri glæsieiginkonu og smábarni – einnig önnur hjón (svartur sálfræð- ingur með flogaveiki og hjúkrunar- fræðingur af asískum uppruna) og rapparann Mid-Sized Sedan. Mjög fljótt kemur í ljós að ekki er allt með felldu – fólkið kemst að því að á ströndinni eldast þau á ofurhraða, einn sólarhringur líður eins og ævi- skeið. Sem fyrr er fá fín blæbrigði að finna í frásögn Shyamalans – frá upphafi eru þemu myndarinnar sett skammarlaust í munn persóna. „Þú ert alltaf að hugsa um framtíðina“ – „já og þú lifir í fortíðinni“ öskra hjónin á hvort annað – umfjöllunar- efnið er tímans rás, kýrskýrt. Per- sónurnar eru einatt skilgreindar af einum megineiginleika. Þegar yfir- náttúrulegir atburðir eiga sér stað vill sálfræðingurinn nema staðar og láta hópinn tala um tilfinningar sínar en tryggingafræðingur talar tæpi- tungulaust um tölfræðileg líkindi. Kostur sonarins í kjarnafjölskyld- unni er að spyrja hvern sem á að vegi hans verður að starfsheiti og aldri – sem sé gangandi upp- lýsingaröflun fyrir framvindu mynd- arinnar. Geðsjúkdómar birtast líka á jafn eintóna máta í einni persónunni, sem verður ofbeldisfull og spyr statt og stöðugt um kvikmynd sem Jack Nicholson og Marlon Brando voru saman í. Allt er þetta gott og blessað og frekar fyndið (stundum viljandi, stundum ekki) ef maður hefur temmilegan smekk fyrir B-mynda kampi. Hópur stórgóðra leikara læt- ur snjáðan efniviðinn ganga upp (að vissu marki). Shyamalan og tökustjórinn Giou- lakis mynda framvinduna á sífelldri hreyfingu – notast við samfelld ferðaskot og ýktar nærmyndir í miklu magni. Stílbrögðin skapa ofsa- fengin takt og bjögun – og fara á mest flug þegar flett er ofan af skyndilegum þroskastökkum barnanna á áhrifaríkan máta. Í raun er vöxtur barnanna, og pervetísk áttin sem er farin, skemmtilegasti og klikkaðasti þátturinn. Þegar allt á um koll að keyra um miðbik myndar er stuðið hvað mest en um síðir fatast flugið. Engum ætti að koma á óvart að Gömul skortir dýpt í meðferð hugðarefna sinna. Samt er örlítið synd á hversu miklu hundavaði sög- unni vindur fram. Takmarkað sögu- svið og innri tími (dagur sem ævi) býður upp á að tíma sé gefin meiri (tilvistarleg) vigt og aðeins dvalið við. En að vanda er Shyamalan með of marga bolta á lofti og að flýta sér að lokamarkinu – úrlausninni þar sem bullið er sett í röklegt sam- hengi. Maður kennir ekki hundi og allt það. Gömul er úti um allt en samt skemmtileg og tvímælalaust persónuleg sýn listamanns. Og jörðin hún snýst um sólina Höfundarverk „Gömul er úti um allt en samt skemmtileg og tvímælalaust persónuleg sýn listamanns,“ segir rýnir um kvikmynd M. Night Shyamalan. Laugarásbíó, Smárabíó Gömul/Old bbmnn Leikstjórn og handrit: M. Night Shya- malan. Klipping: Brett M. Reed. Kvik- myndataka: Mike Gioulakis. Aðalleik- arar: Gael García Bernal, Vicky Krieps, Rufus Sewell, Alex Wolff, Thomasin McKenzie. Bandaríkin, 2021. 108 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.