Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 58

Morgunblaðið - 05.08.2021, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2021 Þ að segir mikið um ágæti barna- og ungmennabóka þegar þær fanga athygli fullorðinna til jafns við at- hygli yngri kynslóðarinnar. Það ger- ir Lygatréð, eftir hina bresku Fran- ces Hardinge, svo sannarlega. Höfundurinn hlaut hin virtu Costa- verðlaun í heimalandinu fyrir ung- mennabókina, bæði fyrir barnabók ársins og yfirverðlaunin bók ársins. Sagan, sem er saga hinnar for- vitnu og ráða- góðu fjórtán ára gömlu Faith, á að gerast á seinni hluta 19. aldar þegar kenningar Darwins eru við það að kollvarpa heimsmynd manna. Faðir aðal- persónunnar, presturinn Sunderly, er virtur náttúruvísindamaður allt þar til hann fellur í ónáð og fjöl- skyldan neyðist til að flýja heima- slóðirnar í Kent-sýslu á Suður- Englandi og það óorð sem komið er á Sunderly-nafnið. Viðtökurnar á áfangastaðnum, eyjunni Vane, sem á að liggja utan við England, eru allt annað en blíðar enda rógurinn um herra Sunderly fljótur að breiðast út. Forvitnin drífur Faith áfram og kemst hún að lokum yfir dagbók föð- ur síns og kemst þar á snoðir um lygatréð svokallaða, tré sem sagt er að þrífist á lygum og afhjúpi sann- leik að launum fyrir lygarnar. Faith er staðráðin í að komast að því hvar tréð sé að finna, hvort stað- hæfingar föður hennar séu sannar og ekki síst finna þá sem vildu hon- um mein. Leitin að sannleikanum reynist þrautin þyngri og þarf Faith sjálf að spinna lygavef til þess að fletta ofan af því hvað raunverulega hefur átt sér stað. Við tekur spenn- andi atburðarás þar hætturnar leyn- ast í hverju horni og ekki er allt sem sýnist. Verkið, sem hverfist um lygar og sannindi og togstreituna þar á milli, kallast á við samtímann þar sem upplýsingapólitík og falsfréttir hafa verið áberandi í umræðunni. Þótt verkið hafi komið út fyrir forsetatíð Donalds Trumps er eins og verkið sé skrifað beint inn í það umhverfi sem einkenndi valdatíð hans og þau áhrif sem hann, og hon- um líkir, hafa haft á heimsmyndina. Lygatréð er afar feminískt verk og varpar ljósi á stöðu kvenna á 19. öld. Faith mætir í sífellu fordómum sem oftar en ekki eru faldir bak við yfirdrifna kurteisi. Hún er af „hinu veikara kyni“ sem á ekkert erindi í virðulegan selskap hinna gáfuðu karlmanna. En Faith langar að verða náttúruvísindamaður og fylgja í fórspor föður síns og sýna heiminum að konur eigi fullt erindi inn á svið fræðimanna. Hardinge dregur fram ólíka fleti á þessum kynjamisrétti og sýnir ólík viðbrögð kvenna við stöðu sinni. Meira að segja Faith skjátlast stöku sinnum um aðrar konur og áttar hún sig á endanum á því að uppeldið hef- ur litað skoðanir hennar sjálfrar. Það er kannski ekkert nýtt í þess- ari nálgun Hardinge á stöðu kvenna en sjaldan er góð vísa of oft kveðin og mikilvægt er að vekja unga les- endur til umhugsunar á þennan hátt. Bókin en hnausþykk en lesandinn flýgur í gegnum hana. Þýðing Dýr- leifar Bjarnadóttur er nánast óað- finnanleg. Ríkulegur orðaforði og gott flæði einkennir þýðinguna og er það verðmætt fyrir unga lesendur að kynnast texta sem þessum, sem er í senn krefjandi og aðgengilegur. Sagan af Faith Sunderly og lyga- trénu á erindi til allra ungmenna, enda spennandi og skemmtilegt verk sem tekur þó á alvarlegum málefnum og vekur lesandann til umhugsunar. Sannleiksleit og lygavefir hinnar ráðagóðu Faith Ljósmynd/David Levenson Höfundur Skáldsaga Frances Hardinge, Lygatréð, fjallar um hina forvitnu og ráðagóðu Faith sem kemst í hann krappann í leit að sannleikanum. Ungmennabók Lygatréð bbbbm Eftir Frances Hardinge. Dýrleif Bjarnadóttir þýddi. Partus, 2021. Innbundin, 517 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Þ að hefur enginn skrifað eins og bandaríska skáldið Richard Brautigan (1935- 1984). Honum auðnaðist það sem alla höfunda dreymir um – að móta í skrifum sínum algjörlega einstaka, auðþekkjanlega rödd, hvort sem um ljóð eða prósa var að ræða. Hann sló í gegn á hippaár- unum og hefur iðulega verið tengd- ur við þann tíma, þótt í galgopaleg- um og frumlegum skrifunum – sem vissulega kallast á margvíslegan hátt á við hugmyndir þess tíma – sé jafnframt alltaf að finna djúp, marg- brotin og tímalaus umfjöllunarefni sem hann tekur á með sínum ein- staka hætti. Brautigan hóf ferilinn sem merkilegt ljóð- skáld en meiri vinsælda naut hann þó sem skáldsagnahöf- undur – áður en hann svipti sig lífi 49 ára gamall hafði hann sent frá sér níu skáldsög- ur (sú tíunda kom út 16 árum eftir dauða hans), tvö sagnasöfn og fjórar ljóðabækur. Gyrðir Elíasson kynnti Brautigan eftirminnilega fyrir íslenskum les- endum með þýðingum sínum á skáldsögunum Svo berist ekki burt með vindum (1989), Vatnsmelónu- sykur (1991) og meistaraverkinu Sil- ungsveiði í Ameríku (1992). Síðar þýddi Gyrðir Ógæfusömu konuna: Ferðalag (2006) en það er sagan sem kom út eftir dauða höfundar. Á síðustu árum hefur það verið fagnaðarefni að sjá yngra skáld, Þórð Sævar Jónsson, taka við kefl- inu af Gyrði en hann þýddi Hawkl- ine skrýmslið: Gotneskan vestra (2018) og Hefnd grasflatarinnar: Sögur 1962-1970 (2018). Gyrðir hef- ur birt þýðingar á völdum ljóðum eftir Brautigan en nú er komin út þýðing Þórðar Sævars á fyrstu ljóðabók Brautigans sem kemur út í heild á íslensku, 30sti júní, 30sti júní. Þessi rýnir kynntist skrifum Brautigans fyrst í þýðingum Gyrðis og féll fyrir frumlegum og heillandi textanum. Á námsárum í Bandaríkj- unum reyndi ég að eignast frum- útgáfur af öllum bókum skáldsins og gekk það misvel, en um langt skeið eftir lát Brautigans voru bækur hans ekki endurútgefnar. Það hafð- ist þó að lokum að finna eintök á fornsölum og síðust kom í leitirnar þessi síðasta ljóðabók, sem er eins konar dagbók eða ferðasaga frá heimsókn skáldsins til Japan árið 1976. Og það gleður þennan unn- anda skrifa höfundarins að hafa hana nú í höndum í vandaðri þýð- ingu Þórðar Sævars sem hefur aug- sýnilega lagt mikla alúð í verkið, án þess að tapa á nokkurn hátt því tregablandna og þunglyndislega fjöri (og depurð) sem einkennir skrifin. 30sti júní, 30sti júní hefst á for- málanum „Vertu sæll Edward frændi, og allir hinir Edwardarnir. Þar reifar Brautigan með sínum hætti tengsl sín við Japan og Japani og segir frá frænda sínum sem var 26 ára þegar hann lést árið 1942. „Japanska þjóðin drap hann, óbeint, þegar hún háði stríð við Bandaríkin fyrir löngu síðan,“ segir í formál- anum og að skáldið hafi fyrir vikið hatað Japani meðan á stríðinu stóð. En Brautigan bætir við að formál- inn, þar sem birtist meðal annars ljóð sem hann orti á svipuðum aldri og Edward þegar hann lést, sé „sér- kennileg leið til að kynna ljóðabók þar sem ég lýsi yfir djúpstæðri ást minni á japönsku þjóðinni…“ Þá útskýrir Brautigan fyrir les- endum að ljóðin sem urðu til í ferð hans til hins fjarlæga lands „fjalla um það sem dreif á daga mína eftir að ég kom út úr flugvélinni og steig á japanska grund […] Þau eru frá- brugðin öðrum ljóðum sem ég hef ort,“ skrifar hann og bætir við að þau séu misjöfn, en hann ákvað að birta þau, þar sem þau lýsi hvernig honum var innanbrjósts í Japan. Og vissulega eru ljóðin misjöfn að gæðum - en mynda áhrifaríka heild. Það fyrsta skrifað 13. maí 1976 og það síðasta 30. júní það ár og til þess er vísað í heiti bókarinnar. Þau mynda vissulega dagbók þar sem við kynnumst ferð skáldsins gegn- um japanska daga, ferð sem er mót- uð af einsemd og depurð, drykkju og undrun á því sem ber fyrir augu. Lýst er framandi heimi og hann er skýrður með neti allrahanda vísana, sem eru kunnuglegar lesendum verka skáldsins og gleðja. Snemma ferðar var ljóðmælandi að panta sína fyrstu máltíð einn á japönskum veitingastað og segir: Hvílík hetjudáð! Mér líður eins og smábarni að taka fyrstu varfærnislegu skrefin sín. Gættu þín, Everest-tindur! Og tveimur dögum seinna yrkir hann hæku og kallar „Virðingar- vottur við japanska hækuskáldið Issa“. Það er svona: Fullur á japönskum bar a hress Þannig líða dagarnir, ljóðmæland- inn horfir á framandi heim, talar við fólk og veltir vöngum yfir upplifun sinni. Ljóð frá 11. júní vakti lukku hjá íslenskum aðdáendum en það heitir „Bandaríkjamaður heldur aft- ur á bilaðri klukku í Tókýó“. Það hefst á línunum „Það er með hrein- um ólíkindum / hversu margir verða á vegi manns / þegar maður heldur á bilaðri klukku í Tókýó.“ Og ljóðið endar svona: Ef þú vilt fara til Íslands og kynnast heimamönnum skaltu taka bilaða klukku með þér. Þeir munu þyrpast að þér einsog flugur. Japansferð Brautigans tók enda og hann sneri heim með handritið að sinni síðustu ljóðabók. Og það er ánægjulegt að hafa hana loksins í höndunum á íslensku. Vonandi fagna lesendur hér bókinni, eins og þeir hefðu fagnað skáldinu hefði það birst hér með bilaða klukku. Brautigan Í vandaðri þýðingunni tapa ljóð skáldsins ekki trega- blöndnu og þunglyndislegu fjörinu. Með bilaða klukku til Íslands Ljóð 30sti júní, 30sti júní bbbbn Eftir Richard Brautigan. Þórður Sævar Jónsson íslenskaði. Tunglið forlag, 2021. Kilja, 108 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS Ómissandi ferðafélagi Mokkakanna 6. bolla – 5.990,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.