Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 2

Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tveimur norskum skipum sem fyrirhugað var að lönduðu makríl á Fáskrúðsfirði og Eskifirði var snúið við á mánudag. Lögum samkvæmt er slík löndun óheimil meðan ekki hefur verið sam- ið um veiðistjórnun á makríl í NA-Atlantshafi. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að auðveldlega hefði mátt leysa málið með því að veita undanþágu í ljósi mikilla íslenskra hags- muna, en það hafi ekki fengist í gegn. Lá í fjóra tíma við bryggju Norska skipið Knester var komið að bryggju á Fáskrúðsfirði á mánudagsmorgun og lá við bryggju í fjóra tíma áður en skipinu var snúið til Færeyja þar sem aflanum var landað. Norska skipið Havsnurp var á sama tíma á leið til Eski- fjarðar en var snúið við á landhelgismörkum austur af landinu og hélt sömuleiðis með aflann til Færeyja. Friðrik Mar segir að hann hafi ekki vitað að löndun á norskum makríl væri bönnuð hér á landi. Fyrirtækið hafi lengi átt í góðum sam- skiptum við norskar útgerðir og þegar makríll bauðst í gegnum tilboðsmarkað Sildesalgslaget hefði því verið tekið fegins hendi, enda skortur á hráefni í vinnslu fyrirtækisins þar sem tog- arinn Ljósafell er í slipp þessa dagana. Hann segir að á síðustu fimm árum hefði Loðnuvinnslan keypt 165 þúsund tonn af kol- munna af Norðmönnum, loðnu úr Barentshafi af Norðmönnum og loðnu af Færeyingum. Framleiðsluverðmæti afurða úr þessu erlenda hráefni nam samtals 10,5 milljörðum, að sögn Friðriks. Frá 2017 hefðu ekki verið samningar um stjórnun kolmunnaveiða, en reglum um löndun Norðmanna og Færeyinga á kolmunna hefði einfaldlega verið breytt þar sem augljósir hags- munir hefðu verið af viðskiptunum. Hann segir að nákvæmlega sömu hagsmunir hefðu verið af þessum makrílviðskiptum fyrir þjóðarbúið. Umsvif, tekjur og atvinna „Svo kemur að makrílnum í fyrsta skipti og þá koma þessi gömlu lög til sögunnar,“ segir Friðrik. „Við vonuðum í lengstu lög að við fengjum undanþágu í ljósi mikilla íslenskra hagsmuna, en það gekk ekki eftir. Með kaupum á makrílaflanum hefðu komið umsvif, tekjur og atvinna inn í landið, sem hefði skipt máli. Auk þess hefði verið spennandi að vinna nótamakríl úr norska skipinu, en íslensku skipin veiða í troll. Rök ráðuneytisins fyrir því að neita okkur um undanþágu voru meðal annars þau að að það kæmi sér illa fyrir íslenska hagsmuni í makríl- viðræðum, en það skiptir að mínu mati engu máli. Í sumar hafa skip frá Síldarvinnslunni og Samherja landað makríl í Noregi og Færeyjum athugasemdalaust. Ég sé engan mun á því og löndunum norskra skipa hér,“ segir Friðrik Mar. Snúið við með norskan makrílafla - Undanþága fékkst ekki fyrir löndunum tveggja norskra skipa eystra - Miklir íslenskir hagsmunir í húfi segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar - Íslensk skip hafa landað makríl í Noregi í sumar Morgunblaðið/Albert Kemp Makríll Afli norska skipsins Knester fór til vinnslu í Færeyjum með viðkomu á Fáskrúðsfirði. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs- ráðuneytinu voru málsatvik þau varðandi Knester, sem hugðist landa makríl á Fá- skrúðsfirði, að Stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar heimilaði hafnkomu þess skips og löndun aflans í gegnum rafrænt til- kynningakerfi NEAFC. „Upphafleg ákvörð- un Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um að heimila löndun aflans var ekki í samræmi við gildandi lög og þær verk- lagsreglur sem ráðuneytið hefur gefið út til Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar. Af þeirri ástæðu afturkallaði Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar umrædda heimild. Þannig kemur fram í 1. mgr. 3.gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fisk- veiðilandhelginni nr. 22/1998 að erlend veiðiskip hafi frelsi til að koma til hafnar, landa afla, umskipa afla, selja afla og sækja þjónustu í íslenskum höfnum. Frá þessu eru gerðar undantekningar, þar á meðal varðandi makríl enda ekki samningur meðal strandríkja um nýtingu hans. Öll hafnkoma erlendra skipa er því óheimil, en gildir þó ekki um grænlensk skip enda samningur í gildi um landanir þeirra,“ segir í svari ráðuneytisins. Ekki samningar um makrílveiðar HEIMILD VAR AFTURKÖLLUÐ Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið stendur fyrir uppbyggingu varanlegra salerna á áningar- stöðum við hringveginn. Leitast verður við að dreifing þeirra um landið verði sem jöfnust og hugað verði að aðgengi fyrir alla. Verk- efni í 40 til 50 kílómetra fjarlægð frá næsta þéttbýli njóta forgangs, einkum á sunnanverðum Vest- fjörðum og Norðausturlandi. Verkefnið er boðið út í samstarfi við Ríkiskaup og er liður í að sporna við niðursveiflu efnahags- lífsins í kjölfar heimsfaraldursins. Fjárfestingarátakið er tímabund- ið og nemur 100 milljónum króna. Verður fjármagninu úthlutað í sam- ræmi við fjölda umsókna og upp- hæðir þeirra. Einstaklingar og lög- aðilar geta gert tilboð í verkefnið en einstakar fjárfestingar geta að hámarki orðið 30 milljónir króna. Framkvæmd má hvorki kalla á veituframkvæmdir né breytingu á aðalskipulagi og skal umsækjandi sjálfur sjá um og tryggja rekstur salernanna. Árin 2018 til 2020 varði ráðu- neytið allt að 90 milljónum árlega í framkvæmd og fjármögnun til- raunaverkefnis um uppsetningu og rekstur tímabundinnar salernis- aðstöðu á völdum áningarstöðum Vegagerðarinnar. Í fjárlög 2021 kom svo inn fjárheimild upp á 100 milljónir til uppbyggingar varan- legra salerna við hringveginn. 100 milljónir í sal- erni við hringveginn - Vilja sporna við niðursveiflu Veronika Steinunn Magnúsdóttir Gunnhildur Sif Oddsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir mikilvægt að knatt- spyrnuhreyfingin sýni að hún líði ekki þá ómenningu sem birtist í kyn- ferðislegri áreitni. Atburðarás síð- astliðinna daga snúist hins vegar ekki einungis um persónur heldur viðhorfin. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst birtingarmynd ákveðins viðhorfs, sem er mikilvægt að takast á við inn- an knattspyrnunnar,“ segir hún. Það birtist einnig innan annarra geira samfélagsins eins og #metoo- bylgjur síðastliðinna ára hafa leitt í ljós. „Það skiptir miklu máli fyrir hreyfinguna að takast á við þetta frá grunni og ég tel rétt að stjórnin hafi stigið til hliðar. Þetta er svo mikil- vægt fyrir nánast hvert einasta heimili í landinu því við tengjumst flest fótbolta með einhverjum hætti,“ segir Katrín. Horft til komandi kynslóða Í þessu samhengi nefnir Katrín að stjórnvöld hafi einmitt unnið að rétt- arbótum gagnvart brotaþolum í kjöl- far #metoo, en þar ber að nefna for- varnaáætlun stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi. „Við þurfum að takast á við þetta og sjá til þess að viðhorf til kynbund- ins ofbeldis verði önnur hjá komandi kynslóðum,“ segir Katrín. Í áætluninni felast meðal annars auknir fjármunir til lögreglu og hér- aðssaksóknara til að bæta rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála og þróun námsefnis, sem stuðlar að for- vörnum gegn kynferðislegu og kyn- bundnu ofbeldi og áreitni, fyrir framhaldsskóla. Lilja ræddi við stjórn KSÍ „Þeir eru að mínu mati að taka á þessu af festu,“ segir Lilja Dögg Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Hún ræddi við fulltrúa Knatt- spyrnusambands Íslands síðdegis í gær en fyrir fundinn sagði Lilja að hann snerist um að fá yfirlit yfir hvað hefði átt sér stað og hver næstu skref verða. Að sögn Lilju var fundurinn mjög málefnalegur en þar var ræddur fag- hópur sem KSÍ er að setja á lagg- irnar, en hann á að vinna gegn kyn- bundnu ofbeldi. Þá segist Lilja ánægð með skrefin sem KSÍ hyggst taka og bjartsýn á að sambandið nái að taka málið föstum tökum. Lilja segir það mikilvægt að fag- hópurinn sé settur á laggirnar og skoðað sé hvernig KSÍ hefur verið að bregðast við. „Ég held að það sé mikilvægt að fara í þessa vegferð þar sem við sendum skýr skilaboð um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Lilja að lokum. Hvorki eðlilegt né skynsamlegt Gísli Gíslason, starfandi formaður KSÍ, telur hvorki eðlilegt né skyn- samlegt að stjórn KSÍ, sem situr nú til bráðabirgða, taki afstöðu til þess hvort Klara Bjartmarz eigi að víkja úr starfi framkvæmdastjóra KSÍ. Sitjandi stjórn KSÍ ákvað í fyrra- dag að segja af sér. Klara tilkynnti þá að hún myndi ekki láta af störfum. Telur rétt að stjórnin hafi stigið til hliðar - Viðhorf sem verður að takast á við innan knattspyrnunnar Morgunblaðið/Eggert Knattspyrna Frá landsliðsæfingu á sunnudagskvöld. Sitjandi stjórn KSÍ ákvað í fyrradag að segja af sér. Framkvæmdastjórinn ætlar ekki að víkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.