Morgunblaðið - 01.09.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ætla má að við verðum komin með
nokkuð hreinan angus-stofn eftir
fimm til sex ár. Allt tekur þetta tíma.
En það er ánægjulegt fyrir okkur í
þessari grein að fá þessi verkfæri í
hendur til að bæta okkar rekstur og
ekki síður að auka gæði kjötsins og
útvega neytendum meira af gæða-
kjöti,“ segir Bessi Freyr Vésteins-
son, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli
í Skagafirði, um kynbætur með inn-
fluttu erfðaefni af Aberdeen angus-
holdanautakyni.
Bessi er með um 200 kýr af gallo-
way- og limousin-kyni. Hann hefur
verið að kynbæta stofninn með an-
gus-sæði frá Nautís á Stóra-Ármóti
undanfarin tvö ár. Í sumar keypti
hann fallegan bola frá einangrunar-
stöðinni og sleppti um helgina í af-
markaða hjörð á búinu. „Með inn-
flutningi erfðaefnis erum við að
stökkva fram um þrjátíu ár í erfða-
framförum og nýta þær framfarir
sem holdanautabændur í Evrópu
hafa verið að vinna að á þessum
tíma,“ segir Bessi.
Á þessu ári hafa angus-kvígur
fæddar á árinu 2019 borið 16 lifandi
kálfum á einangrunarstöð Nautís á
Stóra-Ármóti, 10 kvígum og 6 naut-
kálfum.
Fara að selja kvígur til bænda
Enn er unnið að því að byggja upp
stofn af arfhreinum angus-kvígum á
Stóra-Ármóti. Þar eru nú 26 kýr og
kvígur. Sveinn Sigurmundsson,
framkvæmdastjóri Nautís, segir að
eftir sé að ákveða hversu margar kýr
verði þar til ræktunar en fljótlega
verði farið að selja kvígur til notk-
unar hjá bændum. Síðustu árin hafa
nautkálfarnir verið seldir til bænda,
að loknum einangrunartíma, og eru
notaðir þar til undaneldis. Einnig er
sæði úr nautum á stöðinni notað úti á
búunum og bændur geta fengið fóst-
urvísa.
Fyrstu blendingarnir sem urðu til
með sæðingum frá stöðinni fæddust
á útmánuðum á síðasta ári. Þeir ættu
að vera orðnir skurðarhæfir á þessu
ári. Ef bændur kjósa að slátra þeim
fer það að vera möguleiki.
Hins vegar segir Bessi í Hofs-
staðaseli að þetta séu ekki margir
gripir og bændur kjósi að nota þá til
kynbóta á býlum sínum fyrstu árin.
Reiknar hann ekki með að neyt-
endur fari að sjá kjöt af þessum grip-
um í verslunum fyrr en eftir tvö til
þrjú ár.
„Þetta er einkennandi fyrir það
hversu langir framleiðsluferlar eru í
nautakjötsframleiðslu. Það er mikil
fjárbinding í gripum og fóðri því
gripirnir verða ekki tilbúnir fyrr en
eftir tvö til þrjú ár frá því kúnni er
haldið,“ segir Bessi. Hann segir að
vaxtarhraði nýja angus-stofnsins
muni vissulega hjálpa til. Sveinn
bendir á að þessir gripir verði að fá
gott fóður til að ná þessum vaxtar-
hraða, eins og aðrir gripir sem eigi
að gefa af sér góðar afurðir. Menn
geti ekki lengur hugsað um afgangs-
hey og úthagabeit, eins og áður var
gert.
Bessi segir að mikið sé framleitt af
nautgripakjöti hér á landi en afkom-
an sé ekki góð. Holdanautabændur
séu að framleiða matvæli fyrir þjóð-
ina launalaust. Það gangi ekki enda-
laust. Bendir hann á að flutt sé inn
nautakjöt fyrir milljarð á ári. „Okkur
langar til að fylla upp í það gat á
markaðnum. Hægt væri að dreifa
þessum milljarði um sveitirnar og á
úrvinnslugreinar,“ segir Bessi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kynbætur Allir angus-kálfarnir eru kolbikasvartir. Hér gengur einn með íslenskri „móður“ sinni.
Innflutningur erfðaefnis
skilar sér út á búin
- Enn nokkuð í að kjöt af angus-nautum komi á markað
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Stjórnmálaflokkarnir eru mögulega
nær hver öðrum en ætla mætti þegar
kemur að samspili auðlinda, um-
hverfis og atvinnulífs. Það á að
minnsta kosti við um markmiðin, en
meiri áhöld eru um leiðirnar.
Þetta kemur fram í málefnaþætti
Dagmála Morgunblaðsins, streymis-
þætti á netinu sem opinn er öllum
áskrifendum, en nú í aðdraganda
kosninga eru helstu málaflokkar og
kosningamál brotin þar til mergjar.
Í þætti dagsins eru frambjóðend-
ur þriggja flokka, þau Orri Páll Jó-
hannsson frá Vinstri grænum, Teit-
ur Björn Einarsson frá
Sjálfstæðisflokki og Þórunn Svein-
bjarnardóttir frá Samfylkingu, en
þau eiga öll raunhæfan möguleika á
þingsæti í haust. Ekkert þeirra er þó
beinlínis nýgræðingur í stjórnmál-
um, Orri Páll er varaþingmaður og
aðstoðarmaður umhverfisráðherra,
Teitur Björn varaþingmaður og fv.
aðstoðarmaður fjármálaráðherra, en
Þórunn fv. umhverfisráðherra og
þingmaður um 12 ára skeið.
Loftslag og breyttir lífshættir
Sem fyrr segir er nokkur sam-
staða um markmiðin, sem felast í því
að blása lífi í atvinnulíf og verðmæta-
sköpun eftir kórónuveiruna, en ekki
er jafnmikill samhljómur um hvern-
ig það verður best gert. Teiti Birni
þykir þannig holur hljómur í mál-
flutningi Vinstri grænna, sem boði
aðgerðir í loftslagsmálum en láti ætl-
uð náttúruverndarsjónarmið trompa
það allt að nauðsynjalausu. Orri Páll
andæfir því, segir að vel megi láta
þetta fara saman og minnir á að í
náttúruvernd felist verðmætasköp-
un. Þórunn telur að vandamálin
megi leysa og að það verði að gera,
m.a. með því að tryggja orkuöryggi
allra landsmanna.
Fulltrúar vinstriflokkanna nefna
að markmið í loftslagsmálum út-
heimti breytta siði borgaranna. Orri
Páll bendir á að í faraldrinum hefðu
t.d. margir komist að því að þeir
þyrftu ekki að ferðast til útlanda, net
og önnur tækni gætu komið í stað-
inn. Bæði hann og Þórunn segja
sömuleiðis að almenningur ætti að
minnka neyslu sína. Teitur Björn tel-
ur það óþarft markmið, að Íslend-
ingar hafi einmitt öfundsverða kosti í
loftslagsmálum, svo sem orkuskipti,
án þess að fórna lífsgæðum, hærri
launum og ámóta.
Samstarfsmöguleikum fjölgar
Þegar talið berst að afstöðumun
flokkanna og samstarfsmöguleikum
að loknum kosningum nefnir Orri
Páll að núverandi stjórnarsamstarf
sýni að vel sé hægt að vinna þvert á
hið pólitíska litróf, sem yrði til eft-
irbreytni þegar flokkum fjölgaði.
Þórunn Sveinbjarnardóttir fellst á
að Samfylkingin geri ekki ágreining
við Sjálfstæðisflokkinn í öllum mál-
um og útilokar ekki samstarf við
hann með sama hætti og formaður
Samfylkingarinnar hefur gert. Hins
vegar undirstrikar Þórunn að flokk-
ur hennar stefni að myndun „miðju-
vinstristjórnar eftir þessar kosning-
ar. Sjálfstæðisflokknum er ofaukið í
slíkri ríkisstjórn.“
Teitur Björn segir að það sé kjós-
enda að vega og meta kostina, sem í
boði væru. „Það er flokkanna að
koma með skýra sýn til ákveðinna
verkefna, sem þarf að leysa til far-
sældar fyrir þjóðina. […] Það er það
sem skiptir máli hér. Það eru verk-
efni sem snúa að loftslagsmálum,
nýtingu auðlinda sem skapa störf,
það eru heilbrigðismálin þannig að
fólk fái bestu þjónustu sem völ er á,
uppbygging innviða og annað slíkt.
Sjálfstæðisflokkurinn útilokar að
sjálfsögðu ekki – af virðingu við kjós-
endur og lýðræðið – samstarf við
einn eða neinn til þess að leysa verk-
efnin til heilla fyrir þjóðina.“
Auðlindir, umhverfi og atvinnulíf
- Samhljómur um markmið en deilt um leiðir - Áhersla lögð á framlag Íslendinga í loftslagsmálum
- Vinstriflokkar hvetja til minni neyslu og færri utanferða - Fjölgun flokka kalli á sáttfýsi og samstarf
Morgunblaðið/Hallur
Dagmál Verðmætasköpun og atvinnumál eru í deiglu kosningabaráttunnar.
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Með breytingu á vinnulagsreglum
Mannanafnanefndar, sem samþykktar
voru á fundi hennar 1. júlí sl. teljast
tökunöfn nú gjald-
geng þótt þau séu
ekki rituð í sam-
ræmi við almenn-
ar íslenskar rit-
reglur, svo lengi
sem þau hafi unnið
sér hefð í íslensku
máli. Nafnið þarf
þó að taka ís-
lenskri eignarfalls-
endingu og má
ekki vera barni til ama.
Sá hluti reglnanna sem snýr að hefð
getur þó vafist fyrir fólki, að sögn Að-
alsteins Hákonarsonar, málfræðings
og formanns mannanafnanefndar.
„Grundvallaratriðið sem hefur vald-
ið fólki dálitlum ruglingi er að nafn geti
verið heimilt ef það er talin hefð fyrir
því, þótt það sé ekki ritað í samræmi
við almennar íslenskar ritreglur,“ seg-
ir hann.
Samkvæmt fundargerð nefndarinn-
ar um breytingar á vinnulagsreglum
frá 1. júlí sl. telst nafn hafa unnið sér
hefð í íslensku máli ef það fullnægir
eftirfarandi skilyrðum:
Það er borið af a.m.k. 15 Íslending-
um.
Það er nú borið af 10-14 Íslending-
um og hinn elsti þeirra hefur náð
a.m.k. 30 ára aldri.
Það er nú borið af 5-9 Íslendingum
og hinn elsti hefur náð a.m.k. 60 ára
aldri.
Það er nú borið af 1-4 Íslendingum
en kemur þegar fyrir í manntalinu
1920 eða fyrr og hefð þess hefur ekki
rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það
hefur ekki verið borið af Íslendingi
undanfarin 70 ár.
Frá því að vinnulagsreglunum var
breytt hefur mannanafnanefnd sam-
þykkt fjölda eiginnafna með erlendri
stafsetningu, þar á meðal nöfnin Ant-
ónio, Casandra, Octavius, Lissie, Sa-
rah.
Mannanafna-
nefnd að linast
- Samþykkir nú fleiri tökunöfn en áður
Aðalsteinn
Hákonarson
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is