Morgunblaðið - 01.09.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tækifærin til að draga úr umsvifum hins opinbera eru víða og afar mik- ilvægt að þau verði nýtt í stað þess að láta reka á reiðanum og vona það besta. Þessi tækifæri liggja meðal ann- ars í því að stöðva og snúa við útþenslu opinberra stofnana á kostnað einkaaðila með því að vinna að því að flytja verkefni frá hinu opinbera til fyrirtækja á almennum markaði, stórra og smárra. Dæmi um útþensluna hjá hinu opinbera eru víða og þekkja flestir dæmi þess. Morgunblaðið ræddi á dögunum við Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmda- stjóra almannatengslafyrirtæk- isins Cohn & Wolfe á Íslandi, um sókn hins opinbera á sviði al- mannatengsla. Ræddi hann meðal annars stórar og vaxandi samskiptadeildir opinberra stofnana og nefndi að í fréttum hefði komið fram að „sam- skiptadeild Landspítalans velti um 100 milljónum króna á ári og er það í námunda við veltu sumra sjálfstæðra almanna- tengslafyrirtækja sem eru þó með tugi viðskiptavina og sam- anlagt mun fleiri verkefni en samskiptadeild spítalans. Bara út frá þessum upphæðum ætti að vera ljóst að almannatengsla- fyrirtæki ættu að geta sinnt sömu vinnu með mun hagkvæm- ari hætti.“ Landspítalinn er fjarri því eina dæmið um mikinn sam- skiptakostnað innanhúss en Ingvar segir að eðlilegt sé að „hafa áhyggjur af þeirri þróun sem virðist vera að eiga sér stað þar sem æ meira af alls kyns þjónustu og ráðgjöf er tekið inn í rekstur stofnana frekar en að nýta krafta sjálfstæðra sérfræð- inga á markaði“. Hann nefnir að varast verði að heilu deildirnar verði til í kringum störf sem megi útvista, og nefnir Landspítalann aftur. Hætt sé við að þegar búið sé að ráða fólk til starfa, jafnvel fleiri en vinnustaðurinn þurfi á að halda, byrji alls kyns gæluverk- efni „að skjóta upp kollinum, þ.e.a.s. að starfsfólkið fari að búa til vinnu fyrir sjálft sig til að réttlæta eigið starf. Þannig hélt t.d. samskiptadeild Landspít- alans úti hlaðvarpsþætti á sínum tíma sem deilt var um að þörf væri fyrir eða mikið gagn af.“ Það sérkennilega er að slík hugmynd hefur komið upp víð- ar. Þannig heldur fjölmiðla- nefnd úti hlaðvarpi og er með því komin í þá undarlegu stöðu að vera í samkeppni við fjöl- miðlana sem hún á að hafa eft- irlit með. Reykjavíkurborg er annað þekkt dæmi um opinberan aðila sem rekur umfangsmikla al- mannatengsladeild, en borgin er um leið gott dæmi um að fjöldi þeirra sem starfa við slíkt hjá hinu opinbera er engin trygging fyrir því að almenn- ingur fái betri upp- lýsingar en ella. Þvert á móti er reynsla fjölmiðla iðulega sú að opinberir fjölmiðlafulltrúar séu frekar í því hlutverki að hindra upplýsingagjöf en að efla hana og er Reykjavíkurborg raunar skýrt dæmi um opinberan aðila sem rekur stóra upplýsingadeild án þess að bæta upplýsinga- streymi til almennings. Nú er út af fyrir sig líklegt að það skýrist fremur af skorti á vilja þeirra sem ráða en á fjölda upplýsinga- fulltrúanna, en fjöldi þeirra er í besta falli gagnslaus fyrir al- menning, en kann að gagnast stjórnendum borgarinnar við að líta betur út. Dæmin um útþenslu hins opinbera eru fleiri en á al- mannatengslasviðinu. Þannig ræddi Morgunblaðið á mánudag við Reyni Sævarsson, formann Félags ráðgjafarverkfræðinga, sem segir nýlega rannsókn hafa sýnt fram á töluverða tilfærslu verkfræðinga frá einkageir- anum til hins opinbera. „Á und- anförnum árum hefur þó nokkuð af okkar reynslumesta og hæf- asta fólki ráðið sig til opinberra aðila: fækkað hefur hjá verk- fræðistofunum en á sama tíma hafa verkfræðideildir stofn- ananna aukið við sig. Samhliða þessu vinna stofnanir verk- fræðitengd verkefni í auknum mæli innanhúss frekar en að kaupa þessa þjónustu utan frá,“ segir Reynir. Hann nefnir dæmi um mikla fjölgun tæknimenntaðra á síð- ustu árum hjá Framkvæmda- sýslunni, Nýjum Landspítala, Ríkiseignum, Vegagerðinni, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Landsneti. „Hins vegar hefur starfsfólki þriggja stærstu verk- fræðistofanna fækkað um 66 manns, eða 7% af heildinni og oftar en ekki fólk með mikla reynslu sem hefur horfið á braut,“ segir hann og nefnir að meðal skýringa kunni að vera að umgjörð útboða sé orðin of flók- in og tímabært sé að endurskoða þau mál. Sú þróun sem hér er lýst ein- skorðast tæplega við þessar tvær greinar, almannatengla og tæknimenntaða. Aukin umsvif hins opinbera sjást víða og má til dæmis benda á umræðuna um öfugþróun í heilbrigðiskerfinu í því sambandi. Þessi mál þurfa að fá umræðu fyrir komandi kosningar og mikilvægt er að flokkarnir lýsi skoðunum sínum á þeim, sem einhverjir hafa þeg- ar gert. Enn brýnna er að eftir kosningar verði það ofarlega á blaði hjá nýju þingi og nýrri rík- isstjórn að stöðva þessa öfug- þróun og auka svigrúm einka- aðila á öllum sviðum. Það er sú stefna sem best mun reynast við að bæta lífskjör almennings í landinu. Stöðva þarf og snúa við öfugþróun víða í opinberum rekstri} Útþensla hins opinbera S ögð er saga af ungum stjórnmála- manni sem var nýkominn á þing fyrir tæplega 40 árum. Honum barst til eyrna að í sjávarplássi einu í kjördæmi hans væri útgerð- in í vandræðum, einu sinni sem oftar. Hann brást snöggt við og mætti á skrifstofu eins út- gerðarmannsins sem spurði úrillur: „Hvað ert þú að gera hér?“ Stjórnmálamanninum upprennandi brá við, en stamaði að hann hefði heyrt að allt væri í hönk hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Forstjór- inn svaraði þá um hæl: „Láttu okkur um að reka fyrirtækin. Sjá þú um þín störf á Al- þingi.“ Viðbrögð útgerðarmannsins voru sannar- lega óvenjuleg, en þau voru hárrétt. Stjórn- málamenn eiga ekki að leysa hvers manns vanda heldur sjá um að þjóðfélagið sé réttlátt og starfi eftir sanngjörnum reglum þar sem allir hafa jafnan rétt. Nú keppast stjórnmálamenn við að auglýsa hvað „þeir“ ætli að gera fyrir fólk. Flestir láta sér fátt um finnast, en einstaka falla samt fyrir fagurgalanum. Miðflokkurinn, sem á kjörtímabilinu gat sér einkum frægðarorð fyrir næturvökur á Alþingi og í nærliggjandi öldurhúsum, reynir nú aftur að koma sér í umræðuna. Í þetta sinn vill formaður flokksins útdeila afgangi af rík- issjóði til allra, ekki í formi skattalækkana heldur sem gjöf. Hann vill eflaust gera líkt og átrúnaðargoð hans í Bandaríkjunum, Donald Trump, sem krafðist þess að hans undirskrift væri á endurgreiðslum til skattgreið- enda. Hinn íslenski Trump ætlar að deila hagn- aði til almennings en „ríkið“ má hirða tapið. Hugmyndirnar hafa ekki fengið verðuga at- hygli vegna þess að fáir taka flutningsmann- inn alvarlega. En snúum tillögunum við. Í stað þess að láta nægja að dreifa hagnaðinum eins og karamellum til íbúa landsins væri vert að senda öllum íbúum reikning vegna rekstrarhalla ríkisins. Þegar sagt er frá því að hallarekstur hins opinbera hafi verið rúm- lega 200 milljarðar króna árið 2020 eru töl- urnar svo háar að fæstir skilja þær. En ef hvert mannsbarn fengi í framhaldinu reikn- ing upp á um 600 þúsund krónur vegna hall- ans er líklegt að ýmsir létu í sér heyra. Einhver kann að segja að hallinn árið 2020 segi lítið um fjármálastjórnunina, kórónu- veiran sé sökudólgurinn. En þá er hægt að horfa á árið 2019 þegar reikningurinn vegna hallans hefði verið um 125 þúsund krónur á hvern íbúa. Þá hefði það varla farið framhjá neinum að stjórnin sem tók við góðu búi var búin að koma ríkinu í hallarekstur í góð- ærinu rúmu ári síðar. Stundum er ágætt að skoða tillögur sem virðast hlægi- legar aðeins betur, því þær gætu borið í sér frjókorn skynsemi. Auðvitað búa engir stjórnmálamenn til verð- mæti þegar þeir færa peninga ríkisins úr einum vasa í annan. En ef kjósandinn yrði meðvitaðri um það hvað „gjafirnar“ kosta hugsaði hann sig kannski tvisvar um í kjörklefanum. bj@heimur.is Benedikt Jóhannesson Pistill Ég skal gera þér greiða – en þú borgar Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þ að er alla vega ljóst að yngra fólkið notar síma með allt öðrum hætti en eldra fólk,“ segir Guð- mundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans og sér- fræðingur um tæknimál. Greint var frá því á vef breska blaðsins Guardian í vikunni að kann- anir þar í landi sýndu að aðeins litlum hluta fólks á aldrinum 16-24 ára fyndist símtöl vera mikilvægur samskiptamáti. Raunar sé svo komið að ungt fólk sé helst ekki með kveikt á hringingunni í símanum. Í grein Guardian er rak- ið að þetta kunni að koma eldri kynslóðum á óvart enda virðist unga fólkið vera „í símanum“ öllum stundum. Sama könnun og áður var vísað til sýndi að ungt fólk væri fullkomlega sátt við að skiptast á skilaboðum í gegn- um samfélagsmiðla við einhvern sem er kannski í sama herbergi og það sjálft. Raunar er svo komið samkvæmt þessari umfjöllun að ungt fólk er í besta falli með símann stilltan á titring enda fylgist það svo vel með símanum að það sjái alltaf þegar einhver hringir. Ætli það sér hins vegar að tala í símann sé vin- sælt að gera það í gegnum sam- félagsmiðla eða nota snjallúr svo foreldrar eða kennarar verði síður varir við það. Símtöl trufla unga fólkið „Ungt fólk notar frekar sam- félagsmiðla til að vera í sam- skiptum, hringja í gegnum Messen- ger og Facetime í stað þess að nota símtöl yfir farsímakerfið, og sendir skilaboð í gegnum þá miðla frekar en að senda hefðbundið SMS. Svo hefur maður heyrt að þau svari ekki símanum nema að númerið sé í símaskránni þeirra, þeim finnist símtöl truflandi samskiptamáti og óskilvirk,“ segir Guðmundur. Hann segir að erfitt geti verið að bera notkun hér á landi saman við notkun í öðrum löndum því fjar- skiptaþjónusta sé ódýrari hér. „Ís- lendingar eru til dæmis ekki vanir að eltast við ókeypis þráðlaus net, heldur nota bara símann sinn því gagnamagn í farsíma er ekki jafn dýrt.“ Hann segir ennfremur að notk- unarmynstur séu ekki greind eftir aldri hér. Hins vegar sýni tölfræði Póst- og fjarskiptastofnunar að notkun á farsímum hafi aukist milli áranna 2019-2020. Líklegt sé þó að kórónuveirufaraldurinn, með til- heyrandi heimavinnu og fjarnámi, gegni stóru hlutverki í þeirri aukn- ingu, gagnamagnsnotkun eykst um- talsvert meira en heildarfjöldi sím- tala eða SMS-skilaboða. Á sama tíma og margt eldra fólk virðist geta eytt heilu og hálfu dögunum á Facebook og lítur á það sem upphaf og endi allra samskipta og upplýsingagjafar deilir unga fólkið ekki þeirri rörsýn. „Það notar margar samskiptaleiðir og hoppar á milli miðla. Það notar kannski Insta- gram, iMessage eða Snapchat til að eiga í samskiptum. Margt ungt fólk er bara á Facebook til að geta notað Messenger eða eiga samskipti í lok- uðum hópum. Þau eru ekki virkir notendur á Facebook og nota hann ekki sem samfélagsmiðil, heldur að- eins sem samskiptatól í lokuðum hópum. Og svo nota þau auðvitað myndsímtöl sem er alltaf svolítið skemmtilegt að sjá úti á götu.“ Er unga fólkið hætt að svara í símann? Morgunblaðið/Eggert Breytingar Þó unga fólkið „sé alltaf í símanum“ virðist því leiðast símtöl samkvæmt erlendum rannsóknum. Samskipti fara fram í gegnum skilaboð. Guðmundur Jóhannsson Það eru ekki bara svipt- ingar á far- símamark- aði í Bretlandi því nýlega var tilkynnt að talsíma- kerfið yrði allt stafrænt og símtöl yrðu flutt yfir internetið frá árinu 2025. Það þýðir að öll heimili og fyrirtæki sem vilja halda í gamla heimasímann verði að vera tengd internetinu. Talið er að enn séu 1,5 milljónir heimila í Bretlandi án tengingar. Breyt- ingar þessar ná sömuleiðis til þjófavarnarkerfa og ýmissar þjónustu sem og hinna þekktu rauðu símaklefa sem enn eru í notkun. Hér á landi er þessi misserin verið að færa heimasímann af gömlu koparlínunni í svokallað VoIP-kerfi yfir netið. Öll símtöl fari yfir netið BREYTINGAR KYNNTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.