Morgunblaðið - 01.09.2021, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
Á veiðum Það er víða veiðivon og margir renna fyrir fisk í fjörunum við Reykjavík, þar á meðal þessi veiðimaður sem stóð við gula innsiglingarvitann við Sæbraut í gær.
Unnur Karen
Mér finnst það alltaf
jafnmerkilegt að upp-
lifa mörg hundruð
manna samkomu –
flokksráðsfund eða
landsfund – þar sem
allir sameinast um
grunnatriði, sýn á
samfélagið og framtíð-
ina. Sjá tækifærin og
eru um tilbúnir til að
takast á við áskoranir.
Fólk með ólíkan bakgrunn, konur,
karlar, ungir, gamlir, fólk úr þétt-
býli og dreifbýli, tekur höndum
saman og mótar skýra stefnu sem
byggð er á trúnni á einstaklinginn,
fái hann frelsi til athafna, njóti hæfi-
leika sinna og dugnaðar.
Auðvitað greinir okkur á um ým-
islegt, sem betur fer. Þannig verða
landsfundir og flokksráðsfundir
suðupottar hugmynda – mynda far-
veg fyrir nýja og ferska hugsun á
grunni sjálfstæðisstefnunnar. Birgir
Kjaran (1916-1976) meitlaði hug-
sjónir okkar betur en flestir í tíma-
ritsgrein 1958. Sjálfstæðisstefnan
„byggist á trúnni á manninn,
þroskamöguleika hans, hæfni til
þess að stjórna sér sjálfur, til að
velja og hafna og til að leita sjálfur
að eigin lífshamingju án þess að
troða öðrum um tær eða þurfa á fyr-
irsögn eða handleiðslu annarra
manna að halda um eigin mál“.
Undir regnhlíf Sjálfstæðisflokksins
sameinast fólk sem er
sannfært um að frum-
réttur hvers og eins sé
frelsið, andlegt og
efnahagslegt og að
sameiginlega beri allir
ábyrgð á að rétta þeim
hjálparhönd sem
þurfa.
Vel nestaðir
Flokksráðs- og for-
mannafundur Sjálf-
stæðisflokksins vegna
komandi kosninga var
haldinn síðastliðinn laugardag. Þar
sameinuðust flokksmenn frá landinu
öllu um ítarlega stjórnmálaályktun
– kosningastefnuskrá. Og allir
mættu vel nestaðir til leiks.
Málefnanefndir flokksins hafa
unnið að því að móta stefnuna í ein-
stökum málum. Á síðustu 18 mán-
uðum hafa tugir opinna funda verið
haldnir þar sem hundruð flokks-
manna hafa komið að verki, tekið
þátt í starfinu og lagt af mörkum
mikilsverð atriði við að marka stefn-
una, slípa hana og endurnýja. Mál-
efnanefndirnar halda vinnu sinni
áfram að loknum flokksráðsfundi.
Afraksturinn verður formlega
kynntur á næsta landsfundi sem
vonandi verður hægt að halda á
fyrstu mánuðum nýs árs. Og þá
mun heldur betur krauma í öllum
pottum. Ég hlakka til.
Enginn annar stjórnmálaflokkur
á Íslandi vinnur með þessum opna
hætti – þar sem almennir flokks-
félagar taka virkan þátt í málefna-
starfi og móta stefnuna. Sjálfstæð-
isflokkurinn er eini stjórnmála-
flokkur landsins sem býður yfir 20
þúsund manns að ákveða framboðs-
lista í prófkjörum í öllum kjör-
dæmum.
Stjórnmálaályktun flokksráðs-
fundarins byggist á þessari miklu og
góðu vinnu málefnanefnda.
Land tækifæranna
Líkt og ávallt leggur Sjálfstæðis-
flokkurinn áherslu á ábyrga efna-
hagsstjórn enda er hún forsenda
þess að lífskjör á Íslandi haldi áfram
að batna. Fyrirheit eru gefin um að
áfram verði unnið að því að lækka
skatta og álögur á fyrirtæki og
heimili. Sjálfstæðismenn sjá og
skynja þau efnahagslegu tækifæri
sem eru fólgin í orkuskiptum –
grænni orkubyltingu.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
flokkur stórra kosningaloforða –
hann hefur aldrei lumað á kanínum í
hattinum. En loforðið er skýrt: Við
viljum mynda frjóan jarðveg fyrir
atvinnulífið, byggja undir nýsköpun,
efla menntun og styrkja velferðar-
kerfið. Þannig ætla sjálfstæðismenn
að tryggja að Ísland verði land
tækifæranna fyrir alla.
Atvinnumál skipta okkur öll
miklu. Þar verða verðmætin til sem
standa undir velferðarkerfinu. En
atvinnulífið lifir ekki án öflugs vel-
ferðarkerfis. Hvorugt getur án hins
verið. Þetta skiljum við sjálfstæð-
ismenn betur en aðrir og þess vegna
teljum við nauðsynlegt að móta nýja
heildstæða „velferðar- og heilbrigð-
isstefnu á breiðum grunni í opinber-
um rekstri og einkarekstri með
framtíðarsýn sem tekur til mennt-
unar heilbrigðisstarfsfólks,
tækniþróunar og þarfa fólks,“ eins
og segir í stjórnmálaályktuninni.
Við vitum að við náum ekki mark-
miði okkar um trausta og góða heil-
brigðisþjónustu fyrir alla, óháð
efnahag, án samstarfs opinberra og
sjálfstætt starfandi aðila. Skipulag
þjónustunnar verður að miðast við
rétt fólks til þjónustu. Þess vegna
vill Sjálfstæðisflokkurinn binda í lög
þjónustutryggingu þannig að allir
fái nauðsynlega þjónustu innan
ásættanlegs tíma. Þar skiptir
rekstrarform ekki máli.
Samstarfsverkefni
Sjálfstæðismenn leggja áherslu á
að stafrænar lausnir verði nýttar í
auknum mæli til að bæta heilbrigð-
isþjónustuna. Við ætlum að ryðja úr
vegi kerfislægum hindrunum fyrir
nýsköpun í velferðar- og heilbrigð-
isþjónustu með því að virkja einka-
framtakið og hugvitið í samvinnu við
opinbera aðila. Á því græðum við
öll.
Í lok júní hélt ég því fram á þess-
um stað að það krefjist ekki mikillar
innsýnar eða skilnings á stefnu
Sjálfstæðisflokksins „að átta sig á
því að flokkurinn getur ekki tekið
þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram
að ríkisvæða heilbrigðiskerfið, kem-
ur í veg fyrir samþættingu og sam-
vinnu sjálfstætt starfandi þjón-
ustuaðila og hins opinbera – tekur
hagsmuni kerfisins fram yfir hags-
muni sjúkratryggðra (okkar allra)
og undirbýr þannig jarðveg fyrir
tvöfalt heilbrigðiskerfi, sem er eitur
í beinum hvers sjálfstæðismanns“.
Af þessari fullyrðingu leiðir að við
hugsanlega myndun ríkisstjórnar
hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að
leggja þunga áherslu á að skipa
næsta heilbrigðisráðherra.
Opinber og sjálfstæður rekstur
heilbrigðisþjónustu eru ekki and-
stæður sem vinna hvor gegn ann-
arri. Þvert á móti. Opinber rekstur
og sjálfstætt starfandi eru sam-
herjar í því að tryggja öllum góða
þjónustu þegar hennar er þörf. Á
þessum grunni verður að nálgast
mikilvægt viðfangsefni. Það verður
vart gert án þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn taki við heilbrigðisráðu-
neytinu að loknum kosningum.
Eftir Óla Björn
Kárason »Enginn annar
stjórnmálaflokkur
á Íslandi vinnur með
þessum opna hætti –
þar sem almennir
flokksfélagar taka
virkan og beinan þátt
í að móta stefnuna.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Land tækifæranna fyrir alla