Morgunblaðið - 01.09.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Ástkær amma okkar, tengdamóðir og langamma, ÁLFHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 28. ágúst. Útför hennar fer fram í Höfðakapellu á Akureyri föstudaginn 3. september klukkan 13. Jón Páll Haraldsson Sif Einarsdóttir Álfheiður Haraldsdóttir Jóhann Páll Ingimarsson Aldís Jónsdóttir Darri, Arna Beth, Aldís, Freyja Bjarnveig og Bríet Björk Hjartkær faðir okkar, afi, tengdafaðir, bróðir og mágur, JÓN ÞÓR GUÐMUNDSSON, rafvirki og ævintýramaður, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 3. september klukkan 13. Hugheilar þakkir til starfsfólks Drafnarhúss fyrir alúð og umhyggju í hans garð. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Alzheimer-samtökin. Hildur Ýr Jónsdóttir Benjamín Úlfur Hildarson Arnar Guðni Jónsson Ásdís Sólveig Jónsdóttir Alma Hanna Guðmundsd. Bragi Jens Sigurvinsson Okkar ástkæri SIGURÐUR EGGERTSSON, fyrrum hljóðmeistari Þjóðleikhússins, Hvassaleiti 58, sem lést 29. ágúst, verður jarðsunginn föstudaginn 3. september frá Grensáskirkju klukkan 15. Elín Sigurvinsdóttir Jónína Sigurðardóttir Rafn Ingólfsson Sigrún Sigurðardóttir Helgi Daníelsson Sigurður Sigurðsson Elín Ólafsdóttir Sigurvin Sigurðsson Kristrún Daníelsdóttir barnabörn, langafabörn og langalangafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI REYKJALÍN MAGNÚSSON hreppstjóri, Miðtúni, Grímsey, lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri 29. ágúst. Útför hans verður auglýst síðar. Siggerður Hulda Bjarnadóttir Ólafur Árnason Sigurður Ingi Bjarnason Steinunn Stefánsdóttir Kristjana Bára Bjarnadóttir Grétar Erlendsson Magnús Þór Bjarnason Anna María Sigvaldadóttir Bryndís Anna Bjarnadóttir Vignir Örn Stefánsson afa- og langafabörn Ástkær faðir minn, bróðir okkar og mágur, GESTUR JÚLÍUSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju föstudaginn 3. september klukkan 14. Athöfninni verður streymt á facebook-síðu kirkjunnar. Eðvald Gestsson Hörður Júlíusson Eygló Yngvadóttir Elín Júlíusdóttir Gísli Júlíusson Sigríður Þorvaldsdóttir Ólafur Guðmundsson Sigþóra Björgvinsdóttir Erlendur Júlíusson Vilborg Bóasdóttir Ástkær móðir, tengdamóðir, systir og amma, SIGURLAUG GUÐBJÖRNSDÓTTIR flugfreyja, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Laugarási 27. ágúst. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 3. september klukkan 15. Guðni Diðrik Óskarsson Helga K. Þorsteinsdóttir Logi Jóhannesson Eydís Ó. Ásgeirsdóttir Gyða Guðbjörnsdóttir Íris Björg, Magnús Óskar, Alexander Ívar, Óskar Dýri og Camilla Luna Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA STEINÞÓRSDÓTTIR, Brautarholti 5, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri þriðjudaginn 24. ágúst. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eyrar. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. september klukkan 14. Bragi Magnússon Sigríður Bragadóttir Eiríkur Kristófersson Bryndís Bragadóttir Ásgeir Blöndal Steinþór Bragason Arna Björk Sæmundsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR EIRÍKSSON kjötiðnaðarmaður, Rjúpnasölum 14, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Lindakirkju 2. september klukkan 13. Guðrún Alda Jónsdóttir Eiríkur Leifsson Laufey Vilmundardóttir Jón Leifsson Gígja Gylfadóttir Gunnhildur Leifsdóttir Linda Leifsdóttir barna- og barnabarnabörn ✝ Ingigerður Kristín Gísla- dóttir fæddist í Reykjavík 11. jan- úar 1928. Hún lést á Ísafold í Garðbæ 23. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ámundadóttir, fædd að Kaldár- holti, Holtahreppi, 6.11. 1901, d. 11.5. 1989, og Gísli Sigurðsson, fæddur að Holti í Ölfusi, 25.12. 1896, d. 5.6. 1970. Alsystkini Ingigerðar eru: Reynir Gíslason, f. 1922, d. 1923. Ámundi Reynir Gíslason, f. 1924, d. 2008. Hulda Gísla- dóttir, f. 1929, d. 1974. Sam- feðra systkini eru: Björgvin Gíslason, f. 1930, d. 1935. Reg- ína Hanna Gísladóttir, f. 1932, d. 2021. Björgvin Óskar Gísla- son, f. 1936, d. 1936. Björn Ingi Gíslason, f. 1946. Gylfi Þór Gíslason, f. 1949. Ingigerður giftist 27.10. 1951 Hallgrími Sigurðssyni forstjóra, f. 26.6. 1924, d. 22.4. 2015. Foreldrar hans voru Sigurður Kristinsson forstjóri, f. 2.7. 1880, d. 14.11. 1963, og Hermannsyni, f. 25.3. 1961. Börn þeirra eru a) Kristín Birna, f. 1983, gift Orra Pét- urssyni, f. 1981, b) Björn Þór, f. 1986, kvæntur Fríðu Tinnu Jóhannsdóttur, f. 1985, c) Arn- ar Ingi, f. 1996, í sambúð með Sólveigu Maríu Gunn- arsdóttur, f. 1998. Lang- ömmubörn Ingigerðar eru 11. Ingigerður Kristín, eða Lillý eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp á Laugarveg- inum í Reykjavík með móður sinni og alsystkinum en for- eldrar hennar skildu þegar hún var ung að árum. Lillý bjó og starfaði í Reykjavík alla sína ævi ef frá er talið síðasta árið sem hún dvaldi á hjúkr- unarheimilinu Ísafold. Lillý og Hallgrímur reistu sér sum- arhús í Grafningi við Þing- vallavatn. Lillý gerðist ung að árum skáti og var virk í starfi fram eftir aldri, fann þar sinn lífs- förunaut og eignaðist trausta vini. Að námi loknu starfaði Lillý í Laugavegsapóteki og síðar í Langholtsapóteki. Hún starfaði einnig um tíma í kjólaversluninni Elsu. Lillý gekk til liðs við Oddfellow- hreyfinguna og starfaði ásamt Sigríðarsystrum að líknar- og mannúðarmálum sem gaf henni mikið. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 1. september 2021, klukkan 15. Guðlaug Hjörleifs- dóttir Kvaran, f. 3.3. 1886, d. 12.12. 1964. Börn Ingigerðar Kristínar og Hall- gríms eru: 1) Sig- urður Hallgríms- son, arkitekt, f. 17.7. 1953, kvænt- ur Guðbjörgu Magnúsdóttur, f. 27.10. 1955. Börn þeirra eru a) Hallgrímur Þór, f. 1978, kvæntur Kristínu Logadóttur, f. 1978, b) Jón Þór, f. 1982, í sambúð með Ingunni Ýr Guðbrandsdóttur, f. 1983, c) Sigurbjörg Selma, f. 1995, í sambúð með Chudy Uzoho, f. 1987. 2) Kristinn Hallgrímsson hæstarétt- arlögmaður, f. 16.9. 1957, kvæntur Helgu Birnu Björns- dóttur, f. 28.10. 1957. Börn þeirra eru a) Hildur Helga, f. 1987, í sambúð með Guðmundi Magnússyni, f. 1985, b) Sig- urður Kjartan, f. 1989, í sam- búð með Sylvíu Dögg Hall- dórsdóttur, f. 1980. c) Hallgrímur Björn, f. 1990. 3) Hulda Hallgrímsdóttir, kenn- ari, f. 29.7. 1959, gift Inga Þór Ingigerður Kristín ávarpaði ég gjarnan tengdamóður mína, jafn- vel þó svo að hún væri sjaldan kölluð annað en Lillý. Kristínar- nafnið er okkur Huldu minni kært enda frumburðurinn okkar skírður í höfuð ömmu sinnar. Ég var nýorðinn 18 ára þegar ferða- lag okkar Huldu hófst. Lillý og Hallgrímur tóku vel á móti unga manninum og reyndust mér af- skaplega vel alla tíð. Þegar ég kom í Brúnastekkinn var tengda- mamma farin af almennum vinnu- markaði en starfaði lengi eftir það við sjálfboðastörf á Borgarspítal- anum fyrir Rauða krossinn og að líknarstörfum fyrir Oddfellow- hreyfinguna. Hún hafði því tíma sem hún gaf börnunum okkar ríkulega af. Um níu mánaða skeið bjuggum við í kjallaranum hjá tengdó þegar við vorum að koma upp okkar húsi og öll kvöld og helgar undirlögð í framkvæmdir hjá okkur hjónum. Amman og af- inn töldu það ekki eftir sér að gæta barnanna meðan á þessu stóð né við mörg önnur tilefni í lengri eða skemmri tíma. Oftar en ekki enduðu sunnudagsbíltúrar hjá ömmu Lillý enda alltaf nýbök- uð súkkulaðikaka eða hafra- mjölsterta á borðum. Samverustundirnar voru margar, ekki síst á jólum og um áramót. Já, á rúmlega 40 ára sam- ferð eru kærar minningar margar en með þessum fátæklegu orðum kveð ég tengdamóður mína fullur þakklætis. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Ingi Þór Hermannsson. Í dag kveð ég ástkæra tengda- móður mína og ömmu barnanna okkar, Ingigerði Kristínu Gísla- dóttur, eða Lillý eins og hún var kölluð. Frá þeim degi fyrir hartnær 48 árum er ég hitti hana fyrst, leið mér eins og ég væri velkomin og samband okkar var alla tíð kær- leiksríkt. Ég hefði ekki getað ver- ið heppnari með tengdamóður , hvað þá heldur tengdaföður, Hall- grím Sigurðsson, en hann kvaddi okkur í apríl 2016. Það er ekki sjálfgefið að lífið fari þannig höndum um mann að vel sé, og stundum veltir maður fyrir sér hvers vegna sumir hlutir eru eins og þeir eru. Tengdafor- eldrar mínir áttu brúðkaupsdag á sama mánaðardegi og ég er fædd, og þessi skemmtilega tilviljun átti eftir að setja kæran blæ á okkar samskipti alla tíð. Frá fyrsta degi þótti mér mikið til verðandi tengdamóður minnar koma. Hún ólst upp við bág kjör hjá einstæðri móður með þrjú börn, og saga þeirra er góður vitn- isburður um elju og styrk ömmu Sigurbjargar, sem kom þeim öll- um vel til manns. Lillý var hávaxin kona og glæsileg á allan máta. Hún kom mér fyrir sjónir sem sterk kona, sjálfstæð, kærleiksrík, þrjósk og svo afskaplega stríðin. Það sem mér þótti samt mest til um í fari tengdaforeldra minna var hve réttsýn, heiðarleg og blátt áfram þau voru. Þar vil ég meina að tími Lillýjar og Hallgríms í skáta- hreyfingunni hafi haft sitt að segja, en þar voru falleg lífsgildi í hávegum höfð. Hún var einnig fé- lagi í Oddfellow-stúku í mörg ár og á tímabili vann hún fyrir Rauða krossinn í sjálfboðavinnu. Hún var mjög handlagin, prjónaði enda- laust peysur á barnabörnin, og það var einstaklega hjartnæmt hve kökurnar hennar heppnuðust alltaf vel. Lillý lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold eftir rúmlega ársdvöl. Lík- amlegri heilsu hafði hrakað mikið, en hún kvartaði aldrei. Henni leið þó mjög vel á þessum stað, þótti gífurlega vænt um þá umönnun sem henni hlotnaðist þar, sem er blessun. Með kærleik og söknuði kveð ég tengdamóður mína með ljóði eftir langafa minn. Geiglaus að móðunni miklu ég fer, mjúkhendur blærinn hann fylgir mér yfir. Andviðrin hverfa, en byrinn mig ber blíðheima til, þar sem ástúðin lifir. Mín heitasta þrá mun þar fullnægju finna í friðarins höfn meðal ástvina minna. (Finnbogi J. Arndal) Guðbjörg Magnúsdóttir Elsku amma. Ég held að við tvær höfum verið bestu vinkonur frá því ég fæddist. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég þess hversu notalegt var að vera hjá ykkur afa í Brúna- stekknum. Bara það að fá að dunda sér inn í herbergi með liti og litabók og plötu á fóninum, put- taprjóna að kvöldi til í sófanum við hliðina á þér með prjónana og vera alveg við það að sofna en ekki vilja viðurkenna það bara til að fá að vaka aðeins lengur, nýbökuð sandkaka og ísköld mjólk, garð- stúss á góðum sumardegi, dress up með allt skartið þitt og hælas- kóna, freyðibað með nóg af sápu og þvottapoka, hádegismatur; rúgbrauð með heimatilbúinni kæfu og hádegisfréttir á Rás 1. Dásamlegar minningar en samt svo hversdagslegar sem mér þyk- ir svo vænt um. Það eru nefnilega oft og tíðum litlu hlutirnir í lífinu sem standa upp úr. Þegar ég var svo orðin eldri var ég svo heppin að fá að koma til þín reglulega og ryksuga hjá ykkur afa. Þú sást til þess að ég tæki mér nóg af pásum á meðan ryksugun stóð og gátum við þá rætt um allt milli himins og jarðar. Þegar ég var svo komin með bílpróf sá ég stundum um að keyra ykkur afa út á flugvöll þegar þið fóruð í ferð- irnar ykkar til London eða í sól- ina. Ykkur afa fannst nefnilega miklu betra að geta launað mér viðvikin. Eftir að ég fór svo að eiga börn sjálf fannst þeim jafn dásamlegt og mér að stinga inn nefinu í kaffi og köku sem var alltaf til. Við tvær gátum kíkt í prjónablöð í leit að næsta verkefni og spjallað á með- an krakkarnir lágu spenntir yfir dótinu sem þú keyptir sérstaklega til að hafa hjá ykkur fyrir þau. Elsku amma mín. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir allar okkar góðu stundir. Minningar sem ég geymi í hjarta mér alla ævi. Þín Kristín Birna. Ingigerður K. Gísladóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.