Morgunblaðið - 01.09.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er mikil orka í loftinu í dag sem bæði getur nýst til góðs og ills. Ef þú átt ekk- ert erindi í búð skaltu bara sleppa því, þannig sparar þú eyrinn. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú er ráð að hugsa um framtíðina. Þegar þú veist hvað þú vilt áttu að keppa að því marki með öllum tiltækum ráðum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Atburðarás dagsins felur í sér spennandi söguþráð og óvæntar upplýsingar koma kraumandi upp á yfirborðið. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er eðlilegt að finna til af- brýðisemi vegna velgengni annarra. Gömul vandamál leysast fyrir tilstilli nýrra upplýs- inga. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ættir að líta yfir farinn veg í dag og velta því fyrir þér hvar þú viljir verða eftir tíu ár. Gættu þess vandlega að afla þér nægra upplýsinga áður en þú lætur til skarar skríða. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Einhverjir ókunnugir aðilar munu skjóta upp kollinum með eftirminnilegum hætti. Það eru einnig kaflaskipti í aðsigi og þú sem hefur haft í meiru en nógu að snúast átt nú allt í einu lausa stund. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhverjum gæti sárnað ummæli þín svo þú skalt gæta þess að segja ekkert að óathuguðu máli. Taktu ekki meira að þér en þú getur afgreitt með góðu móti á tilsettum tíma. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Samræður við maka og nána vini gætu orðið venju fremur upplýsandi í dag. Jákvæðni þín og heillandi framkoma gera það að verkum að fólk vill gjarnan hjálpa þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Lífið virðist svo sannarlega brosa við þér þessa stundina og þér er ekk- ert of gott að njóta velgengninnar meðan hún varir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú átt umfram allt að stefna að því að láta drauminn rætast, hversu fjarlægt sem takmarkið virðist í upphafi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef þér líkar ekki hvernig tilteknar aðstæður eru að þróast skaltu bregðast við hratt, áður en þú festist. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er ekki hægt að gera svo að öll- um líki og því skaltu halda þínu striki ótrauð- ur. unnið hjá ráðuneytinu allar götur síð- an, í mismunandi störfum. „Ég byrj- aði í bókhaldinu og þá var ég bara eina manneskjan í því starfi. Eftir 8 ár fékk ég tækifæri til að vinna á skrifstofunni í London og ég tók því og við fórum með yngstu börnin. Þetta var áskorun en gífurlega skemmtilegt. Við bjuggum í Fulham vangi vinnumiðlun í nokkrar vikur og Guðni spurði hvort hann ætti ekki að henda þessari umsókn inn og við gerðum það og tveimur tímum seinna er hringt í mig og ég beðin um að koma í viðtal hjá utanríkisráðu- neytinu. Það var eiginlega eins og þetta hefði átt að gerast.“ Þetta var í lok ársins 1990 og Ingibjörg hefur I ngibjörg Aradóttir fæddist 1. september 1951 á Egils- stöðum og ólst þar upp. „Það var yndislegt að alast þar upp. Foreldrar mínir voru ein af frumbyggjum Egilsstaða og þorpið var eins og ein fjölskylda.“ Hún var líka í sveit frá 7 ára aldri til 13 ára í Hallfreðarstaðahjáleigu í Hróarstungu hjá hjónunum Jakobi Þórarinssyni og Erlu Sigurðar- dóttur. „Þar á heimilinu var móðir Jakobs, Valgerður Ketilsdóttir, og ég var mjög hænd að henni og hún tók mig svolítið undir sinn verndarvæng og ég náði að kynnast sveitamenning- unni mjög vel.“ Ingibjörg gekk í barna- og grunn- skóla á Egilsstöðum. Hún fór einn vetur á Höfn í Hornafirði í miðskóla- deild og síðan var hún vetur á Reyk- holti í Borgarfirði í gagnfræðadeild. „Það er líka eins og að vera í einni stórri fjölskyldu að vera á svona heimavistarskólum. Á Reykholti var Vilhjálmur Einarsson skólastjóri, áð- ur en hann fór til Egilsstaða og bæði hann og kennararnir voru afbragðs- fólk.“ Næst fór Ingibjörg til Ísafjarðar á húsmæðraskóla. „Við lærðum að elda og gera handavinnu, vefa og sauma harðangur og klaustur í rúmföt og skírnarkjóla. Síðan lærðum við líka að búa til sápur og fleira.“ Ingibjörg útskrifaðist vorið 1969 og um haustið, 6. september, giftist hún Guðna Arn- grími Péturssyni frá Eskifirði, svo þau eiga 52 ára brúðkaupsafmæli á mánudaginn. „Við hófum búskap á Eskifirði og byggðum okkur hús og stofnuðum fjölskyldu.“ Þar sinnti Ingibjörg barnauppeldi og vann líka ýmis störf og var gjaldkeri hjá Pönt- unarfélagi Eskifjarðar, vann hjá Pósti og síma og í Landsbankanum á Eskifirði. Fjölskyldan bjó þar í 17 ár en flutti til Reykjavíkur 1986. „Það voru vissulega viðbrigði en ég aðlag- aðist fljótt og ef maður er með góða fjölskyldu og gott heimili þá er nokk sama hvar maður er.“ Ingibjörg byrjaði að vinna á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breið- holti sem læknaritari. Eftir þrjú ár langaði hana að fara í fullt starf. „Þetta var svolítið skrýtið. Ég hafði legið með útfyllta umsókn frá Hag- og eigum marga vini frá þessum ár- um. Hverfið var rétt hjá heimavelli fótboltaliðsins Chelsea, sem var lið mannsins míns, og við fengum fótboltastemninguna alveg í æð því völlurinn var svo nálægt.“ Árið 2004 var Ingibjörg flutt til skrifstofunnar í Vínarborg. „Það var ótrúleg upplifun, því borgin er eins og eitt stórt safn. Það er svo mikil menning og fegurð í umhverfinu og íburðurinn sem hefur verið á þessu svæði frá keisaratímanum er ótrúleg- ur.“ Guðni vann á Íslandi en kom reglulega til Vínarborgar og þau not- uðu tækifærið og ferðuðust mikið um svæðið. Árið 2007 kom Ingibjörg heim og fór í mannfræði í Háskóla Ís- lands og lauk meistaragráðu árið 2013. Hún segir að áhuginn hafi vaknað við það að kynnast þessum mörgu mismunandi menningar- kimum í Evrópu. Árið 2016 fór Ingi- björg til Brussel og þau Guðni komu heim 2019. „Það var alveg drauma- staður til að enda starfsferilinn er- lendis, því það er svo miðsvæðis í Evrópu.“ Guðni og Ingibjörg voru mikið í fjallgöngum fyrr á árum og eins hafa Ingibjörg Aradóttir sendiráðsfulltrúi og mannfræðingur – 70 ára Fjölskyldan Öll fjölskyldan kom saman í mánuðinum og tekin var mynd. Frá vinstri: Halldóra, Jónatan, Guðni, Ingi- björg með Val Smára, Valdimar, Rósa Petrea, Leó Snær, Hildur, Úlfar, Ashesh, Ásgerður og Gauti Már. Gaman að kynnast ólíkum svæðum Hjónin Guðni og Ingibjörg hafa ferðast víða og eru hér fyrir framan óperuhúsið í Sydney í Ástralíu. Starfið Ingibjörg hefur unnið hjá utanríkisráðuneytinu árum saman og lýkur störfum í lok september. Til hamingju með daginn 30 ÁRA Karenína fæddist í Reykjavík og hefur búið þar alla sína ævi. „Við erum risastór fjöl- skylda og ég á sjö systkini og er elst og var orðin vel sjóuð í að passa börn þegar ég var yngri.“ Karenína hafði alltaf mikinn áhuga á dansi og æfði dans í mörg ár hjá Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar. „Svo var ég líka á mörgum dansnámskeiðum, því mér fannst svo gaman að dansa.“ Hún æfði líka fótbolta með Fylki í nokkur ár þegar hún var yngri. Þegar kom að því að velja sér far- veg var hún ekki viss um hvað hún vildi gera og fór að vinna hjá Securitas. „Svo fór ég að eignast börn og núna er ég að einbeita mér að því að ljúka við stúdentinn í Framhaldsskólanum í Mos- fellsbæ.“ Börn Karenínu eru líf hennar og yndi. „Sonur minn veiktist mjög alvarlega í apríl og var á spítala í fjóra mánuði og var hætt kominn. Við fengum strax áfallahjálp og á Barnaspít- alanum eru sálfræðingar og það er hægt að fá áframhaldandi aðstoð á spít- alanum. Núna er sonur minn í endurhæfingu að læra að labba aftur. Ég fékk virkilega góðan stuðning, bæði í kerfinu og hjá foreldrum og vinum. Svo hef- ur barnsfaðir minn líka staðið sig frábærlega og við höfum skipst á að sinna syni okkar annan hvern dag.“ Karenína segir að það gefist ekki mikill tími til að sinna áhugamálum, en hún er mikil fjölskyldumanneskja og nýtur sín best með vinum og fjölskyldu. „Svo hef ég gaman af því að fara út að ganga og langar að fara í ferðalög þeg- ar tækifæri gefst.“ FJÖLSKYLDA Börn Karenínu eru Alexander Leví Bjarnason, f. 2013 og Rebekka Von Bjarnadóttir, f. 2016. Foreldrar hennar eru Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, f. 3.11. 1973 og Borgar Ólafsson, f. 3.12. 1967. Karenína Elsudóttir Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.