Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021 þau ferðast út um allan heim og eiga nú heimboð víða. Ingibjörg vinnur út mánuðinn hjá utanríkisráðuneytinu. „Þá kveð ég góðan vinnustað, en svo eru allar líkur á því að við hjónin leggjumst í meiri ferðalög.“ Fjölskylda Eiginmaður Ingibjargar er Guðni Arngrímur Pétursson, fv. rannsókn- arlögreglumaður og húsasmiður, f. 4.3. 1946. Foreldrar hans eru hjónin Pétur Björgvin Pálsson verkamaður, f. 19.9. 1912, d. 3.1. 1989 og Ásthildur Rósalinda Magnúsdóttir húsmóðir, f. 18.8. 1920, d. 5.3. 1991. Börn Ingi- bjargar og Guðna eru: 1) Jónatan rannsóknarlögreglumaður, f. 19.12. 1969, kvæntur Halldóru Klöru Valdi- marsdóttur flugumferðarstjóra, f. 24.3. 1973, og þau eiga börnin Valdi- mar Friðrik, f. 3.3. 1997; Rósu Pet- reu, f. 5.12. 2010 og Láru Júlíu, f. 2017, d. 2017. 2) Gauti Már hagfræð- ingur, f. 19.2. 1980, í sambúð með Ás- gerði Fanneyju Bjarnadóttur lög- fræðingi, f. 4.1. 1984. Þau eiga synina Leó Snæ, f. 21.2. 2016 og Val Smára, f. 26.3. 2020. 3) Hildur Rós félagsliði, f. 16.2. 1982, gift Ashesh Man Baisyet þjóni, f. 21.2. 1976, og þau eiga soninn Úlfar Devesh, f. 25.2. 2011. Systkini Ingibjargar eru Erla Björg, f. 8.6. 1944, d. 14.6. 1993; Gerður Guðrún, fv. starfsmaður Skattstofu Austur- lands, f. 19.6. 1945; Sigurður, fv. skip- stjóri, f. 31.7. 1946; Björn, fv. stýri- maður, f. 2.8. 1947; Bergljót kennari, f. 3.1. 1950 og Guðný, einkaþjálfari og fv. tölvari, f. 20.9. 1952. Foreldrar Ingibjargar eru hjónin Ari Björnsson, verslunarmaður og síðar húsvörður á Egilsstöðum, f. 19.5. 1917, d. 2.1. 1993 og Bjarghildur Ingibjörg Sigurðardóttir, húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður og staðgengill skattstjóra á Egilsstöðum og gegndi ýmsum félagsstörfum. Ingibjörg Aradóttir Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja á Vaði og Hallbjarnarstöðum í Skriðdal Jón Björgvin Jónsson bóndi á Vaði í Skriðdal, S-Múl.Björg Jónsdóttir húsfreyja í Vallanesi í Vallahr., S-Múl., síðast bús. á Egilsstöðum Sigurður Þórðarson prestur í Vallanesi í Vallahr., S-Múl. Bjarghildur Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarstarfsmaður, skrifstofustarfsmaður og staðgengill skattstjóra á Egilsstöðum Bjarghildur Jónsdóttir ljósmóðir og húsfreyja að Skeiði í Selárdal við Arnarfjörð, síðast bús. í Rvk. Þórður Davíðsson bóndi og kennari á Skeiði í Selárdal Guðrún Vilborg Einarsdóttir húsfreyja á Stóra-Sandfelli, Þingmúlasókn, S-Múl. Einar Jónsson bóndi á Stóra-Sandfelli, Þingmúlasókn, S-Múl.Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Stóra- Sandfelli og Mýnesi í Eiðaþinghá, S-Múl. Björn Antoníusson bóndi á Stóra-Sandfelli í Skriðdal og Mýnesi í Eiðaþinghá, S-Múl. Guðrún Kristín Arnfinnsdóttir húsfreyja á Arnhólsstöðum í Skriðdal, S-Múl. Antoníus Björnsson bóndi á Arnhólsstöðum og í Flögu, Skriðdalshr., S-Múl. Úr frændgarði Ingibjargar Aradóttur Ari Björnsson verslunarmaður og síðast húsvörður í Egilsstaðabæ Í klípu „ÉG KEMST EKKI Í DAG, ÉG ER MEÐ IN-FLUG-ENSU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ GETUR EKKI ÆTLAST TIL ÞESS AÐ GERA ÞETTA RÉTT Í FYRSTU TILRAUN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera með báða fætur á jörðinni. ÉG FÉKK MÉR TÚNFISK- SALAT Í HÁDEGINU OG NÚNA ER ÉG HRÆDD UM AÐ ÉG SÉ MEÐ TÚNFISKS-ANDREMMU KYSSTU MIG, KJÁNINN ÞINN! KEMURÐU OFT Á ÞENNAN BAR? NEI… BARA EINU SINNI… ÉG KOM HINGAÐ SÍÐASTA ÞRIÐJUDAG! Komur tollur K. Þorsteinsson sendi Útvarps- tíðindum þessar stökur í árs- byrjun 1940 og sagði, að svo virðist sem það megi skoða þær sem rödd þessa hlustanda um hina ýmsu liði. „Fyrsta vísan er þannig: Mjúka þræði en mjóa spann, mælskan lék á iði – loks á enda lopinn rann ljúfum guðs í friði. Og þetta kvað hann, er hann hafði hlýtt á stjórnmálamann: Málhvöt tunga í munni hvein mærðar jós af brunni, þekkti öll og allra mein, – en ekkert lækna kunni. Og sem hann hafði hlýtt á jarð- arför manns, er hann var kunn- ugur, kvað hann þetta: Æru þína á ystu nöf eltu títt með hnjóðinn þeir, sem hæst við þína gröf þuldu harma-óðinn. Og svo látum vér hér fljóta með vísu, sem sami maður hefur ort um sjálfan sig: Að ég drabbi, er alveg frá orðum svo að nemi, – en hófsmaður þó er ég á alla reglusemi.“ Gunnar J. Straumland skrifar á Boðnarmjöð: „Tiltölulega litlar lík- ur eru á því að yfirþyrmandi póli- tískur áróður á fésbókinni breyti al- mennt stjórnmálaskoðunum lesenda. Að því gefnu langar mig þó að láta hér fylgja hógværa ábendingu sem tengist niðurstöðum mínum úr ofurlítilli, óvísindalegri athugun á allt of algengri kosn- ingahegðun“: Sitthvað er að vita og vilja, vefst það fyrir kauðunum. Helst við ættum hér að skilja hafrana frá sauðunum. En undarlegt það óráð tel, að því kveður nokkuð rammt að þó hún sauðinn þekki vel, þjóðin gjarnan kýs hann samt. Hallmundur Kristinsson svaraði: Nú er gott um netið þvert og nauðsynlegt að vafra svo öllum verði opinbert að við kjósum hafra! Ingólfur Ómar Ármannsson segir að það styttist í kosningar: Alþjóð hún er orðin hvekkt eins og dæmin sanna. Lengi geta lýðinn blekkt loforð kosninganna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um pólitík og úr Útvarpstíðindum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.