Morgunblaðið - 01.09.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
_ Knattspyrnumaðurinn Ísak Berg-
mann Jóhannesson er genginn til liðs
við Köbenhavn í dönsku úrvalsdeild-
inni. Miðjumaðurinn, sem er einungis
18 ára gamall, skrifaði undir fimm ára
samning við Köbenhavn en hann kem-
ur til félagsins frá Norrköping í Svíþjóð
þar sem hann hefur leikið frá árinu
2019. Hjá Norrköping skoraði hann
sex mörk og lagði upp önnur sextán í
50 leikjum fyrir félagið. Ísak Berg-
mann verður fjórði Íslendingurinn í
herbúðum félagsins en þeir Andri
Fannar Baldursson, Hákon Arnar Har-
aldsson og Orri Steinn Óskarsson eru
allir samningsbundnir Köbenhavn. Lið-
ið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar
með 17 stig eftir sjö umferðir.
_ Fráfarandi stjórn Knattspyrnu-
sambands Íslands, KSÍ, nýtur stuðn-
ings Evrópska knattspyrnusambands-
ins, UEFA, og FIFA. Þetta kom fram í
skriflegu svari UEFA við fyrirspurn
mbl.is en forráðamenn KSÍ funduðu
með fulltrúum UEFA og FIFA í gær-
morgun. „Til að koma í veg fyrir meiri-
háttar lagaflækjur og aðrar truflanir
tengdar komandi landsleikjum karla-
og kvennalandsliðs Íslands hafa UEFA
og FIFA ákveðið að styðja stjórn KSÍ
áfram þangað til eftir aukaþing sam-
bandsins,“ sagði meðal annars í svari
UEFA við fyrirspurn mbl.is, en sitjandi
stjórn KSÍ ákvað að stíga til hliðar á
mánudaginn.
_ Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson
hefur samið við pólska úrvalsdeildar-
félagið Lech Poznan um starfslok eftir
aðeins rúmlega hálfs árs dvöl hjá fé-
laginu. Báðir aðilar féllust á að rifta
samningnum í gær og er Aroni því
frjálst að róa á önnur mið. Aron er
meiddur á öxl sem stendur og getur
samið við nýtt félag á næstu vikum
eða mánuðum. Aron skoraði tvö mörk
í níu deildarleikjum fyrir Lech Poznan
á síðasta tímabili en kom ekki við sögu
hjá liðinu á yfirstandandi tímabili.
_ Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik leikur í H-riðli ásamt Rúss-
landi, Hollandi og Ítalíu í fyrri umferð
undankeppni HM 2023, en dregið var í
riðla í höfuðstöðvum Alþjóðakörfu-
knattleikssambandsins, FIBA, í Mies í
Sviss í gær. Þrjú lið af fjórum í hverjum
riðli komast áfram í aðra umferð
keppninnar þar sem þrjú önnur lið úr
öðrum riðli bætast við. Að þeirri um-
ferð lokinni fara þrjú efstu liðin í hverj-
um riðli á lokamót HM 2023, sem fram
fer á Filippseyjum, í Indónesíu og í
Japan.
_ Markvörðurinn Rúnar Alex Rún-
arsson er genginn til liðs við belgíska
knattspyrnufélagið OH Leuven á láni
frá Arsenal. Rúnar Alex, sem er 26 ára
gamall, skrifaði undir lánssamning
sem gildir út tímabilið í Belgíu en hann
gekk til liðs við Ars-
enal frá franska 1.
deildarfélaginu Di-
jon í september á
síðasta ári. Mark-
vörðurinn hefur
ekki átt fast
sæti í liði Arsen-
al og lék ein-
ungis sex leiki með
liðinu á síðustu leik-
tíð, einn í ensku úrvals-
deildinni, einn í deilda-
bikarnum og fjóra í
Evrópudeildinni.
OH Leuven hafnaði í 11.
sæti af 18 liðum í belgísku
A-deildinni á síðasta tíma-
bili.
Eitt
ogannað
Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður og fyrirliði Þórs/KA, var besti leik-
maður 16. umferðar úrvalsdeildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðs-
ins. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Þór/KA beið lægri hlut
fyrir Val í hörkuleik á Akureyri, 1:3. Sá leikur fór fram 24. júlí, eins og
leikur Breiðabliks og Selfoss, vegna Evrópuleikja Breiðabliks og Vals, en
hinir þrír leikirnir fóru fram í fyrrakvöld, mánudagskvöld.
Arna er jafnframt í sjöunda skipti í sumar í úrvalsliði umferðar í Morg-
unblaðinu en þær Dóra María Lárusdóttir úr Val og Natasha Anasi úr
Keflavík eru báðar valdar í sjötta skipti. Einn nýliði er í liðinu en Helena
Ósk Hálfdánardóttir úr Fylki er valin í fyrsta skipti í sumar.
16. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Íris Dögg Gunnarsdóttir
Þróttur R.
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Natasha Anasi
KeflavíkÁsta Eir
Árnadóttir
Breiðablik
Emma Checker
Selfoss
Hanna Kallmaier
ÍBV Karitas Tómasdóttir
Breiðablik
Hildigunnur Ýr
Benediktsdóttir
Stjarnan
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Olga Sevcova
ÍBV
Helena Ósk
Hálfdánardóttir
Fylkir
7
6
6
3
4
4
2
2
2
2
Arna Sif best í 16. umferðinni
Víðir Sigurðsson í Tókýó
vs@mbl.is
Róbert Ísak Jónsson lauk keppni á
Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó á
glæsilegan hátt í gær.
Hann setti þá sitt fjórða Íslands-
met á mótinu og náði sjötta sæti í
sinni annarri grein þegar hann
synti 200 metra fjórsund á 2:12,89
mínútum. Með því bætti hann
þriggja ára gamalt met sitt í grein-
inni um 2,27 sekúndur.
Fyrirfram var hann með níunda
besta tímann af átján keppendum í
greininni og lék því sama leik og í
100 metra flugsundinu. Þar varð
hann sjötti eftir að hafa mætt til
leiks með þrettánda besta tímann.
Þessi tvítugi Hafnfirðingur hefur
látið til sín taka á mótinu og fest sig
í sessi meðal þeirra bestu í heim-
inum í hans flokki, S14, þroska-
hamlaðra. Róbert hefur áður kom-
ist á verðlaunapall á Evrópu- og
heimsmeistaramótum og hann
sagði við Morgunblaðið eftir sundið
í gær að hann væri þegar búinn að
setja stefnuna á verðlaunapall á
næsta Ólympíumóti sem fram fer í
París sumarið 2024.
_ Viðtal við Róbert og nánari
umfjöllun er að finna á ólympíu-
vefnum á mbl.is.
Ætlar á pall í París
Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson
Ánægður Róbert Ísak Jónsson fagnar Íslandsmetinu í 200 metra fjórsundi
að loknu úrslitasundinu í Tókýó í gær. Hann náði sjötta sætinu.
HM 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Það er ekkert launungarmál að síð-
ustu dagar hafa verið mjög erfiðir,“
sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari
íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu, á fjarfundi með blaðamönn-
um í gær.
Íslenska karlalandsliðið undirbýr
sig nú fyrir þrjá mikilvæga leiki í
undankeppni HM 2022 gegn Rúmen-
íu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi
en allir leikirnir fara fram á Laugar-
dalsvelli.
Á sunnudaginn lét Guðni Bergs-
son af störfum sem formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, KSÍ, og á
mánudeginum sagði stjórn KSÍ af
sér, en Knattspyrnusambandið hefur
sætt harðri gagnrýni undanfarna
daga fyrir þöggun og meðvirkni með
meintum gerendum innan sam-
bandsins.
„Mitt verkefni og mitt starf er að
reyna að halda utan um ákveðna
hluti og ná utan um hópinn. Það mik-
ilvægasta fyrir mig í þessu öllu sam-
an er að leikmennirnir séu með rétt
hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu
leiki.
Ég er með 39 manna hóp, skipaðan
leikmönnum, þjálfurum og starfsliði í
kringum landsliðið, í „búbblu“ inni á
hóteli. Þetta fólk hefur ekki gert
neitt af sér en samt sem áður liggja
allir undir grun. Það er erfitt að
segja eitthvað rétt því það er ein-
hvern veginn alltaf allt rangt.
Það þýðir samt ekki að okkur sé
alveg sama. Fólk þarf að gera sér
grein fyrir því að það er bara erfitt
fyrir leikmennina að sitja fyrir svör-
um því þeir eru hræddir við að segja
eitthvað rangt,“ sagði Arnar.
Þjálfarinn þurfti að gera tvær
breytingar á leikmannahópi sínum
en Kolbeini Sigþórssyni var meinað
af stjórn KSÍ að mæta í verkefnið og
þá dró Rúnar Már Sigurjónsson sig
út úr hópnum. Í stað þeirra komu
þeir Viðar Örn Kjartansson og Gísli
Eyjólfsson inn í landsliðshópinn.
„Ég vil og mun ekki tjá mig um
ákvörðun stjórnar,“ sagði Arnar á
fundinum og vísaði í þá ákvörðun
stjórnar KSÍ að meina Kolbeini að
taka þátt í verkefninu.
„Ég hef aldrei hugsað um að stíga
til hliðar þrátt fyrir mótlæti því ég
gæti ekki verið stoltari af mínu
starfi. Ég gæti heldur ekki gengið í
burtu frá 18 til 19 ára gömlum
drengjum sem eru að stíga sín fyrstu
skref með liðinu og lenda í einhverju
sem ekkert lið eða leikmenn hafa lent
í áður í sögu knattspyrnunnar.
Það hefur þrívegis gerst að stjórn
knattspyrnusambands hafi þurft að
víkja innan UEFA, og ég held alveg
örugglega að það hafi alltaf verið
vegna stríðsástands. Þegar ég tók
við liðinu átti ég mér þann stóra
draum að komast á HM í Katar á
næsta ári. Er það orðið erfiðara
núna? Getum við unnið leikinn á
fimmtudaginn? Já, við getum það ef
við gerum það saman.“
Uppselt er á leik Íslands og
Þýskalands 8. september en ekki
leikina gegn Norður-Makedóníu 5.
september og Rúmeníu á fimmtu-
daginn.
„Auðvitað vonast ég til þess að
völlurinn verði fullur og að fólk styðji
við liðið eins og það hefur gert und-
anfarin ár. Það ríkir ákveðin óvissa
núna í kringum liðið og ég get þess
vegna ekki svarað fyrir það hvernig
stemningin verður á fimmtudaginn.
Ég get hins vegar sagt það við al-
þjóð, að það væri ósanngjarnt gagn-
vart hópnum og leikmönnum ef
stemningin verður ekki góð.
Leikmennirnir eru hérna af því að
þeir elska Ísland og að spila fyrir Ís-
land. Fyrir mér eru úrslitin auka-
atriði á þessum tímapunkti. Ef ég fæ
að sjá 25 leikmenn og 39 manna hóp
sem stendur saman, þá verð ég ham-
ingjusamasti þjálfari í heimi, því ekk-
ert lið í sögunni hefur verið sett und-
ir svona pressu,“ bætti
landsliðsþjálfarinn við.
Einsdæmi í knattspyrnusögunni
- Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni
HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn
Morgunblaðið/Unnur Karen
Stemning Það var góður andi á æfingu íslenska karlalandsliðsins á Laugar-
dalsvelli í gær þrátt fyrir að allt umtalið í kringum liðið undanfarna daga.
skemmtileg upplifun, ekki síst að
sjá hvað þessar bestu í greininni
eru á fáránlega góðum stað. Þessi
íþrótt hefur þróast rosalega á fáum
árum og meðalhraðinn hefur aukist
gríðarlega. Munurinn frá því ég
keppti síðast er mikill,“ sagði Arna
við Morgunblaðið eftir fyrri keppn-
ina í gærmorgun. Hún hafði þá ekki
keppt í tvö ár þar sem hún komst
ekkert á mót erlendis eftir að lok-
anir hófust vegna kórónuveirunnar
og á Íslandi hefur hún enga sam-
keppni eða mót til að taka þátt í.
Víðir Sigurðsson í Tókýó
vs@mbl.is
Arna Sigríður Albertsdóttir varð
fyrsti keppandi Íslands í handahjól-
reiðum á Ólympíumóti fatlaðra í
gærmorgun þegar hún varð í ell-
efta og síðasta sæti í tímatöku, fyrri
grein sinni á mótinu í Japan. Seinni
grein hennar, götuhjólreiðarnar,
fór fram í nótt og sjá má umfjöllun
um hana á íþróttavef mbl.is.
„Þótt ég hafi verið langt á eftir
þeim fyrstu var þetta í heildina séð
Þær bestu í íþróttinni eru
á fáránlega góðum stað
Ljósmynd/ÍF
Brautryðjandi Arna Sigríður Albertsdóttir á Fuji-brautinni í gær.