Morgunblaðið - 04.09.2021, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 207. tölublað . 109. árgangur .
Stonesari
inn að
beini
Listrænirhöklar
Sævar Þorkell Jensson í Keflavík er
einn mesti ástríðusafnari landsins þegar
kemur að dægurtónlist, hvort sem hún er
erlend eða innlend. Hann er líka óvenju úr-
ræðagóður þegar kemur að því að nálgast lista-
mennina og fá þá til að árita úrklippubækurnar
sem hann hefur safnað í meira en hálfa öld. 12
5. SEPTEMBER 2021SUNNUDAGUR
Suðræn stemning
Netapótek LyfjaversFrí heimsendingum land allt!*
KirkjulistaverkSigrúnar Jóns-dóttur eru nútil sýnis í Sel-tjarnarneskirkjuen hundraðár eru fráfæðingu
hennar.
20
Bíða eftirbarni sínu
Hjón frá Afganistan, Zeba
Sultani og Khairullah Yosufi,
flúðu frá Afganistan fyrir
rúmri viku. Tveggja mánaða
sonur þeirra varð eftir og bíða
þau nú milli vonar og óttaeftir barninu. 8
Selva er nýr veitingastaður
á Laugavegi sem býður upp
á mat og drykk frá Suður-
Ameríku. 18
SIGURINN Á
SAUÐÁRKRÓKI
MIKILVÆGUR HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI
SAGNFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS 45NATASHA ANASI 40
Zeba Sultani og Khairullah Yosufi
eru ung hjón frá Afganistan sem
flúðu til Íslands í síðustu viku. Þau
urðu að skilja drenginn sinn eftir að-
eins tveggja mánaða gamlan en hann
missti meðvitund í mannþrönginni
við flugvöllinn í Kabúl þegar fjöl-
skyldan reyndi að komast úr landi.
Þau voru á lista íslenskra stjórn-
valda yfir þá afganska flóttamenn
sem fá hér hæli, en Zeba hafði verið
hér í Jafnréttisskóla HÍ.
Það gekk ekki þrautalaust að
komast inn á flugvöllinn. Khairullah
hélt á barninu og reyndi að komast
að hliðinu þar sem þeim yrði hleypt í
gegn. Troðningurinn var svo mikill
að allt í einu tók Khairullah eftir því
að barnið hafði misst meðvitund.
„Hann hreyfðist ekki og var orð-
inn kaldur og opnaði hvorki augun
né munninn. Ég hélt hann væri dá-
inn. Ég setti hann niður og byrjaði
að hnoða brjóstkassann og þá tók
hann að anda á ný.“
Þau vinna nú að því að fá barnið
heim til Íslands og segja að ef þau
hefðu orðið eftir, hefðu þau verið
drepin af talibönum.
„Við tókum þessa ákvörðun fyrir
hans framtíð. Hann myndi ekki eiga
neina framtíð í Afganistan,“ segir
Zeba í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins um helgina.
Barnið hætti að anda
- Ung hjón frá Afganistan eru nú óhult á Íslandi - Bíða eftir tveggja mánaða
syni sínum - Neyddust til að skilja hann eftir vegna öngþveitis á flugvellinum
Morgunblaðið/Ásdís
Khairullah og Zeba bíða nú eftir að fá son sinn Arsalan til Íslands.
_ Gestakomum á
völdum stöðum í
þjóðgörðunum
fjölgaði í sumar
miðað við síð-
asta ár. Í Ás-
byrgi nálgaðist
gestafjöldinn
það sem var
2019, en víðast
annars staðar er
nokkuð í land að tölum þess árs
verði náð.
Í fyrra fóru 320 þúsund ferða-
menn um Almannagjá, en útlit er
fyrir fjölgun í ár. Árin 2018 og
2019 fóru um 1,3 milljónir ferða-
manna um Almannagjá hvort ár.
Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum, segist velta
því fyrir sér hvort sá fjöldi sé
eftirsóknarverður á stað eins og
Þingvöllum. »16
Er fjöldinn eftir-
sóknarverður?
Gestir í Ásbyrgi.
„Reykjavíkurborg hefur slegist við
okkur í tvö og hálft ár. Þetta er vald-
níðsla á hæsta stigi. Það er gjá á milli
framkvæmdadeildar og skipulags-
yfirvalda í borginni. Þegar búið er að
gera skipulag og kynna kemur fram-
kvæmdadeildin og gerir það sem
henni dettur í hug,“ sagði Hilmar
Páll Jóhannesson hjá Loftkast-
alanum.
Fyrirtækið hefur átt í deilum við
Reykjavíkurborg vegna hæðarkóta á
lóð sem það á í Gufunesi. Deiliskipu-
lag gerir ráð fyrir sléttri lóð en borg-
in ákvað að stalla hana. Það er þvert
gegn hagsmunum og vilja Loftkast-
alans. Þeir vilja hafa gólf húsa sinna í
sem jafnastri hæð til að auðvelda
færslu leikmynda og fleira. »2
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gufunes Þar er meðal annars að
rísa kvikmyndaþorp.
Borgin í
slag við
Loftkastala
- Lóð í Gufunesi
Þó að parís sé almennt talinn barnaleikur þá nýt-
ur fólk á öllum aldri þess að hoppa í parís á
Laugaveginum í miðborg Reykjavíkur.
Enda þótt veðrið í höfuðborginni hafi verið
nokkuð óspennandi síðustu daga hefur mið-
borgin verið lífleg.
Veðurstofa Íslands spáir rigningu sunnan- og
vestantil í dag en áfram er útlit fyrir að bjart
verði með köflum norðaustan- og austanlands.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ekki einungis
barnaleikur