Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 22
Staða skólafólks á vinnumarkaði á Íslandi og í nokkrumEvrópulöndum
Árið 2020, hlutfall skólafólks á aldrinum 15-24 ára
100%
80%
60%
40%
20%
0%
Í vinnu Í atvinnuleit Ekki á vinnumarkaðinum
Ís
la
n
d
H
ol
la
nd
Sv
is
s
D
an
m
ör
k
Þý
sk
al
an
d
N
or
eg
ur
Au
st
ur
rík
i
Fi
nn
la
nd
Ír
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
M
al
ta
Ei
st
la
nd
E
S
B
-m
e
ð
a
lt
a
l
Li
th
áe
n
Fr
ak
kl
an
d
Sl
óv
en
ía
Le
tt
la
nd
Lú
xe
m
bo
rg
B
el
gí
a
Pó
lla
nd
Ký
pu
r
Sp
án
n
Po
rt
úg
al
Té
kk
la
nd
G
rik
kl
an
d
B
úl
ga
ría
Kr
óa
tía
U
ng
ve
rja
la
nd
Íta
lía
Sl
óv
ak
ía
Rú
m
en
ía
Heimild: Eurostat
SVIÐSLJÓS
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
U
m 60% íslenskra ung-
menna vinna með skóla.
Hvergi í Evrópu er
hærra hlutfall náms-
manna í vinnu en á Íslandi. Þetta
kemur fram í nýrri könnun Eurostat
sem kannaði atvinnuþátttöku evr-
ópskra nema á aldrinum 15-24 ára
árið 2020.
Norðurlöndin eru öll yfir meðal-
tali í þátttöku námsmanna á vinnu-
markaðnum. Í Danmörku er hlut-
fallið 46 prósent, Noregi 40 prósent,
Finnlandi 25 prósent og í Svíþjóð
eru rúm 20 prósent sem vinna með
fram skóla.
Holland kemst næst Íslandi í
vinnusemi nemenda en um 57 pró-
sent ungmenna í Hollandi vinna með
skóla. Þau ríki þar sem fæstir vinna
með skóla eru Króatía, Ungverja-
land, Ítalía, Slóvakía og Rúmenía.
Um þrjú prósent ungmenna þessara
ríkja vinna með skóla.
Meðaltal fyrir atvinnuþátttöku
námsmanna í Evrópu á aldrinum 15-
24 ára árið 2020 er rúm 18 prósent
en var 21 prósent árið 2019.
Hæsta hlutfall nemenda sem
voru í atvinnuleit með fram námi var
í Svíþjóð 12 prósent, en síðan í Finn-
landi 9,5 prósent, Danmörku og Hol-
landi 6,3 prósent. Þá sýnir yfirlitið
að atvinnulausum evrópskum náms-
mönnum fjölgaði um 16 prósent frá
2019. Möguleg skýring þess gæti
verið tilkoma heimsfaraldurs.
Stúdentar neyðist til að vinna
Stúdentaráð Háskóla Íslands
hefur barist fyrir hækkun grunn-
framfærslu framfærslulána og segir
72% stúdenta vinna til að geta
stundað nám.
„Við teljum að það sé ekki stutt
nógu vel við stúdenta, Menntasjóður
námsmanna er ekki að þjóna til-
gangi sínum sem félagslegur jöfn-
unarsjóður. Grunnframfærsla fram-
færslulána er svo lág að stúdentar
neyðast til að vinna þó svo að þeir
séu á námslánum sem verður til þess
að námslánið skerðist á móti og ger-
ir það að verkum að þau þurfa að
sækja sér enn meiri vinnu,“ segir
Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúd-
entaráðs, í samtali við Morgun-
blaðið.
Þá bendir Isabel einnig á að það
sé ekkert fjárhagslegt öryggisnet
eða handbær stuðningur sem stúd-
entar geta treyst á missi þeir vinn-
una. Hún bætir við að Stúdentaráð
hafi síðastliðið eitt og hálft ár krafist
þess að stúdentar öðlist rétt til at-
vinnuleysisbóta þar sem þeir greiði
atvinnutryggingagjald í atvinnuleys-
istryggingasjóð, eins og annað vinn-
andi fólk.
Aðspurð hvort hægt sé að skýra
mikla atvinnuþátttöku stúdenta
þannig að íslensk ungmenni séu að
fá tækifæri á atvinnumarkaðnum
sem ungmenni erlendis fái ekki seg-
ir Isabel að krafan eigi ekki að vera
sú að stúdentar starfi samhliða
námi. Hún bætir við að auðvitað séu
stúdentar sem kjósi að vinna en það
eigi ekki að vera normið.
Ísland slær met í
vinnu námsmanna
Morgunblaðið/Golli
Háskólatorg Íslenskir nemendur vinna mest allra evrópskra nema skv.
nýrri könnun. Að mati Stúdentaráðs neyðast nemendur til þess.
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Herferð
borgar-
yfirvalda
gegn einkabílnum
gengur treglega
þrátt fyrir að
hvergi sé slegið
slöku við. Það
sýnir í það minnsta ný könn-
un Maskínu á ferðavenjum
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
sem sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær. Þar kemur
fram að notkun einkabílsins
fer vaxandi, en farþegum
strætó fækkandi.
88,2% fóru á einkabíl sem
bílstjórar í sumar til og frá
vinnu, en hlutfallið var 82,9%
í fyrrasumar. Þá tóku færri
strætó til og frá vinnu í sum-
ar, 21,1%, en í fyrrasumar,
22,5%. Fleiri sögðust hjóla,
en tóku strætó.
Þessi niðurstaða segir
mikla sögu. Nú stendur til að
verja tugum milljarða í borg-
arlínu í þeirri trú að hún
muni gerbylta ferðavenjum í
borginni. Ef gert er ráð fyrir
hefðbundinni framúrkeyrslu
opinberra verkefna má búast
við að kostnaðurinn verð hátt
á annað hundrað milljarða.
Borgarlínan er viðbragð
við því að ekkert hefur geng-
ið að fá almenning til að taka
strætó í meira mæli en hing-
að til þrátt fyrir að í hann
hafi verið lagt mikið fé sem
ella hefði mátt verja í sam-
göngubætur.
Umbætur í samgöngum
þurfa ekki alltaf að kosta
tugi milljarða. Margoft hefur
veri bent á að greiða mætti
fyrir umferð með því að sam-
stilla umferðarljós með nýj-
ustu tækni í þeim efnum.
Með því að stilla ljósin út frá
umferð og stýra þeim þannig
að bílstjórar séu ekki alltaf
að stoppa og taka af stað
mætti bæta ástandið veru-
lega. Vissulega myndi það
ekki leysa allan vanda, en
það gæti haft mikið að segja
á verstu álagstímunum. Um
leið myndi sparast eldsneyti
og draga úr menguninni, sem
fylgir því að bílar standa í
lausagangi og eru sífellt að
stoppa og taka af stað. Þessi
auðvelda aðgerð vefst hins
vegar fyrir borgaryfir-
völdum þrátt fyrir að hún sé
ódýr, sérstaklega miðað við
ávinninginn, og kosti ekki
mikið rask og ný umferðar-
mannvirki.
Ein afleiðing þess að sam-
göngubætur hafa verið van-
ræktar er sú að stöðugt tek-
ur lengri tíma að komast í og
úr vinnu. Það er
til lítils að stytta
vinnutíma ef
styttingin er étin
upp í umferðar-
teppum.
Könnun Mask-
ínu sýnir hver
þróunin er í ferðavenjum til
og frá vinnu. Í könnuninni
var einnig spurt hvaða ferða-
máta fólk vildi helst nota.
Aðeins 12% sögðu strætó.
Ljóst er að miklar breyt-
ingar eru að verða í sam-
göngum á næstunni. Rafvæð-
ing bílaflotans gengur
hraðar fyrir sig hér en víðast
hvar annars staðar. Eitthvað
hefur hægst á þróun sjálf-
akandi bifreiða, en þær hafa
þó ekki verið gefnar upp á
bátinn. Þá á eftir að koma í
ljós hvort færast muni í vöxt
að fólk vinni heima hjá sér,
að minnsta kosti hluta úr
viku. Vinsældir Strætó fara
hins vegar ekki vaxandi.
Forsendan fyrir því að
ráðast í borgarlínuna hlýtur
að vera einhver vissa fyrir
því að fólk muni vilja ferðast
með henni. Sú vissa er engan
veginn fyrir hendi. Það er
furðulegt háttalag hjá sveit-
arfélagi, sem er í alvarlegum
peningakröggum, að ætla að
verja svimandi upphæðum í
verkefni, sem fullkomin
óvissa ríkir um að muni
ganga upp.
Þetta er ekki lítil hugguleg
tilraun, sem hægt er að
yppta öxlum yfir ef hún
gengur ekki upp og segja
prófum eitthvað annað. Þetta
er rándýr skuldbinding um
glórulausa eyðslu á skattfé.
Að baki býr sú ranghug-
mynd, sem er undarlega út-
breidd, að vasar skattborg-
aranna séu ótæmandi. Svo er
ekki.
Það hvernig hugmyndir
um að reyna ódýrari leiðir til
að bæta almennings-
samgöngur en borgarlínuna
hafa verið slegnar út af borð-
inu ber virðingarleysi meiri-
hlutans fyrir skattpeningum
enn frekara vitni.
Það er undarlegt að meiri-
hlutinn í borginni skuli ekki
vera í takti við borgarbúa.
Niðurstaða könnunar Mask-
ínu sýnir að bilið á milli borg-
arbúa og meirihlutans
breikkar enn. Það er kominn
tími til að hlusta í stað þess
að halda áfram að berjast
gegn einkabílnum. Það er
augljóst að borgarbúar líta á
hann sem fyrsta kost til að
komast leiðar sinnar.
Það er til lítils að
stytta vinnutíma
ef styttingin
er étin upp í
umferðarteppum}
Á rangri leið
H
eilbrigðisstefna til ársins 2030
var samin á kjörtímabilinu og
samþykkt á Alþingi í júní 2019.
Í fyrsta kafla stefnunnar, For-
ysta til árangurs, er m.a. fjallað
um stjórnun og samhæfingu innan heilbrigð-
iskerfisins og mikilvægi þess að löggjöf í mála-
flokknum sé skýr. Þess vegna hef ég beitt mér
fyrir því á kjörtímabilinu að endurskoða
heilbrigðislöggjöfina, til dæmis með því að
gera hana skýrari varðandi hlutverk heilbrigð-
isstofnana þannig að þar komi skýrt fram
hvert sé hlutverk, ábyrgð og valdsvið stjórn-
enda þessara stofnana. Breytingar á lögum
um heilbrigðisþjónustu voru samþykktar á Al-
þingi vorið 2020 og í kjölfarið var skrifuð
reglugerð sem kveður nánar á um hlutverk
Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.
Í heilbrigðisstefnu er gert ráð fyrir því að forstjórar
heilbrigðisstofnana landsins séu umdæmisstjórar í sínu
heilbrigðisumdæmi og séu því í raun ábyrgir fyrir upp-
byggingu og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar innan
síns umdæmis. Til að gera stjórnendum kleift að axla
þessa ábyrgð þurfa þeir aukið svigrúm, þar sem ábyrgð,
jafnt fjárhagsleg og fagleg, fylgir valdsviði. Árangurs-
stjórnun og aukin valddreifing gerir kröfur til þess að
ákveðin gildi séu höfð í heiðri. Svo það markmið næðist
lagði ég fram þingsályktun á Alþingi um siðferðileg gildi
og forgangsröðun innan heilbrigðiskerfisins, sem var
samþykkt á þinginu sumarið 2020.
Heilbrigðisstofnanir landsins eru níu tals-
ins, að meðtöldum Landspítala og Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Ég hef lagt áherslu á
skýra stefnu í málaflokknum og títt samráð
milli stofnana á kjörtímabilinu. Það hefur
einnig verið mér mikið kappsmál að auka
samfelluna í heilbrigðisþjónustunni. Þess
vegna hef ég, í samræmi við heilbrigðis-
stefnu, haldið samráðsfundi með öllum for-
stjórum heilbrigðisstofnananna nokkrum
sinnum á ári, þar sem lögð eru á ráðin um
málefni sem eru mikilvæg fyrir veitendur
heilbrigðisþjónustu og ræddar lausnir á
sameiginlegum vandamálum. Þetta hefur
skilað þeim árangri að forstjórarnir hittast
nú óformlega utan þessara funda og leggja á
ráðin þegar þess er þörf. Það skiptir miklu
máli fyrir gæði og samfellu heilbrigðisþjón-
ustunnar um land allt.
Heilbrigðisstefnan, breytingar á löggjöf í samræmi
við hana, skýr verkaskipting og aukið samráð við
stjórnendur heilbrigðisstofnana eru verkefni sem hafa
öll sama markmið; að bæta og efla heilbrigðisþjón-
ustuna fyrir alla landsmenn. Við höfum stigið stór skref
í átt að betri og skilvirkari þjónustu fyrir öll, og ég er
stolt af þeim árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu.
Þessari vinnu þarf að halda áfram, því verkefnin eru
óþrjótandi.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Stefnan er skýr
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen