Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Kátur Kötturinn Paddi var stuði í bænum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann á dögunum. Hann var
klæddur eftir veðri, í lopapeysu og með lopahúfu á höfði. Paddi virti fyrir sér mannlífið í faðmi eiganda síns.
Kristinn Magnússon
Mikill einhugur ríkti
um kosningaáherslur
okkar í velferð-
armálum á flokksráðs-
fundi Sjálfstæð-
isflokksins 29. ágúst sl.
Áskoranir og tækifæri
eru þar fjölmörg og
málaflokkurinn er ótví-
rætt einn sá mikilvæg-
ast og afdrifaríkasti
fyrir lífsgæði almenn-
ings í landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka
forystu á þessu sviði enda marg-
víslegt umbótastarf fram undan
bæði innan heilbrigðisráðuneytisins
og velferðarráðuneytisins. Í þessari
samantekt er það helsta sem kom
fram í ályktun okkar í velferð-
arnefndinni, með nánari skýringum
frá mér, sem formaður velferð-
arnefndar flokksins. Þetta endur-
speglast að mestu í stjórnmála-
ályktun og kosningaáherslum
flokksráðsfundarins.
Mótum nýja velferðar-
og heilbrigðisstefnu
Nauðsynlegt er að móta nýja vel-
ferðar- og heilbrigðisstefnu, m.a.
hvað varðar samstarf opinberra að-
ila við þá fjölmörgu sem sinna einka-
rekinni velferðarþjónustu. Efla þarf
sérstaklega forvarnir og endurhæf-
ingu og virkja einnig einkaframtakið
til að fást við það gríðarlega stóra
verkefni sem bíður okkar á næstu
árum og áratugum vegna öldrunar
þjóðarinnar. Forvarnir og endur-
hæfing, auk nýtingar
nýrrar tækni þar á
meðal fjarskipta og
upplýsingatækni, getur
lækkað heilbrigðis-
kostnað, en ekki síst
aukið lífsgæði og lengt
líf landsmanna.
Sjúklingar um land
allt þurfa góðar sam-
göngur, en jafnframt
tækifæri til að nýta
stafrænar lausnir.
Meira jafnræði þarf að
ríkja á milli lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðisins.
Geðheilbrigðismál
í sérstakan forgang
Leggja ber mun meiri áherslu á
forvarnir í geðheilbrigðismálum og
snemmtæka íhlutun hvað varðar
börn og unglinga. Um helmingur
þeirra sem fara á örorku fyrir 35 ára
aldur eru með geðsjúkdóm sem
meginskýringu. Efla þarf göngu-
deildarþjónustu og auðvelda heilsu-
gæslunni að sinna betur þessum
þætti heilbrigðismála.
Nauðsynlegt er að bæta úr hús-
næðismálum geðdeildar Landspít-
ala. Húsnæðið þarf að vera hent-
ugra, nútímalegra, meira aðlaðandi
og í takt við nútímasjónarmið í geð-
heilbrigðislækningum. SÁÁ hefur
lyft grettistaki á sviði áfengissýki og
annarra fíkniefna, og ekki er síður
þörf á að takast á við geðsjúkdóma
og húsnæðismál því tengt.
Bætum hag eldri borgara
Innleiða þarf nýtt fyrirkomulag
ellilífeyris almannatrygginga og
skapa jákvæða hvata til vinnu og
sveigjanlegra starfsloka. Tekin verði
upp sérstök lífeyrisuppbót til þeirra
sem hafa áunnið sér takmörkuð líf-
eyrisréttindi. Frítekjumark atvinnu-
tekna verði hækkað strax í 200.000
krónur á mánuði.
Fjölga þarf þjónustuíbúðum og
hjúkrunarrýmum, en um leið auka
valkosti eldra fólks að búa sem
lengst á eigin heimili eða dvelja á
hjúkrunarheimili. Heimaþjónusta
við aldraða er kerfisdrifin og tekur
ekki nægilega vel á þörfum hvers og
eins. Án virkrar aðstoðar aðstand-
enda eru aldraðir oft í miklum erf-
iðleikum. Lagfæra verður rekstr-
argrundvöll hjúkrunarheimila svo
rekstraraðilar gefist ekki upp og af-
hendi ríkinu lyklana.
Endurskoðum tryggingakerfi
fólks með skerta starfsorku.
Almannatryggingakerfi öryrkja
er allt of flókið eftir margs konar
bútasaum undanfarna áratugi.
Tryggja þarf fjárhagslegt sjálfstæði
öryrkja og stuðlað sé að því að ör-
yrkjar sem hafa starfsgetu geti hafi
ávinning af því að afla sér tekna án
verulegra skerðinga. Öryrkjum
verði auðvelduð þátttaka á almenn-
um vinnumarkaði eftir því sem
starfsgeta leyfir og tryggja lág-
markstekjur til lífsviðurværis án
þess að draga úr hvata til sjálfs-
bjargar.
Nýtum einkaframtakið
Nýta þarf einkaframtakið mun
betur á sviði heilbrigðisþjónustu og
fjárfestinga á því sviði. Ein-
staklingaframtak hefur alla tíð verið
leiðandi drifkraftur nýsköpunar og
framfara. Sjúklingar og heilbrigð-
isstarfsfólk þurfa að eiga fleiri en
einn valkost þegar kemur að sjúkra-
hússtarfsemi og almennri heilbrigð-
isþjónustu. Langir biðlistar og tvö-
falt heilbrigðiskerfi er þjóðarskömm
í velferðarsamfélagi þar sem allir
eiga að njóta góðrar þjónustu án til-
lits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu.
Ný stefna í sjúkrahúsþjónustu.
Móta þarf heildstæða stefnu í
sjúkrahúsþjónustu landsmanna.
Landspítali þarf sem þjóðarsjúkra-
hús að sinna vel sínu skilgreinda
hlutverki á sviði bráðalækninga,
flóknustu aðgerða, rannsókna og
háskólakennslu. Til að Landspítali
geti sinnt þessu forystuhlutverki
þarf að gera honum kleift að draga
úr annarri starfsemi sem aðrir geta
sannarlega einnig komið að. Inn-
leiða ber framleiðslumælikerfi svo-
kallað DRG-kerfi (e. Diagnosis
Related Groups) til að auka
gegnsæi og mæla megi framleiðni
eða skilvirkni spítalakerfisins. Það
er sérstaklega mikilvægt fyrir skil-
virkni kerfisins að geta greint
kostnað ákveðinna verka og geta
framkvæmt samanburð milli stofn-
ana.
Meiri nýsköpun í velferðar-
og heilbrigðisþjónustu
Nýsköpun á öllum sviðum vel-
ferðar- og heilbrigðisþjónustu mun
stuðla að aukinni hagkvæmni og
gæðum í rekstri. Mikil tregða hefur
verið hjá sumum opinberum stofn-
unum að gera samstarfs og þróun-
arsamninga við lítil frumkvöðlafyr-
irtæki með stafrænar lausnir og
margvíslegar tæknilausnir.
Við menntun heilbrigðisstarfs-
fólks, vísindarannsóknir og fjárfest-
ingu er þörf á fjölbreyttu rekstr-
arformi og fleiri atvinnutækifærum,
m.a. til að auka áhuga ungs fólks.
Með margvíslegu samstarfi við op-
inberar stofnanir, einkum Landspít-
ala, er hægt að styðja betur við og
virkja ótrúlegan drifkraft ein-
staklinga og lítilla einkafyrirtækja.
Heilbrigðis- og líftæknilausnir eru
mikilvægt vaxtatækifæri til atvinnu-
sköpunar og útflutnings hér á landi.
Nú þegar eru fjölmörg dæmi um
fyrirtæki sem hafa náð gífurlegum
vexti og árangri á örfáum árum með
grænum, hugvitsdrifnum þekking-
ariðnaði.
Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýjar
áherslur og nýja tíma í velferðar- og
heilbrigðismálum. Það sem kallað
hefur verið vandamál á þessu sviði
er miklu fremur tækifæri. Líklega
eru hvergi meiri tækifæri til úrbóta
og framfara en í velferðar- og heil-
brigðismálum. Komum því í verk!
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson » Sjálfstæðisflokk-
urinn þarf að taka
forystu í velferðar- og
heilbrigðismálum. Lík-
lega eru hvergi meiri
tækifæri til úrbóta og
framfara en á því sviði.
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er formaður velferðar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins.
Land tækifæranna í velferðarmálum
Bændur hafa náð
undraverðum árangri
síðustu áratugi. Þeir
framleiða verðmætari
vöru, af meiri gæðum,
með minni notkun
varnarefna og sýkla-
lyfja, með minna um-
hverfisfótspori. Fram-
leiðnivöxtur í
landbúnaði hefur verið
viðvarandi vegna sí-
felldra tækniframfara.
Grunnurinn sem þessi
þróun hefur hvílt á er
einkaframtakið, bænd-
ur eru atvinnurek-
endur sem eiga sínar
jarðir og rækta jarðir
sínar. Þeir huga að
hagsmunum framtíð-
arinnar og sjálfs síns.
Eignarrétturinn er
hornsteinn verð-
mætasköpunar
Grundvöllurinn að velgengni Ís-
lendinga á 20. öldinni var í gegnum
eignarréttinn. Við kröfðumst eign-
arréttar að miðunum í kringum
landið í kjölfar þess að þjóðin fékk
sjálfstæði. Í krafti þess eignarréttar
gátum við stýrt veiðum á sjálfbæran
hátt og aukið verðmætasköpun. En
sambærileg þróun varð einnig í
landbúnaði, bara mun fyrr. Í upp-
hafi 20. aldar var innan við þriðj-
ungur bænda sjálfseignarbændur.
Mikill meirihluti voru leiguliðar. Í
kjölfar kirkjujarðasamninga við
þjóðkirkjuna voru svo jarðir kirkj-
unnar seldar til bænda. Þannig
hófst uppgangurinn í íslenskum
landbúnaði.
Síðustu ár hefur svo þessi þróun
gengið nokkuð til baka – illu heilli.
Eignarréttur er takmarkaður smátt
og smátt með auknum kröfum frá
hinu opinbera um alla mögulega
hluti. Tilkynna þarf til sveitarfé-
lagsins ef það á svo mikið sem
byggja hænsnakofa.
Sumir vilja að bændum
verði fyrirskipað að
fylla ofan í skurði sem
eru á jörðum þeirra á
eigin kostnað. Þetta er
óheillaþróun og hennar
má sjá stað í opinber-
um tölum, en fjármunir
sem hið opinbera setur
í eftirlit með landbún-
aði hefur margfaldast á
síðustu þrjátíu árum á
meðan stuðningur við
landbúnað hefur farið
minnkandi. Styðjum
frekar nýsköpun og
hugvit frekar en sívax-
andi eftirlitsiðnað.
Skýrari og einfald-
ari reglur
Réttara væri að hið
opinbera beitti sér
frekar fyrir einföldun á
meginreglum um ráð-
stöfun lands í stað þess
að byggja upp síflókn-
ari eftirlitskerfi. Með innleiðingu
tæknilausna á sviði rekjanleika
mætti auka aðhald markaðarins með
starfsháttum þannig að neytendur
geti sent skýrari skilaboð um hvað
þeir telja æskilega búskaparhætti.
Íslenskur landbúnaður hefur alla tíð
aðlagast markaðsaðstæðum á hverj-
um tíma, þó að vitanlega séu ekki
teknar handbremsubeygjur í þeirri
grein. Á tímum þar sem örar breyt-
ingar eru á neysluháttum, loftslagi
og viðskiptum þarf að hvetja bænd-
ur til að fjárfesta í nýsköpun og til að
þeim sé það kleift þarf að draga úr
sem kostur er þeirri byrði sem papp-
írsflóð eftirlitsaðila og fylgjandi
kostnaður felur í sér.
Þannig getum við virkjað hið
frjálsa framtak bænda í þágu auk-
innar verðmætasköpunar úti um
land allt.
Frjáls bóndi
er bústólpi
Eftir Vigdísi Häsler
Vigdís Häsler
»Eignarréttur
er takmark-
aður smátt og
smátt með
auknum kröfum
frá hinu opin-
bera um alla
mögulega hluti.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands.