Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 24

Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 Í fyrsta bréfi Jóhannesar, hinu almenna, segir: „Þið elskuðu, trúið ekki öllum sem segjast hafa andann, reynið þá heldur og komist að því hvort andinn sé frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.“ Ef marka má harkalega baráttu margra eldri karla, og nokkurra kvenna, eru þessi orð úr Biblíuþýðingunni frá 2007 ógn við íslenska tungu. Þessum hópi virðist skapi næst að taka upp gömlu þýðinguna: „Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði; því að margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.“ Þau sem lesa með kynjagleraugum sjá að munurinn felst í því að eldri þýðingin útilokaði konur frá því að vera meðal þeirra barna Guðs sem Jóhannes guð- spjallamaður talaði til. Í þeirri nýju er skrifað það sem kallað er mál beggja kynja. Sú þýð- ing er í takt við þann sið að konur skuli hafa kosningarétt og kjörgengi og geta tekið þátt í opinberu lífi – ólíkt því sem tíðkast þar sem karlar heimsins hafa öll ráð í hendi sér. Áður fyrr þurfti ekki heldur að ávarpa konur hér á landi í háskólafyrirlestrum um málfræði né á pólitískum fundum. Nokkrir eldri karlar muna þá tíð vel – og sakna hennar, í nafni málvöndunar. Þegar ég las síðasta tungutakspistil minn í Mogganum hinn 24. júlí sl. fann ég smjörþefinn af því hvernig það gæti verið að búa við alræðisstjórn sem lætur breyta skoðunum fólks áður en þær birtast opinberlega – til samræmis við póli- tíska réttlínuhugsun yfirvalda. Sem löngum fyrr fjallaði pistill minn m.a. um hvernig ólík kynjasjónarmið koma fram í málfari. Í þeirri umfjöllun skipti bæði máli fyrir merkinguna hvaða orð voru notuð og ekki síður hvernig þau voru notuð, einkum m.t.t. kyns. Ég vitnaði til viðtala sem við Hallfreður Örn Eiríksson og kona hans Olga María Franzdóttir tókum við karla og konur í Vesturheimi á síðari hluta síðustu aldar um máluppeldi þeirra í Kanada. Ég skrifaði því eðlilega: „Fjölmörg [...] höfðu þá sögu að segja að þau hefðu lært íslensku í foreldrahúsum [...] Enda þótt mörg hafi lært að lesa á íslensku skrifuðu þau lítið á því máli...“ Í blaðinu var hins vegar prentað, í nafni þeirrar pólitísku rétthugsunar að karlkyn sé ekki útilokandi fyrir konur: „Fjölmargir [...] höfðu þá sögu að segja að þeir hefðu lært íslensku í foreldrahúsum [...] Enda þótt margir hafi lært að lesa á íslensku skrifuðu þeir lítið á því máli...“ Frá því að ég gekk frá pistlinum og þar til hann birtist í Mogganum höfðu skoð- anir mínar þannig verið „leiðréttar“, þvert á stefnu blaðsins, til að láta þau falla að málpólitískri réttlínuhugsun sem er nú og hefur lengi verið til gagnrýninnar um- ræðu í samfélaginu. Svona uppákomur vekja athygli á mikilvægi þess að til sé ein- art málgagn skoðana- og málfrelsis á Vesturlöndum á borð við blað allra lands- manna sem stendur fyrir það að skoðanir pistlahöfunda séu ekki máðar út eða „leiðréttar“. Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Ungir byltingarmenn í Rússlandi í febrúar 1897 með Lenín sitjandi á milli sín. Alexander Maltjenkó stendur á miðri mynd. Hann var handtekinn árið 1929 fyrir að spilla fyrir Stalín, tekinn af lífi 18. nóvember 1930 og hreins- aður af myndinni (myndirnar birtust m.a. í The Commissar Vanishes og eru varðveittar í David King Collection, nú í Tate Gallery í Lundúnum). Á fund- um miðstjórnar Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna var jafnan hægt að bjóða alla viðstadda velkomna frá málfræðilegu sjónarmiði. Kaþólskari en páfinn A ð spá í hvaða flokkar myndi stjórn að loknum kosningum er jafnan spennandi enda er kosn- ingakerfið þannig að mjög ólíklegt er að einn flokkur nái meirihluta á þingi. Hlutfallskosn- ingar knýja flokka til að stilla saman strengi að þeim loknum þótt þá greini á um málefni í kosningabarátt- unni. Annars staðar á Norðurlöndunum eru bláar og rauðar blokkir, flokkabandalög hægra eða vinstra megin við miðju um stjórnarmyndun, hljóti blokkin til þess nægi- legt fylgi kjósenda. Hér eru línur ekki eins skýrar. Á viðreisnarárunum (1959-1971) lá þó ljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mundu starfa sam- an að kosningum loknum, fengju þeir til þess fylgi. Í kosningum 1999 og 2003 lá í loftinu að eftir þær myndu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur starfa saman í ríkisstjórn hefðu þeir þingstyrk til þess. Stundum eru óyfirstíganlegir múrar á milli flokka. Ut- anríkis- og öryggismál útilokuðu lengi samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Eftir undir- skriftasöfnun Varins lands fyrri hluta árs 1974 breytti Alþýðubandalagið hins vegar um stefnu í varnarmálum. Brottfarar varnarliðsins var ekki lengur krafist við gerð stjórnarsáttmála eins og sannaðist þegar fram- sóknarmaðurinn Ólafur Jóhann- esson myndaði þriggja flokka vinstri stjórn árið 1978. Ný afstaða Alþýðubandalags- ins til öryggismála varð til þess að hugmyndinni um „sögulegar sættir“ með stjórn sjálfstæðismanna og al- þýðubandalagsmanna var hreyft í Morgunblaðsgreinum okkar Styrmis Gunnarssonar um áramótin 1979/1980. Síðan kom það svo flatt upp á okkur að Gunnar Thor- oddsen sagði skilið við þingflokk sjálfstæðismanna og myndaði stjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki í febrúar 1980. Til málsbóta fyrir stjórnina nefndi hann meðal annars að í blaðagreinum hefði verið gefið grænt ljós á samstarf við alþýðubandalagsmenn. Fyrsta „hreina vinstri stjórnin“, það er stjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna (VG) undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu, sat meira af vilja en mætti í heilt kjörtímabil, 2009-2013. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð í lok kjörtímabilsins. Samfylkingin hefur síðan ekki borið sitt barr. Nú hall- ar hún sér að Pírötum og keppir um fylgi til vinstri við Sósíalistaflokkinn. Logi Einarsson flokksformaður hafn- ar stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylk- ingin hefur aðeins einu sinni frá stofnun árið 2000 staðið í heilt kjörtímabil að baki ríkisstjórn. Allt yfirbragð flokksins ber merki reynslu- og agaleysis. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur náði VG að festa sig í sessi sem ábyrgur stjórnmálaflokkur. Katrín er fyrsti forsætisráðherrann sem leiðir þriggja flokka stjórn í heilt kjörtímabil. Þetta er ekki áreynslulaust fyr- ir forsætisráðherrann og flokk hennar. Tveir þingmenn VG heltust úr lestinni á kjörtímabilinu. Annar fór til Pí- rata og hinn til Samfylkingar. Þingmenn þurfa úthald til að þola staðfestuna sem felst í stuðningi við sömu rík- isstjórn í fjögur ár. Vegna fjölgunar þingflokka eftir kosningar 2017 var erfiðara en ella að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sam- starf þriggja flokka eða fleiri þurfti til að stjórna landinu. Ábyrgir stjórnmálamenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tóku höndum saman og gengu til samstarfs í stjórn sem hefur stýrt þjóðarskútunni í of- viðri og siglt henni á eins kyrrum sjó og unnt er í heims- faraldri. Hagstofa Íslands segir að samkvæmt bráðabirgðatöl- um fyrir 2020 hafi landsframleiðsla ársins numið 2.941 milljarði króna og dregist saman að raungildi um 6,5% frá árinu 2019. Til samanburðar er þess getið að sam- drátturinn varð mestur árið 2009 þegar hann nam 7,7%. Þegar síldin hvarf af Íslands- miðum dróst landsfram- leiðslan saman um 5,5% árið 1968. Ekkert sambærilegt upp- nám hefur orðið í stjórn lands- ins vegna kórónuveirunnar og varð á árunum 2009 til 2013 þegar „hreina vinstristjórnin“ háði brösótta glímu við efnahagssamdráttinn. Með neyð- arlögum og samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá haustinu 2008 hafði hún þó góð tæki í höndunum. Höfuð- athygli stjórnarforystunnar beindist raunar að gælu- verkefnum hennar: uppbroti á stjórnarskránni; aðild að ESB og aðför að kvótakerfinu. Öll runnu verkefnin út í sandinn. Stjórnmálaflokkar takast enn á um þessi mál. ESB- aðild er jaðarmál með stuðningi Samfylkingar og Við- reisnar sem leggur mikla áherslu á sérhagsmuni and- stæðinga krónunnar. „Nýja stjórnarskráin“ frá 2011 sem hafnað var af alþingi fyrir kosningar 2013 lifir sem sam- eiginlegt jaðarmál Pírata og Samfylkingar og nýtur sam- úðar Viðreisnar. Til að blekkja kjósendur kynnir formaður Viðreisnar þessa jaðarpólitík sem miðjustefnu við lítinn fögnuð for- manns Framsóknarflokksins sem segir enga „miðju- flokkastjórn“ verða til án sín. Í stíl Gróu á Leiti er látið í veðri vaka að það sé „á allra vitorði“ að núverandi stjórnarflokkar séu „í óformlegu kosningabandalagi“. Með neikvæðri afstöðu til þess býð- ur stjórnarandstaðan sex flokka ríkisstjórn að fyrirmynd úr ráðhúsi Reykjavíkur. Þar er stjórnleysið slíkt að hvorki er staðið rétt að útboðum né framkvæmdum í þágu grunnskólabarna svo að ekki sé minnst á fjár- málastjórnina. Sé ekkert haldbærara að hafa gegn ríkisstjórnar- flokkunum en að þeir kunni að starfa áfram saman að kosningum loknum er málefnafátæktin mikil. Valdið er kjósenda. Vilji þeir þennan flokkafjölda á þingi, verður hann og mikil óvissa um stjórnarmyndun. Flokkafjöldi magnar óvissu Spár um myndun nýrrar ríkis- stjórnar eru erfiðar vegna flokkafjöldans. Fækki kjósendur flokkum minnkar óvissan. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Hér hef ég rifjað upp, að Rann- sóknarnefnd Alþingis á banka- hruninu varð þegar í febrúar 2009 van- hæf, eftir að einn nefndarmaður tilkynnti í bandarísku stúdentablaði, hverjar niðurstöður hennar yrðu. Óháð því má greina ýmsa galla á vinnubrögðum nefndarinnar. Af hverju voru yfirheyrslur nefnd- arinnar ekki opinberar og sjónvarpað beint frá þeim? Og af hverju eru gögn nefndarinnar lokuð inni? Nefndin ákvað ein, hvað birta skyldi úr gögn- unum. Ég hef kynnt mér nokkur þeirra og séð margt merkilegt, sem nefndin sleppti. Mjög orkaði tvímælis, að nefndin fékk friðhelgi að lögum. Borgararnir voru sviptir rétti sínum til að bera und- ir dómstóla, ef þeir töldu hana hafa á sér brotið. Jafnframt var þeim bannað að skjóta hugsanlegum brotum til Um- boðsmanns Alþingis. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að nokkrir ráðherrar og embætt- ismenn hefðu gerst sekir um van- rækslu. En sú niðurstaða var um van- rækslu í skilningi laga nr. 142/2008, sem samþykkt voru eftir bankahrunið. Lög eiga ekki að vera afturvirk. Sá munur var að lögum á bankaráði Seðlabankans og stjórn Fjármálaeft- irlitsins, að bankaráðið markaði ekki stefnu bankans í efnahagsmálum, heldur bankastjórnin ein, en forstjóri Fjármálaeftirlitsins átti að bera allar meiri háttar ákvarðanir undir stjórn. Hvers vegna tók nefndin ekki ábyrgð stjórnar Fjármálaeftirlitsins til ræki- legrar rannsóknar? Rannsóknarnefndin horfði nær al- veg fram hjá því, að bankarnir uxu hratt árin 2002-2005, en óverulega eft- ir það. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, formaður bankastjórnar Seðlabankans og forsætisráðherra hófu allir störf, eftir að bankarnir voru fastir í stærð- argildrunni. Rannsóknarnefndin sakaði for- sætisráðherra um að hafa haldið upp- lýsingum frá bankamálaráðherranum. En það var ekki ákvörðun hans að gera það, heldur formanns samstarfs- flokksins. Rannsóknarnefndin horfði nær al- veg fram hjá því, að bankarnir féllu vegna alþjóðlegrar lausafjárkreppu, þar sem Íslandi var neitað um þá að- stoð, sem aðrir fengu. Ekki var til dæmis leitað skýringa á því, að breska ríkisstjórnin bjargaði haustið 2008 öll- um öðrum bönkum landsins en þeim tveimur, sem voru í eigu Íslendinga, en í uppgjöri þeirra beggja síðar meir kom fram, að þeir áttu vel fyrir skuld- um. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vinnubrögð Rann- sóknarnefndarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.