Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 Íbúðir sem upp- fylla skilyrði um hlutdeildarlán Berjateigur 17-23, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með sólpalli, sem snýr í vestur. ATH. Næsta umsóknartímabil hlutdeildarlána HMS er frá 1. til 15 sept. Berjateigur 17 82,9 m2 Seld Berjateigur 19 81,9 m2 36.900.000.- Berjateigur 21 81,9 m2 36.900.000.- Berjateigur 23 82,9 m2 37.900.000.- Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Afhending í nóvember 2021 E ins og komið hefur fram í fyrri pistlum greinarhöf- undar komst Rauf Mamedov frá Aserbaíd- sjan einn í efsta sæti Reykjavíkur- mótsins/EM einstaklinga eftir fimm umferðir af ellefu. Hann hélt foryst- unni með sannfærandi sigri í 6. um- ferð en hefur síðan gert tvö stutt jafntefli. Kannski vinnur hann mót- ið, hver veit, en það verður þó að teljast ólíklegt; að semja jafntefli eftir nokkra leiki og ganga svo frá borði hefur aldrei verið talið líklegt til árangurs í opnum mótum. Jafn- framt vaknar sú spurning af hverju svo stutt jafntefli eru leyfð en flest stórmót nú til dags girða fyrir þann möguleika með svonefndri 30 leikja reglu eða annarri sem kennd er við höfuðborg Búlgaríu, Sofíu. En hvað um það, eftir 8. umferð fimmtudags- ins höfðu tveir keppendur komist upp við hlið Aserans en staða efstu manna var þá þessi: 1. – 3. Dem- chenko (Rússlandi), Rauf Mamedov (Aserbaídsjan) og Keymer (Þýska- landi ) 6½ v. 4. – 9. Gabusjan (Armeníu), Kacper (Póllandi), Sar- ana (Rússlandi), Romanov (Rúss- landi), Mustafa (Tyrklandi) og Nid- jat Mamedov (Aserbaídsjan) 6 v. Um nokkurt skeið hefur verið beðið eftir frábærri frammistöðu Þjóðverjans unga, Vincent Keymer, sem komst í fréttirnar snemma árs 2018 er hann vann opna Grenke- mótið í Þýskalandi með því að hljóta 8 vinninga af 9 mögulegum og varð fyrir ofan 49 stórmeistara. Keymer sem er aðeins 16 ára gamall skaust í toppsætið á Hotel Natura með því að leggja David Navara að velli í 60 leikjum með svörtu eftir miklar flækjur. Bestu íslensku skákmennirnir virðast ekki eiga mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um efstu sætin. Þeir hafa verið að skiptast á einhvers konar forystu- sæti í „innbyrðis keppni“ allt mótið. Um tíma var Hjörvar Steinn Grét- arsson efstur en svo tók Hannes Hlífar við. Eftir umferðina á fimmtudaginn komst Helgi Áss Grétarsson hins vegar fram úr með góðum sigri og hefur nú 5 vinninga af átta mögulegum. Sigur hans yfir Marin Bosiocic frá Króatíu var glæsilegur; eftir snúna byrjun ríkti ákveðið jafnvægi á skákborðinu og sennilega var Bosiosic að tefla til vinnings en möguleikarnir lágu samt einhvern veginn allir Helga megin. Í lokin náði Helgi að snara andstæðing sinn í mátnet: Reykjavíkurskákmótið/ Evrópumót einstaklinga, 8. um- ferð: Sjá stöðumynd 1. Marin Bosiocic – Helgi Áss Grét- arsson Hvítur er peði yfir en Helgi getur jafnað þann mun með því að leika 45. … Hxf5. En hann sá færi á því að tefla til vinnings … 45. … Bd4! Beinir skeytum sínum að b6- peðinu en meira býr undir. 46. Hh7 Ha2+! 47. Kh3 Kxf5! Og nú gengur ekki 48. Hxg7 vegna 48. … Bg1! sem hótar máti og vinnur strax. 48. Bc7 g5! Hótar enn máti með 49. … g4+ og 50. … Hxh2 mát. 49. g4+ Ke4 50. He7+? Eina von um björgun var að leika 50. Hd7. 50. … Kf3 51. He8 Ekki dugar 51. Hf7 vegna 51. ... Ha8 og vinnur. 51. … f5! 52. gxf5 Eða 52. Hf8 f4! sem hótar enn 53. … Bg1 o.s.frv. 52. … Bf6! 53. Hg8 Ha8! Óþægilegur hnykkur, 54. Hxa8 er svarað með 54. … g4 mát. 54. Bxe5 g4+! og hvítur gafst upp. Mátið blasir við eftir 55. Hxg4 Hh8+. Mestu stigahækkun eins og stað- an var eftir átta umferðir hafði Arn- ar Milutin Heiðarsson náð og stóð hækkunin í 74 elo-stigum. Beðið eftir Vincent Keymer Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða REK/EM Efstur Vincent Keymer komst í efsta sætið á fimmtudagskvöldið. Stöðumynd 1. Ólafur Stephensen, fyrir hönd hillupláss- hafa í ÁTVR, hefur ítrekað í viðtali í Morg- unblaðinu fyrirmæli til dómsmálaráðuneytisins um að ráðuneytið dæmi í meintum „skattalaga- brotum“ sem og brot er varða „löggæslu“ í framhaldi af fyrri fyr- irmælum sama efnis sem beint var til fjármálaráðuneyt- isins. Ekki er alveg ljóst af hverju fjár- málaráðuneytið áframsendi fyrir- mælin nema vegna formsatriða þar sem umrædd lög heyra undir dóms- málaráðuneytið. Flestir vita að á Ís- landi er sk. þrískipting ríkisvaldsins í gildi þar sem dómsvald er einmitt sjálfstætt og blessunarlega ekki undir valdboði ráðherra. Ólafur nefnir að uppi sé „furðuleg staða“ og að hann eigi rétt á að fá „skýr svör um afstöðu stjórnvalda“. Það sem er auðvitað furðulegast við þá stöðu sem nú er uppi á 21. öld er að á Íslandi skuli vera til staðar einok- unarverslun sem þar að auki er rekin af hinu opinbera sem einnig rekur Samkeppniseftirlit sem ætlað er að fyrirbyggja slíkan rekstur. Markmið ríkiseinokunarverslunar er að neyða neytendur með hálstaki til viðskipta en á vef www.sante.is fara allir sjálfvilj- ugir sem vilja gera betri kaup. Það er ekki bara furðulegt að einokun skuli vera til staðar heldur stórfurðulegt að einstaklingur í forsvari fyrir sjálfstætt starfandi atvinnulíf skuli berjast fyrir slíku ofbeldi gegn atvinnufrelsi. Einstök ráðuneyti geta auðvitað gefið út álit í málum sem þessum en þau geta reyndar líka ákveðið að gera það ekki og skal því spáð hér. Fjármálaráðherra hefur reyndar sagt í viðtali við Morgunblaðið að „ég á erfitt með að sjá að net- verslun með áfengi stangist á við lögin“. Skýrari verða nú álitin varla. Á hinn bóginn er rétt að ÁTVR hefur einmitt kært Sante.is, m.a. fyrir að innheimta virð- isaukaskatt án þess að hafa til þess virðisaukaskattsnúmer. Þeirri kæru var beint réttilega til þess aðila sem úthlutaði Santewines. SAS-númerinu 140848 og mun því einmitt vera rétt- ur aðili til að „taka af allan vafa“ í samræmi við fyrirmæli Ólafs sem þó gæti reyndar gert slíkt sjálfur með einu símtali. Um önnur vafaatriði, eins og hvort samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið sé í gildi gæti félagsskapur Ólafs þá bara höfðað sérstakt dómsmál, nema ef Ólafur tæki einföldu svari frá ráðherra um að svo sé. Hið eiginlega álitamál er þó auðvitað hvaða hagsmunum Félag at- vinnurekenda berst fyrir. Vafamál og undarlegheit Eftir Arnar Sigurðsson »Hið eiginlega álita- mál er þó auðvitað hvaða hagsmunum Fé- lag atvinnurekenda berst fyrir? Arnar Sigurðsson Höfundur er víninnflytjandi. arnar@santewines.net Sigurbjörg Þorláksdóttir fæddist á Undirfelli í Vatnsdal í Húnavatnssýslu 5. september 1870. Hún var dóttir hjónanna Þorláks Þorlákssonar bónda og Margrétar Jónsdóttur og var systir Jóns Þorlákssonar, verk- fræðings og formanns Íhalds- flokksins. Sigurbjörg fór í Flens- borgarskóla til að verða kennari og sótti framhaldsnám erlendis og starfaði við Barnaskóla Reykjavíkur alla tíð. Sigurbjörg var mikil félags- málakona og talsmaður kven- réttinda og var virk í bæði Kven- réttindafélaginu og Lestrarfélagi kvenna, sem studdi meiri mennt- un kvenna og framgang menn- ingar. Þegar hún gekk til liðs við Hvíta bandið árið 1912 var hún kosin varaformaður og gegndi þeirri stöðu alla sína tíð. Hún varð til þess að barnadeild var stofnuð innan Hvíta bandsins og gerði tillögur um barnaleikvelli í bænum og að sett væru á stofn dagheimili fyrir börn, sem hún gerði sjálf um nokkurra ára skeið. Einnig var hún mikill hvatamaður að stofnun hjúkr- unarheimilis fyrir landsbyggð- arfólk og að Hvíta bandið reisti sitt eigið sjúkrahús. Hún var á lista Íhaldsflokksins 1927 en náði ekki kjöri en ári seinna varð hún ásamt Mörtu Einarsdóttur fyrsti ritstjóri kvennablaðsins Brautarinnar. Sigurbjörg lést 26. desember 1931 eftir erfið veikindi. Merkir Íslendingar Sigurbjörg Þorláksdóttir Móttaka aðsendra greina Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.