Morgunblaðið - 04.09.2021, Page 26
26 UMÆÐAN
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11,
sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Organist-
inn okkar Kriztina Kalló Szklenár er í 9 mán-
aða leyfi. Við bjóðum Hrafnkel Karlsson vel-
kominn til starfa með okkur í Árbæjarkirkju.
Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 13. Gætið að
nýjum messutíma sem hafður verður til
næsta vors. Séra Aldís Rut Gísladóttir prest-
ur í Laugardalsprestakalli prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja,
orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Heitt á
könnunni eftir guðsþjónustuna. Sunnudaga-
skólinn hefst síðar í mánuðinum og verður
auglýstur þegar þar að kemur. Hann verður
kl. 13 á sama tíma og almenna guðsþjón-
ustan.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11, upphaf barnastarfsins á
haustmisseri. Lærisveinar hans leiða söng-
inn. Ástvaldur er organisti, Sigrún Ósk, Vil-
borg Ólöf og sr. Hans Guðberg leiða stund-
ina.
BORGARNESKIRKJA | Við hlökkum til að
bjóða ykkur velkomin í fyrstu guðsþjónustu
haustins kl. 11. Séra Þorbjörn Hlynur Árna-
son þjónar fyrir fyrir altari. Steinunn Árnadótt-
ir leikur á orgel og leiðir sálmasöng, ásamt
kirkjukór Borgarneskirkju.
BREIÐHOLTSKIRKJA |
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Gleði og
söngur, saga um Jesú og bænir. Steinunn
Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir kynna
vetrarstarfið. Sr. Magnús Björn Björnsson
kynnir Alfa námskeiðið og starf Alþjóðlega
safnaðarins. Organisti er Örn Magnússon.
Kaffi og meðlæti eftir guðsþjónustu.
Alþjóðlegi söfnuðurinn: Guðsþjónusta á
ensku kl. 14. ICB: Worship & Prayer service
14. Toshiki Toma and Ása Layfey Sæmnuds-
dóttir, pastors for immigrants and refugees.
BÚSTAÐAKIRKJA | Síðasta kvöldmessa
sumarsins kl. 20. Sr. María G. Ágústsdóttir
hefur umsjón með stundinni ásamt messu-
hópi. Þórður Sigurðarson og félagar úr
Kammerkór Bústaðakirkju sjá um fjölbreytta
tónlist. Eldriborgarastarfið hefst 8. sept. kl.
12.30-16. Karlakaffi 10. sept. kl. 10.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr
Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Sólveig
Sigríður Einarsdóttir. Léttar veitingar að
messu lokinni.
Paramessa í Hjallakirkju kl. 17. Sr. Bolli Pét-
ur Bollason og sr. Sunna Dóra Möller. Matt-
hías V. Baldursson leikur á píanó og Friðrik
Karlsson á gítar. Lofjörðarhópur Hjallakirkju
leiðir söng. Veitingar að lokinni messu
DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta klukkan 11.
Prestur er Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar
er organisti og Dómkórinn syngur.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagur: Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20. Sr. Sigríður Rún
Tryggvadóttir leiðir stundina ásamt Berglindi
Hönnudóttur fræðslufulltrúa og Torvald
Gjerde organista. Kynningarfundur með
væntanlegum fermingarbörnum á Héraði og
foreldrum þeirra eftir messu. Sunnudaga-
skólinn hefst 12. september kl. 10.30. Þor-
geir Arason, sóknarprestur.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og
predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn
Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálp-
ari er Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffisopi
eftir stundina.
FRIÐRIKSKAPELLA | Játningarbundin ev-
angelísk-lútersk kristni heldur guðsþjónustu
5. september kl. 11. Sakarías Ingólfsson
prédikar og þjónar fyrir altari.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Innsetningarat-
höfn sunnudag kl. 14. Þá verður dr. Sigurvin
Lárus Jónsson settur prestur við Fríkirkjuna í
Reykjavík.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson forstöðumaður
leiðir innsetningu og dr. Sigurvin Lárus Jóns-
son flytur prédikun sem ber yfirskriftina
Frjálslynd og framsækin Fríkirkja.
Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi í safn-
aðarheimilinu, þar sem dr. Sigurvin segir
ferðasögu af námi sínu og kennslu við þrjá
erlenda háskóla.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Svein-
björn R. Einarsson þjónar fyrir altari. Félagar
í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jó-
hanns Baldvinssonar.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Magnús Erlingsson og sr. Sigurður
Grétar Halldórsson þjóna. Kór Grafarvogs-
kirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifs-
son. Fermingarbörn í Foldaskóla og foreldrar
þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Sunnudagaskólinn hefst á sama tíma á neðri
hæð kirkjunnar. Umsjón með honum hefur
Ásta Jóhanna Harðardóttir.
GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng |
Guðsþjónustan kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir þjónar. Sr. Magnús Erlingsson pré-
dikar. Vox Populi leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir þjónar
ásamt messuhópi, Kristjáni Hrannari Páls-
syni organista og Kirkjukór Grensáskirkju.
Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12 og núvitund-
arstund á fimmtudag kl. 18.15-18.45, einnig
á netinu. 12-spora starfið er með opinn fund
á fimmtudag kl. 19.15-21.15.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fyrsta
fjölskylduguðsþjónusta vetrarins kl. 11. Sr.
Pétur Ragnhildarson æskulýðsprestur leiðir
stundina ásamt Ásbjörgu og Gyðu barnakórs-
stjórum. Eftir stundina grillum við pylsur og
fáum djús hjá Lovísu kirkjuverði!
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn
hefst. Lalli töframaður sýnir listir sínar. Ferm-
ingarbörn hvött til að koma. Prestur er Jón-
ína Ólafsdóttir. Organisti er Guðmundur Sig-
urðsson.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Prestar: Sigurður Árni Þórðarson og
Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuhópur aðstoð-
ar. Organisti: Steinar Logi Helgason. Kvartett
syngur. Umsjón barnarstarfs: Kristný Rós
Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Eft-
ir messu verður aðalfundur Hallgrímssóknar.
HÁTEIGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Jón
Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er
Guðný Einarsdóttir. Prestar eru Helga Soffía
Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta
kl. 17. Hjónin sr. Bolli Pétur Bollason og sr.
Sunna Dóra Möller leiða stundina sem nefn-
ist paramessa. Matthías V. Baldursson
stjórnar tónlistinni og leikur á píanó, Friðrik
Karlsson á gítar og hinn nýstofnaði Lofgjörð-
arhópur Hjallakirkju sér um sönginn. Eftir
stundina verður boðið upp á mat í safn-
aðarsalnum gegn vægu gjaldi.
HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir, Kirkju-
kór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syng-
ur, organisti er Miklós Dalmay. Fermingar-
börn og foreldrar boðin sérstaklega
velkomin!
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í
Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju. Sr.
Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja
undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj-
unnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11 og
sunnudagaskóli í safnaðarheimili kirkjunnar.
Aldís Rut Gísladóttir prestur þjónar, Magnús
Ragnarsson er organisti og félagar úr kór
Langholtskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu
í safnaðarheimilinu.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór
Laugarneskirkju annast tónlistarflutning. Sr.
Jón Ragnarsson þjónar fyrir altari og prédik-
ar. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á
eftir. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína.
Stundin byrjar á sameiginlegri stund í kirkj-
unni en síðan fara börnin til sinnar samveru í
safnaðarheimilinu. Eftir sunnudagaskólann
er boðið upp á kirkjudjús og kex.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og upphaf
sunnudagaskólans. Eftir sameiginlegt upp-
haf færir sunnudagaskólinn sig yfir í safn-
aðarheimilið þar sem við tekur söngur, leikur
og sögur. Umsjón með sunnudagaskólanum
hafa Hilda María Sigurðardóttir, Hrafnhildur
Guðmundsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir
auk Ara Agnarssonar sem leikur undir.
Í guðsþjónustunni syngja félagar úr kór Nes-
kirkju og leiða söng undir stjórn Láru Bryn-
dísar Eggertsdóttur. Prestur er Steinunn A.
Björnsdóttir.
Hressing eftir helgihald.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11,
söngur og gleði, Biblíusaga og brúðuleikrit.
Ávaxtahressing og mynd til að lita í lokin.
Guðsþjónusta kl. 13, ath. breyttan messu-
tíma, Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Kór
Seljakirkju syngur og Tómas Guðni Eggerts-
son leikur á orgelið. Messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Uppskeruguð-
sþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason
þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarnarneskirkju
syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir at-
höfn í safnaðarheimilinu. Grænmetismark-
aður verður haldinn eftir guðsþjónustuna til
styrktar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkj-
unnar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónus-
takl 11. Upphaf sunnudagaskólans. Matt-
hildur Bjarnadóttir og fræðarar sunnudaga-
skólans stýra guðsþjónustunni. Barnakórar
syngja undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 10. Fjölbreytt og fræðandi
stund í umsjá Benedikts Sigurðssonar. Börn-
in fá fjársjóðskistu að gjöf og safna í hana
myndum, fá eina mynd í hverjum sunnudaga-
skóla sem verður alla sunnudaga í vetur kl.
10.
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSaurbæjarkirkja á Rauðasandi.
Guðmundur Thor-
steinsson (Muggur)
listmálari fæddist á
Bíldudal 5. sept-
ember 1891 og er
sem betur fer dáður
af öllum sem komnir
eru til vits og ára.
Björn Th. Björnsson
listfræðingur, sem
kunni sögu Muggs
manna best, kallaði
hann gulleplið frá
Bíldudal. Ég und-
irritaður er svo sann-
arlega sammála
Birni, því víst var
hann það. Hann er að
mínum dómi listrænt
stolt okkar, sem hér
erum fædd og uppal-
in, og öllum sem láta
sig svona mál varða.
Öllum sem ekki
ganga með lokuð
augu fyrir því sem
göfgar hug og hönd.
Muggur var okkar
fyrsti kvikmyndaleik-
ari er hann lék Orm-
ar Örlygsson í kvik-
myndinni Sögu
Borgarættarinnar
1919. Hann fékkst
við alla hluti sem til
myndlistar horfðu, og
var gamanvísna-
söngvari, gamanleik-
ari og allt sem nöfn-
um tjáir að nefna.
Muggur var hug-
ljúfur listamaður.
Hann var eins og
hvítur fugl fljúgandi,
en snemma merktur
feigð sinni, þannig að
hann flaug ævinlega
með vængbroddinn í
bárum dauðans, það
gerði léttlyndi hans
svo stórkostlegt og
angurværð hans svo
þunga og svo sanna.
Mér hefur verið
tjáð að myndlist-
arsýning verði um Mugg á Lista-
safni Íslands. Hér á Bíldudal var
reistur minnisvarði honum til
heiðurs 5. september 1981, á 90
ára afmælinu. Þrír menn stóðu
fyrir því; Magnús K. Björnsson
oddviti, Guðmundur Hermannsson
sveitarstjóri og Jón Kr. Ólafsson
söngvari.
Lágmynd af Mugg
gerði Guðmundur Elí-
asson og blágrýt-
isdrangur sem ber
uppi lágmyndina er
frá S. Helgasyni stein-
smiðju.
Að endingu þetta:
Ég vona að legsteinn
Muggs í Suðurgötu-
kirkjugarði, sem gerð-
ur var af Elof Christi-
an Risbye og hann
sendi frá Kaupmanna-
höfn til Íslands með
skipi, verði tekinn ærlega í gegn,
okkur öllum til sóma. Kominn er
tími til, því nú mun ég undirrit-
aður fara að hætta þessu viðhaldi
sem ég hef sinnt um 40 ára skeið
á hinu glæsilega listaverki Ris-
byes.
130 ára minning
Guðmundar Thor-
steinssonar, Muggs
Eftir Jón Kr.
Ólafsson
Jón Kr. Ólafsson
»Ég vona að legsteinn Muggs
í Suðurgötukirkjugarði, sem
gerður var af Elof Christian
Risbye verði tekinn ærlega í gegn,
okkur öllum til sóma.
Höfundur er söngvari, Bíldudal.
Legsteinn Muggs.