Morgunblaðið - 04.09.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.09.2021, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021 Elín systir mín giftist Sigurði Egg- ertssyni árið 1963. Þá bjó ég ásamt fjöl- skyldu minni í Dan- mörku og þótti mér miður að geta ekki verið viðstödd, aðeins sent blóm gegnum Interflora. En árið eftir komu þau í heimsókn ásamt foreldrum okkar Elínar og áttum við mjög ánægjulegar samveru- stundir. Eftir það var Sigurður alltaf í mínum huga Siggi mágur. Ég kallaði Sigga oft bjargvætt- inn minn, svo oft hljóp hann til og aðstoðaði mig við alla mögulega hluti, þegar ég var orðin ein með þrjú börn. Hlið fyrir stigann, svo sú stutta eins árs dytti ekki niður o.s.frv. Setja upp ljós og þess háttar, ekki væri ég hissa, ef fleiri gætu sagt það sama um Sigga mág. Alltaf jafn bóngóður og aldrei þreyttur á kvabbinu. Við þrjár systur, Elín, Björg og Kolfinna og okkar fjölskyldur hittumst oft ásamt öllu okkar fylgdarliði við afmæli, fermingar, útskriftir o.fl. og er mikið fjöl- menni þegar allur skarinn hittist og alltaf bætist í hópinn. T.d. höldum við ávallt þorrablót sem Sigurður Eggertsson ✝ Sigurður Egg- ertsson fæddist 9. janúar. Hann lést 29. ágúst 2021. Jarðarförin fór fram 3. september 2021. er aðalhátíð ársins. Þar var Siggi mágur ómissandi sem al- gjör „pater familias“ svo nú er skarð fyrir skildi. Siggi mágur fékk hjartaáfall 1983, og minnkaði nokkrum árum síðar við sig vinnu, sá hann þá um gestamóttöku Þjóðleikhússins og sætavísur. Þar stigu sumir ung- linganna í fjölskyldunni sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum, ómet- anlegt fyrir ungt fólk að fá góðar leiðbeiningar í sínu fyrsta starfi. Siggi mágur var alltaf yfirveg- aður og sallarólegur – lét ekkert trufla sig. Margar skemmtilegar sögur sagði Ella mér af því; syn- irnir ætluðu í bíó, Siggi var að lesa, annar fann ekki skóna sína, þeir voru bak við fæturna á Sigga, hann leit ekki af bókinni, lyfti fótunum og strákur fékk skóna. Hinn spurði hvort þeir gætu fengið bílinn lánaðan, Siggi fór í vasann fiskaði upp bíllyklana og rétti syninum, aftur án þess að líta af bókinni. Eftir smá stund hætti hann að lesa leit á Ellu og spurði undrandi: „Hvar eru strák- arnir?“ Það verður mikið tóm í fjöl- skyldunni að Sigga mági látnum. Sendi ég þeim öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Björg Sigurvinsdóttir. Hverju leikhúsi er það blessun að eiga trúa þjóna, á sviði sem baksviðs. Sigurður Eggertsson var einn slíkur og ekki sá sísti. Hér væri ástæða til að telja upp mannkosti hans sem voru miklir. Í stað þess langar mig að segja litla sögu.Það var komið að frumsýningu á stuttu leikriti eftir Ionesco með brúðum eftir Staffan Westerberg, ætlað börnum; þrír leikarar og einn hljóðfæraleikari. En svo vildi til að allt hafði gengið í haginn í leikhúsinu, þannig að ekki var rúm fyrir leikinn, sem sýna skyldi í kjallaranum og síðan jafnvel senda á flakk. Né sýning- artími. Ég stakk því upp á að við sýndum leikinn til að byrja með á sunnudagsmorgnum klukkan 11, þegar pabbar voru gjarnan sendir með börn að gefa öndunum. Ein- hverjir tóku því fálega og sögðu þann tíma frátekinn fyrir messur. En svo vildi til, að leikurinn boð- aði skilning á vanda heyrnar- skertra og þar voru börn leidd inn í fingramál sem þá hét svo og ég svaraði því til að leikrit með þann boðskap væri einnar messu virði. Leikurinn var kominn nokkuð vel af stað fyrir fullu húsi á frum- sýningunni, þegar veitingamaður hússins kom til mín og hvíslaði að mér að það brynni í eldhúsinu. Olía hafði hlaupið upp eftir lof- ræstikerfinu. Við Gunnar Eyjólfs- son, sem var í leikhúsráðinu, fór- um á bak við og sannfærðumst um hvernig komið væri. Skiptum svo liði. Gunnar fór af stað bak- sviðs og hringdi á slökkvilið en ég, sem hélt að undir slíkum kringumstæðum yrði maður skelfdur og óðamála, gekk yfir- vegaður inn á leiksvæðið og bað leikhúsgesti um að ganga rólega og skipulega upp úr kjallaranum, það væri eldur í eldhúsinu. En engin hætta á ferðum og þar biðu svo leikhúsgestir þess að við gæt- um haldið leiknum áfram. Það var siður á frumsýningum að taka upp sýningarnar. Ég hafði gefið Sigurði Eggertssyni sem yfirleitt sá um þann þáttinn frí vegna óvenjulegs sýningar- tíma; hann gæti tekið upp ein- hverja seinni sýningu. En Sigurð- ur var samviskusamur maður og var á sínum stað, sem var uppi á þriðju hæð. Og þó að leikurinn væri nokkuð óvenjulegur þótti honum nokkuð langt gengið, ef leikhússtjórinn væri að troða sér inn í leikinn og það með svo grátt gaman. Hann beið ekki boðanna. Svo vildi til, að nokkrum dög- um áður höfðum við haft bruna- æfingu í leikhúsinu, þannig hver maður vissi hvað gera skyldi. Þegar Sigurður skynjaði hvers kyns var, hraðaði hann sér niður á svokallað millidekk, þar sem staflað var leiktjöldum og hættu- legur brunamatur; þar komum við Gunnar að þar sem hann var af eigin afli að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Í samein- ingu höfðum við svo slökkt eldinn, þegar slökkviliðið kom; en í eld- húsinu voru eftirlitsmenn einnig búnir að slökkva í pottinum og hættan yfirstaðin. Þjóðleikhús Íslendinga stóðst þessa raun, fyrst og fremst fyrir árvekni Sigurðar Eggertssonar. Elínu og öðrum aðstandendum eru fluttar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Eggertssonar. Sveinn Einarsson. ✝ Loftur Run- ólfsson fæddist á Strönd í Með- allandi 30. desem- ber 1927. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjar- klaustri, 24. ágúst 2021. Foreldrar Lofts voru hjónin Guð- laug Loftsdóttir, f. 18. apríl 1906, d. 15. febrúar 1997, og Runólfur Runólfsson, f. 21. apríl 1904, d. 26. október 1933. Eftir andlát Runólfs bjó Guð- laug um árabil á Strönd með föður sínum, Lofti Guðmunds- syni, uns Loftur, sonur hennar, tók við búsforráðum. Systkini Lofts voru: Guðlaug, f. 7. apríl 1929, húsmóðir og lengi mat- ráðskona við Þinghólsskóla (nú Kársnesskóla) í Kópavogi, d. 26.2. 2016. Maður hennar var Magnús Jónsson, lengi starfsmaður Olíufélagsins hf., f. 22. júlí 1929, d. 17. júní 2013. Börn þeirra eru Loftur Óli flutningabíl- stjóri, f. 1959, og Íris ritari, f. 1963, d. 2015. Gunnar, bóndi á Rofabæ II og á Strönd, f. 2. september 1930, d. 14. september 2011. Loftur átti alla tíð heimili sitt á Strönd en á yngri árum fór hann um þriggja vetra skeið í fiskvinnslu í Reykjavík. Hann var oddviti Leiðvalla- hrepps um áratugaskeið og gegndi margháttuðum trún- aðarstörfum fyrir sitt heima- hérað. Útför Lofts fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi í dag, 4. september 2021, og hefst hún kl. 14. Kær vinur og félagi er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta við Loft Runólfsson, höfðingjann á Strönd í Meðallandi. Að leiðarlok- um er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúg samskipti í nær 67 ár. Aðeins átta ára gamall var ég sendur í sveit að Strönd og fór án nokkurrar fylgdar með rútu frá Reykjavík austur að Flögu í Skaft- ártungu og þar tók á móti mér afa- systir mín Sigríður og kallaði mig Svein frá Fossi (eftir föðurafa mín- um) sem mér fannst skrýtið þá. Sama kvöld var ég fluttur niður að Strönd þar sem Guðlaug húsfreyja og synir hennar Loftur og Gunnar tóku afar vel á móti mér. Það var mikil gæfa fyrir mig að auðnast að dvelja hjá þeim næstu fimm sumr- in og læra að vinna og meta bænd- urna og landið. Þar kynntist ég gömlu sveitarmenningunni bæði í vinnubrögðum og mat. Þeir bræð- ur voru t.d. snillingar í verkun kópskinna og allar hurðir útihúsa voru þaktar spýttum skinnum á vorin. Eftir tveggja ára sendingar selskinna spurði kaupandi þeirra Loft hvort hann vildi ekki fara að fá greitt fyrir þau. Sendu mér traktor með sláttuvél var svarið. Mér var síðan treyst 9 ára gömlum til að aka dráttarvélinni um sum- arið. Á þessum árum var ég mættur í sveitina löngu áður en vorprófin hófust í Laugarnesskólanum og ég skilaði mér aldrei til baka, fyrr en komið var fram á vetur. Faðir minn féll frá nokkrum mánuðum áður en ég kom að Strönd og Loft- ur gekk mér að mörgu leyti í föð- urstað og þetta voru ein mín bestu manndómsár. Loftur lagði mönnum og mál- efnum gott eitt til og féll vel inn í það orðspor sem fer af Skaftfell- ingum að þeir séu hógværir og orðvarir. Hann var gæddur mikl- um mannkostum, góðum gáfum og vinafastur, sannur Íslendingur. Hann kom til dyranna nákvæm- lega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann hafði ríka réttlætiskennd og var samur við háa sem lága og var höfðingi í sínu héraði. Líf og starf Lofts tengdist með afgerandi hætti landbúnaði og sveitarstjórn- armálum, því hann var oddviti um langt árabil auk fjölda trúnaðar- starfa á öðrum vettvangi. Loftur byggði upp nýtt íbúðarhús og rak fyrirmyndar blandað bú á jörðinni. Hann beitti sér fyrir mörgum framfaramálum í sveitinni, kom á vatnsveitu og barðist fyrir auknum varnargörðum til að verja byggð- ina fyrir Kötluhlaupum og síðast en ekki síst fyrir bættum sam- göngum í sveitinni. Embættis- menn sem áttu samskipti við Loft sögðu mér oft að munnlegir samn- ingar við Loft oddvita stæðu ávallt eins og stafur á bók. Loftur var hafsjór af fróðleik um sögu héraðs- ins, ógnarvald jökla og fallvatna og baráttuna við sandinn, hinn lands- ins forna fjanda. Við ræddum oft saman á liðnum áratugum og það sem ég sóttist einkum eftir var að rifja upp sameiginlegar minningar okkar frá fyrri tíð. Það voru for- réttindi að kynnast honum og minningin um góðan dreng lifir. Við kveðjum nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta sam- vistanna við hann. Sveinn Runólfsson. Lofti á Strönd kynntist ég á síð- ustu árum hans. Sr. Sigurjón Ein- arsson prófastur, góðvinur okkar beggja, leiddi okkur saman. Þeir voru þá báðir á elliheimilinu á Klaustri. Nú kveðja þessir höfð- ingjar með mánaðarbili, á tíræð- isaldri báðir. Lofts hafði ég oft heyrt að góðu getið. Við munum hafa sést fyrst sumarið 1962 þegar ég drap niður fæti á Hóli í Efri-Ey í örstuttri sumardvöl. Strönd er næsti bær við. Loftur var þá að rýja fé sitt ásamt öðrum bændum í Útsveitinni áður en það færi í sum- arhaga. Þau stuttu skipti gleymd- ust fljótt. Strönd er einn Sandabæjanna á eystri bakka Kúðafljóts. Jörðin var byggð úr landi Rofabæjar um miðja 19. öld. Þar hefur löngum verið myndarbú, margt fjár, vel ræktað og þjóðleg reisn yfir öllu. Loftur var af þriðju kynslóð ábú- enda þar. Á langri ævi bætti hann jörðina og hýsti svo að sómi var að. Þegar búskap lauk fyrir fáeinum árum og afkomandi enginn sá hann það eitt ráð að skila eiganda jörðinni, ríkissjóði. Uppbygging og endurbætur voru hátt metnar svo að honum þótti veski sitt gildna um of og vandi að koma því í lóg á elli- heimilinu. Svo vel tókst til að ung- um granna kom þá í hug að nýta jörðina til ræktunar og bæta húsa- kost. Til þess naut hann stuðnings Lofts. Björt ljós verða því aftur í gluggum á Strönd og er það vel. Loftur á Strönd naut trausts og sæmdar í sveit sinni. Hann var lengi oddviti Leiðvallarhrepps, leysti margan vanda hreppsbúa og rak erindi þeirra hjá yfirvöldum. Honum fórst það allt vel. Hann var annars ekki mikill á förum. Hann var dýravinur, kirkjurækinn og launfyndinn, stundaði búskap sinn af samviskusemi, var heimakær, líka eftir að hann varð einbúi. Margt afrek vann hann á Meðal- landsfjörum þegar skip strönduðu þar áður fyrr. Ég tók nýlega saman þátt um stutta dvöl mína í Meðallandi 1962. Hana mundi ég skýrt og hafði dregið ýmis föng til. Ég leitaði líka heimildarmanna. Þeir voru orðnir fáir, en drýgstur reyndist mér Loftur á Strönd. Seint og snemma gat ég spurt hann um smæstu at- riði en hann ansaði þó því aðeins að hann vissi svarið upp á hár. Síðast- liðið sumar dvaldist ég nokkra daga í Meðallandi og fórum við Loftur þá um alla sveit, að bökkum Kúðafljóts við Sandasel, út til strandar við Skarðsfjöruvita og inn með Eldvatni að Feðgum og Botnum. Veðrið lék við okkur og hinn einstæði fjallahringur skart- aði sínu fegursta, frá Hjörleifs- höfða að Öræfajökli. Sennilega var þessi för ein hin síðasta sem hann fór um sveitina sem fóstraði hann í meira en níutíu ár. Loftur þekkti öll örnefni og bæjarstæði, búskap- arhætti og búendur. En svo fróm- ur var hann í orðum að aldrei hall- aði á neinn, aðeins knappur fróðleikur á föstum grunni. Þannig eru Meðallendingar flestir, og raunar Skaftfellingar, orðvarir, kurteisir, áreiðanlegir, greið- viknir. Notalegri mann en Loft á Strönd hef ég varla hitt. Hann var heilsteyptur maður. Stutt kynni við hann reyndust mér dýrmæt. Fyrir þau er þakkað með þessum orðum. Blessuð sé minning Lofts Runólfssonar, bónda á Strönd. Helgi Bernódusson. Loftur Runólfsson ✝ Ólafur Hall- dórsson fæddist á Mýrum í Horna- firði 7. apríl 1951. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 28. ágúst 2021. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Sæmundsson frá Stórabóli f. 7. jan- úar 1913, d. 13. maí 1991 og Rósa Ólafsdóttir frá Holtahólum, f. 31. mars 1917, d. 21. desember 1995. Þau bjuggu allan sinn búskap á Stórabóli ásamt börnum, en eftir andlát Halldórs flutti Rósa á Höfn. Systir Ólafs er Anna Eyrún, f. 1954, búsett á Höfn. Hennar maki var Kristján Vífill Karlsson, f. 1948, d. 10. desember 2018. Börn þeirra eru Svala Björk, Halldór Steinar og Karl Guðni. Eiginkona Ólafs var Lára María Theódórsdóttir, f. 27. ágúst 1962, d. 5. júní 2018. Synir þeirra eru Halldór, f. 21. maí 1993 og Agnar, f. 16. maí 1995. Þeir eru búsettir á Tjörn, þar sem þeir ólust upp. Unnusta Agnars er Gunn- hildur Birna Björns- dóttir, f. 1995. For- eldrar Láru Maríu voru hjónin Theó- dór Daníelsson kennari, f. 2. febr- úar 1909, d. 12. september 1984 og Hallveig Kristólína Jónsdóttir ljósmóðir, f. 9. október 1921, d. 12. október 1977. Lára María var einkabarn foreldra sinna. Ólafur ólst upp við hefðbund- inn sveitabúskap en fór ungur til sjós en sinnti einnig bíla- og véla- viðgerðum og síðar rak hann sitt eigið fyrirtæki með vörubílum og vinnuvélum. Útför Ólafs fer fram frá Hafn- arkirkju í dag, 4. september 2021, kl. 14. Streymt verður frá athöfninni á heimasíðu Hafnarkirkju. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Óli, minn kæri bróðir. Minningarnar hrannast upp nú þegar þú hefur yfirgefið þennan heim og það allsnögg- lega, enda varstu sú manngerð sem vildi sjá hlutina gerast hratt. Við ólumst upp saman við gott atlæti foreldra okkar í sveitinni, á bænum Stórabóli, sem er með eitt fegursta útsýni sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Þú byrjaðir snemma að sýna vélum og tækjum mikinn áhuga, svo mikinn að þú reifst í sundur þau tæki sem tiltæk voru hverju sinni og settir saman á ný. Ég játa það fyrst núna að það var erfitt að fyrirgefa þér þegar þú reifst í sundur eina merkilegustu jólagjöf sem mér var gefin þegar við vorum börn, en það var lítil dúkkuþvottavél sem gekk fyrir rafhlöðum og var því næstum al- vöru tæki. Þú þurftir að finna út hvernig svona tæki væri hannað og smíðað, reifst í sundur og það á jóladag, en komst því ekki saman aftur. Ég fyrirgaf þér samt, enda gerðirðu síðar meir við margar alvöru þvottavélar sem biluðu og þar á meðal mína. Á fullorðinsárum þínum varstu sjálfmenntaður, einstakur viðgerðarmaður og þeir voru ófáir sem leituðu til þín. Ég man að á sumrin eftir að bindivél- arnar komu til sögunnar varstu á ferð og flugi um nærliggjandi sýslur til að aðstoða bændur og orðspor þitt óx hratt og fljótlega vissu menn hversu gott var að leita til þín með alla skapaða hluti. Ungur fórstu á sjóinn og sex- tán ára keyptirðu fyrsta bílinn og eins merkilegt og það nú er var það ekki Volvo. Nú standa í hlaðinu á Tjörn ansi mörg Volvo- tæki, enda vissirðu alltaf hvað þú vildir í þeim efnum. Við vorum alltaf náin og þú hringdir daglega í mig ef því varð við komið. Á vissum tíma- punkti fækkaði símtölunum verulega, sennilega í kringum árið 1990, en ég fyrirgaf þér það og fljótlega komst ég að því að ung Reykjavíkurmær átti hug þinn allan. Elsku Lára María þín, sem kvaddi alltof snemma, skildi eftir risastórt skarð í hjarta þínu og strákanna ykkar, Halldórs og Agnars og okkar allra sem kynntumst henni. Símtölum til Önnu systur fór aftur fjölgandi og við studdum hvort annað eftir bestu getu eftir að við höfðum bæði misst maka okkar með sex mánaða millibili. Nú er síminn hljóðnaður aftur. Þú veist að synirnir eru heil- steyptir, stórkostlegir karakter- ar eins og þú varst og nú hefur elsku Agnar þinn fundið ástina í lífi sínu og hann segist ætla og vilja hafa Halldór sér við hlið, alltaf. Í dag, 4. september, leggstu aftur við hlið þinnar ástkæru Láru Maríu. Megið þið bæði hvíla í friði. Þín systir, Anna Eyrún. Ólafur Halldórsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.