Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 38
I
ngileif Arngrímsdóttir fædd-
ist 4. september 1946 í húsi
móðurafa og ömmu sinnar á
Skólavörðustíg 15 í Reykja-
vík og er elst fjögurra systra.
Faðir Ingileifar byggði í Blönduhlíð
29 og þar ólst Ingileif fyrst upp. Þeg-
ar hún var tíu ára flutti fjölskyldan í
Laugarneshverfið. „Það var auðvitað
verið að byggja upp hverfið og þegar
verið var að byggja 8 hæða blokkina
þarna fannst systrum mínum mjög
spennandi að hanga þar í stillöns-
unum, sérstaklega þeirri yngstu,“
segir hún hlæjandi. „Síðan var þetta
bara sveit fyrir utan nýbyggingarnar.
Sigurður, pabbi Þuríðar söngkonu,
var enn þá með býli í Laugarnesinu.“
Eftir landspróf fór hún að vinna í
fjölskyldufyrirtækinu Vörðunni, sem
þá var á Laugavegi 60, beint á móti
Kjörgarði, en fluttist síðan á Grett-
isgötu 2, þar sem búðin var árum
saman. „Pabbi var verkstjóri í Hörpu
í mörg ár og svo keypti hann Vörð-
una. Fyrst var hún vefnaðarvörubúð
en svo fór hann að flytja inn Silver
Cross-barnavagna og fleiri tengdar
vörur. Við vorum allar systurnar að
vinna í fyrirtækinu.“
Ingileif kynntist eiginmanni sínum,
Sigmari Ægi, á dansleik í bænum.
Hann var sjómaður og þau giftu sig
nokkrum árum síðar. Búskapinn hófu
þau í herbergi hjá foreldrum hennar,
en fluttu síðan á Grettisgötuna þegar
faðir hennar keypti húsið árið 1969.
Þá flutti öll fjölskyldan í þetta stóra
hús sem varð mikið fjölskylduhús og
stutt fyrir Ingileifi að fara í vinnuna í
verslunina sem var á neðstu hæðinni.
„Ég var kannski ekki hefðbundin sjó-
mannskona á þessu tímabili því ég
hafði svo mikinn stuðning af fjöl-
skyldunni. Ég eignaðist fyrsta barn-
ið, Arngrím, árið 1965, en svo missti
ég dreng tveimur árum síðar sem
varð bara fimm daga gamall.“ Fjöl-
skyldan fluttist út á Seltjarnarnes
1974 og nokkrum árum síðar fæddust
dæturnar Marta og Sunna. „Við flutt-
um inn í nýbyggða blokk í Tjarn-
arbólinu og það var verið að byggja
allt þarna upp í kring.“
Eins og títt er um sjómannskonur
rak Ingileif fjölskylduna eins og
fyrirtæki og sá um alla hluti í landi.
Það er ekki einfalt að vita af eigin-
manninum úti á ballahafi við alls kon-
ar aðstæður og vona og biðja að allt
gangi vel. „Við áttum heima úti á
Nesi þegar slysið varð í Vöðlavík 10.
janúar 1994. Þennan dag var ég að
keyra í vinnuna og það stökk kol-
svartur köttur fyrir bílinn hjá mér
rétt við Vegamót og ég hugsaði með
mér að nú hefði eitthvað gerst. Svo
var hringt í mig stuttu seinna um
daginn og sagt að Goðinn væri í
háska og það væri verið að reyna að
bjarga áhöfninni. Það var ekkert
hægt að fara í land eða gera neitt
þarna fyrir austan. Þeir komu frá
varnarliðinu í Keflavík með þyrlur og
það voru þeir sem björguðu mönn-
unum. Einn maður lést en öðrum var
bjargað. Það er eiginlega ekkert
hægt að lýsa því hvernig manni líður
við svona fréttir og svo léttinn þegar
ég vissi að Sigmar væri hólpinn.“
Ingileif segir að lengi á eftir hafi
Sigmar átt erfitt eftir slysið. „Á þess-
um tíma var lítil áfallahjálp. Það er
svakaleg lífsreynsla að lenda í svona
slysi og maður getur ekkert ímyndað
sér hvernig það er nema hafa reynt
það sjálfur.“ Þótt Sigmar hafi af og til
unnið í landi var sjómennskan samt
hans aðalstarf og það leið ekki langur
tími þar til hann fór aftur á sjó. „Mað-
ur er alltaf hræddur eftir svona áfall
að það geti gerst aftur. En svo er
bara að drífa sig áfram.“ Og lífið hélt
áfram.
Ingileif og Sigmar fóru mikið í
veiði á sínum yngri árum. „Við fórum
Ingileif Arngrímsdóttir verslunarkona og sjómannskona – 75 ára
Morgunblaðið/Ernir
Verslunarstörfin Ingleif vann í fjölskyldufyrirtækinu Vörðunni á horni Grettisgötu og Klapparstígs alla tíð.
Lífið heldur alltaf áfram
Hjónin Sigmar
og Ingileif
á góðri stundu
á Spáni.
Heimkoman Það var grátið af létti þegar fjölskyldan tók á
móti Sigmari eftir björgunina á Goðanum árið 1994.
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Vinsamlegast pantið tíma hjá ráðgjafa í síma 580 3900
Fastus ehf. | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I fastus.is
fastus.is
Agility
Föhr 4 FUHR Super 8
Mini Comfort
RAFSKUTLUR
30 ÁRA Ásgeir fæddist í Keflavík og býr
þar enn. „Ég rek Bílaleiguna Geysi í
Keflavík. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og
ég hef starfað þarna alla tíð frá því ég var
13 ára og var að þrífa bíla. Ég hef ýmsa
fjöruna sopið í þessum geira. Það er búið
að vera brjálað að gera í sumar, en svo för-
um við inn í einhvern skrýtinn vetur núna.
Það eru alltaf svolitlar sveiflur í þessum
bransa.“
Ásgeir hefur mikinn áhuga á bílum en
þar stoppar ekki boltinn. „Ég er rosalega mikill dellumaður. Hef gaman að
útivist, mótorsporti, vélsleðum og stangveiði, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef
bara gaman að því að njóta lífsins.“ Yfirleitt er tugþúsunda afmælishátíð til
heiðurs Ásgeiri á afmælisdaginn, en verður eitthvað færra núna. „Það er
venjan að það sé ljósanótt á afmælinu mínu en núna verður þetta aðeins
minna, nema maður fari að skjóta upp flugeldum.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Ásgeirs er Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, f. 30.6.
1989, og þau eiga börnin Vilhjálm Ísar, f. 2018, og Dagbjörtu Kötlu, f. 2020.
Ásgeir Elvar Garðarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert svo heillandi og sannfærandi
þessa dagana að þú getur selt næstum
hverjum sem er hvað sem er. Gömul leynd-
armál munu komast á hreint.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar
þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Ekki
ana að neinu í sambandi við fasteignakaup,
lestu smáa letrið vel.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú gerir bara illt verra með því að
stinga hausnum í sandinn og láta sem þú
sjáir ekki það sem gera þarf á heimilinu.
Ekki láta aðra notfæra sér góðsemi þína.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Einhver kemur þér skemmtilega á
óvart svo taktu þátt í gamninu. Gaumgæfðu
alla valkosti sem bjóðast. Veldu aðeins það
besta fyrir þig.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú veist nákvæmlega hvernig þú vilt
hafa hlutina. Fyrirgefning er það besta í
stöðunni varðandi vissan aðila. Þannig frels-
ar þú þig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér finnst þú vera beitt/ur óréttlæti
og vilt helst leggjast undir sæng og vor-
kenna þér. Ef þú skoðar hlutina betur þá
sérðu að þú getur borið höfuðið hátt.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er orðið tímabært að þú ýtir úr vör
verkefni sem þig hefur lengi dreymt um.
Fólk mun að öllum líkindum sýna skilning og
samstarfsvilja þegar þú útskýrir mál þitt.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Láttu það ekki slá þig út af lag-
inu þótt þér finnist aðrir afskiptalausir um
þína hagi. Allir hafa nóg með sitt og sína. Þú
færð óvænt símtal í dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Gættu þín á tilhneigingunni til
þess að sanka að þér fallegum, og algerlega
óþörfum hlutum. Þú ert fallin/n á tíma í
vissu máli. Taktu þér tak.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú getur ekki breytt heiminum
en þú getur breytt þér sem svo skilar sér út
í veröldina og hún verður betri. Reyndu að
sinna áhugamálunum betur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þetta er góður dagur til að njóta
samvista við vini þína og ættingja. Fólki
finnst þú heillandi og flink/ur á þínu sviði.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Njóttu þess að vera með þínu fólki í
dag. Forðastu samræður um alvarleg efni,
það er einhver pirringur í loftinu núna.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Stefán Kári Helgason fædd-
ist 17. maí 2021 kl. 10.51. Hann vó
4.192 g og var 54 cm langur. Foreldrar
hans eru Helgi Steinar Gunnlaugsson
og Ragnhildur Gísladóttir.
Nýr borgari