Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 39
í tjaldferðalög og vorum að veiða og
einu sinni vorum við í Atlavík í heila
viku og fórum alltaf á Mývatn að
veiða. Við vorum komin með svo mik-
inn afla að við fórum bara til Akur-
eyrar og seldum silunginn.“ Þegar
hún hætti að vinna fluttu þau út í
Hrísey. „Sigmar keypti trillu og við
vorum þar í fjögur ár. Ég hafði aldrei
búið úti á landi og þetta var mikil
upplifun. Náttúran svo falleg og
fuglalífið alveg einstakt og mikið um
skemmtilegar gönguleiðir. Núna bú-
um við á Selfossi og kunnum mjög vel
við okkur.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ingileifar er Sigmar
Ægir Björgvinsson, sjómaður, f. 14.6.
1948. Foreldrar hans eru Björgvin
Magnússon, vélstjóri í Reykjavík, f.
5.9. 1925, d. 21.6. 2015, og Ásdís
Böðvarsdóttir frá Vestmannaeyjum,
f. 28.3. 1928, d. 8.10. 2002. Börn Ingi-
leifar og Sigmars eru: 1) Arngrímur,
tölvunarfræðingur, f. 17.8. 1965.
Dóttir hans er Sóley, f. 14.7. 1997. 2)
Drengur, f. 22.7. 1967, d. 23.7. 1967. 3)
Marta, f. 27.7. 1982, í sambúð með
Davíð Óskar Ólafssyni, f. 16.12. 1982.
Þau eiga Baltasar Tinna, f. 10.11.
2009, og Emmu Rós, f. 10.10. 2016. 4)
Sunna, f. 4.7. 1988. Hún er í sambúð
með Peter Zilahi og þau eiga soninn
Storm Zilahi, f. 17.11. 2018. Áður átti
Sunna Hörpu Dís, f. 19.3.2010. Systur
Ingileifar eru Jóhanna, f. 6.11. 1948;
Sigríður, f. 30.8. 1950, og Gíslunn, f.
13.11. 1951.
Foreldrar Ingileifar eru hjónin
Arngrímur Ingimundarson, f. 23.11.
1912, d. 16.4. 2009, og Bergþóra Jó-
elsdóttir, f. 29.3. 1913, d. 25.3. 1995,
verslunareigendur í Reykjavík.
Ingileif
Arngrímsdóttir
Gréta María Sveinbjarnardóttir
húsfr. á Ingunnarstöðum í Kjós.
Þórarinn Kristján Ámundason
bóndi á Ingunnarstöðum í Kjós.
Sigríður Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jóel Sumarliði Þorleifsson
trésmíðameistari í Reykjavík
Bergþóra Jóelsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðbjörg Jónsdóttir
frá Auðsholti, Skálholtssókn, Árn.
Þorleifur Eyjólfsson
b. í Efstadal, Miðdalssókn, Árn.
Ástríður Sigurðardóttir
húsfreyja á Gili í Fljótum, Skag.
Arngrímur Sveinsson
bóndi á Gili í Fljótum, Skag.
Jóhanna Arngrímsdóttir
húsfr. á Höfn í Fljótum, Skag.
Ingimundur Sigurðsson
bóndi á Höfn og Illugastöðum
í Fljótum, Skag.
Sigurbjörg Magnúsdóttir
húsfreyja í Hvammkoti
á Höfðaströnd, síðar á
Arnarstöðum í Sléttuhlíð, Skag.
Sigurður Sigurðsson
bóndi í Hvammkoti á
Höfðaströnd, Skag.
Úr frændgarði Ingileifar Arngrímsdóttur
Arngrímur Ingimundarson
verkstjóri og síðar
verslunareigandi í Reykjavík
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
„SAMLOKA MEÐ EGGJASALATI OG
LIFANDI TÓNLIST, 2500 KRÓNUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að vera of ástfangin
til að segja góða nótt.
ÉG MUN ALDREI GLEYMA
HÆFILEIKAKEPPNINNI
Í GAGGÓ
LIÐIÐ
BILAÐIST
OG BRAUT HARMON-
IKUNA MÍNA
MANNKYNIÐ
Á ENN VON
ÞAÐ ERU SUMIR HLUTIR
SEM ÉG KEMST EKKI
YFIR!
ÞÚ HEFUR ALDREI
FYRR VERIÐ Á
ÞEIRRI SKOÐUN!
ÉG VEIT! EN ÞAÐ VAR ÁÐUR
EN HELGA BYGGÐI ÞESSA
HILLU!
KAKAN ER FYRIR
AFMÆLIÐ HENNAR
MÖMMU!
„OG ÁÐUR EN ÞAU VISSU AF VAR
BIÐRÖÐIN INN TIL SÁLFRÆÐINGANNA
ORÐIN ÓGNARLÖNG.“
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Gráhærður er þessi gumi.
Gnæfir við loftið hann Tumi.
Æðstur er sá meðal Ása.
Oft mun um hafdjúpin rása.
Eysteinn Pétursson svarar: „Hér
er hár. Vona að enginn hneykslist,
þótt síðasta línan sé svolítið í anda
séra Hallgríms sáluga um stuðla-
setningu“:
Hár er gráhærður gumi.
Grannur og hár er hann Tumi.
Æðstur er Hár meðal Ása.
Um djúpin hárinn mun rása.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hár er sá gráhærði gumi.
Gríðar hár vera mun Tumi.
Hár nefnist höfðingi Ása.
Hár mun um sædjúpin rása.
Þá er limra:
Hallbera gamla á Heiði
tók hraustlega í lurginn á Eiði
og hárreytti þann
hárprúða mann,
sem reitti hana til reiði.
Þá er ný gáta eftir Guðmund:
Dropar lofti duttu úr,
uns dundi á með helliskúr.
Hrökk ég upp af svefni súr
og samdi gátu í moll og dúr:
Léttur blær sér lyftir hér.
Löðrungur er veittur þér.
Heyskapur þá hafinn er.
Hraður nú í brjósti mér.
Helgi R. Einarsson skrifaði mér:
„Ég var að koma heim frá bænum
Garða við Garðavatn með göngu-
hóp sem við hjónin erum í. Skrapp
áðan í sund og þessar urðu til á
braut 3 í Lágafellslaug:
Ferðalok
Glæsilegur Garðabær
gleður þessa og hina,
þar ég lyfti glasi í gær
og gladdist meðal vina.
Með sorg í hjarta heim því fló,
holdið aumt og brunnið,
en verst af öllu þykir þó
að það er af mér runnið.“
Hinrik Bjarnason sendi mér
þessa stöku:
Ósigrar og atvik ljót
ekki breyta hinu:
Á stundum dáða; við storm og grjót
ég stend með landsliðinu.
Um Hegranes í Skagafirði var
kveðið:
Hegranes er herleg sveit,
hlaðin með græna skóga.
sjá má þar í svörtum reit
sauðaþjófa nóga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hárið hefur sinn skugga