Morgunblaðið - 04.09.2021, Síða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2021
Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjart-
arson leitaði ekki langt yfir skammt
þegar hann valdi fyrirsætur fyrir
myndlistarsýningu sína á snyrtistof-
unni Unique hár og spa í Síðumúla
39 sem verður opnuð í dag. Hann
ákvað einfaldlega
að opna tölvuna
og fara á Face-
book. Þar er
enda gríðarlegt
úrval ljósmynda
af fólki af öllum
stærðum og
gerðum.
„Mér fannst
það alveg kjörið.
Á snyrtistofuna
koma mestmegn-
is konur sem eru að snyrta sig og
„fegra“. Þó ég hafi á síðustu árum
mest verið að vinna óhlutbundin
málverk þar sem ég leita innblást-
urs í náttúrunni, þá hef ég alltaf
haft gaman af því að vinna teikn-
ingar af fólki,“ segir Hjörtur.
Hann segir að fyrirmyndirnar að
málverkunum á snyrtistofunni séu
bæði þekktar og óþekktar konur
sem eigi það sameiginlegt að hafa
lagt sig fram um að birta góða
mynd af sér á Facebook. „Allavega
geng ég út frá því að þær hafi gert
það,“ útskýrir Hjörtur. „Svo skáld-
aði ég inn í og færði aðeins í stílinn.
Bætti inn lit hér og þar, lagaði hárið
smávegis til og naut þess að teikna
módelin á mismunandi hátt. Snyrti-
fræðingurinn og myndlistarmað-
urinn runnu saman í einn mann að
segja má. Útkoman er tíu myndir af
flottum vel „máluðum“ og vel teikn-
uðum portrettum.“
Hjörtur kallar sýninguna Sterkar
konur. „Ég vona að mér hafi tekist
að birta fyrirmyndirnar sem
ákveðnar og sterkar. Mér finnst
liggja ákveðinn styrkur í þeirri við-
leitni fólks að hafa sig til. Það býr í
því mikill frumkraftur þegar fólk
býr til sitt eigið portrett, eins og
það er að gera þegar það birtir
prófílmyndirnar sínar á Facebook,“
segir Hjörtur að lokum en sýningin
mun standa út þetta ár.
thoroddur@mbl.is
Fann fyrirsæturn-
ar á Facebook
Kona Eitt verka Hjartar á sýningunni.
Hjörtur
Hjartarson
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands
fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu
ári. Af því tilefni var opnuð sýning í
Þjóðarbókhlöðu síðastliðinn fimmtu-
dag um sögu stofnunarinnar og
starfsemi hennar.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, og Jón Atli
Benediktsson, rektor Háskóla Ís-
lands, ávörpuðu gesti og Helgi Þor-
láksson, fyrrv. prófessor í sagn-
fræði, flutti erindi. Forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, opnaði síð-
an sýninguna.
Á sýningunni er varpað ljósi á
starfssögu Sagnfræðistofnunar,
rannsóknir og kennslu í sagnfræði
um hálfrar aldar skeið.
„Fyrir árið 1971 var sett reglu-
gerð um stofnun þriggja rannsókn-
arstofnana við heimspekideild Há-
skóla Íslands sem var liður í því að
efla Háskólann sem rannsókn-
arskóla. Þetta voru bókmennta-
stofnun, stofnun í málvísindum og
sagnfræðistofnun. Markmiðið með
Sagnfræðistofnun var að efla rann-
sóknir og tengja rannsóknarstarf við
kennslu,“ skýrir Guðmundur Jóns-
son prófessor frá, fyrrverandi for-
stöðumaður stofnunarinnar.
Eflir og styður við rannsóknir
„Aðalhlutverk Sagnfræðistofn-
unar hefur lengst af verið að efla og
styðja við rannsóknir kennara,
standa fyrir rannsóknarverkefnum,
sjá um útgáfu sagnfræðiverka, halda
ráðstefnur og vera í tengslum við
aðra sem hafa áhuga á sögulegum
rannsóknum.“ Ýmiss konar sam-
starfi hefur verið haldið uppi bæði
innan lands og utan.
„Í fyrstu var þetta mjög fámenn
en góðmenn stofnun, við vorum
fimm kennarar, en síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar og nú eru þetta
orðið tólf manns sem sinna hinum og
þessum rannsóknum. Umsvifin eru
orðin meiri sem og fjölbreytnin í
rannsóknunum. Sagnfræðistofnun
hefur eflst mjög. Rannsóknarvirkni
hennar er mjög mikil og hún stendur
styrkum fótum í alþjóðasamstarfi,“
segir Guðmundur.
Á sýningunni eru fjölmargar ljós-
myndir úr Skjalasafni Sagnfræði-
stofnunar, Myndasafni Háskóla Ís-
lands og fleiri söfnum. Einnig eru á
sýningunni myndskeið úr safni RÚV
og Skjalasafni Háskóla Íslands og
hljóðupptökur úr safni Miðstöðvar
munnlegrar sögu.
„Við segjum frá stofnuninni og
kennurunum, hvaða rannsóknir hún
hefur helst stundað og hvaða rann-
sóknir eru núna í gangi. Við erum að
reyna að bregða upp mynd af þess-
ari stofnun á hálfri öld og það er af
nógu að taka.“
Sýningin stendur opin til loka nóv-
ember.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Sýningaropnun Jón Atli Benediktsson, Helgi Þorleifsson og Lilja Alfreðsdóttir hlýða á Guðmund Jónsson.
Fagna fimmtíu árum
- Sýning um hálfrar aldar sögu Sagnfræðistofnunar Há-
skóla Íslands og starfsemi hennar opnuð í Þjóðarbókhlöðu
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Úkraínski fiðluleikarinn Igor Oistrakh er dáinn,
níræður að aldri. Oistrakh fæddist í Odessa og var
faðir hans þekktur fiðluleikari, David Oistrakh.
Igor lærði fyrst á fiðlu hjá föður sínum og hélt síð-
ar í tónlistarskóla í Moskvu. Hann vann alþjóðlegu
fiðlukeppnina í Búdapest árið 1949 og einnig
fiðlukeppni Henryk Wieniawski í Póllandi árið
1952. Oistrakh var ekki aðeins eftirsóttur og virt-
ur fiðluleikari heldur einnig kennari og kenndi í
Tsjækofskíj konservatoríinu í Moskvu og síðar við
konunglega konservatoríið í Brussel. Hann hlaut
fjölda verðlauna og lék inn á plötur með eigin-
konu sinni, píanistanum Nataliu Zertsalova. Hjón-
in léku á Listahátíð í Reykjavík árið 1994.
Fiðluleikarinn Igor Oistrakh allur
Igor Oistrakh
Sænska hljómsveitin ABBA er
snúin aftur, um 40 árum eftir að
hún lagði upp laupana, og tilkynnti
á blaðamannafundi í fyrradag að
tíu laga plata væri væntanleg í
nóvember sem myndi heita ABBA
Voyage. Tvö lög af þeirri plötu
hafa þegar verið gefin út og nefn-
ast „I Still Have Faith in You“ og
„Don’t Shut Me Down“. Var fundi
ABBA streymt á netinu og mikill
fjöldi fjölmiðlamanna sem fylgdist
með sem og aðdáenda hljómsveit-
arinnar.
ABBA, sem fyrr skipuð þeim
Benny Andersson, Agnethu Fält-
skog, Anni-Frid Lyngstad og
Björn Ulvaeus, mun einnig bjóða
upp á tónleikaupplifun svokallaða í
London. Verður stafrænum út-
gáfum af fereykinu varpað til hlið-
ar við tíu manna hljómsveit, ef
marka má frétt The Guardian, á
tónleikastað í Olympic-garðinum
sem mun heita ABBA Arena. Geta
3.000 gestir sótt hverja tónleika og
verða þeir fyrstu haldnir í maí á
næsta ári.
AFP
Spennandi Fjöldi fólks fylgdist með útsendingu af blaðamannafundi ABBA
í fyrradag. Hér má sjá áhorfendur í Grona Lund í Stokkhólmi.
ABBA tilkynnir um plötu
og tónleikaupplifun