Morgunblaðið - 04.09.2021, Side 48
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík
S. 414 3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
mikið úrval
Peningasmiðja
fyrir alla fjöl-
skylduna fer fram
á morgun, sunnu-
dag, kl. 13 í Hönn-
unarsafni Íslands
og leiða hana Rán
Flygenring teikn-
ari og Stefán
Pálsson sagn-
fræðingur. Vanga-
veltur um gjald-
miðil
landnámsmanna og peningaseðla samtímans eru efni
smiðjunnar sem er liður í verkefninu Við langeldinn/
Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningar-
sjóði. Að loknum vangaveltum og spjalli á sýningunni
verða peningaseðlar framtíðarinnar hannaðir í Smiðj-
unni sem er fræðslurými Hönnunarsafnsins. Smiðjan er
ókeypis en minnt er á persónulegar sóttvarnir og að
skráning persónuupplýsinga á staðnum er nauðsynleg.
Rán og Stefán leiða peningasmiðju
í Hönnunarsafni Íslands
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Norður-
Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugar-
dalsvelli á morgun. Ísland er með bakið upp við vegg
eftir 0:2-tap gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtu-
daginn síðasta í undankeppni en íslenska liðið er með 3
stig í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils. Þrátt fyrir að
vera með 7 stig í þriðja sæti riðilsins hefur Norður-
Makedónía ekki riðið feitum hesti frá undanförnum
leikjum sínum en liðið er án sigurs í síðustu fjórum
leikjum, hefur tapað þremur og gert eitt jafntefli. »41
Erfitt verkefni fram undan gegn
vel spilandi Norður-Makedónum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Á eftir sumri kemur haust og þá
byrjar hefðbundið skólastarf á ný.
Það er þó ekki eins í Melaskóla í
Reykjavík og undanfarin 52 ár, því
Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir,
íþróttakennari í skólanum frá því
hún var tvítug, ákvað að hætta að
vinna og einbeita sér að sér og sínu í
staðinn. „Ég skil eiginlega ekki
hvernig skólinn getur byrjað án mín!
Hvað mig varðar er það mjög und-
arleg tilfinning að þurfa ekki að
mæta í skólann, en góð, því ég hef
svo mikið að gera, til dæmis við að
bæta forgjöfina í golfinu og ekki
veitir af, en illa hefur gengið að ná
henni niður.“
Íþróttir hafa alla tíð verið ríkur
þáttur í lífi Ingibjargar. Hún hefur
lengi hlaupið reglulega, golfið á sinn
stað og stund á sumrin og skíðin á
veturna. „Ég hef alltaf haft áhuga
fyrir hreyfingu. Ninna Breiðfjörð,
íþróttakennari minni í Verzló, hvatti
mig til þess að sækja um inngöngu í
Íþróttakennaraskólann að Laugar-
vatni á sínum tíma. Ég gerði það,
komst inn, en eftir útskrift fékk ég
ekki vinnu sem kennari og réð mig á
skrifstofuna hjá Ellingsen vestur á
Granda 1. september 1969. Eftir 10
mínútur í vinnunni hringdi Stefán
Kristjánsson, íþróttafulltrúi í
menntamálaráðuneytinu, í mig og
bauð mér hálfa stöðu við Melaskóla.
Ég tók því á stundinni og gekk strax
út úr Ellingsen.“
Íþróttasalurinn leynir á sér
Þegar Seljaskóli tók til starfa
haustið 1979 hugsaði Ingibjörg sér
til hreyfings. „Ég átti og á heima í
Seljahverfinu og velti því fyrir mér
að vera nær heimilinu og börnunum
en mér leið svo vel í Melaskólanum
og þegar á reyndi tímdi ég ekki að
fara, ákvað bara að halda áfram að
keyra í vinnuna og gerði það alla
tíð.“
Íþróttasalur Melaskóla er lítill og
barn síns tíma, en Ingibjörg er
ánægð með hann. „Hann heldur vel
utan um litlu krakkana og þægilegt
er að kenna yngstu börnunum í hon-
um en undanfarin ár hafa eldri ár-
gangarnir verið í íþróttum í íþrótta-
húsi Hagaskóla auk þess sem
nemendur hafa verið í útitímum vor
og haust.“
Þegar Ingibjörg byrjaði að kenna
kölluðust íþróttatímar leikfimi.
Helstu æfingatæki voru svonefndur
kubbur, hestur, dýnur, kaðlar og
rimlar. „Nú er kennslan miklu fjöl-
breyttari, fleiri íþróttagreinar, reynt
er að koma til móts við alla. En því
er ekki að leyna að þegar aðstand-
endur krakkanna koma fyrst í salinn
súpa sumir þeirra hveljur og hafa
orð á því hvað hann sé lítill.“
Líkamsrækt Ingibjargar felst
fyrst og fremst í hlaupum. Hún hef-
ur hlaupið mörg hálfmaraþon í
Reykjavíkurmaraþoninu, tekið einu
sinni þátt í Laugavegshlaupinu og
keppt í maraþoni sem kennd eru við
New York, Boston, Chicago og Berl-
ín, var með í Boston þegar sprengju-
árásin var stutt frá marklínunni
2013 með þeim afleiðingum að þrír
létust og hátt á þriðja hundrað særð-
ust. „Ég á eftir London og Tókýó til
að hafa farið í þessi sex stóru. Mér
finnst æðislegt að hlaupa í góðum fé-
lagsskap en svo hefur verið gott að
skipta úr sumargírnum í vetrar-
gírinn og fara á skíði, þegar tækifæri
hefur gefist. Nú er allt í einu meiri
tími og þá get ég í fyrsta sinn lengt
golftímabilið, en til stendur að fara í
golf á Spáni í október. Svo get ég
farið að hjóla meira en aðalatriðið er
að ég hef nægan tíma til þess að
leika mér.“
Gerir það sem hún vill
- Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir var íþróttakennari í Mela-
skóla í 52 ár - Vinnur nú við að bæta forgjöfina í golfi
Á Ítalíu Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir fer á skíði þegar tækifæri gefst.
Í Boston Ingibjörg í maraþoninu,
þegar árásin var gerð 2013.