Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 223. tölublað . 109. árgangur . ÖFLIN HEIMSÆKJA SKEPNURNAR STEFNIR Í ÓEFNI ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS EKKERT HÚS STENST KRÖFUR 63 FINNA VINNU 8 SÍÐURSJÓN OG D́ÝRIÐ 64 28 ALICANTE WWW.UU.IS ° 25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSV ÖRUM ALLT AÐ 23. SEPTEMBER - 6. OKTÓBER HEILSUDAGAR Í NETTÓ Akraneskaupstaður hefur hrint af stað stóru og metnaðarfullu verkefni við atvinnuuppbyggingu í sveitar- félaginu. Um er að ræða svokallaða græna iðngarða í Flóahverfi á Akra- nesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri segir í samtali við Morgunblað- ið að mikil uppbygging sé fram undan í íslensku samfélagi. Fyrirséð sé að mörg fyrirtæki muni þurfa að færa sig af höfuðborgarsvæðinu af svæð- um sem verið sé að skipuleggja fyrir íbúabyggð. Samfara þessu hafi íbúum fjölgað á Akranesi. „Við viljum gera fyrirtækjum það mögulegt að koma sér fyrir í öruggu umhverfi sem stenst kröfur framtíð- arinnar. Þar á meðal eru umhverfis- málin. Við ætlum okkur í stórsókn,“ segir bæjarstjórinn. Úthlutun lóða er þegar hafin. Fyrsta fyrirtækið til að hefja starf- semi á svæðinu var Veitur en fyrir- tækið er meðal annars að koma upp tvöfaldri hitaveitu þar sem unnt verð- ur að nýta heitt vatn með endurtek- inni notkun. Grænir iðngarðar eru eins konar samfélag framleiðslu- og þjónustu- fyrirtækja sem leita í sameiningu að bættum umhverfis-, efnahags- og fé- lagslegum árangri með stjórnun á umhverfis- og auðlindamálum. Sævar segir að allur frágangur innan svæð- isins verði í takt við umhverfiskröfur og starfsemi verði í góðri sátt við íbúa með tilheyrandi ábyrgð gagnvart bæði starfsfólki og samfélaginu öllu. Ætla sér í stórsókn - Grænir iðngarðar byggðir upp í Flóahverfi á Akranesi - Allur frágangur á svæðinu í takt við umhverfiskröfur MSkagamenn í stórsókn … »20 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flóahverfi Veitur er fyrsta fyrir- tækið til að hefja þar starfsemi. Rökstuddar tilgátur eru um að kviknað hafi í út frá rafmagni þegar Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Lög- reglumenn rannsökuðu vettvang í gær, en niðurstaða starfs þeirra liggur ekki fyrir. Kirkjubruninn hefur vakið sterk viðbrögð og margir hafa sent Gríms- eyingum kveðjur og heitið stuðningi. „Mér þótti gott að heyra aðeins í fólki þar nyrðra. Þetta er auðvitað mikið högg en það virðist ríkur vilji til þess að reisa nýja kirkju. Vissu- lega glötuðust verðmætir munir en ekki varð manntjón og það má nú alltaf lofa þegar áföll ríða yfir. Saga kristni á eynni er löng og merk og henni lýkur ekki þótt Miðgarða- kirkja hafi brunnið,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við Morgunblaðið. »4 Ljósmynd/Henning Henningsson Grímsey Miðgarðakirkja brann til grunna og aðeins sökklar eru eftir. Sögu kristni í Grímsey er ekki lokið Fjölmargir Íslendingar nýta sér þann möguleika að greiða atkvæði sitt til alþingiskosninga utan kjörfundar. Hafa nú um 25 þúsund einstaklingar þegar kosið. Að sögn Sigríðar Kristinsdóttur, sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur gengið vel síðustu daga og fer kjörsóknin vax- andi með hverjum degi sem líður. „Það hefur verið rólegt á morgnana upp á síðkastið en það er farið að aukast þá líka.“ »4, 32-33, 40 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjörsókn á höfuðborgarsvæðinu eykst dag frá degi _ Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru á síðasta ári voru 2.168 karlmenn, eða um 82%. Ein- ungis 475 þeirra, eða 18%, voru konur. Þetta kemur fram í árs- skýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2020. Alls voru 9.132 mál afgreidd hjá ákæruvaldinu í fyrra og fækkar af- greiðslum mála um 5,1% frá árinu 2019. Meðal þeirra mála sem voru afgreidd vörðuðu 1.193 auðgunar- brot, 880 vörðuðu brot á fíkniefna- löggjöfinni og 181 varðaði brot á vopnalögum. Auk þeirra voru 325 kynferðisbrotamál afgreidd og var ákært í 130 þeirra. Flestir þeirra ákærðu voru á þrí- tugs- og fertugsaldri, en 241 ein- staklingur á aldrinum 13 til 19 ára sætti einnig ákæru á þessu tímabili. 121 var orðinn eldri en 60 ára. »40 Karlar voru 82% ákærðra árið 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.