Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Áminning um framtalsskil lögaðila Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki staðið skil á skattframtali 2021 ásamt ársreikningi, eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta. Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna undangengins reikningsárs, jafnvel þó að engin eiginleg starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til ársreikningaskrár. Skattframtali og ársreikningi ber að skila rafrænt á skattur.is Álagning opinberra gjalda á lögaðila árið 2021 vegna rekstrarársins 2020 fer fram 29. október nk. Lokaskiladagur skattframtals lögaðila er 1. október skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Skráð voru 776 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2021. Tilkynningum um þjófnaði fækk- aði töluvert á milli mánaða sem og tilkynningum um innbrot. Það sem af er ári hafa borist um tíu prósent fleiri tilkynningar um þjófnaði en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan. Alls bárust 109 tilkynningar um ofbeldisbrot í ágúst. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur of- beldi fjölgaði lítillega á milli mánaða en alls voru tilkynnt átta slík tilvik í mánuðinum. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði á milli mánaða og voru alls skráðar 54 tilkynningar í ágúst. Það sem af er ári hafa hins vegar borist um 14% fleiri tilkynningar sam- anborið við meðalfjölda sama tíma- bils síðustu þrjú ár á undan. Tilkynningum um eignaspjöll fjölgaði örlítið á milli mánaða en alls voru 149 tilkynningar skráðar í ágúst. Skráðar voru 19 tilkynningar um nytjastuld á vélknúnum ökutækj- um í ágúst og fækkaði þessum til- kynningum töluvert á milli mánaða. Meira of- beldi og þjófnaðir - Færri hegning- arlagabrot í ágúst Morgunblaðið/Ómar Afbrot Lögreglan hefur jafnan nóg við að vera alla daga ársins. Útgáfurétturinn á nýrri skáldsögu Bergsveins Birgissonar, Kolbeins- ey, sem væntanleg er hjá Bjarti í byrjun nóvember, hefur þegar ver- ið seldur til þriggja landa. Forlögin Vigmostad & Björke í Noregi, Oevers í Hollandi og Gyld- endal, elsta og stærsta bókaforlag Danmerkur, hafa tryggt sér út- gáfuréttinn. Auk þess standa samn- ingaviðræður við útgefendur víða um heim nú yfir að sögn Péturs Más Ólafssonar, útgefanda hjá Bjarti. Sagan kemur út samtímis í Noregi og á Íslandi. Í Kolbeinsey segir af manni nokkrum sem ákveður að heimsækja æskuvin sinn, sem hefur verið lagður inn á geðdeild sökum þunglyndis. Þeir ná vel saman, en hjúkrunarkona sem annast vininn tekur heimsóknunum illa og reynir að stía þeim í sundur. Maðurinn er settur í heimsóknarbann og því skipuleggja þeir strok af spít- alanum og leggja á flótta. Strokinu er illa tekið, hjúkrunarkonan kem- ur æðandi á eftir þeim og í kjölfarið hefst æsilegur eltingarleikur um landið þvert og endilangt. Haft er eftir Niels Beidir, aðalritstjóra Gyldendal, í tilkynningu að Kol- beinsey sé „lifandi, hrífandi – óstjórnlega skemmtileg, heillandi vegasaga sem vekur mann til um- hugsunar. Ég las hana í einum rykk. Sann- kallaður síðuflettir með stöðugar vendingar sem eru gjörsamlega ófyrirsjáanlegar. Við erum ekki í nokkrum vafa um að Bergsveinn Birgisson á heima hjá Gyldendal.“ hdm@mbl.is Kemur út í fjórum löndum Ljósmynd/S.Ó.T. Vinsældir Væntanleg bók Bergsveins Birgissonar vekur forvitni margra. - Ný bók Bergsveins Birgissonar vekur mikla athygli Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur staðfest nýgerðan rammasamning Sjúkratrygginga Ís- lands við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar sængurkvenna í heimahúsum. Helsta nýmæli samningsins felst í aukinni þjónustu við mæður sem þurfa ráðgjöf vegna brjóstagjafar. Ráðherra hefur jafnframt samþykkt aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem miðar að því að bæta barneignaþjón- ustu, jafnt á meðgöngutíma, við fæð- ingu barns og í kjölfar fæðingar, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Árið 2020 fjölgaði konum sem nutu aðstoðar við heimafæðingu um 40% frá fyrra ári. Samið vegna fæðinga í heimahúsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.