Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a SNJALLTÆKJA VIÐGERÐIR Við gerum við alla síma, spjaldtölvur, tölvur og dróna *Innihald fylgir ekki ný sending Taska kr. 5.000 Taska + Startsett kr. 8.500 Startsett kr. 5.500 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landsvirkjun áformar útboð á verk- framkvæmd vegna uppsetningar á hrunvarnargirðingum á Kára- hnjúkum sumarið 2022. Framkvæmdin snýr að uppsetn- ingu á hrunvarnargirðingum til að hefta hrun grjóts úr Fremri- Kárahnjúk. Þá er einnig talsverð jarðvinna við að gera skeringu til að búa til stall (bermu) á bak við girð- ingarnar til þjónustu á líftíma mann- virkisins. Verkið er enn í hönnun og því liggja ekki allar forsendur þess fyrir enn sem komið er. Verkið verður hins vegar unnið við krefjandi að- stæður, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar. Það verður unnið í miklum bratta og þar sem ekki er áætlaður aðkomuslóði að uppsetningarstaðnum þarf að flytja aðföng að með krana eða þyrlu. Mikil áhersla verður lögð á öryggismál. „Verkið mun því krefjast sérhæfðrar þekkingar og verða kröfur útboðs í samræmi við það,“ segir í fréttinni. Skoðunarferð fyrir bjóðendur Þar sem vetraraðstæður á svæð- inu eru krefjandi er einungis mögu- legt að skoða verkstaðinn og kynna sér aðstæður að sumri eða hausti og því hefur Landsvirkjun boðað til skoðunarferðar fyrir væntanlega bjóðendur 28. september nk. Vegna eðlis framkvæmdarinnar og flækju- stigs hennar hvetur Landsvirkjun bjóðendur eindregið til að mæta og skoða aðstæður á staðnum hafi þeir áhuga á að bjóða í verkið. Miðað er við að útboðsgögn verði tilbúin til afhendingar fyrir lok árs 2021. Útboðið verður auglýst sér- staklega þegar gögnin eru tilbúin. „Grjóthrun hefur ekki verið vandamál vegna þess að gripið hefur verið til aðgerða til að koma í veg fyr- ir það og því hvorki menn né mann- virki í hættu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Verkefnið núna snýst um að hemja og/eða fanga laust grjót sem hrynur úr Fremri-Kárahnjúk niður á að- komuveg að stíflumannvirkjum. Á framkvæmdatímanum, þ.e. við byggingu stíflumannvirkjanna, voru settar upp hrunvarnargirðingar sem gegndu þessu hlutverki, en þær eru nú komnar á tíma. Hrun sem þetta orsakast af náttúrulegum aðstæðum, frostsprengdu grjóti og rofi sem verður við leysingar. Síðastliðið sumar og sumarið 2017 voru starfsmenn svissneska verktak- ans Gasser að störfum fyrir austan, við að tryggja laust berg ofar í Kára- hnjúknum. Það var m.a. til að tryggja öryggi við það verk sem nú tekur við, þ.e. næsta sumar, sem er fyrst og fremst endurnýjun og um leið endurhönnun á hrunvarnargirð- ingum, segir Ragnhildur. Girðingarnar 150 metrar Í verkinu felst m.a. uppsetning á um 150 lengdarmetrum af hrunvarn- argirðingum (5 metra háar) í sam- ræmi við kröfur og leiðbeiningar framleiðanda ásamt allri tengdri jarðvinnu og undirstöðuvinnu fyrir mannvirkið (steyptar undirstöður, borun og bergboltun o.fl.). Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri-Kárahnjúk og er það jafn- framt langstærsta stífla Kára- hnjúkavirkjunar. Stíflan er 700 metra löng og 198 metra há. Hún er meðal hinna stærstu í heimi af þess- ari gerð. Gerð hennar hófst árið 2002 og virkjunin var gangsett 2007. Unnið við krefjandi aðstæður - Landsvirkjun ætlar að setja upp girðingar til að hefta hrun grjóts úr Fremri-Kárahnjúk - Verkið verður unnið í miklum bratta og mun því krefjast sérhæfðrar þekkingar - Verður unnið næsta sumar Ljósmynd/Landsvirkjun Fremri-Kárahnjúkur Hrunvarnir eru komnar til ára sinna og þörf var á endurbótum. Verkið verður unnið 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.