Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 63
FRÉTTASKÝRING Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það stefnir í óefni hjá landsliðum Ís- lands í handknattleik og körfuknatt- leik en eins og sakir standa eru þau án heimavallar þegar kemur að landsleikjum í undankeppnum stór- móta þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi stenst þær kröfur sem al- þjóðasamböndin setja. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að karla- og kvennalandslið Ís- lands í körfuknattleik gætu þurft að spila heimaleiki sína í næstu und- ankeppnum í Danmörku eða Fær- eyjum en leikirnir fara fram í nóv- ember á þessu ári. Laugardalshöll, sem hefur verið heimavöllur landsliðanna hingað til en þó á undanþágu frá alþjóða- samböndunum, er ónothæf vegna leka sem þar kom upp í nóvember á síðasta ári og hefur KKÍ gengið illa að fá undanþágu til að spila annars staðar hér á landi í nóvember. Í janúar 2020 skipaði Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, starfshóp sem átti að gera tillögur um nýjan þjóðar- leikvang fyrir innanhússíþróttir en hann skipuðu Guðmundur B. Ólafs- son, formaður HSÍ, Óskar Þór Ár- mannsson og Marta Skúladóttir frá mennta- og menningarmálaráðu- neyti, Ómar Einarsson og Sif Gunn- arsdóttir tilnefnd af Reykjavík- urborg, Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en fram að skipan hópsins var lítið að frétta í málaflokknum. Talað um það í áratug „Ég er búinn að tala um það í ára- tug núna að við þurfum nýjan þjóð- arleikvang,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og starfs- hópsins, í samtali við Morgunblaðið. „Staðan í dag er bara sú að við uppfyllum ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til leikvanga af al- þjóðaíþróttasamböndunum. Bæði hvað viðkemur stærð valla, örygg- issvæðum í kringum völlinn, aðbún- aði fyrir fjölmiðlamenn, stærð áhorf- endastæða og ýmsu öðru. Það hefur verið rætt hvort hægt sé að laga eða breyta Laugardals- höllinni en það er einfaldlega ekki hægt þar sem gólfflöturinn í henni er ekki nægilega stór. Það er því ekki hægt að líta á hana sem ein- hverja framtíðarlausn. Við höfum því gert kröfu um að það verði byggður nýr þjóðarleikvangur og þetta mál komst á gott skrið fyrir um ári þegar starfshópurinn var stofnaður,“ sagði Guðmundur. „Það eru allir á sömu blaðsíðu þegar kemur að verkefninu sjálfu en það sem hefur staðið verkefninu fyr- ir þrifum er þetta blessaða samtal milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. Það er að segja aðkoma ríkisins í málinu og með hvaða hætti það yrði. Við sjáum fyrir okkur að ríkið gæti komið að þessu með beinu fjár- framlagi til að koma verkefninu af stað eða með framlögum til stuðn- ings landsliðum til að nýta æfinga- tíma í húsinu.“ Laugardalurinn ákjósanlegur Egilshöllin í Grafarvogi er svo- kallað fjölnotahús sem nefndin hefur horft til þegar kemur að nýtingu á nýjum þjóðarleikvangi. „Markmiðið er að gera þetta að meira en bara keppnishúsi. Hug- myndin er að hægt væri að stunda þarna fleiri íþróttir og að fjölskyldur gætu komið þarna saman og gert sér glaðan dag. Varðandi aðra tekju- möguleika höfum við horft til Egils- hallarinnar en hún er rekin með hagnaði. Einfaldlega vegna þess að þar hefur ýmis starfsemi verið prjónuð við reksturinn sem skilar húsnæðinu tekjum. Ef það er vandamál varðandi fjár- magn ætti að vera hægt að fá einka- aðila eða fasteignaaðila til að koma að þessu með einhverjum hætti. Þetta eru ekki þannig tölur að þær eigi að slá fólk út af laginu, sér- staklega ef við horfum til nýting- arinnar sem myndi koma út úr svona húsi, bæði fyrir íþróttafólk sem og almenning.“ Guðmundur er bjartsýnn á að nýr þjóðarleikvangur geti risið á næstu árum. „Ég tel vel mögulegt að búa til hús í Laugardalnum sem þjónar hags- munum íþróttafólks og almennings og lyftir okkur þannig upp á hærra plan. Ég hef verið verið mjög bjart- sýnn á að þetta muni ganga í gegn með tíð og tíma og vonandi sem allra fyrst. Við höfum alltaf komið að opnum dyrum alls staðar og það hefur enginn gef- ið okkur afsvar um að þetta sé af- leit hugmynd eða eitthvað í þá átt- ina. Það vantar bara herslumun- inn upp á að klára dæmið,“ bætti Guðmundur við. Pressa frá hreyfingunni „Við erum búin að vinna alla heimavinnuna, bæði þegar kemur að innanhússíþróttum, frjálsum íþrótt- um og svo knattspyrnunni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra, þegar hún var spurð út í stöðu mála á nýjum þjóð- arleikvöngum. „Það er því ekkert að vanbúnaði annað en að taka næsta skref í þess- um málum, og við vitum nákvæm- lega hvað við þurfum að gera núna til þess að uppfylla þessa alþjóðlegu staðla. Það verður svo vonandi mitt hlutverk að leiða þetta áfram því það þarf auðvitað ákveðinn undirbúning fyrir svona verkefni. Það er gríð- arlega mikilvægt fyrir alla að við höldum áfram að fjárfesta í inn- viðum íþróttanna. Þetta snýst fyrst og fremst um að ná öllum saman að borðinu og íþróttahreyfingin þarf líka að koma sér saman um verkefnið, ásamt sveitarfélaginu með heildarhags- muni allra að leiðarljósi. Það eru all- ir meðvitaðir um það að þetta er mál sem þarf að leysa og það kemur ekki til greina að landsliðin okkar verði heimilislaus.“ Aðspurð segir Lilja að ríkið sé tilbúið að taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir svona framkvæmdum. „Auðvitað hef ég fundið fyrir ákveðinni pressu úr íþróttahreyfing- unni varðandi þennan málaflokk en það er ekkert nema jákvætt og ná- kvæmlega það sem íþróttahreyf- ingin á að gera. Það er svo okkar að koma hlutunum af stað og taka svo ákvörðun um framhaldið þegar end- anleg niðurstaða liggur fyrir. Ég er fullviss um að við tökum ákveðin skref í átt að frekari uppbyggingu á næsta kjörtímabili þegar allt er orð- ið klappað og klárt. Við höfum skoð- að nokkar sviðsmyndir hvað við- kemur fjármögnun og við og ríkið erum alveg tilbúin að gera okkar þegar kemur að þessari uppbygg- ingu.“ Kemur til greina að setja upp- byggingu nýrra íþróttamannvirkja í nýjan stjórnarsáttmála, fari svo að þið verðið áfram í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili? „Já, það er ekki nokkur spurn- ing,“ bætti Lilja við. Skýlausar kröfur Pawel Bartoszek, formaður skipu- lags- og samgönguráðs Reykjavík- urborgar og borgarfulltrúi Við- reisnar, segir að það sé mikilvægt að vanda vel til verka við uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs og ítrekar að það sé hlutverk borgarfulltrúa að sýna aðhald þegar kemur að fjár- munum borgarinnar. „Leikvangar sem landslið Íslands spila sína leiki á geta verið víða þótt það væri auðvitað best að þeir yrðu á höfuðborgarsvæðinu. Það er hins vegar orðið frekar algengt að al- þjóðaíþróttahreyfingin setji upp ákveðnar kröfur, sem fara svo bara vaxandi, og krefji svo hið opinbera um að greiða fyrir þær. Við sem höldum utan um budduna fyrir hönd skattgreiðenda getum ekki alltaf beygt okkur undir þessar kröfur. Ef það er skýlaus krafa að við þurfum að vera með innanhúss- íþróttahús fyrir 8.000 manns þá er það alveg ljóst að þannig leikvangur mun ekki endilega nýtast mjög oft. Það er er nokkuð sem við þurfum að skoða mjög vel og þá hvort við vilj- um setja það ofarlega á lista yfir for- gangsröðun fjármuna. Innanhúss- þjóðarleikvangur gæti auðvitað nýst vel fyrir börn og unglinga en það er mikilvægt að fara mjög varlega í þessum efnum að mínu mati.“ Nýr þjóðarleikvangur stendur því og fellur með aðkomu ríkisins. „Ríkið hefur verið með yfirlýs- ingar um að það sé tilbúið að borga fyrir þessar framkvæmdir og þá mun málið ekki stranda hjá skipu- lagsyfirvöldum í Reykjavík, það er alveg klárt mál. Það ríkir hins vegar ekki sátt um það hver á að borga fyr- ir uppbyggingu og eins hver eigi að reka þessi mannvirki því sannleik- urinn er sá að þau eru snúin í rekstri. Við hjá Reykjavíkurborg höfum ekki áhuga á því að eyða hundruðum milljóna í rekstarkostnað sem bitnar bara á skattgreiðendum. Það er mín skoðun að ríkið þurfi að taka veru- legan þátt í kostnaði við uppbygg- ingu nýrra þjóðarleikvanga. Slíkur rekstur ætti að vera fjármagnaður af verulegum hluta af ríkinu en ekki einstaka sveitarfélögum,“ bætti Pawel við. Strandar á aðkomu ríkisins - Allir á sömu blaðsíðu að öðru leyti, segir Guðmundur - Búið að vinna heimavinnuna, segir Lilja - Ríkir ekki sátt um hver á að borga, segir Pawel Morgunblaðið/Ófeigur Gömul Laugardalshöllin stenst ekki lengur kröfur um keppnishús. Guðmundur B. Ólafsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pawel Bartoszek ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Íslensku landsliðin í hand- bolta og körfubolta vantar nýj- an heimavöll. Landsliðin í fót- bolta vantar nýjan heimavöll. Aðstaða fyrir frjálsíþróttir er í lamasessi. Þetta er bara toppurinn á ís- jakanum. Á síðustu tveimur ára- tugum höfum við Íslendingar hægt og bítandi dregist aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar við- unandi keppnisaðstöðu í hinum ýmsu íþróttagreinum. Laugardalsvöllurinn er á undanþágu og er ónothæfur í mars og nóvember. Laugardals- höllin hefur verið á undanþágu um árabil og er ónothæf um þessar mundir vegna skemmda. Hvað eftir annað vofir yfir landsliðunum okkar að þau hætti að geta leikið heimaleiki sína á Íslandi. Nú gætu körfu- boltalandsliðin þurft að leita til Danmerkur eða Færeyja með næstu heimaleiki í undankeppni stórmóta. Áform um byggingar nýrra þjóðarleikvanga hafa ýmist ekki komist af stað eða sofnað ein- hvers staðar í nefndum síðustu ár. Er ekki tímabært að breyta þessu? Síðan virðist hver íþrótta- grein fyrir sig vera að berjast í sínu horni. Hvers vegna í ósköpunum sameinast íþrótta- hreyfingin ekki um þetta stóra mál og leggur grunn að einni stórri íþróttamiðstöð með fót- boltaleikvangi, handbolta- og körfuboltahöll og frjálsíþrótta- leikvangi? Og fleiru. Samnýtir bílastæði, tengi- byggingar, búningsklefa, veit- ingasölu og þetta allt saman sem fylgir. Er ekki einhver flokkur tilbúinn til að grípa þennan bolta á lofti á síðustu metrunum fyrir kosningar? BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur samþykkt að gera hlé á keppni frá 12. nóvember til 26. desember 2022 vegna heimsmeist- aramóts karla sem fram fer í Kat- ar síðustu vikurnar fyrir jól. Sky Sports kveðst hafa heim- ildir fyrir þessu en úrslitaleikur HM 2022 á að fara fram 18. des- ember. Leikmenn enskra liða sem mögulega taka þátt í honum gætu þá þurft að vera mættir í næsta deildaleik heima á Englandi átta dögum síðar, á öðrum degi jóla. Þetta var til umræðu á fundi framkvæmdastjóra félaganna tuttugu sem leika í úrvalsdeild- inni en hann var haldinn í London í gær. Eftir um það bil fjögurra klukkutíma fund var þetta hlé á meðal þess sem þar var samþykkt. Reiknað er með að í staðinn byrji enska úrvalsdeildin viku fyrr en vanalega á sumrinu 2022, eða 6. ágúst, og verði spiluð lengra fram í maímánuð. Þá verði úrslitaleikur bikarkeppninnar á dagskrá í júní. Heimsmeistaramótið hefst í Katar 21. nóvember en þetta er í fyrsta skipti sem það fer fram á þessum árstíma. Ekki er hægt að spila að sumarlagi í landinu vegna mikils hita. Þetta hefur í för með sér mikla röskun á keppni í vetr- ardeildum víða um heim. Sex vikna hlé á Englandi næsta vetur gær. Að svo stöddu hefur engin ákvörðun verið tekin um að færa til leiki á laugardaginn. „Miðað við spána sem kom í dag töldum við ekki ástæðu til að breyta leiktím- anum en við fylgjumst auðvitað áfram með veðurspám,“ sagði Birk- ir. Á vef Veðurstofunnar eru veður- horfur á landinu næstu daga orð- aðar með þessum hætti: „Austan og norðaustan 13-18 m/s, en hægari á NA-landi. Víða rigning, en slydda á heiðum N-lands. Hægt hlýnandi veður.“ Kristján Jónsson kris@mbl.is Áhyggjur þess efnis að til þess gæti komið að færa þyrfti til knatt- spyrnuleiki hérlendis á laugardag- inn virðast hafa minnkað eftir því sem liðið hefur á vikuna. Í upphafi vikunnar var spáin ekki glæsileg en mun meiri líkur virðast nú vera á því að lokaumferð úrvalsdeildar karla fari fram á tilsettum tíma á laugardag. Mikil spenna er fyrir loka- umferðina. Víkingur R. og Breiða- blik heyja einvígi um Íslandsmeist- aratitilinn en eitt stig skilur liðin að. Víkingur á heimaleik við Leikni R. og Breiðablik á heimaleik við HK. Keflavík, HK og ÍA eru í harðri fallbaráttu þar sem eitt liðanna mun fylgja Fylki niður um deild og lið Keflavíkur og ÍA mætast einmitt suður með sjó. Þá eru KA og KR í baráttu um þriðja sætið sem myndi gefa keppn- isrétt í Evrópukeppni ef Víkingar verða bikarmeistarar. Morgunblaðið hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, í Skárra veðurútlit fyrir laugardag Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Einvígi Blikar og Víkingar slást um Íslandsmeistaratitilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.