Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir tvo daga
göngum við
til alþing-
iskosninga, til þess
að velja fulltrúa
þjóðarinnar á lög-
gjafarsamkunduna
og til þess að
hlutast til um
stjórnarstefnuna
næstu fjögur árin. Að venju
skiptir miklu að vanda valið, en
að þessu sinni er vandinn ekki
minni vegna þess fordæmalausa
fjölda framboða, sem í boði er,
og erfitt getur verið að glöggva
sig á.
Fjölmiðlar í lýðræðisþjóð-
félagi gegna margvíslegu og
mikilvægu hlutverki. Þar á með-
al er að vera vettvangur þjóð-
málaumræðu og skoðanaskipta,
líkt og lesendur Morgunblaðsins
þekkja vel. Á síðum blaðsins
birtast í viku hverri tugir greina
um hin margvíslegu viðfangsefni
samtímans. Morgunblaðið hefur
um langt skeið lagt mikið upp úr
því að þar hafi öll sjónarmið sið-
aðrar umræðu rými og það hefur
forystufólk í stjórnmálum not-
fært sér, lesendum og kjós-
endum til glöggvunar.
Það er þó ekki nóg að stjórn-
málamenn geti kynnt hugmyndir
sínar og skipst á skoðunum. Það
er einnig hlutverk fjölmiðla að
rýna í orð þeirra og gerðir, segja
fréttir af vettvangi stjórnmál-
anna, leita viðbragða og lýsa
skoðun á þeim í ritstjórnar-
greinum sem þessum. Allt er það
liður í hinu flókna gangverki lýð-
ræðisins, hluti af hinu sérstaka
hlutverki fjölmiðla, sem gerir þá
ómissandi í heilbrigðu lýðræð-
isþjóðfélagi.
Það þarf að segja frá því hvað
stjórnmálamenn og stjórnvöld
aðhafast og áforma, en það er
enn eitt hlutverk fjölmiðla að
halda þeim við efnið, veita þeim
aðhald og taka ekki öllu sem
gefnum hlut, heldur spyrja, stað-
reyna og sannreyna.
Í því felst ekki aðeins að varpa
ljósi á þau málefni, sem til um-
ræðu eru hverju sinni, heldur
einnig stjórnmálamennina
sjálfa; gefa innsýn í það fólk, sem
gefur kost á sér til forystustarfa
fyrir þjóðina, draga fram úr
hverju það er gert, svo almenn-
ingur geti betur lagt mat á það.
Því eins og dæmin sanna, þá geta
mannkostir skipt ekki minna
máli en stjórnmálaafstaða þegar
á reynir.
Þetta vita flestir, bæði stjórn-
málamenn og almenningur, og
þess vegna eru velflestir stjórn-
málamenn fúsir að ræða við fjöl-
miðla. Ekki aðeins til þess að
kynna sjálfa sig og viðhorf til að-
skiljanlegra mála, heldur vegna
þess að þeir vita að það er ekki
síst um fjölmiðla, sem þeir
standa umbjóðendum sínum
reikningsskil. Þar duga engin
undanbrögð eða fagurgali, al-
menningur sér í gegnum það allt
á augabragði.
Allt snýr þetta að
upplýsingu almenn-
ings og hana kapp-
kosta Morgunblaðið
og aðrir miðlar Ár-
vakurs, mbl.is og
K100, að veita.
Vegna þess að það
er nauðsynlegt í
hverju lýðræð-
isþjóðfélagi og vegna þess að les-
endur, hlustendur og áhorfendur
hafa mikinn áhuga og þörf á.
Það var með það í huga sem
Árvakur réðst í dagskrárgerð
Dagmála, sem opin er áskrif-
endum í streymi á netinu. Nú í
aðdraganda kosninga var bætt
vel í, en vegna hins lýðræðislega
hlutverks og til kynningar á
þjónustu blaðsins hefur hún ver-
ið öllum opin á netinu.
Það var gert með sérstökum
málefnaþáttum, þar sem öll
helstu kosningamál voru reifuð
með frambjóðendum velflestra
flokka, en einnig með röð ítar-
legra formannaviðtala, þar sem
formenn allra helstu framboða
komu til fundar við blaðamenn
Morgunblaðsins, sem spurðu þá
út í bæði stefnumál og stjórn-
málaviðhorfið, bæði „góðu mál-
in“ og þessi erfiðari. Hápunkti
náði þessi dagskrá Dagmála með
formannakappræðum, sem fóru í
loftið í gær, en vegna fjölda
framboða voru þær hafðar í
tvennu lagi.
Í formannakappræðunum
náðist vel að draga fram bæði
helstu mál og forystufólkið. Þar
var ekki aðeins spurt um helstu
mál kosningabaráttunnar, held-
ur einnig þau mál sem einstök
framboð leggja mesta áherslu á.
Það var gert á gagnrýninn hátt
og af svörunum mátti margt
ráða. Og það var líka spurt um
hvernig stjórnmálamennirnir
hefðu staðið sig, bæði á vett-
vangi stjórnmálanna og í fyrri
störfum, einmitt til þess að
ganga úr skugga um trúverð-
ugleika þeirra. Það var líka lær-
dómsríkt.
Þessir þættir Dagmála hafa
hlotið gríðarlega góðar viðtökur,
sem bæði lýsir sér í aðsókn-
artölum, og viðbrögðum jafnt
þátttakenda og almennings, sem
hafa sent blaðinu hrós, ham-
ingjuóskir og hvatningu um
meira af svo góðu. Þar hafa
margir haft á orði, að miklu
skipti að stjórnmálin séu rædd af
yfirvegun og góður tími gefinn
til þess.
Því það er mikið í húfi og það
skiptir miklu máli hverjir
stjórna, hvernig þeir vilja
stjórna og hvernig þeir geta náð
málamiðlun um stjórn landsins. Í
því fjölflokkalandslagi, sem nú
blasir við, mun mikið reyna á það
og það mátti mikið lesa úr
frammistöðu leiðtoganna um
hverjir eru líklegastir til þess að
geta það, landi og þjóð til heilla.
Því það er kjarni málsins og
hann er dreginn fram í Dag-
málum Morgunblaðsins.
Í Dagmálum
Morgunblaðsins
hafa meginatriði
kosningabarátt-
unnar verið
dregin fram}
Kjarni málsins
R
íkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
er sérstök í sögulegu samhengi.
Hún samanstendur af flokkum
sem þvera hið pólitíska svið, frá
vinstri til hægri, sem voru sam-
mála um að byggja þyrfti upp velferðarkerfið
og gera umbætur á mörgum sviðum sam-
félagsins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð
lagði áherslu á að verkefni sem endurspegluðu
grunnstoðirnar í stefnu VG enduðu í stjórnar-
sáttmála og þingmenn og ráðherrar VG hafa á
kjörtímabilinu unnið hörðum höndum að því
að koma verkefnunum til framkvæmda.
Af hálfu VG hefur á kjörtímabilinu verið
lögð áhersla á umhverfisvernd, kvenfrelsi, al-
þjóðlega friðarhyggju og félagslegt réttlæti og
aðgerðir sem eru til þess fallnar að auka jöfn-
uð í samfélaginu. Það voru Vinstri-græn sem
settu þau málefni á oddinn og komu verkefnum þeim
tengdum til framkvæmda.
VG lagði áherslu á það að auka jöfnuð. Greiðsluþátttaka
sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu hefur verið lækkuð
verulega og nú er hún sambærileg því sem best gerist
annars staðar á Norðurlöndunum, komugjöld á heilsu-
gæslu voru lækkuð umtalsvert og felld niður fyrir aldraða
og öryrkja, auk þess sem heilsugæslan hefur verið efld
sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu, með aukn-
ingu fjárframlaga um 25%. Allt eru þetta breytingar sem
stuðla að auknu aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu
VG lagði áherslu á jafnréttismál á kjörtímabilinu. Ný
löggjöf um þungunarrof, sem ég lagði fram á
Alþingi, var samþykkt, en lögin tryggja sjálfs-
forræði og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir
eigin líkama. Réttur til að skilgreina eigið kyn
hefur verið tryggður með nýjum lögum um
kynrænt sjálfræði og fæðingarorlof var lengt
úr níu mánuðum í heilt ár. Svo nokkur dæmi
séu tekin.
VG setti umhverfismál á oddinn. Stórátak
var gert í friðlýsingum svæða, fyrsta fjármagn-
aða aðgerðaáætlunin gegn loftslagsvánni var
unnin og loftslagsráð og loftslagssjóður stofn-
uð. Innleiðing hringrásarhagkerfisins hófst af
krafti, m.a. með breytingum á lögum um úr-
gangsmál, og hringrásarhagkerfi sett af stað.
VG settu umbætur í húsnæðismálum á dag-
skrá. Í tengslum við lífskjarasamningana
tryggðum við stofnframlög til byggingar á
1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022, sem gera
600 íbúðir á ári. Við komum á nýjum hlutdeildarlánum til
að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eign-
ast sína fyrstu íbúð. Í ár og á því næsta má áætla að um
þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum
við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar
íbúðir og hlutdeildarlán.
Verkefnunum er ekki lokið og VG vilja halda áfram að
vinna að umbótum í þágu samfélagsins alls. Það skiptir
máli að VG sé í ríkisstjórn. Það skiptir máli að kjósa VG.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Þess vegna VG!
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
A
lls sættu 2.655 ein-
staklingar og tólf fyrir-
tæki ákæru vegna ýmissa
brota á seinasta ári. Karl-
ar sem ákærðir voru eru í miklum
meirihluta eða alls 2.168 en 475 kon-
ur sættu ákæru á árinu. Þessar upp-
lýsingar koma fram í nýbirtri árs-
skýrslu Ríkissaksóknara fyrir árið
2020.
Heildarfjöldi mála sem komu til
meðferðar hjá ákæruvaldinu í fyrra
og voru afgreidd var 9.132. Þetta er
nokkur fækkun frá árinu á undan
eða um 5,1% en á árinu 2019 jókst
málafjöldinn um 40% á milli ára.
Af afgreiddum brotamálum á
landinu öllu voru alls 126 vegna
skjalafals eða brota sem varða sýni-
leg sönnunargögn og 86 vegna brota
gegn valdstjórninni en í því tilviki
var ákært í 56% mála en 29 voru
felld niður. 1.193 mál varða auðg-
unarbrot, 11 eru vegna brota í opin-
beru starfi, 325 kynferðisbrotamál
voru afgreidd og var ákært í 130
þeirra, 22 mál voru vegna brota
gegn frjálsræði manna og 29 varða
rangan framburð og rangar sakar-
giftir. Þá kemur fram að 880 mál
varða brot á fíkniefnalöggjöfinni,
181 mál var vegna brota á vopnalög-
um og 1.501 vegna aksturs undir
áhrifum fíkniefna svo dæmi séu tek-
in.
Afgreiddum málum hjá lög-
reglustjóranum á höfuðborgarsvæð-
inu fjölgaði úr 5.692 á árinu 2019 í
5.856 á seinasta ári. Einnig varð
fjölgun mála hjá héraðssaksóknara
og sérstökum saksóknara eða úr
1.124 málum á árinu 2019 í 1.153 mál
í fyrra. Ákærur hjá því embætti í
fyrra voru alls 740.
Fjölmennustu aldurshóparnir
sem sættu ákæru í fyrra voru á þrí-
tugs- og fertugsaldri. 241 ein-
staklingur á aldrinum 13 til 19 ára
sætti ákæru á árinu og 121 var orð-
inn 60 ára eða eldri. Ríkissaksóknari
birtir einnig ríkisfang þeirra ein-
staklinga em sættu ákæru í fyrra
sem voru frá alls 66 löndum. Voru
1.990 Íslendingar ákærðir en næstir
komu Pólverjar (218), Litháar (117),
Rúmenar (53), Lettar (34) og Alb-
anir (26). Fram kemur í ársskýrsl-
unni að heimsfaraldur kórónuveir-
unnar hafði áhrif á meðferð
sakamála á öllum stigum á árinu
2020, þ.e. hjá lögreglu, ákæruvaldi
og dómstólum. „Bæði vegna sótt-
varnaaðgerða sem snúa að starfs-
mönnum réttarvörslukerfisins og
vinnuumhverfinu og svo sóttvarna-
reglna sem höfðu áhrif á það t.d.
hvort hægt var að fá fólk til skýrslu-
töku og hvort það væri framkvæm-
anlegt m.t.t. sóttvarnareglna. Einna
mestur dráttur varð á meðferð mála
fyrir dómstólum og voru því mörg
sakamál óafgreidd þar um áramót-
in.“
Alls voru 108 einstaklingar úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald á seinasta
ári. Þá má sjá að um seinustu ára-
mót höfðu lögreglustjórar sent út
sektarboð á árinu vegna 45.797 um-
ferðarlagabrota.
2.655 einstaklingar
sættu ákæru í fyrra
Fjöldi mála 2015-2020
Afdrif mála árið 2020
Fjöldi mála eftir embættum 2020
Lögreglustjórar
Höfuðborgarsvæðið
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
Vestmannaeyjar
Suðurnes
Héraðssaksóknari
Samtals
Fjöldi mála
5.856
155
55
225
504
126
281
75
702
1.153
9.132
Fjöldi ákærðra eftir aldri 2020
Fjöldi eftir ríkisfangi (8 helstu)
Fjöldi ákærðra árið 2020
Ísland 1.990
Pólland 218
Litháen 117
Rúmenía 53
Lettland 34
Rúmenía 28
Albanía 26
Georgía 15
Mál hjá ríkissaksóknara
10.000
8.000
6.000
4.000
2015 2016 2017 2018 2019 2020
500
400
300
200
100
0
20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára
Fjöldi úrskurða 119
Fjöldi einstaklinga 108
Ákærur Fallið frá saksókn Niðurfelld Ákærufrestun
443
17%371
14%
403
15%
346
13%
12 fyrirtæki
2.643 einstaklingar
Karl 82%
Kona 18%
2.784
Heimild: Ársskýrsla ríkissak-
sóknara 2020
Gæsluvarðhaldsúrskurðir
Dagar í gæslu 10.362
5.111
6.777
6.265
6.872
9.626
9.132
11%Ákærur í 7.631máli af 9.132, eða 84% 5%