Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is ✝ Snæbjörn Að- ils fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1963. Hann lést á líknardeild Landspítalans 11. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Snæ- björn Aðils, f. 31. mars 1940, d. 18. janúar 1963 af slysförum, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 13. júní 1939, d. 17. ágúst 2008. Stjúpfaðir Snæbjörns hét Leif- ur Vilhjálmsson, f. 25. ágúst 1946, d. 23. mars 1992. Snæ- björn átti fimm hálfsystkini. Þau eru Páll Hagbert, Snæfríður Íris Berglind, Ragn- hildur Halldóra, Bjarki Þröstur og Linda Mjöll. Dóttir Snæ- bjarnar og Freyju Dísar Thongs- anthia er Anja El- ísabet Snæbjörns- dóttir Aðils, f. 2007. Útför Snæbjarnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 23. september 2021, og hefst at- höfnin klukkan 15. Móðir okkar fluttist með fjöl- skylduna til Vestmannaeyja árið 1969, þegar Snæbjörn bróðir var sex ára. Mörg helstu mótunarár sín átti hann þar og hafði sterkar taugar út í Eyjar, enda ævintýra- heimur fyrir uppátækjasaman dreng sem þar gat klifrað í klett- um, þeyst um á skellinöðru, veitt við höfnina, búið til fleka eða annað sem heillaði. Rót komst á fjölskylduna eins og aðra í gosinu og gosveturinn bjó hann hjá ömmu sinni og afa að Efri-Þverá í Vestur-Húna- vatnssýslu en fjölskyldan var ein þeirra fyrstu sem fluttust svo aftur til Eyja að gosi loknu. Mörg sumur dvaldi hann á Efri- Þverá og undi hag sínum vel í sveitinni, átti þaðan ýmsar góðar minningar. Var ekki laust við að hann yrði síðar aðeins hnarreist- ari í hvert sinn sem hann nálg- aðist Hvammstanga. Þarna var hans fólk. Eftir grunnskóla hóf hann nám við Vélskóla Íslands í Vest- mannaeyjum og lauk vélstjórn- arréttindum í Reykjavík. Hann starfaði um hríð á sjó en sjó- mennskan náði ekki tökum á honum því hugur hans stóð til kraftlyftinga sem hann stundaði í mörg ár með framúrskarandi ár- angri. Á tímabili var Snæi einn fremsti kraftlyftingamaður landsins. Hann keppti einnig er- lendis fyrir Íslands hönd og var bæði virtur og vel þekktur innan kraftlyftingaheimsins. Samhliða því starfaði hann í mörg ár hjá Eimskip þar sem menntun hans nýttist vel. Um fertugt söðlaði hann um og náði sér í kerfisstjóramennt- un. Í kjölfarið hóf hann störf hjá Stöð tvö og síðar hjá stjórnlag- aráði og loks hjá Sjóvá þar til hann varð að láta af störfum vegna veikinda árið 2017. Snæbjörn gekk í hjónaband með Freyju Dís Thongsanthia. Þau skildu en eignuðust eina dóttur, Önju Elísabetu, sem er fædd þann 29. júní árið 2007. Hún var augasteinn Snæa og mikil pabbastelpa alla tíð. Í júní árið 2017 greindist bróð- ir okkar með þriðja stigs krabba- mein í heila. Þetta var honum og fjölskyldunni allri mikið áfall. Talið var að hann myndi ekki ná nema einu og hálfu ári en hann aflaði sér þekkingar og beitti sig aga til að hjálpa líkamanum að fást við krabbameinið. Hann fór í gegnum skurðaðgerð, geisla- og lyfjameðferð en tamdi sér líka breytta lifnaðarhætti, gjör- breytti mataræðinu, stundaði föstur og fleira sem hann taldi koma að gagni. Hann náði rúm- um fjórum árum eftir grein- inguna og naut ágætra lífsgæða stærstan hluta þess tíma. Sjálfs- aginn, sem hann hafði tileinkað sér í kraftlyftingunum, kom sér vel í þessu ferli. Sem barn var bróðir okkar í senn bókaormur og skemmtilega uppátækjasamur. Sem fullorðinn maður var Snæi stoltur og þrjóskur, duglegur, sparsamur, jafnlyndur og sáttur við hlut- skipti sitt í lífinu. Hann var vel liðinn til vinnu og þægilegur í hóp, þjónustulundaður, ábyrgur og metnaðarfullur. Mesta metn- aðinn lagði hann þó í uppeldi dóttur sinnar sem var stærsta gjöfin sem lífið færði honum. Anja var gimsteinninn hans. Hún hélt í hönd pabba síns þegar hann kvaddi. Við systkinin kveðjum þig líka, þökkum þér samfylgdina öll þessi ár, vináttuna og allt það sem þú gafst okkur og okkar fjöl- skyldum. Hvíl í friði kæri bróðir, systk- ini þín Páll, Íris, Ragnhildur, Bjarki og Linda. Snæbjörn Aðils ✝ Sigrún Sigurð- ardóttir fæddist í Stykkishólmi 7. maí 1943. Hún lést á Landspítalanum 12. september 2021. Foreldrar hennar voru Sigurður Steinþórsson, f. 11. október 1899, d. 29. apríl 1966, og Anna Oddsdóttir, f. 12. júlí 1902, d. 15. febrúar 2001. Systkini Sigrúnar eru Stein- þór, f. 14. febrúar 1933, Gunn- ar Oddur, f. 20. febrúar 1935, d. 29. nóvember 2005, og Har- aldur, f. 31. maí 1939. Fóst- ursystur hennar voru Ingi- björg Þorvaldsdóttir, f. 25. ágúst 1972, börn þeirra eru Atli, f. 18. nóvember 1996 og Selma Dröfn, f. 14. apríl 2001. Seinni kona Fjölnis er Björg Alexandersdóttir, f. 22. júlí 1975. 2) Guðrún Árnadóttir, f. 7. október 1970, gift Martin Kollmar, f. 20. maí 1971, börn þeirra eru Kjalar, f. 28. októ- ber 1999, Hekla, f. 13. mars 2002, Sölvi, f. 17. nóvember 2005, og Áróra, f. 8. apríl 2012. 3) Fróði Árnason, f. 13. desember 1979. Sigrún bjó fyrstu árin í Stykkishólmi þar til fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Austurbæjarskóla í Reykjavík og stundaði síðar nám í lýðháskóla í Svíþjóð. Að námi loknu hóf hún störf í Bún- aðarbanka Íslands þar sem hún vann nær alla sína starfs- ævi. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 23. sept- ember 2021, klukkan 13. júní 1925, d. 18. nóvember 2018, og Anna Þor- valdsdóttir, f. 4. apríl 1929, d. 16. ágúst 2000. Sigrún giftist Árna Þór Krist- jánssyni, f. 27. ágúst 1940. For- eldrar hans voru Kristján Jóhann- esson, f. 23. sept- ember 1909, d. 26. júlí 1985, og Guðrún Árnadóttir, f. 18. september 1919, d. 21. maí 2007. Börn Sigrúnar og Árna eru: 1) Fjölnir Þór Árnason, f. 26. desember 1966, var giftur Sig- ríði Guðmundsdóttur, f. 14. Fyrstu jólagjöfinni frá Sig- rúnu og Bússa gleymi ég aldrei. Hún var klædd í gylltan pappír með handgerðum lituðum engli. Ég hafði aldrei séð eins fallegan pakka og ég tímdi varla að opna hann. Þetta var náttsloppur sem mágkona mín saumaði handa mér. Þetta var fyrsti mjúki pakk- inn sem Sigrún gaf mér og þeir áttu eftir að verða fleiri. Að fá mjúka pakka frá Heiðargerðinu var best. Allt handverk lék í höndunum á Sigrúnu. Hún var smekkleg og listræn og hafði ein- stakt lag á að finna hvað passaði best hverjum og einum. Hún hafði alltaf prjónakörfuna við höndina og ég var ekki sú eina sem fékk handgerða flík frá henni. Öll fjölskyldan naut góðs af sköpunargleði Sigrúnar og börn og barnabörn lögðu oft inn pantanir fyrir nýrri prjónaflík. Við töluðum oft um það að gaman hefði verið ef Sigrún hefði safnað saman og jafnvel ljósmyndað alla handavinnuna sem hún skapaði og gaf öðrum. Það hefði orðið falleg bók úr því safni. Við Raggi kíktum oft á tíðum í heimsókn til þeirra í Heiðargerð- ið og þau til okkar á Kambó og það þurfti ekki að hringja á und- an sér. Við spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. Umræðu- efnið var oftar en ekki góð bók sem við urðum að lesa eða góð sería á Netflix sem þau urðu bara að sjá. Svo voru sagðar sögur frá gömlum og eftirminnilegum vin- um og kunningjum og fjölskyldu- sögur alla leið aftur í Búðardal og Stykkishólm. Umræðuefnið var óþrjótandi og alltaf var hægt að finna nýja vinkla á gömlum og góðum sögum. Samstarfsfólk úr Búnaðarbankanum bar oft á góma en þar unnu Bússi og Sig- rún alla sína starfstíð. Alltaf var jafn gaman að heyra sögur af vinnufélögunum og í þeim hópi urðu nokkrir bestu vinir þeirra og félagar. Bússi bróðir hefur alltaf verið mikill bílaáhugamaður. Hann kaupir bíla og selur og á bílana sína mislengi. Sigrún lenti oft í því að bíllinn sem var heimilisbíll á mánudegi var horfinn á þriðju- degi. Hann var seldur og annar kominn í hans stað. En þessu vandist Sigrún og úr urðu skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Bússi og Sigrún voru heppin að hafa fundið hvort annað og þau áttu gott líf saman. Í sam- bandi þeirra var gagnkvæm virð- ing og vinátta. Þau nutu þess að vera í góðra vina hópi, fara í ferðalög og veiðiferðir saman, og síðast en ekki síst voru þau mikið fjölskyldufólk. Betri foreldra og afa og ömmu var erfitt að finna. Og þrátt fyrir aldursmuninn átti enginn betri bróður og mágkonu en ég. Elsku Bússi bróðir og fjöl- skylda. Við samhryggjumst ykk- ur innilega. Sigrún er farin og hennar verður sárt saknað. Hald- ið áfram að halda vel utan um hvert annað í sorg ykkar og gleði eins og þið hafið alltaf gert. Sigrún og Ragnar. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum yndislega vin- konu okkar Sigrúnu. En þá vakna líka góðar minningar frá liðnum áratugum um margvísleg samskipti okkar og Sigrúnar og Árna. Öll unnum við lengi í Bún- aðarbankanum, Dóra og Sigrún í bókhaldinu saman og Árni og Moritz áttu einnig langa sam- vinnu í aðalútibúi bankans. Þetta voru góð ár á góðum vinnustað. Í frítímum fórum við á fyrri árum í ferðalög ásamt börnum okkar í orlofshús bankans. Síðar tóku við veiðiferðir víðsvegar um landið. Einnig fórum við saman í fjöl- margar utanlandsferðir til margra landa sem eru okkur ógleymanlegar. Þá gleymast ekki heldur frábærar ferðir í Stykk- ishólm þar sem við nutum gest- risni Sigrúnar og Árna sem þar áttu hlut í góðu og gömlu húsi. Öll voru þessi samskipti okkur til mikillar gleði. Sigrún hafði mjög góða nærveru og einkar gott skopskyn og oft var glatt á hjalla. Það var gaman að fylgjast með stækkandi fjölskyldu þeirra og hvað þau voru öll samrýnd. Við sendum Árna vini okkar og fjöl- skyldunni allri hugheilar samúð- arkveðjur. Dóra og Moritz. Kær vinkona okkar, hún Sig- rún, er látin og langar okkur saumaklúbbsvinkonur hennar í hartnær 40 ár að minnast hennar með örfáum orðum. Við kynnt- umst í bókhaldi Búnaðarbankans þar sem við unnum saman, en þó mislengi. Þó að nokkrar hafi horfið þaðan í önnur störf á lífs- leiðinni þá héldum við alltaf hóp- inn með reglulegum samveru- stundum og ýmsum skemmtilegum uppákomum. All- an þennan tíma höfum við hist reglulega heima hjá hver annarri og þar að auki ferðuðumst við saman innanlands og fórum einn- ig í nokkrar frábærar utanlands- ferðir, en frá öllum þessum sam- verustundum í gegnum tíðina eigum við mjög dýrmætar minn- ingar. Sigrún var einstök manneskja; góð vinkona, mörgum hæfileikum gædd og mikill snillingur í hönd- unum. Allt sem hún bjó til, hvort sem var í matargerð, prjóni eða saumi, lék í höndunum á henni. Hún hefði sómt sér vel sem fata- hönnuður því hugkvæmni og smekkvísi hennar var einstök. Sigrún var einstaklega skemmtilegur og traustur vinur og hafði góðan húmor. Sigrún var mikil fjölskyldu- kona og hugsaði einstaklega vel um sitt fólk. Sigrún og Árni, eft- irlifandi eiginmaður hennar, áttu einstaklega aðlaðandi heimili og hugsuðu vel um alla sína nánustu og ræktuðu vini sína af mikilli kostgæfni. Það er mikið skarð fyrir skildi að missa Sigrúnu úr okkar hópi, en ekki er langt síðan Linda okk- ar kvaddi. Við sendum Árna, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og megi guð styrkja þau í sorginni. Hjartans kveðjur, Þórunn, Dóra, Þóra og Huld. Kæra vinkona, kveðjustundin er runnin upp, fyrr en við höfðum vonað og fyrr en við vorum til- búnar til. Það erfitt að sjá á bak vini eftir að hafa fylgst að í þrjátíu og sex ár. Söknuðurinn er sár og þótt minningarnar ylji yfirskygg- ir hann þær einmitt núna. En brátt munu þær birtast, bjartar og fagrar, til að hugga og sefa. Vinátta þín var svo óskaplega mikils virði og aldrei bar þar nokkurn skugga á þótt árunum fjölgaði. Við fáum það aldrei full- þakkað að hafa kynnst þér og fengið að vera þér samferða. Elsku Sigrún, þú varst svo mikil fyrirmyndarmanneskja, einstaklega listræn með svo næmt auga fyrir fegurð að allt varð sérstakt í kringum þig. Handavinna lék í höndunum á þér en ævinlega voru þín verk ólík allra annarra. Þér tókst að setja svip þinn á allt sem þú komst við, sama hvort það var að prjóna peysu, hekla, sauma, leggja á borð eða elda. Allt varð einhvern veginn svo fallegt þegar þú hafðir farið um það höndunum. Heimili þitt var svo hlýlegt og smekklegt og þú sjálf ævinlega glæsileg. Þú kunnir líka listina að hlusta og það var svo gott að vera sam- vistum við þig. Þú dæmdir ekki, reyndir frekar að bera í bætifláka fyrir þá sem hlutu misjafna dóma. Það var líka stutt í brosið og þú kunnir vel að meta kímni og hafð- ir jafnframt skarpa sýn á menn og málefni. Tilhugsunin um að þú verðir ekki í hópnum næst þegar við hittumst og ekki með í næstu ferð Óráðsíu er enn svo óraunveruleg. En þú getur verið viss um að nafn þitt mun bera á góma og lyft verð- ur glösum og skálað fyrir góðum byr og fararheill þinni á því ferða- lagi sem þú hefur nú lagt upp í. Það er svo sárt að sakna en tárin eru sæla heimsins svalalind, þau mýkja sorgina, styrkja hugann og endurspegla fegurð þess sem er syrgður. „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku Árni, Fjölnir, Guðrún og Fróði og barnabörnin, ykkar missir er mikill og við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Þínar vinkonur í saumaklúbbn- um Óráðsíu, Steingerður, Guðrún, Kolbrún, Ásdís, Sigrún F., Sigrún J. og Þórdís. Sigrún Sigurðardóttir Nú er Geir farinn héðan á annað til- verustig. Ég var „kaupamaður“ á Kjaransstöðum sem krakki, þar sem ég naut umhyggjusemi Geirs og Jóhönnu, móðursystur minnar, og kennslu í sveitastörf- um. Að reka kýrnar og sækja í mjaltir. Að virða skepnurnar. Að Geir Guðlaugsson ✝ Geir Guð- laugsson fædd- ist 24. október 1935. Hann lést 1. september 2021. Útförin fór fram 13. september 2021. nota vélarnar o.s.frv. Minnist Geirs með hlýju og þakklæti. Mér tókst eitt sinn að skemma heytætluna (snún- ingstækið) og átti von á að verða skammaður í kurl! Geir skammaðist ekkert, en áminnti mig um að nota það sem hann var búinn að kenna mér. Svo bara lagaði hann skemmdirnar, enda snill- ingur með logsuðutæki og önnur tól. Ég man þegar hann kom með síðasta heyhlassið einn dag- inn og við mokuðum því saman á blásarann. Það lá á, því rigning var í loftinu. Okkur tókst að bjarga heyinu í hlöðu en mér er minnisstæðast að Geir reif sig úr að ofan og vann eins og berserk- ur! Með slitinn upphandleggs- vöðva á hægri …! en það dró ekki úr afköstunum og mér leið eins og eldspýtu við hliðina á símastaur! Geir var músíkalskur. Flinkur nikkuleikari og með sterka bassarödd! Rödd sem ég heyri í huganum þegar ég rifja upp mjaltatíma og jenka-danskvöld á Kjaransstöðum. Elsku Jóhanna, Elsa, Didda, Pála, Anna Jóna og Laufey Helga, öllum ykkur og öðrum Geir tengdum votta ég samúð um leið og ég þakka Guði fyrir að hafa notið samvista við ykkur öll. Haukur Hauksson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birting- ar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.