Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 33
un þess eru ráðandi mál í pólitískri umræðu í Reykjavík fyrir alþing- iskosningar. Hér mætti tiltaka efnahagsmál, stjórnarskrá, utanrík- isstefnu, mannréttindi hverskonar, umhverfi og loftslag og heilbrigð- isþjónustu. Þungi á heilsugæslu og sjúkrahús er mikill, enda er þjóðin að eldast og fólki að fjölga. Heims- faraldur kórónuveirunnar hefur sömuleiðis gert heilbrigðismálin gildismeiri í umfjöllun með óskum um meiri fjármuni, nýja valkosti, auknar forvarnir, rekstrarform og svo framvegis. Hvað varðar mál- efni nærsamfélagsins, sem svo eru kölluð, brennur á mörgum í Reykjavík að létt verði á töppum sem skapast á götum borgarinnar á álagstímum. Borgarlína og Sundabraut eiga að bæta úr þessu og boðað er að senn verði farið í framkvæmdir, þar sem sveitar- félögin eru í aðalhlutverki, meðal annars í krafti samgöngusáttmála við ríkið. Stöðugleikinn oft nefndur „Stjórnmálin snúast alltaf að nokkru leyti um hagsmuni í hverju kjördæmi. Samgöngur og byggða- mál eru áberandi úti á landi; það er gömul saga og ný. Á höfuðborg- arsvæðinu eru málefnin önnur, rétt eins og hagsmunir kjósenda. Nú bregður líka svo við að hvort rík- isstjórnin haldi eða falli er stórt kosningamál, þar sem haldið er á lofti að núverandi samstarf hafi verið farsælt og tryggi áfram stöð- ugleika, en það hugtak er einmitt oft nefnt í baráttu fyrir alþingis- kosningar,“ segir Eva H. Önnu- dóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. boða í Reykjavík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarholt Keyrt með krakkaskarann á kjördæmamörkum við Gvendar- geisla. Pólitík snýst um að búa í haginn fyrir framtíðina og börnin. Úrslit kosninga í október 2017 2.897 atkv. 8,1% 1 þingm. B – Framsókn 8,5% 1 þingm. 3.043 atkv. 8,5% 1 þingm. C – Viðreisn 11,3% 2 þingm. 8.143 atkv. 22,8% 2 þingm. D – Sjálfstæðisflokkur 16,3% 2 þingm. 2.914 atkv. 8,2% 1 þingm. F – Flokkur fólksins 9,0% 1 þingm. J – Sósíalistaflokkur 4,4% 2.701 atkv. 7,6% 1 þingm. M – Miðflokkur 5,1% 1 þingm. 4.076 atkv. 11,4% 2 þingm. P – Píratar 13,3% 1 þingm. 4.661 atkv. 13,0% 1 þingm. S – Samfylking 17,1% 2 þingm. 6.750 atkv. 18,9% 2 þingm. V – Vinstri græn 13,4% 1 þingm. Fjóla Hrund Björnsdóttir MFjöldi á kjörskrá: 45.725 sem er fjölgun um 118 frá kosningunum í október 2017 Fjöldi þingsæta: 11 (þar af tvö jöfnunarþingsæti) Talning atkvæða verður í Laugardalshöll Reykjavíkur- kjördæmi suður Þingmenn og fylgi nú samkvæmt könnunum MMR frá 8. til 22. september Lilja Dögg Alfreðsdóttir B Hanna Katrín Friðriksson C Daði Már Kristófersson C Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir D Rósa Björk Brynjólfsdóttir S Kristrún Mjöll Frostadóttir S Svandís Svavarsdóttir V Björn Leví Gunnarsson P Hildur Sverrisdóttir D Inga Sæland F 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Invacare OrionMetro Vönduð rafskutla fyrir þá sem kjósa þægindi, öryggi og gæði RAFSKUTLUR Upplifðu frelsi og aukin tækifæri Hámarkshraði 10 km/klst Hámarksdrægni 54 km Verð 549.000 kr. „Sumt í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi hér er langt á eftir því sem gerist t.d. annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Sig- urður Valur Jakobsson, grunnskóla- og ökukennari. „Vilja til úrbóta í þessum málum vantar ekki, en fé verður að fylgja. Margir krakkar standa höllum fæti og þurfa stuðningsþjón- ustu í skólum sem því miður er ekki hægt að veita nema í tak- mörkuðum mæli. Slíkt getur reynst samfélaginu afar dýrt.“ Styðja þarf betur skólastarf „Í heilbrigðismálum þarf að gera betur,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogi. „Hvernig til tókst við krabbameinsleit meðal kvenna hefur verið mjög sárt. Við prestar eigum líka oft samtöl við fólk sem glímir við fátækt, til dæmis vegna örorku og er illa statt fjárhagslega. Þá þarf að mæta hælisleitendum betur, slíkt er einfaldlega mannréttindamál.“ Hælisleitendur og mannréttindi „Stórefla þarf neytendavernd,“ segir Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna. „Setja þarf hámark á inn- heimtukostnað og færa eftirlit með innheimtustarfsemi til óháðs aðila. Skýra þarf lög um hópmálsóknir og hlutverk al- mannasamtaka þar. Þá þarf að gera neytendum auðveldara að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota. Núverandi fyrirkomulag sektargreiðslna til ríkissjóðs gagnast ekki.“ Neytendavernd verði stórefld „Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur ungu fjöl- skyldufólki sem er að koma yfir sig þaki,“ segir Erna Jóna Guðmundsdóttir háskólanemi. „Svo þarf að útrýma biðlistum í heilbrigðiskerfinu, svo sem því að 900 börn bíða eftir þjón- ustu talmeinafræðinga. Þá skiptir mig miklu að fundin sé raunhæf lausn í loftslagsmálunum. Að lokum, þá er algjör tímaskekkja að áfengi sé eingöngu selt í ríkisverslunum.“ Stöðugleika fyrir ungar fjölskyldur 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Eitt af því sem borið hefur á góma að undanförnu um myndun ríkis- stjórnar eftir alþingiskosningar er að efna til samstarfs samkvæmt svonefndu Reykjavíkur- módeli. Þar er um að ræða að flokkarnir frá miðju til vinstri fari í samstarf um landsmálin. Með Reykavíkur- módeli er vísað til núverandi meirihluta í borgarstjórn, nema að Framsóknarflokkurinn er þar ekki. Skoðanakannanir síðustu daga benda til þess að Framsókn, miðjuflokkurinn, geti orðið í lykil- stöðu við myndun næstu stjórnar. Birgir Guðmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir ríkisstjórn í Reykjavíkurstíl vissulega koma til greina, sérstaklega ef fáir aðrir möguleikar bjóðist. Þó að sam- starfið í borgarstjórn hafi gengið vel þýði slíkt samt ekki endilega að samvinna sömu eða líkra flokki í ríkisstjórn gangi upp. „Fræðin segja almennt að ólík- legra sé að mynduð sé sam- steypustjórn margra flokka en færri flokka og að slíkar stjórnir séu þá líka fallvaltari. Meiri óvissa fylgir fleiri flokkum,“ segir Birgir. „Ef fjórir eða jafnvel fimm vinstri eða miðjuflokkar ná að skapa inn- byrðis traust og trúnað, líkt og segja má að ríkt hafi í meirihlut- anum í Reykjavík, er hugsanlega hægt að slá á slíka óvissu. En á móti kemur að þetta yrðu aðeins að hluta sömu flokkar og í Reykja- vík. Þá eru samskipti á sveitar- stjórnarstigi annars eðlis en á landsvísu. Samstarfið í Reykjavík- urlistanum frá 1994 til 2006 náði til dæmis aldrei að speglast í um- ræðum um samstarf á landsvísu.“ Ekki ljósrit af borgarstjórn Þó að Reykjavíkurborg sé stórt sveitarfélag og skarpar þar línur til dæmis í skipulagsmálum, segir Birgir að verkefni í rekstri sveitar- félaga séu oftar en ekki almenn úr- lausnarefni og ekki eins hug- myndafræðileg og gerist í lands- málum. „Átakafletir gætu orðið fleiri í ríkisstjórnarsamstarfi en í sveitar- stjórnarmeirihluta. Vissulega virð- ist einn raunverulegra valkosta í stöðunni vera að mynda fjölflokka samsteypustjórn til vinstri. Ég tel samt afar hæpið að ætla að slíkur valkostur verði einhvers konar ljósrit af meirihlutasamstarfinu í Reykjavík,“ segir Birgir. Reykjavíkurmódel ef fáir aðrir möguleikar bjóðist Birgir Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.