Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fer í síðustu utanlandsferðina fyrir hönd Alþingis á þessu kjörtímabili. Á vef Alþingis kemur fram að Ágúst Ólafur sæki norrænan sam- ráðsfund IPU, heimssambands þjóðþinga, í Hels- inki í Finnlandi dagana 22.-24. september. Með honum í för er Arna Gerður Bang, starfs- maður skrifstofu Alþingis. Almennar kosningar til Al- þingis fara fram næstkomandi laug- ardag, 25. september, þegar kosnir verða 63 einstaklingar til setu á Al- þingi. Þann sama dag verður þing rofið samkvæmt forsetabréfi, sem gefið var út 12. ágúst sl. Missa umboðið á miðnætti Eftir þær breytingar sem gerðar voru á stjórnarskránni 1991 (24. gr.) skulu alþingismenn halda umboði sínu fram til kjördags. Nýtt Alþingi skal koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. Með þingrofinu á laugardaginn missa allir núverandi alþingismenn umboð sitt frá miðnætti á föstudag- inn. Sumir þeirra munu ekki setjast aftur á Alþingi, þar á meðal Ágúst Ólafur. Hann er ekki meðal fram- bjóðenda hjá Samfylkingunni á laug- ardaginn. Eftirtaldir þingmenn, sem kjörnir voru á Alþingi 28. október 2017, verða annaðhvort ekki á listum flokkanna eða í efstu sætum þeirra í kosningunum nú: Albertína Frið- björg Elíasdóttir, Ari Trausti Guð- mundsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, Kristján Þór Júl- íusson, Ólafur Ísleifsson, Páll Magn- ússon, Sigríður Á. Andersen, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy, Steingrímur J. Sigfús- son, Þorsteinn Víglundsson (hætti á kjörtímabilinu), Þorsteinn Sæ- mundsson og Þórunn Egilsdóttir (látin). Tveir af þeim þingmönnum sem nú hætta hafa verið í hópi þing- manna sem lengst hafa setið á Al- þingi. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra hefur verið þingmaður frá 2007, í rúm 14 ár og fjóra mánuði. Steingrímur J. Sigfús- son þingforseti hefur setið á Alþingi frá 23. apríl 1983. Þegar þingsetunni lýkur á laugardaginn hefur hann setið á þingi í 38 ár, fimm mánuði og 12 daga. Þar með verður hann kom- inn í 4. sæti yfir þá þingmenn sem lengst hafa setið á Alþingi Íslend- inga frá upphafi. Kjörtímabilið á Íslandi er fjögur ár. Núverandi tímabil nær þeim tímamörkum ekki að fullu og vantar þar upp á rúman mánuð. Kjör- tímabilið verður 1.428 dagar: Þrjú ár, 10 mánuðir og 28 dagar. Utanlandsferðum var hætt Forsætisnefnd þingsins ákvað í mars 2020 að fella niður vinnutengd- ar ferðir þingmanna og starfsfólks Alþingis frá og með 17. mars það ár. Var það vegna heimsfaraldurs kór- ónuveirunnar. Enda var hefðbund- inni þátttöku í alþjóðastarfi sjálf- hætt þegar þingmannafundir og -ráðstefnur færðust í rafrænt form að frumkvæði skipuleggjenda. Sparnaður fyrir Alþingi var veruleg- ur, eða rúmlega 40 milljónir króna á heilu ári. Ferðalög til útlanda hófust að nýju í sumar þegar slakað var á takmörkunum sem gilt höfðu um ferðalög og samkomhald. Ágúst Ólafur lokar nú þessum hring með ferðalaginu til Helsinki. Ágúst Ólafur fer í síðustu ferðina - Núverandi alþingismenn missa umboð sitt frá og með næsta laugardegi - Allmargir þingmenn verða ekki í kjöri á laugardag - Utanlandsferðir þingmanna féllu niður í rúmt ár vegna heimsfaraldursins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Heimsfaraldurinn hefur sett mikinn svip á þinghaldið og grímuskylda var tekin upp. Á myndinni eru Krist- ján Þór Júlíusson og Kolbeinn Óttarsson Proppé, en þeir láta báðir af þingmennsku frá og með næsta laugardegi. Ágúst Ólafur Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.