Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 12
12 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, fer í síðustu
utanlandsferðina fyrir hönd Alþingis
á þessu kjörtímabili.
Á vef Alþingis kemur fram að
Ágúst Ólafur sæki norrænan sam-
ráðsfund IPU,
heimssambands
þjóðþinga, í Hels-
inki í Finnlandi
dagana 22.-24.
september. Með
honum í för er
Arna Gerður
Bang, starfs-
maður skrifstofu
Alþingis.
Almennar
kosningar til Al-
þingis fara fram næstkomandi laug-
ardag, 25. september, þegar kosnir
verða 63 einstaklingar til setu á Al-
þingi. Þann sama dag verður þing
rofið samkvæmt forsetabréfi, sem
gefið var út 12. ágúst sl.
Missa umboðið á miðnætti
Eftir þær breytingar sem gerðar
voru á stjórnarskránni 1991 (24. gr.)
skulu alþingismenn halda umboði
sínu fram til kjördags. Nýtt Alþingi
skal koma saman eigi síðar en tíu
vikum eftir kjördag.
Með þingrofinu á laugardaginn
missa allir núverandi alþingismenn
umboð sitt frá miðnætti á föstudag-
inn. Sumir þeirra munu ekki setjast
aftur á Alþingi, þar á meðal Ágúst
Ólafur. Hann er ekki meðal fram-
bjóðenda hjá Samfylkingunni á laug-
ardaginn.
Eftirtaldir þingmenn, sem kjörnir
voru á Alþingi 28. október 2017,
verða annaðhvort ekki á listum
flokkanna eða í efstu sætum þeirra í
kosningunum nú: Albertína Frið-
björg Elíasdóttir, Ari Trausti Guð-
mundsson, Ágúst Ólafur Ágústsson,
Guðjón S. Brjánsson, Gunnar Bragi
Sveinsson, Helgi Hrafn Gunnarsson,
Jón Þór Ólafsson, Kolbeinn Ótt-
arsson Proppé, Kristján Þór Júl-
íusson, Ólafur Ísleifsson, Páll Magn-
ússon, Sigríður Á. Andersen, Silja
Dögg Gunnarsdóttir, Smári
McCarthy, Steingrímur J. Sigfús-
son, Þorsteinn Víglundsson (hætti á
kjörtímabilinu), Þorsteinn Sæ-
mundsson og Þórunn Egilsdóttir
(látin).
Tveir af þeim þingmönnum sem
nú hætta hafa verið í hópi þing-
manna sem lengst hafa setið á Al-
þingi. Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegsráðherra hefur verið
þingmaður frá 2007, í rúm 14 ár og
fjóra mánuði. Steingrímur J. Sigfús-
son þingforseti hefur setið á Alþingi
frá 23. apríl 1983. Þegar þingsetunni
lýkur á laugardaginn hefur hann
setið á þingi í 38 ár, fimm mánuði og
12 daga. Þar með verður hann kom-
inn í 4. sæti yfir þá þingmenn sem
lengst hafa setið á Alþingi Íslend-
inga frá upphafi.
Kjörtímabilið á Íslandi er fjögur
ár. Núverandi tímabil nær þeim
tímamörkum ekki að fullu og vantar
þar upp á rúman mánuð. Kjör-
tímabilið verður 1.428 dagar: Þrjú
ár, 10 mánuðir og 28 dagar.
Utanlandsferðum var hætt
Forsætisnefnd þingsins ákvað í
mars 2020 að fella niður vinnutengd-
ar ferðir þingmanna og starfsfólks
Alþingis frá og með 17. mars það ár.
Var það vegna heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar. Enda var hefðbund-
inni þátttöku í alþjóðastarfi sjálf-
hætt þegar þingmannafundir og
-ráðstefnur færðust í rafrænt form
að frumkvæði skipuleggjenda.
Sparnaður fyrir Alþingi var veruleg-
ur, eða rúmlega 40 milljónir króna á
heilu ári. Ferðalög til útlanda hófust
að nýju í sumar þegar slakað var á
takmörkunum sem gilt höfðu um
ferðalög og samkomhald. Ágúst
Ólafur lokar nú þessum hring með
ferðalaginu til Helsinki.
Ágúst Ólafur fer í síðustu ferðina
- Núverandi alþingismenn missa umboð sitt frá og með næsta laugardegi - Allmargir þingmenn verða
ekki í kjöri á laugardag - Utanlandsferðir þingmanna féllu niður í rúmt ár vegna heimsfaraldursins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Heimsfaraldurinn hefur sett mikinn svip á þinghaldið og grímuskylda var tekin upp. Á myndinni eru Krist-
ján Þór Júlíusson og Kolbeinn Óttarsson Proppé, en þeir láta báðir af þingmennsku frá og með næsta laugardegi.
Ágúst Ólafur
Ágústsson