Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki,
Snúrur, Minniskort,
USB lyklar og fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
SNJALLTÆKJA
VIÐGERÐIR
Við gerum við alla síma,
spjaldtölvur, tölvur
og dróna
*Innihald
fylgir ekki
ný
sending
Taska kr. 5.000
Taska + Startsett kr. 8.500
Startsett
kr. 5.500
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landsvirkjun áformar útboð á verk-
framkvæmd vegna uppsetningar á
hrunvarnargirðingum á Kára-
hnjúkum sumarið 2022.
Framkvæmdin snýr að uppsetn-
ingu á hrunvarnargirðingum til að
hefta hrun grjóts úr Fremri-
Kárahnjúk. Þá er einnig talsverð
jarðvinna við að gera skeringu til að
búa til stall (bermu) á bak við girð-
ingarnar til þjónustu á líftíma mann-
virkisins.
Verkið er enn í hönnun og því
liggja ekki allar forsendur þess fyrir
enn sem komið er. Verkið verður
hins vegar unnið við krefjandi að-
stæður, að því er fram kemur í frétt á
heimasíðu Landsvirkjunar. Það
verður unnið í miklum bratta og þar
sem ekki er áætlaður aðkomuslóði að
uppsetningarstaðnum þarf að flytja
aðföng að með krana eða þyrlu. Mikil
áhersla verður lögð á öryggismál.
„Verkið mun því krefjast sérhæfðrar
þekkingar og verða kröfur útboðs í
samræmi við það,“ segir í fréttinni.
Skoðunarferð fyrir bjóðendur
Þar sem vetraraðstæður á svæð-
inu eru krefjandi er einungis mögu-
legt að skoða verkstaðinn og kynna
sér aðstæður að sumri eða hausti og
því hefur Landsvirkjun boðað til
skoðunarferðar fyrir væntanlega
bjóðendur 28. september nk. Vegna
eðlis framkvæmdarinnar og flækju-
stigs hennar hvetur Landsvirkjun
bjóðendur eindregið til að mæta og
skoða aðstæður á staðnum hafi þeir
áhuga á að bjóða í verkið.
Miðað er við að útboðsgögn verði
tilbúin til afhendingar fyrir lok árs
2021. Útboðið verður auglýst sér-
staklega þegar gögnin eru tilbúin.
„Grjóthrun hefur ekki verið
vandamál vegna þess að gripið hefur
verið til aðgerða til að koma í veg fyr-
ir það og því hvorki menn né mann-
virki í hættu,“ segir Ragnhildur
Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar.
Verkefnið núna snýst um að hemja
og/eða fanga laust grjót sem hrynur
úr Fremri-Kárahnjúk niður á að-
komuveg að stíflumannvirkjum.
Á framkvæmdatímanum, þ.e. við
byggingu stíflumannvirkjanna, voru
settar upp hrunvarnargirðingar sem
gegndu þessu hlutverki, en þær eru
nú komnar á tíma. Hrun sem þetta
orsakast af náttúrulegum aðstæðum,
frostsprengdu grjóti og rofi sem
verður við leysingar.
Síðastliðið sumar og sumarið 2017
voru starfsmenn svissneska verktak-
ans Gasser að störfum fyrir austan,
við að tryggja laust berg ofar í Kára-
hnjúknum. Það var m.a. til að
tryggja öryggi við það verk sem nú
tekur við, þ.e. næsta sumar, sem er
fyrst og fremst endurnýjun og um
leið endurhönnun á hrunvarnargirð-
ingum, segir Ragnhildur.
Girðingarnar 150 metrar
Í verkinu felst m.a. uppsetning á
um 150 lengdarmetrum af hrunvarn-
argirðingum (5 metra háar) í sam-
ræmi við kröfur og leiðbeiningar
framleiðanda ásamt allri tengdri
jarðvinnu og undirstöðuvinnu fyrir
mannvirkið (steyptar undirstöður,
borun og bergboltun o.fl.).
Jökulsá á Dal er stífluð við
Fremri-Kárahnjúk og er það jafn-
framt langstærsta stífla Kára-
hnjúkavirkjunar. Stíflan er 700
metra löng og 198 metra há. Hún er
meðal hinna stærstu í heimi af þess-
ari gerð.
Gerð hennar hófst árið 2002 og
virkjunin var gangsett 2007.
Unnið við krefjandi aðstæður
- Landsvirkjun ætlar að setja upp girðingar til að hefta hrun grjóts úr Fremri-Kárahnjúk - Verkið
verður unnið í miklum bratta og mun því krefjast sérhæfðrar þekkingar - Verður unnið næsta sumar
Ljósmynd/Landsvirkjun
Fremri-Kárahnjúkur Hrunvarnir eru komnar til ára sinna og þörf var á endurbótum. Verkið verður unnið 2022.