Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Það líður varla sá dagur að Sameinuðu þjóðirnar rati ekki í fréttir og þá oftast í tengslum við stærstu áskoranir samtím- ans: heimsfaraldurinn, hraðfara loftslagsbreytingar og hryllileg átök og örbirgð. Samstarf sem spratt upp úr hörmungum tveggja styrjalda og hefur síð- astliðin 76 ár verið mikilvæg- asti vettvangur starfs í þágu friðar, mannréttinda og framþróunar. Allar þjóðir, stór- ar sem smáar, hafa notið góðs af samstarf- inu sem snertir nær allar hliðar tilverunnar: réttindi og skyldur ríkja, mannréttindi, um- hverfisvernd, afvopnun, orkumál og stjórn- arfar svo fátt eitt sé nefnt. Nú eru bráðum liðin 75 ár frá því að Ísland gerðist aðild- arríki, 19. nóvember 1946. Starf Sameinuðu þjóðanna hefur sennilega aldrei verið eins brýnt og einmitt núna, enda viðfangsefnin ærin. Ísland hefur frá upphafi verið öflugur málsvari alþjóðalaga, sjálfbærrar nýtingar auðlinda en síðast en ekki síst mannréttinda og jafnréttis. Ég hef sem utanríkis- og þró- unarsamvinnuráðherra aukið þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna. Þróttmikil fram- ganga Íslands í mannréttindaráðinu undir- strikar þá staðreynd. Við höfum á síðustu árum eflt samstarf við lykilstofnanir og sjóði Sameinuðu þjóðanna sem m.a. vinna að menntun og velferð barna, kynjajafnrétti, mæðravernd og kynfræðslu. Það er breiður stuðningur við þetta mikilvæga starf meðal Íslendinga eins og kannanir hafa ítrekað staðfest og öflugt starf landsfélaga Samein- uðu þjóðanna sýnir. Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna og er kastljósinu eðlilega beint að stóru málunum á borð við heimsfar- aldurinn, aðgerðir í loftslagsmálum en síðast en ekki síst hvernig við getum aukið traust og dregið úr spennu í alþjóðasamskiptum. Áherslur Íslands eru skýrar. Við munum til dæmis áfram beita okkur fyrir jafnari dreif- ingu bóluefna og höfum nú þegar lagt til umtalsverða fjármuni í það starf. Sérstaklega þarf að huga að því að uppbygging og þróun í kjölfar faraldursins stuðli að aukinni velsæld og sjálfbærni í anda heimsmarkmiða Samein- uðu þjóðanna. Öll ríki þurfa að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda, standa við Parísarsam- komulagið og auka metnað í loftslagsmálum. Á sama tíma þarf að styðja tekjulægri ríki til að þróa lausnir í loftslags- málum. Þar hef ég lagt sér- staka áherslu á að miðla af sérþekkingu Ís- lands í orkumálum og samþættingu jafnréttismála m.a. með því að efla þátttöku íslenskra fyrirtækja og félagasamtaka í þró- unarsamvinnuverkefnum sem snúa að lofts- lagsmálum. Það dylst engum að töluverðar hræringar hafa verið að eiga sér stað í alþjóðastjórn- málum, sem endurspegla breytta heims- mynd og valdahlutföll. Ísland hefur, ásamt helstu samstarfsríkjum, beitt sér gagnvart þeim sem leitast við að veikja eða end- urskilgreina alþjóðalög, mannréttindi eða önnur grundvallarviðmið, sem hafa reynst okkur öllum vel. Virk þátttaka í starfi Sameinuðu þjóðanna er og verður einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu og við ættum að nota 75 ára afmælið, 19. nóvember nk., til að ræða hvernig við viljum sjá Ísland leggja sitt af mörkum til að Sameinuðu þjóðirnar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki til framtíðar. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Ísland hefur frá upphafi verið öflugur málsvari al- þjóðalaga, sjálfbærrar nýt- ingar auðlinda en síðast en ekki síst mannréttinda og jafn- réttis. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Sterk rödd meðal þjóða Það er umhugsunarefni hve efnahagsmál hafa fengið litla at- hygli í kosningabaráttunni. Auð- vitað hefur þar áhrif að okkur hef- ur gengið vel að glíma við efnahagsleg áhrif heimsfaraldurs- ins. Efnahagslífið varð fyrir miklu höggi en áhrifin voru milduð eins og kostur var og búið svo um hnútana að viðspyrna næðist aft- ur sem fyrst. Allt bendir til að það sé að takast. Þvert á ýmsar spár hefur kaupmáttur aukist, atvinnuleysi minnkað hratt og hagvöxtur hefur tekið við sér. Jákvæð þróun sést því víða og góðar forsendur fyrir batn- andi hag bæði heimila og fyrirtækja. Jákvæð merki en viðkvæm staða Staðan er hins vegar viðkvæm. Ríkissjóður kemur mjög skuldsettur út úr kreppunni. Sú staða þýðir að við verðum að nálgast efnahagsmálin af sérstakri varfærni. Margir gera ráð fyrir að við munum „vaxa út úr vandanum“. Það er gott svo langt sem það nær. Forsenda þess að efnahagslífið nái sér á strik, að unnt verði að greiða niður skuldir og bæta þjón- ustu hins opinbera, er auðvitað kröftugur hag- vöxtur, aukin verðmætasköpun og aukning útflutn- ingstekna. Ef þetta er ekki í lagi er auðvitað tómt mál að tala um að „vaxa út úr vandanum“ og öll stóru og dýru kosningaloforðin verða innistæðu- laus. Árangurinn er nefnilega ekki sjálfgefinn. At- vinnulífið er sem betur fer öflugt þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika. Það mun hins vegar ekki standa undir áframhaldandi lífskjarabata nema réttu skil- yrðin séu fyrir hendi. Þess vegna höfum við sjálf- stæðismenn lagt áherslu á að draga úr skattheimtu og reglubyrði til að auka svigrúm atvinnulífsins. Af sömu ástæðu höfum við lagt áherslu á ábyrga rík- isfjármálastefnu því hún ræður miklu um hinar efnahagslegu forsendur. Þá höfum við líka lagt áherslu á stöðugleika við stjórn landsins enda sýnir reynslan að pólitískur óróleiki hjálpar engum, hvorki á efnahagssviðinu né á öðrum sviðum þjóðlífsins. Skuldsetning og skattahækk- anir leysa engan vanda Um leið hljótum við að vara við hugmyndum um stórfellda aukn- ingu ríkisútgjalda. Það að keyra upp útgjöldin með óábyrgri skuldsetn- ingu getur ekki endað nema á einn veg. Við vörum jafnframt við hug- myndum um skattahækkanir á fólk og fyrirtæki, sem alltaf eru til þess fallnar að draga úr slagkrafti efna- hagslífsins. Við höfnum líka hugmyndum um að stjórnmálamenn og embættismenn séu best til þess fallnir að ákveða í smáatriðum hvernig fyrirtækin eigi að haga starfsemi sinni, áherslum og fjárfestingum, umfram það að fylgja lögum og almennum leikreglum. Sjálfstæðisflokkur eða vinstri glundroði Á þessu sviði er skýr munur á hugmyndum Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna. Mun- urinn er líka skýr þegar kemur að viðhorfinu til pólitísks og stjórnarfarslegs stöðugleika. Það skiptir miklu í sambandi við hugmyndir manna um stjórnarmyndun að kosningum loknum. Eins og kosningabaráttan hefur þróast blasir við að í þeim efnum eru bara tveir raunverulegir kostir í boði; annars vegar þriggja flokka ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan og hins vegar fjögurra til sex flokka vinstri stjórn. Ég læt lesendum eftir að meta hvort slíkt stjórn- armynstur sé líklegt til að stuðla að pólitískum og efnhagslegum stöðugleika. Efnahagslegur stöðugleiki í húfi Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson » Pólitískur óróleiki hjálpar engum, hvorki á efnahags- sviðinu né á öðrum sviðum þjóðlífsins. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. BSRB birti nýlega nið- urstöður rannsóknar sem Félagsvísinda- stofnun HÍ vann fyrir fé- lagið, sem sýnir að þjóðin telur almannaþjónustu mikilvægasta fyrir hag- sæld þjóðarinnar. Þar kemur fram að afgerandi meirihluti landsmanna vill að sjúkrahús og heilsugæsla séu al- mannaþjónusta sem rekin er af hinu op- inbera. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar sagði um 81% að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús og um 68% töldu að hið op- inbera ætti að reka heilsugæslur. Mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar sam- kvæmt þessu auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Þessi afstaða þjóðarinnar kemur ekki á óvart enda er það margsannað að heil- brigðiskerfi þar sem almannaþjónusta er ráðandi eru aðgengilegri, betri og ódýrari en þar sem einkarekstur er ráð- andi. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessum skýra þjóðarvilja á kjörtímabilinu. Opinber heilbrigðisþjónusta í forgang Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur varð stefna Vinstri grænna í heilbrigðismálum ofan á. Þar var efling opinberu heilbrigð- isþjónustunnar – almannaþjónustunnar – sett í forgang. Þetta var ekki í sam- ræmi við stefnu samstarfsflokka okkar og því fólst í þessu mikill málefnalegur árangur fyrir okkur Vinstri græn. Ríkisstjórnin hefur sett almannaþjón- ustuna og styrkingu hennar í forgang í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu þrátt fyrir hávær mótmæli hagsmunahópa og einstaka þingmanna stjórnarmeirihlutans. Þrátt fyrir skýran þjóð- arvilja um áherslu á al- mannaþjónustu í heil- brigðismálum virðast Vinstri græn vera eina framboðið sem á sæti á Al- þingi sem tekur hann al- varlega og er raunveru- lega tilbúið að setja eflingu hins opinbera heil- brigðis- og velferðarkerfis í fyrsta sæti. Hinir flokk- arnir hafa ekki tekið skýra afstöðu með almannaþjónustunni. Sum framboð hafa reyndar gert það að sínu helsta áherslumáli að auka einkarekst- ur í heilbrigðiskerfinu á næsta kjör- tímabili. Það er þó ljóst að öllum fram- boðum er þjóðarviljinn ljós því ekkert þeirra þorir að kalla einkarekstur sínu rétta nafni og grípur þess í stað til af- vegaleiðandi orðlags eins og „fjölbreytt rekstrarform“, „sjálfstæður rekstur“ og „þjónustuvæðing“. Höfnum hagnaðardrifnum einkarekstri Oftar en ekki er sömuleiðis bent á fé- lagasamtök sem hafa átt farsælt sam- starf með opinbera kerfinu þegar sam- talið er raunverulega um það hvort við viljum hleypa hagnaðardrifnum einka- fyrirtækjum í sameiginlega sjóði okkar. Vinstri græn hafa stutt við fé- lagasamtök sem sinna heilbrigðisþjón- ustu án þess að greiða sér arð vegna starfseminnar á afmörkuðum sviðum en við höfnum því algerlega að einkareknir aðilar í heilbrigðiskerfinu geti sótt sér fé til skattgreiðenda til að greiða sér út arð. Á þessu tvennu er skýr og mik- ilvægur munur. Eftir stendur að áherslur flokkanna á miðjunni eru óskýrar og misvísandi, hvort sem það er með vilja gert eða ekki. Raunar má með góðum vilja skilja marga flokka þannig að þeir gætu vel hugsað sér aukinn hagnaðardrifinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Vinstri græn eru skýr með það að við munum aldrei greiða leið hagnaðardrif- inna einkafyrirtækja að peningum skattgreiðenda. Við köllum eftir því að aðrir flokkar komi skýrt fram með sína afstöðu í þessum málum. Opinber kerfi eru betri en einkarekin vegna þess að þau stuðla að auknum jöfnuði og tryggja betur aðgengi allra að þjónustu. Í covid sýndu opinber kerfi víða um heim sína yfirburði þar sem saman fór jafnt aðgengi og yfirsýn. Op- inber rekstur verður eina leið okkar til að byggja betur upp aðgengi að heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni, enda hafa einkaaðilar sjaldnast áhuga á rekstri við krefjandi aðstæður eins og eru meðal dreifðari byggða. VG talar skýrt Þrátt fyrir fögur fyrirheit flokkanna um að rekstrarform eigi ekki að skipta einstaklinginn máli er staðreyndin sú að einkarekin þjónusta er í mörgum til- vikum dýrari fyrir notandann en op- inber þjónusta, og að jöfnu aðgengi að þjónustunni er þar með stefnt í hættu. Munurinn á málflutningi flokkanna er augljós. Flokkarnir á miðjunni tala út og suður. Vinstri græn kjósa hins vegar almannaþjónustu eins og þjóðin. Þess vegna er atkvæði greitt Vinstri grænum atkvæði greitt almannaþjónustu. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt almannaþjónustu Eftir Svandísi Svav- arsdóttur » Flokkarnir á miðj- unni tala út og suður. Vinstri græn kjósa hins vegar almannaþjónustu eins og þjóðin. Svandís Svavarsdóttir Höfundur er heilbrigðisráðherra. Yfir 100 skatta- hækkanir, ný skatt- þrep, óstyrk hag- stjórn, kaupmáttur dregst saman, stýri- vextir hækka sem hækka lánagreiðslur venjulegs fólks, öll tækifæri gripin til að eyða fjármunum rík- isins í óhagkvæmar umsóknir um aðild að ríkjasambandi þar sem núverandi aðildarríki reyna að losna, pólitísk- ar hreinsanir úr dómskerfinu, þjóð- nýting helstu atvinnuvega, sjávar- útvegurinn eyðilagður og hættir samhliða að gefa af sér til þjóð- arbúsins, lífskjör dvína, velmegun dregst saman og heimsendaspár óma. Þetta er ekki fögur sýn en er það sem blasir við ef margra flokka rík- isstjórn til vinstri tekur við stjórnartaumum eftir kosningar. Ekki er um að ræða hugarburð undirritaðs heldur raunveruleikann sem Íslendingar sátu uppi með undir vinstristjórn Vinstri grænna og Samfylkingar 2009-2013 og það sem bætist við þegar Sósíalista- flokkurinn, Píratar og Viðreisn slást í hópinn 2021. En það er hægt að grípa í taum- ana. Það er hægt að koma í veg fyr- ir að þessi raunveruleiki endurtaki sig. Það veltur hins vegar á kosn- ingunum á morgun, laugardag. Seðlabankastjóri hefur sett það í orð, skýrt og skorinort, að ef hag- stjórn verði óstyrk næstu árin sé ekkert annað í boði en að hækka stýrivexti. Það liggur fyrir að það kemur venjulegu fólki á Íslandi illa – launin hætta að duga fyrir út- gjöldum við þær aðstæður. Það vilj- um við ekki. Miðflokkurinn stendur sterkum fótum með stefnu og áætlanir fyrir næstu ár á Íslandi sem tryggja sterka hag- stjórn, ráðdeild í ríkisrekstri, hvata til skattalækkana á fólk og fyrirtæki, hlut- deild venjulegs fólks í góðum ríkisrekstri með því að greiða hluta afgangs inn á reikninga fólks á hverju ári, hlutdeild venjulegs fólks í arðbærum sjávar- útvegi og annarri auðlindanýtingu með greiðslu hluta auðlindagjalda inn á reikning fólks á hverju ári, skilning á mikilvægi þess að skapa verðmæti og skapa umhverfi svo venjulegt fólk geti komið hug- myndum sínum í framkvæmd í friði og bætt eigin lífskjör og annarra. Miðflokkurinn er einnig öflugt aðhald og sterkur Miðflokkur er mikilvægt tæki til að halda stjórn- völdum við efnið, verja einstakling- inn gegn ágangi ríkisvaldsins og taka slaginn þegar vegið er að hagsmunum íslenskrar þjóðar. Það höfum við ítrekað gert og höldum áfram. Vinstristjórn gæti tekið við völd- um í næstu viku. Miðflokkurinn verður viðspyrnan ef á reynir. Fjögur ár í frosti? Eftir Bergþór Ólason Bergþór Ólason »Miðflokkur heldur stjórnvöldum við efnið, ver einstakling- inn gegn ágangi ríkis- valdsins og tekur slag- inn þegar vegið er að hagsmunum íslenskrar þjóðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.