Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Þeir sem vilja evru núna ættu að staldra við þetta: Er tíma- bært að setja gríðar- lega harðan aga, með sársauka atvinnumiss- is yfir höfði sér, á ein- göngu starfsfólk gjaldeyrisgreina, meðan langflestir mundu sleppa við þennan ótta? Svar sumra þeirra sem mundu sleppa er „já“, en ég segi nei. Gera þarf atvinnulífið fjöl- breyttara og stöðugra áður. Orku- vinnsla og stóriðja er stöðugust, við eigum óvirkjaða græna orku, notum hana. Allir vita að landið flytur inn mest af sínum nauðsynjum og að eingöngu gjaldeyrir gerir þann innflutning mögulegan. Hug- myndin um að setja þennan harða aga á landsmenn hefur þennan ágalla: Við efnahagsáfall, sem ylli gjaldeyrisskorti, mundu nokkur þúsund manns missa vinnuna vegna gjaldþrota sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtækja. Aðrir, langtum fleiri, mundu bara halda lífi sínu áfram „eins og ekkert hefði í skorist“. Það þýðir að halli yrði á utanríkisviðskiptum. Landið mundi safna erlendum skuldum. Ekki yrði fyrirséð hve lengi og hve miklar þær yrðu, en sú staða sem mundi skapast yrði ósjálfbær. Gjaldþrota fyrir- tæki eru leyst upp. Starfsmannahópurinn tvístrast og þekking hans með. Eignir eru seldar á uppboði. Þessi ferill tekur langan tíma. Hvort sem það er aflabrest- ur, verðfall, brestur í komu ferðamanna eða e.t.v. allt þetta í senn, þá taka svona sveiflur tíma. Til að vilji til að fjárfesta og reisa ný fyrirtæki á grunni gamalla skapist er ekki nóg að geta keypt eignir á hrak- virði á uppboði. Menn þurfa að sjá fram á hagnað. Þangað til vilja menn bíða og sjá til. Til að hagnaðarvon myndist þyrfti að lækka launin. Það er kallað „niðurfærsla“ og stundum „hin leiðin“, af því að leiðirnar eru bara tvær, gengislækkun eða nið- urfærsla. Dettur einhverjum í hug í alvöru að á meðan stærstur hluti þjóðarinnar lifir lífi sínu áfram „eins og ekkert hafi í skorist“ verði sátt og friður um að þeir sem allt byggist á, starfsmenn gjaldeyrisaflandi greina, verði endurráðnir á miklu lægri laun- um? Menn stæðu frammi fyrir því að verða að lækka öll laun í land- inu! Halda menn að samstaða og sátt yrði um það? Launalækkun án t.d. skuldalækkunar? Evran yrði sjálfskaparvíti Eftir Ragnar Önundarson » Gjaldþrota fyrirtæki eru leyst upp. Starfsmannahópurinn tvístrast og þekking hans með. Eignir eru seldar á uppboði. Þessi ferill tekur langan tíma. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur. Stjórnmálamenn yrðu fyrir orrahríðinni. Kannski þyrfti meira en eitt kjörtímabil til. Í kosninga- baráttu yrði úrbótum lofað. Skipt yrði um ríkisstjórn. Ný stjórn mundi afnema tengingu krónunnar við evru, ef sú leið (sem Viðreisn mælir með) hefði verið reynd. Aðild að ESB (sem Samfylkingin segist vilja) hefði langan aðdrag- anda. Meira en eitt kjörtímabil. Það yrði langt og leiðinlegt rifrildi. Það tæki langan tíma fyrir al- menning að skilja þetta samhengi sem ég var að lýsa. Sársauki og reiði. Enn og aftur misskipting og mismunun. Fengum við ekki nóg af slíku eftir hrun? Svonefnt „fljót- andi gengi“, sem lagar sig eftir að- stæðum með því að lækka þegar áföll verða en styrkist svo á ný þegar batnar í ári, heldur gjald- eyrisaflandi fyrirtækjum gangandi. Það er af tvennu illu skárri kostur en þau ósköp sem felast í „hinni leiðinni“. Stjórnandi morgunútvarps RÚV tók svo til orða í við- tali við Björn Inga Hrafnsson að Björn hefði „lagt eyrað við jörðina“, og þannig náð að lesa í póli- tísku stöðuna hér á landi nú skömmu fyrir kosningar. Niðurstaða Björns reyndist einföld: Enginn veit neitt! Skoðanakann- anir benda að vísu til þess að ríkisstjórnin hangi á bláþræði samkvæmt samantekt Kjarnans, hún sé reyndar svo gott sem fall- in. En er það svo? Björn Ingi benti réttilega á að þessi þróun væri vægast sagt skrýtin, af því undanfarið hefði ríkisstjórnin mælst vinsæl í könnunum, sér í lagi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Eins og flestum mun kunnugt þóttu frumbyggjar Norður- Ameríku skynsamir; þeir lögðu jú eyrað við jörðina eins og Björn til að átta sig. Indíánarnir vildu átta sig á staðsetningu vísundahjarða og hrossa, en þeir „lögðu eyru“ við fjölmörg önnur mál og leystu af yfirvegun. Ágæti kjósandi, hugsaðu þig nú vel um og „leggðu eyra að jörðu“ af yfirvegun áður en þú kýst. Mið- að við núverandi stöðu bendir flest til þess að það verði þrautin þyngri að koma saman starfhæf- um þingmeirihluta að loknum þessum haustkosningum. Það þýð- ir með öðrum orðum að stjórnar- kreppa geti verið yfirvofandi, ástand sem enginn kærir sig um er til þekkir. Það þýðir að stjórn- kerfið verði stefnulaust eða í besta falli á einhvers konar sjálfsstýr- ingu með hjálp lítt þekktra emb- ættiskvenna og -manna úti í bæ. Slíkt ástand er í raun ávísun á glundroða eins og dæmin hafa sýnt hér fyrr á tímum, t.d. við upphaf fimmta ára- tugar síðustu aldar og við lok þess áttunda. Björn nefndi að kjósendur hefðu ef til vill ekki gleymt að- draganda þess hvern- ig núverandi rík- isstjórn varð til; þess vegna vilji þjóðin ekki ganga í gegnum slík leiðindi aftur. Kjós- endur virðist með öðr- um orðum sækjast eftir stöðugleika þar sem miðjan blómstri. Hin harkalegu skoðanaskipti á sitthvorum ásnum hugnist fólki ekki lengur, fólk vilji einfaldlega að lífið haldi áfram, stöðugleikinn haldist. En hvernig á það að ganga þeg- ar fylgið lekur til allra átta eins og raun ber vitni? Í fyrsta skipti í sögunni eru flokkar í framboði hérlendis orðnir 9-10 talsins, flest- ir með fylgi á bilinu 6% til 15%. Baráttumálin eru að sama skapi mörg og margbreytileg svo sem ákall um nýja stjórnarskrá sem enginn fótur er fyrir, súrrealískar hugmyndir um Evrópusambands- aðild, stefna í umhverfismálum byggð á vanþekkingu og kall á svonefnt Reykjavíkurlíkan – fyrir- mynd sem gerir hverja skráveif- una á fætur annarri, nú síðast ólýðræðislega ákvörðun um 10 milljarða glórulausa uppbyggingu svokallaðra stafrænna innviða án útboðs eða umræðu almennt. Þess vegna veltir Björn því réttilega fyrir sér af hverju menn vilji nú vinstri stjórn á meðan vin- sældir ríkisstjórnarinnar hafi ver- ið eins og raun ber vitni og allt virðist bjart fram undan eftir erf- iða baráttu við skæða kórónu- veiru, sem ríkisstjórnin reynist hafa tekist á við af skynsemi. Þótt skýringarnar séu ekki þær sömu þá virðist svipuð staða í uppsiglingu hér og í Noregi. Jo- nas Gahr Støre, formaður Verka- mannaflokksins í Noregi, stendur nú frammi fyrir þeim vanda að mynda „vinstri stjórn“ ásamt tveimur öðrum flokkum með sterkan þingstyrk, Miðflokknum og Sósíalíska vinstri flokknum. – Í Noregi erum við sem sagt að tala um viðræður þriggja flokka; hér á landi gætum við verið að tala um viðræður fjögurra eða jafnvel fimm flokka og ágreiningurinn þar á milli engu minni. Baráttumál norsku flokkanna hafa reynst svo sundurleit að sum- ir telja það nálgast kraftaverk ef stjórnarmyndun næst. Þau eru ekki einungis mörg, heldur er ágreiningur einnig mikill um for- gangsröðun. Líkt og hér eru það skattamál, utanríkismál (ESB, EES og NATO) og síðast en ekki síst umhverfismál, sem verða lík- lega einn versti höfuðverkur Norðmanna um langa framtíð; Norðmenn byggja jú efnahag sinn að miklu leyti á framleiðslu jarð- efnaeldsneytis og búa í stóru og strjálbýlu landi sem er háð slíkri orku; samgöngutæki og landbún- aðarvélar þurfa jú olíu. Í því sam- bandi má benda á að dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskól- ann á Akureyri, hefur vakið at- hygli á umhverfisvænni hlið ís- lenska kvótakerfisins. Ágæti kjósandi, „leggðu eyra að jörðu“ áður en þú kýst. Höldum stöðugleikanum áfram, forðumst „vinstri“ glundroða! Eyrað við jörðina í aðdraganda kosninga Eftir Meyvant Þórólfsson Meyvant Þórólfsson » Hvernig á það að ganga þegar fylgið lekur til allra átta eins og raun ber vitni? Í fyrsta skipti í sögunni eru flokkar í framboði hérlendis orðnir 9-10 talsins, flestir með fylgi á bilinu 6% til 15%. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Þar sem bæði Sam- fylking og Viðreisn eru með stanslausan áróður fyrir inngöngu í Efna- hagsbandalagið vil ég benda íslenskum mæðrum sem eiga unga og mannvænlega syni á, að nú er svo komið að yfirmenn þess banda- lags hafa í alvöru talað um að koma upp 5-20 þúsund manna her og ef þessum fyrrgreindu flokkum yrði að ósk sinni að koma Íslandi í ESB yrði auðvitað her- skylda hér á landi og þar með yrðu íslenskir synir mæðra sinna kall- aðir í herinn til að berj- ast hver veit hvar. Því vil ég benda þeim ágætu íslensku mæðr- um, sem hlut eiga að máli og mörgum öðrum á að með því að kjósa Samfylk- inguna eða Viðreisn er auðvitað verið að kjósa yfir sig herskyldu og hver vill það á Íslandi? Svo ég tali nú ekki um að ESB myndi ráða yfir fiskimið- unum okkar. Er nokkur búinn að gleyma þorskastríðinu? Einnig er skemmst að minnast þegar ungur ís- lenskur drengur féll í bardaga á milli stríðandi fylkinga í útlöndum og hafa líkamsleifar hans ekki fundist enn svo vitað sé og móðirin syrgir. Viðlíka ástand gæti því miður orðið stað- reynd hér á landi, að ungir synir Ís- lands ættu eftir að falla í bardögum erlendis. Ég kemst því ekki hjá að benda ís- lenskum mæðrum ungra sona og raunar öllum öðrum á að eini stjórnmálaflokkurinn, sem stendur einhuga á móti inngöngu er Mið- flokkurinn X-M. Ótrúlegt viðhorf Það tíðkast nú sem aldrei fyrr að foringjar stjórnmálaflokkanna Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og ný- stirnisins Sósíal- istaflokksins gefi út stóryrtar yfirlýsingar með mikilli vanþóknun um að þeir muni alls ekki vinna með Mið- flokknum og Sjálfstæð- isflokknum. Þvílíkur hroki og lítilsvirðing fyrir sjálfum sér og auð- vitað öðrum líka og virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir að til er orð, sem heitir málamiðlun. Þeir stjórnmálaforingjar sem svona hrópa eru auðvitað bara núll og nix og sjálf- ir alls ekki stjórntækir. Hverslags hroki og heimska er þetta eiginlega? Og nú getur hver sem er með heil- brigða skynsemi giskað á hvernig sambúðin yrði hjá fyrrgreindum flokkum og foringjum og jafnvel ef fimmti flokkurinn bættist við í vit- leysuna á því stjórnarheimili ef svo ólíklega vildi til að til yrði. Má ég nú vinsamlega benda á Mið- flokkinn X-M sem er vænlegur kost- ur. Hvað segja íslensk- ar mæður nú? Eftir Hjörleif Hallgríms »Eftir lestur þessarar greinar held ég sé fátt annað í stöðunni en að kjósa Miðflokk- inn X-M. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er ellilífeyrisþegi á Akureyri. Það dýrmætasta sem maður gerir í kosningabaráttu er að hlusta á fólk. Einn hóp er sérlega gaman að tala við og það eru eldri borgar, okkar besta fólk eins og við segjum í Miðflokknum. Það fyrsta sem maður tekur eftir er hve fjöl- breyttur hópur þetta er. Það að eldast sviptir þig ekki sér- kennum eða persónuleika. Eldra fólk hefur frá miklu að segja, ígrundar hlutina og hefur hógværar og eðlileg- ar óskir til okkar sem erum að fást við stjórnmál. Það er eitt atriði sem mig langar að ávarpa sérstaklega en það tengist búsetuúrræðum aldraðra en um það hef ég fengið fjölmargar ábendingar sem við Miðflokksmenn ætlum að taka til gagngerrar skoðunar enda fellur það vel að sýn okkar að fjöl- breyttum lausnum fyrir alla. Þannig er ljóst að búseta á eigin heimili hent- ar ekki öllum, jafnvel þótt þeir þurfi ekki dvöl á hjúkrunarheimili. Það er hins vegar svo að búsetuúrræði fyrir eldra fólk eru allt of fábreytt eins og staðan er í dag. Því virðist sem svo að það vanti millistig milli búsetu á eigin heimili og hjúkrunarheimili og þetta hefur Landssamband eldri borgara verið að minna á. Það er brýnt að byggja upp þannig búsetuform til hagsbóta fyrir eldra fólk og þá ekki síður fyrir velferðarkerfið, sem er á forræði ríkis og sveitarfélaga. Þessi búsetuform þurfa ekki að vera dýr, geta fallið inn í borgarskipulag og tengst öðrum búsetuúr- ræðum, svo sem hjá stúdentum og tengt þessa hópa saman. Eins og allir vita höf- um við úr fjármunum Framkvæmdasjóðs aldraðra að moða en ákvæði kveða á um að þeim verði einungis var- ið til byggingar stofn- ana fyrir aldraða og til að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar og endur- bætur á húsnæði sem notað er til þjónustu við þá eins og kveðið er á um í lögum. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða upp á nýtt um leið og við gerum gangskör í að efna skyldur okkar við okkar besta fólk. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásætt- anlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Mið- flokksins þýðir atkvæði fyrir leiðrétt- ingu á aðstæðum og kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Fjölbreytt búsetuúrræði fyrir okkar besta fólk Eftir Vilborgu Þórönnu Bergmann Kristjánsdóttur » Atkvæði til Mið- flokksins þýðir at- kvæði fyrir leiðréttingu á aðstæðum og kjörum eldri borgara. Höfundur er lögfræðingur og sátta- miðlari og skipar 1. sæti á lista Mið- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.