Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 31
um vel og allir voru jafnir - nema
hugsanlega KR-ingar sem honum
þótti aðeins betri en annað fólk.
Dýrmætustu minningar okkar
um afa tengjast jólunum. Eins og
á flestum bæjum byrjuðu þau
alltaf eins. Rétt fyrir klukkan sex
á aðfangadag komu þau þramm-
andi inn. Afi byrjaði á að stilla
klukkuna í stofunni og býsnast yf-
ir þessu fólki sem byggi þarna og
kynni ekki á klukku. Því næst
kveikti hann á messunni á meðan
amma setti lokahnykkinn á sós-
una. Þá byrjuðu jólin.
Afi var og verður stór hluti af
lífi okkar og fyrir hann erum við
afar þakklát. Með þessum orðum
viljum við þakka afa Inga fyrir
alla umhyggjuna, grínið, mynd-
irnar og hlýjuna alla tíð.
Þín barnabörn,
Hanna, Lilja, Gunnar.
Nú hefur elsku Ingi kvatt, tæp-
lega einu og hálfu ári á eftir Lilju
eiginkonu sinni, en í huga okkar
hafa þau alltaf verið samtengd.
Við kynntumst þeim fyrir 45 ár-
um sem tengdaforeldrum Hrund-
ar systur og við vorum svo heppin
að búa í sama stigagangi og þau á
Kaplaskjólsveginum í mörg ár.
Það var okkur til mikillar gæfu,
en ekki er sjálfgefið að hitta fyrir
fólk á fyrsta degi búskapar sem
varð félagar okkar og velgjörðar-
menn.Til þeirra gátum við alltaf
leitað um hvaðeina, bæði góð ráð
og allt milli himins og jarðar sem
þurfti að fá lánað. Þau mættu
okkur ætíð með bros á vör, velvild
og vinskap og svo hefur verið all-
ar götur síðan.
Ingi var sérstaklega laginn og
ráðagóður og þegar eitthvað var
bilað, setja þurfti keðjur á bíl,eða
að ekki sé talað um þegar taka
átti myndir, þá var auðvitað leitað
til hans. Við eigum margar mynd-
ir af fjölskyldunni okkar sem
hann tók af alkunnri snilld.
Myndirnar innramma á sérstak-
an hátt hógværð Inga og fag-
mennsku og minna á tengsl okkar
sem einkenndust af hlýju og
væntumþykju.
Ingi var alltaf með glettnislegt
blik í augum og gráglettinn húm-
or var aldrei langt undan. Við
minnumst hans með virðingu,
gleði og þakklæti. Guð blessi
minningu Inga.
Laura, Magnús og fjölskylda.
Ingimundur Magnússon, eða
Ingi eins og hann var ávallt kall-
aður, var giftur Lilju föðursystur
minni, sem lést í fyrra. Pabbi
minn og Lilja voru miklir mátar
alla tíð og eðlilega mikill sam-
gangur milli fjölskyldna okkar og
ég man ekki eftir mér öðruvísi en
að Ingi hafi verið hluti af lífinu.
Í bernskuminningum mínum
var sólskin alla daga. Við, foreldr-
ar mínir og seinna einnig systkini
mín; Lilja, amma Guðlaug og
strákarnir, sátum öll í sumarföt-
um á teppi úti í garði, stundum
líka afi Gunnar og aðrir ættingj-
ar. Ég á svo ljóslifandi og góðar
minningar frá þessum sólskins-
dögum barnæskunnar. Við börn-
in stækkuðum og foreldrar okkar
breyttust eilítið ár frá ári og ekki
brást að einn mann vantaði á allar
myndirnar – jú, auðvitað mynda-
smiðinn sjálfan, hann Inga. Inga,
sem gerði það að verkum að ég,
systkini mín og okkar afkomend-
ur getum í dag rifjað fyrirhafn-
arlaust upp sæludaga æskunnar,
gleðina í andlitum allra og allt það
fallega sem einkenndi bernskuna.
Í þá daga áttu fæstir mynda-
vélar og myndir fyrir vikið fátíðar
á flestum heimilum. En ekki hjá
okkur sem nutum þess hve ólatur
Ingi var að koma og mynda öll
okkar æviskeið. Ég get ekki
þakkað Inga nógsamlega fyrir að
glæða lífið öllum þessum fallegu
minningum sem örugglega hefðu
endað í glatkistunni hefði mynd-
anna hans ekki notið við.
Ingi var mikill listamaður og
myndir hans bera af hvar sem
þær birtast, sem að mínu mati er
ekki nógu víða. En Ingi var ekki
bara listamaður, heldur get ég
einnig með sanni sagt að hann
var einhver sá vænsti og elsku-
legasti maður sem ég hef kynnst.
Guð blessi minningu þessa
góða manns. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til frænda
minna þriggja og fjölskyldna
þeirra.
Guðlaug Kjartansdóttir.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Ingimundur Magnússon
ljósmyndari, sá mikli sómamað-
ur, er látinn á 91. aldursári. Ingi
eins og hann var ávallt kallaður
var giftur Lilju Gunnarsdóttur
föðursystur minni sem lést fyrir
nokkrum árum og áttu þau tvo
syni, Magnús og Gunnar, auk
þess að ala upp bróður minn
Bolla Þór.
Þegar Lilja og Ingi voru að
draga sig saman voru foreldrar
okkar Bolla skilin og höfðum við
bræður þá farið hvor í sína átt-
ina, þótt ekki væri langt á milli
okkar. Hann á Bárugötuna til
ömmu okkar Guðlaugar Kvaran
og ég á Vesturgötuna til ömmu
Ísafoldar og afa Einars.
Það lýsir best mannkostum
Inga að hann skuli ungur maður
taka við ekki aðeins tengdamóð-
ur heldur einnig ungum bróður-
syni konu sinnar sem hann gekk
svo sannarlega í föðurstað og
gerði engan mun á honum og
tveimur sonum sínum sem þau
Lilja eignuðust síðar.
Það var alltaf mikið samband
á milli mín og Inga enda ávallt
gott að koma bæði á Laugaveg-
inn og lengst af á Kaplaskjóls-
veginn og margs að minnast frá
þessum tíma. Ingi var mikill KR-
ingur eins og lög gera ráð fyrir í
hans fjölskyldu og þótti gott að
búa við hliðina á KR-heimilinu.
Bolli Þór sýndi snilldartakta í
knattspyrnu í yngri flokkum KR
sem og í nokkrum meistara-
flokksleikjum áður en hann hélt
utan til náms og bæði Magnús og
Gunnar léku með KR upp alla
yngri flokkana, Gunnar þó mest í
körfubolta og lék hann einnig í
meistaraflokki í nokkur ár. Lífið
á Kaplaskjólsvegi snerist því
mikið um íþróttir og KR og því
engin furða þótt undirrituðum
hafi þótt gaman að koma þar!
Ingi var mikill fjölskyldumað-
ur og mikill vinur vina sinna.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum hjá honum og mikið var
gott að geta leitað til hans með
lífsins vandamál. Alltaf hélt hann
ró sinni og hann var meira fyrir
að nota fá orð en fleiri en var þó
aldrei feiminn við að segja sína
meiningu. Hann var ávallt mætt-
ur á merkisdögum í mínu lífi með
ljósmyndavélina að vopni og
mikið á ég honum að þakka að ég
skuli eiga svona margar minn-
ingar á pappír. Hann var skip-
aður „hirðljósmyndari“ Íshesta
sem við Sigrún stofnuðum 1983
frá byrjun og rækti það starf af
mikilli alúð alla tíð. Án hans hefði
saga þessa fyrirtækis ekki verið
skráð og það fór ekkert á milli
mála hversu stoltur hann var af
fyrirtækinu og ekki hefur það
minnkað er sonur hans Gunnar
gerðist einn af eigendum þess
fyrir nokkrum árum. Ingi var
reyndar mikill hestamaður sjálf-
ur og átti hesta í mörg ár.
Það er mikill harmur kveðinn
að öllum sem þekktu Inga við
fráfall hans en eftir standa ljúfar
minningar um góðan dreng sem
gæddur var fágætum mannkost-
um.
Við Sigrún sendum Bolla,
Magnúsi, Gunnari og eiginkon-
um ásamt börnum og barnabörn-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðum Guð að styrkja
þau í sorginni.
Einar Gunnar Bollason.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
✝
Guðmundur
Þórir Friðjóns-
son fæddist á Upp-
sölum í Norður-
árdal 26. maí 1944.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands Akra-
nesi 15. september
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Friðjón
Jónsson bóndi, f. 6.
maí 1903, d. 5. maí 1991 og
Lovísa A. Guðjónsdóttir hús-
freyja, f. 24. júní 1915, d. 14.
október 1986.
Guðmundur var annar í fimm
systkina röð, þau eru Fríða Dag-
björt, f. 1941, d. 1942, Anna
Ragnheiður, f. 1946, Guðjón, f.
1948 og Olga, f. 1956.
inmaður hennar er Jóhann S.
Andrésson og eiga þau þrjár
dætur. 5) Sigurþór, f. 10. maí
1983, sambýliskona hans er Sig-
ríður Ólöf Valdimarsdóttir og
eiga þau átta börn.
Fyrstu þrjú árin bjó Guðmund-
ur með foreldrum sínum á Upp-
sölum í Norðurárdal og fluttist
svo að Hóli í Svínadal á fardögum
árið 1947. Guðmundur byrjaði
ungur að aldri að vinna fyrir sér
við ýmis störf. Haustið 1962 hóf
hann nám við Bændaskólann á
Hvanneyri og útskrifast þaðan
vorið 1964. Árið 1966 kynnist
hann eftirlifandi konu sinni, Sig-
ríði Illugadóttur, og gifta þau sig
16. desember 1967. Þau bjuggu
alla sína búskapartíð á Hóli þar
til í nóvember 2019, þá fluttu þau
á Akranes.
Guðmundur verður jarðsung-
inn í Akraneskirkju 24. sept-
ember kl. 13 og verður athöfn-
inni streymt á vef Akraneskirkju,
https://www.akraneskirkja.is/
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Eftirlifandi eig-
inkona Guðmundar
er Sigríður Illuga-
dóttir, f. 30. sept-
ember 1946, og
eignuðust þau fimm
börn: 1) Friðjón, f.
18. september 1967,
eiginkona hans er
Sylvía Rós Helga-
dóttir og eiga þau
fjögur börn. 2)
Höskuldur Kristján,
f. 23. desember 1968, d. 27. nóv-
ember 2019, eftirlifandi eig-
inkona hans er Kristjana J. Jó-
hannsdóttir og eiga þau þrjú
börn. 3) Jón Þórólfur, f. 18. sept-
ember 1973, eiginkona hans er
Silja Ósk Björnsdóttir og eiga
þau fjóra syni. 4) Sæunn Kol-
brún, f. 1. nóvember 1978, eig-
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Hjartansþakkir fyrir yndislega
samveru í gegnum árin ástin mín,
þín er sárt saknað.
Þín eiginkona,
Sigríður (Sirrý)
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Við þökkum fyrir gott samstarf í
gegnum búskapinn, það var alltaf
mikil kappsemi í þér. Maður var
kannski nýbyrjaður á einhverju
verki, þá varst þú kominn og varst
fljótur að segja „ég get gert þetta
ef þú vilt fara að gera eitthvað ann-
að, nú ég er bara að bjóða þetta, ég
er réttur til þess!“ Minnið þitt var
rosalega gott. Gott dæmi um það
var ef þú sást einhverja kind, sem
fékk sérmeðhöndlun á sauðburði, í
smalamennsku um haustið, þá gast
þú rakið vorsögu hennar eins og
hún lagði sig. Kindin hafði borið
þennan dag, var í þessari stíu,
lömbin þurftu pela og þar fram eft-
ir götum. Það verður tómlegt í
morgunmjöltum, þegar enginn
kemur og spyr hvað er að frétta og
hvort við séum búin að lesa Skessu-
hornið eða Bændablaðið. Það kom
svo sem ekki alltaf að sök, þar sem
þú þuldir upp áhugaverðustu
greinarnar. Það er ótrúlegt að það
hafi bara verið í fyrrahaust sem við
vorum að laga hlöðugaflana úr
vinnukörfunni framan á traktors-
gröfunni. Þar kom stálminnið aftur
fram. Þú rifjaðir upp að vinnuað-
staðan hefði ekki verið svona þægi-
leg fyrir rúmum 50 árum þegar
verið var að byggja hlöðuna, en þá
hefði allt verið gert úr stiga. „Það
er að koma þurrkur, má ég fara að
slá?“ Þetta er setning sem heyrðist
reglulega í morgunmjöltum í sum-
ar. Það er hreint ótrúlegt, hvað þú
náðir að slá mikið í sumar, miðað
við heilsufar. Kappið var alltaf jafn
mikið að halda áfram. Þú varst að
slá Grundarstykkið, sem var ný-
endurræktað og loksins hægt að
slá það í einni heild af því það var
búið að loka skurðinum, og þú sett-
ir það ekki fyrir þig þótt það þyrfti
að hjálpa þér í og úr traktornum.
Þetta var viku áður en þú lagðist
inn á sjúkrahús. Eftir að þú leggst
inn á sjúkrahús virtist hugurinn
vera mikið í sveitinni en þú hringd-
ir á morgnana og spurðir um veðr-
ið, hvað ætti að gera í dag og hvað
væri að frétta úr nágrenninu og ef
spurt var hvernig þú hefðir það,
var svarið „alltaf eins, bara svip-
aður“ og varst fljótur að segja
„þetta er gott núna“.
Friðjón og Sylvía.
Elsku pabbi, þetta gerðist allt
svo hratt sem MND-sjúkdómurinn
náði tökum á þér, alla tíð varstu svo
sterkur og heilsuhraustur, mikið
var erfitt að horfa uppá kraftana í
líkamanum þínum dvína en hugur
þinn bar þig svo langt þú ætlaðir
þér aldrei að gefast upp lífsviljinn
var svo sterkur hjá þér.
Sveitin átti hug þinn allan og
varstu þar eins mikið og þú gast og
tókst þátt í þeim verkum sem þú
hafðir unun af, í miðjum sauðburði
byrjaðir þú að veikjast en samt
gafst þú ekki upp, fórst á dráttar-
vél og náðir að slá, það gaf þér svo
mikið.
Þú hafðir líka svo gaman að því
að ferðast um landið á húsbílnum
með mömmu og náðuð þið að fara
nokkrar útilegur saman í sumar.
Þann 16. ágúst fórstu með okkur
ógleymanlegan rúnt um Borgar-
fjörð, þú gast talið upp nöfnin á öll-
um bæjunum á leiðinni, minni þitt
og viska var með ólíkindum, við
komum við í lundinum á Gunn-
laugsstöðum sem þér þótti svo
vænt um.
Nú er skarð því að skjólið er horfið
er skýldi í bernskunnar tíð
og margt er í minningu sorfið
er markaði gleði og stríð.
Þau gleymast ei gömlu sporin
er gengum við þér við hlið,
um nóttlausu veraldarvorin
við hlýddum á fuglanna klið.
Ég veit að Guð þig mun geyma
þó glitrar mér tár á kinn,
við elskum og virðum allt heima
vökum og biðjum um sinn.
Við kveðjumst með klökkva í sinni
er kallinu þú hefur hlýtt,
en lífsstarf þitt lifir í minni
þín leiðsögn og viðmót blítt.
(Reynir Hjartarson)
Hvíl í friði elsku pabbi.
Sæunn og Jóhann.
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Við fjölskyldan eigum eftir að
sakna þín sárt en við eigum mikið
af fallegum minningum sem eiga
eftir að ylja okkur.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Hjartans þakkir fyrir allt. Minn-
ing þín lifir með okkur.
Þinn sonur og tengdadóttir.
Jón og Silja.
Föðurminning
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
Takk fyrir allt, elsku besti
pabbi
minn.
Mun ávallt sakna þín.
Þinn sonur
Sigurþór.
Við eigum minningar um brosið bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Hvíl í friði elsku afi,
Lilja Þórey.
Þótt þú sért ekki hjá okkur
lengur þá lifa minningarnar sem
þú hefur gefið okkur. Minningarn-
ar eru bæði úr leik og starfi, þótt
langflestar minningarnar tengist
að sjálfsögðu landbúnaðarstörf-
um. Upp í kollinn spretta minn-
ingar af ferðum upp í fjall að skoða
kvígur, rökræðum yfir girðingar-
vinnu, að setja niður kartöflur og
taka þær upp, smalamennsku
(sem við vorum nú ekki alltaf sam-
mála um) og keyrslum á traktor-
um og Hiluxum við hin ýmsu störf.
Við heyskaparstörfin þurfti maður
að hafa sig allan við til að halda í
við vinnueljuna þína. Þar sem þú
byrjaðir yfirleitt manna fyrstur að
morgni og hættir einkum manna
seinastur. Undanfarna tvo vetur,
eftir búflutninga ykkar á Akranes,
myndaðist svo sú óformlega hefð
að ég kæmi í kaffi og spjall eftir
vinnu og ef mér förlaðist að mæta
á tilskyldum tíma var að sjálf-
sögðu hringt og athugað hvort ég
ætlaði nú ekki örugglega að koma
við.
Kæri afi, þú varst stór hluti af
okkar daglegu lífsrútínu. Síðasta
heimsókn okkar til þín er okkur
dýrmæt minning. Án þín, og þinna
pælinga um veður og verk, er dag-
urinn heldur tómlegur.
Með söknuði og trega í tali,
tími þinn er liðinn.
Minning lifir í mynd og máli,
megir þú finna friðinn.
Anton og Þorbjörg.
Elsku afi Gummi var alveg ein-
stakur maður með góða nærveru
og fallegt hjarta. Við höfum brallað
ýmislegt í gegnum tíðina og fannst
mér alltaf skemmtilegast þegar ég
var yngri að fá að sinna sveitastörf-
unum með honum.
Afi var mín helsta fyrirmynd í
einu og öllu og hef ég alltaf litið
upp til hans með margt. Hann
hafði alltaf margar sögur að segja
og fannst mér þær allar mjög
áhugaverðar og skemmtilegar. Afi
gaf sér líka alltaf tíma til að hlusta
á það sem maður hafði sjálfur að
segja.
Það sem mér hefur alltaf þótt
fyndið við afa er að þegar maður
kynnti hann fyrir nýju fólki, þá
spurði hann alltaf hverra manna
þau væru, bara til þess að vera viss
hvort hann þekkti ekki alveg
örugglega til.
En elsku afi minn, ég er ótrú-
lega þakklát fyrir allan þennan
tíma sem við fengum saman, allt
spjallið okkar saman og alla kaffi-
bollana sem við drukkum með.
Ég hefði viljað fá meiri tíma
með þér en ég veit að ef það er líf
eftir þetta líf, þá einn daginn hitt-
umst við aftur og getum drukkið
eins marga kaffibolla með sykur-
molum og við viljum og verið sam-
an í fjárhúsunum því það var það
sem okkur þótti skemmtilegast að
gera saman.
Söknuðurinn er mikill en þó
huggum við okkur við þær hlýju
minningar sem við eigum um þig.
Við pössum upp á ömmu fyrir
þig.
Þín
Steinunn Anna.
Elsku afi.
Það er virkilega sárt að hugsa til
þess að þú sért ekki með okkur
lengur, en vitum við samt að þú ert
aldrei langt undan. Minningarnar
okkar eru óteljandi enda höfum við
brallað ýmislegt í gegnum tíðina,
þegar ég hugsa til þín sé ég dugn-
aðarbónda sem átti erfitt með að
sitja kyrr og vann hörðum höndum
við að rækta bú sitt og land, en það
sem stendur mest upp úr er
hversu handlaginn þú varst. Ef
það vantaði að smíða eitthvað varst
þú ekki lengi að galdra það fram.
Rétt eins og þegar við Aldís vor-
um nýbúin að kaupa húsið okkar
og ég var að lýsa húsinu fyrir þér í
síma, þá barst í tal að botnstykkið í
einni útidyrahurðinni væri orðið lé-
legt og stuttu seinna komuð þið
amma í mat til okkar og þú komst
færandi hendi með nýtt botnstykki
sem þú byrjaðir strax að dunda í
eftir þetta símtal.
Einnig eru þau ófá skiptin sem
við fórum saman að hreinsa rot-
þrær fyrir fólk.
Ég man eitt sinn eftir því er við
fórum inn í Svarfhólsskóg að soga
upp úr rotþró, það var mikið bras
og traktorinn bæði spólaði og
prjónaði því eina leiðin var að
keyra upp meðfram merkjagirð-
ingunni og það endaði með því að
pabbi þurfti að koma á stóra Zetor
og draga litla Zetor upp svo að við
kæmumst á staðinn. Það hafðist
eftir þó nokkurt bras en situr líka
fast sem ævintýri í minningasafn-
inu.
Elsku afi, takk fyrir allt!
Nú yfir okkur vakir þú
ó hve sárt það er að kveðja.
Þau „jæja“ voru orðin þrjú
en minningar okkar ætíð gleðja.
Guðmundur Þórir
Friðjónsson, Aldís Inga
Stefánsdóttir.
Guðmundur Þórir
Friðjónsson