Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
✝
Kristján Grét-
ar Sigvaldason
fæddist á Dalvík
þann 17. apríl árið
1945 og ólst upp á
Klængshóli í Skíða-
dal. Hann lést 2.
september 2021.
Móðir hans var Jón-
ína Baldvina Krist-
jánsdóttir (f. 31.5.
1918, d. 15.8. 2000),
faðir var Sigvaldi
Jónsson (f. 25.1. 1919, d. 8.7.
1993). Fósturfaðir var Hermann
Úrsúlu E. Sonnenfeld (f. 8.10.
1943) en þau skildu árið 1983.
Eignuðust þau synina Grétar
Kurt Kristjánsson (f. 7.7. 1965,
d. 27.11. 1984) og Álfgeir Loga
Kristjánsson (f. 20.2. 1975). Álf-
geir er kvæntur Önnu Grétu
Hrafnsdóttur (f. 19.7. 1976) og
eiga þau synina Huga Frey (f.
1.12. 1999), Nóa Stein (f. 23.9.
2005) og Ými Hrafn (f. 27.9.
2011).
Kristján var sagnfræðingur
og framhaldsskólakennari allan
sinn starfsferil, fyrst við
Menntaskólann við Tjörnina og
síðar Menntaskólann við Sund.
Síðustu árin starfaði Kristján
við sölu fornbóka hjá Bókinni.
Útför Kristjáns fer fram frá
Háteigskirkju í Reykjavík í dag,
24. september 2021, kl. 15.
Aðalsteinsson (f.
7.5. 1927, d. 31.12.
2001). Systkini
Kristjáns sam-
mæðra eru Jón
Bjartmar Her-
mannsson (f. 21.6.
1953) og Anna Dóra
Hermannsdóttir,
(24.3. 1957). Systir
Kristjáns samfeðra
er Sigrún Sigvalda-
dóttir (f. 15.9.
1947).
Árið 1966 kvæntist Kristján
Elsku pabbi. Þá ertu farinn. Í
sumar þegar við vorum að taka til
og gera fínt í íbúðinni hjá þér þá
grunaði mig ekki að svo stutt
væri eftir þó að þú talaðir um út-
förina þína og það sem „ég þyrfti
að vita“ eins og þú orðaðir það.
Ég verð að viðurkenna að ég
hafði töluverðar áhyggjur af þér
og hvað þú áttir orðið erfitt með
gang. Partur af því var samvisku-
bit yfir því að vera búsettur er-
lendis, þó að þú hafir alltaf verið
mesti stuðningsmaður þess að við
fjölskyldan byggjum úti. „Þið
hafið ekkert hingað heim að
gera,“ sagðirðu gjarnan. Eftir á
að hyggja er kannski bara best að
þú fékkst að fara hratt og skyndi-
lega og án þess að liggja langa
banalegu, enda kærðir þú þig
ekki um að vera upp á aðra kom-
in. Í minningunni þá skiptir þessi
tími sem við áttum saman í sumar
mig miklu. Þetta var virkilega
góður og dýrmætur tími. Sér-
staklega þótti mér vænt um hvað
þú varst ánægður með hvernig til
tókst, hvernig þú faðmaðir mig
síðasta daginn þegar ég hafði sett
saman nýja rúmið þitt, og hvað þú
varst innilega þakklátur þegar
við fórum út að borða daginn eftir
til að halda upp á 75 ára afmælið
þitt frá árinu áður.
Takk elsku pabbi minn fyrir að
vera mér svo mikilvægur inn-
blástur í gegnum lífið. Þú kenndir
mér að bæði njóta og virða nátt-
úruna, að þekkja fugla og villtar
íslenskar jurtir, sem ég rifja allt-
af upp þegar ég ferðast um landið
með Önnu og strákunum. Ferðir
okkar í Þórsmörk, Álftavatn og
fleiri staði standa þar upp úr, þar
sem við vorum gjarnan í nokkrar
vikur og gistum oftast í tjaldi.
Vera okkar í Slyppugili í Þórs-
mörk á sérstakan stað í hjarta
mínu, og þar mun ég dreifa ösk-
unni eftir bálförina.
Takk elsku pabbi fyrir að
kenna mér að meta söguna og
góðar bókmenntir og fyrir að
ræða hlutina röklega og á gagn-
rýninn hátt, í samhengi, og án
þvargs og vitleysu. Takk fyrir að
vera gagnrýninn og fyrir að
spyrja erfiðra spurninga, og fyrir
að kenna mér að standa fyrir máli
mínu með rökum og þekkingu en
án hroka og yfirgangs.
Takk elsku pabbi minn fyrir að
hjálpa mér að komast áfram í líf-
inu. Ef ekki hefði verið fyrir þig
hefði ég án efa ekki gengið
menntaveginn á þann hátt sem
raunin varð. Þegar ég var að
ströggla í MH á sínum tíma varst
það þú sem ráðlagðir mér að taka
pásu og finna mér vinnu á meðan
ég hugsaði minn gang. Þegar ég
svo fór aftur í MH og síðar í HÍ
varst það þú sem hjálpaðir mér
að skila af mér góðum ritverkum.
Allur sá yfirlestur sem þú lagðist
í fyrir ritgerðir og verkefni bæði í
MH og HÍ hafði mikið meiri áhrif
en einungis á gæði skrifanna. Það
bæði jók mjög sjálfsraust og
sjálfstæði mitt í vinnubrögðum,
og lagði drög að vinnulagi sem ég
hef unnið eftir allt síðan. Í gegn-
um allt mitt nám, þjálfun, og síðar
atvinnu, hef ég lagt áherslu á að
vinna eftir þessu ferli sem þú
hafðir svo mikil áhrif á að móta.
Takk fyrir það pabbi minn. Ég
hefði ekki komist á þennan stað í
lífinu án þinnar leiðsagnar. Hvíl í
friði elsku pabbi minn. Takk fyrir
allt.
Álfgeir.
Elsku Kristján tengdapabbi er
fallinn frá.
Fyrsta minning mín af honum
er þegar við Álfgeir hittum hann
á Mokka á Skólavörðustígnum
árið 1993. Skólavörðustígurinn
var alltaf stór hluti af rútínu
Kristjáns, sértaklega eftir að
hann hætti kennslu. Hann var tíð-
ur gestur í Mál og menningu,
Mokka, 12 tónum og listagallerí-
um þar sem hann unni sér best.
Hann er það sem við myndum
kalla alvörumiðbæjarrottu. Hann
átti til að mynda aldrei sjónvarp
eða bíl og þótti mér það afar
skrítið þegar ég kynntist honum
fyrst.
Kristján var ávallt áhugasam-
ur um barnabörnin og því sem við
höfðum fyrir stafni, bæði í námi
og starfi. Síðustu árin þegar hann
hringdi spurði hann gjarnan
hvort mér hefði tekist „að raða
saman einhverju fólki“, og vísaði í
vinnu mína sem þerapisti. Hann
hafði sjálfur lengi glímt við klín-
iskt þunglyndi og hafði áhuga á
að heyra um þær aðferðir sem ég
notaði með mínum skjólstæðing-
um.
Þegar við bjuggum í Drápu-
hlíðinni og í göngufæri frá heimili
hans, kom Kristján gjarnan í
heimsókn, fékk sér kaffibolla,
ræddi þjóðmálin og lék við Huga.
Þá settist hann á gólfið og las
gjarnan bækur fyrir hann eða
púslaði með honum. Eftir að við
fluttum heim frá Edinborg, kom
hann svo til okkar upp í Mos-
fellsbæ og passaði Huga og Nóa
eftir skóla. Hann og Hugi tóku
strætó í tónlistartíma og svo sat
hann á gólfinu og lék við Nóa.
Hann var fljótur að tengja við
áhugamál strákanna og ýta undir
þau. Þeir munu allir staðfesta að
afi Kristján gaf alltaf mjög vel
ígrundaðar gjafir sem tengdust
áhugamálum þeirra og ýtti enn
frekar undir þau og auðvitað
fylgdu alltaf bækur með. Kristján
unni sér hvergi betur en með
stafla af bókum í kringum sig,
heima og í fornbókabúðinni Bók-
inni þar sem hann vann síðustu
árin eftir að hann hætti að kenna.
Ég minnist svo heimsóknanna
til Morgantown eftir að við flutt-
um til Bandaríkjanna og fjöl-
margra ferða hans í Barnes and
Noble, þar sem hann gat eitt
heilu dögunum við kaffiþamb
(alltaf tvöfaldan expresso) og
skoðun bóka og tónlistar.
Kristján eyddi flestum jólum
hjá okkur fjölskyldunni og verður
skrítið að hafa hann ekki hjá okk-
ur næstu jól að hraðlesa jólabæk-
urnar, spila kasínu við strákana
og hlusta á tónlistina sína.
Kristján, þín verður sárt sakn-
að.
Hvíl í friði, þín tengdadóttir,
Anna Gréta Hrafnsdóttir.
Það var fagur sólskinsdagur í
byrjun ágúst sumarið 1990. Við
vinkonurnar vorum á leið út í Við-
ey að heimsækja Kristján Sig-
valdason sem vann þetta sumar
þar við fornleifauppgröft. Síðan
þá höfum við Kristján verið í
órjúfandi, hugljúfu sambandi.
Hann var mikill náttúruunnandi
og ferðalög okkar urðu mörg – í
Þórsmörk, Landmannalaugar og
fleira og fleira. Hann fræddi mig
um blóm og fugla sem hann
þekkti svo vel og ógleymanlegar
tónleikaferðir í Skálholt voru í
miklu uppáhaldi hjá okkur.
Kristján var ekki sérlega
áhugasamur um ferðir til suð-
rænna landa. Eitt árið fékk ég
hann þó til að ferðast með mér til
Palma – Mallorca. Ekki var hann
gefinn fyrir hita og sólarstrandir.
Hann las því í bók í skugga undir
tré meðan ég synti í sjónum.
Kristján var einstaklega mikill og
fróður bókamaður og hélt oft
heilu fyrirlestrana fyrir mig um
það efni – enda ekki óvanur
kennslu – kenndi lengi við
Menntaskólann við Sund. Tón-
listin átti líka hug hans, bæði sú
sígilda en einnig var Dire Straits
á vinsældalistanum „í den“.
Kristján elskaði drengina sína
og var oft rætt um þá. Hann og
Álfgeir sonur hans voru mjög
tengdir – varla hef ég kynnst
betri og greindari dreng en Álf-
geiri. Mjög hlýtt var líka á milli
Kristjáns og dætra minna
tveggja.
Nú eru liðin þrjátíu og eitt
samvistarár okkar Kristjáns en
eigi að síður verður hann alltaf
með mér. Ég sendi Álfgeiri og
fjölskyldu hans sem og systkin-
um Kristjáns samúðarkveðju.
Þótt ég viti að lítt tjói að tala
við þá sem eru farnir þá get ég
ekki stillt mig um að kveðja
Kristján með orðunum: Þín
Soffía.
Ég man eftir Kristjáni Sig-
valdasyni frá því ég var ungling-
ur. Hann gekk erinda Mennta-
skólans við Sund - kenndi þar
nánast allan sinn starfsaldur, en
útvegaði einnig bókakost fyrir
bókasafnið og gerði vel. Keypti
bækur af föður mínum sem þá
rak fornbókabúð í Hafnarstræti
4.
Síðar kynntist ég honum upp á
nýtt og miklu betur þegar hann,
eftir að ég hafði keypt Bókina hf.
1996 og var þá og er enn með
rúmt verslunarpláss í miðbæ
Reykjavíkur, á besta stað við
Klapparstíg 25-27. Hann leitaði
til mín og bauðst til að vinna fyrir
mig dag og dag enda vorum við
þá sem störfum hjá Bókinni hf.
komnir með netið á heilann og
lengi höfum við Eiríkur unnið við
að efla og auka úrval á bokin.is og
mikill tími fór í þessa uppbygg-
ingu, og gerir enn, en Kristján
bjargaði og lagði sitt af mörkum
með því að vinna fyrir mig oft
heilu vikurnar í bókabúðinni með-
an við unnum við bokin.is eða eins
og Kristján kallaði „internetið“,
„Já ég skil,“ „það eilífðarverk-
efni“ og brostu út í eitt.
Kristján fór að vera hjá mér í
bókabúðinni, og sagði spakur: „Ja
nú er það orðið svart maður minn,
ég er að læra til kaupmanns,“ og
svo hlógum við. Kristján var ein-
staklega fróður um sögu og allt
má segja. Hann sagði mér þegar
við kynntumst betur frá mörgu í
lífi hans. Sigrum og áföllum. Mik-
ill harmur er að missa barnið sitt
og Kristján missti son sinn ungan
og öll fjölskylda hans. Það jafnar
sig enginn á því að missa barnið
sitt. Álfgeir, sonur Kristjáns, var
hans stolt og prýði og elskaði
Kristján hann og dáði skilyrðis-
laust og afabörn sín, Huga Frey,
Nóa Stein og Ými Hrafn. Mikill
er missir þeirra og auðvitað allrar
fjölskyldunnar og vina – en Krist-
ján átti og þekkti stóran hóp af
fólki. Hann var ekki allra og í
bókabúðinni hjá mér á Klappar-
stíg skiptust menn í tvo flokka,
eða öllu heldur Kristján flokkaði
þá í tvo flokka: Þeir sem voru
ekki nægilega kurteisir, og báru
erindi sín ekki fram á „góðan og
fallegan og kurteisan hátt“ fengu
ekki góða þjónustu, sumir „alls
ekki góða“ og var í nokkrum til-
fellum vísað á dyr, en aðrir fengu
góða þjónustu ef þeir voru kurt-
eisir og uppfylltu góða mannasiði
og kurteisi. „Konur er alltaf kurt-
eisar, karlar eru margir durgar,“
sagði hann mér.
Hann átti það til að fá sér
stundum neðan í því og skemmti
sér þá misvel. Og oft heyrðumst
við í síma, seinni misserin, og þá
sagðist hann stundum vera í
„dimma dalnum“ en alltaf reis
hann upp og nýlega ræddum við
saman og ætluðum að hittast í
Máli og menningu og ræða málin.
Hann sagðist vera klár í að taka
nokkrar vaktir ef þurfti. Mér
fannst hann hress og vissi að
hann var glaður og ánægður og
leit björtum augum á tilveruna og
lífið en hann kom ekki á fundinn.
En ég hugsaði að ég mundi brátt
slá á hann í síma og við mundum
hittast á ný og fara yfir málin.
Glaðir í bragði. Ekki verður af
þeim fundi okkar og það finnst
mér mjög leitt. Ég hef hugsað
mikið til hans, þessa góða vinar
míns, og fjölskyldu hans og sendi
þeim styrk minn og ást.
Við Eiríkur Ágúst Guðjónsson
unnum með Kristjáni í fjölmörg
góð ár næstum daglega og við
viljum saman senda allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð-
arkveðjur á kveðjustund. Það
voru forréttindi að kynnast, um-
gangast og læra af Kristjáni Sig-
valdasyni um lífið í sinni falleg-
ustu og stundum svolítið dökkri
mynd.
Góða ferð elsku vinur minn.
Ari Gísli Bragason.
Hann er þungur penninn og
bleklaus á þessum gráa mánu-
dagsmorgni, nú þegar ég set á
blað nokkur fátækleg orð vegna
andláts míns kæra vinar, Krist-
jáns G. Sigvaldasonar.
Það eru 30 ár frá því að leiðir
okkar lágu fyrst saman. Haustið
1991 hóf ég störf í geisladiska-
verslunum Japis en þangað vandi
Kristján komur sínar í leit sinni
að hinum eina sanna tón. Hann
hafði breiðan tónlistarsmekk þótt
barokkið hafi átt hug hans allan.
Sérstaklega þótti honum vænt
um Vivaldi en hann var líka veik-
ur fyrir ljúfum selló- og gömbu-
leik og kórsöng frá endurreisn-
artímabilinu. Svo fylgdi
Bruckner með. Ég gerði mér far
um að kynna mér þá tónlist sem
hann hlustaði á til þess að geta
þjónað honum betur. Í staðinn
miðlaði Kristján af þekkingu
sinni á þeim barokkmeisturum
sem síðar urðu mínar ær og kýr,
og laumaði að mér viskumolum
um ýmis tónskáld og flytjendur.
Árið 1998 stóð ég ásamt öðrum
að opnun nýrrar geisladiska-
verslunar. Kristján var einn sá
fyrsti sem fékk að vita um þessar
fyrirætlanir. Hann átti eftir að
reynast okkur vel, enda vorum
við duglegir að bera á borð ómót-
stæðilega tónlist á disk. Verslun-
in var fyrst um sinn við Grettis-
götu en fluttist síðar á
Skólavörðustíg og var Kristján
þar reglulegur gestur, sérstak-
lega eftir að hann byrjaði að selja
gamlar bækur hjá Braga. Eftir
það var regla á heimsóknum hans
á Skólavörðuholtið; eftir kaffi og
blaðalestur hjá Eymundsson kom
hann til okkar í espressó og spjall
áður en hann opnaði á Klappar-
stígnum. Svona liðu árin.
Bestir voru laugardagarnir
þegar ég stóð vaktina, þá höfðum
við góðan frið til að ræða saman.
En oft sat ég og naut þess að
hlusta enda var Kristján víðles-
inn og fróður. Hann sagði vel frá,
hvort sem hann talaði um æskuár
sín á Klængshól eða fornbóka-
verslanirnar fjórtán sem voru í
Reykjavík þegar hann flutti á
mölina. Sumar sögurnar heyrði
ég oftar en einu sinni og aðrar í
111. sinn, eins og hann orðaði það
sjálfur. En alltaf voru þær jafn
ágætar.
Síðasti starfsdagur minn í
versluninni er ógleymanlegur. Þá
kom Kristján með forláta viskí-
flösku sem við dreyptum á og
hlustuðum á Black Sabbath.
Þetta var gullin stund tveggja
vina, blandin trega, gleði og létti.
Nokkrum mánuðum síðar fetaði
ég í fótspor Kristjáns og hóf að
selja gamlar bækur hjá Bóka-
kaffinu. Það leist honum vel á og í
sinni fyrstu heimsókn í Ármúlann
sagði hann: hér hlýtur bókunum
að líða vel.
Þar hitti ég Kristján síðast um
miðjan júlí. Áttum við þá saman
dýrmæta stund. Það lá vel á hon-
um þegar við skoðuðum í hillurn-
ar og auðvitað þekkti hann flestar
bækurnar. Því miður reyndist
þetta hans síðasta heimsókn.
Í byrjun júlí eignaðist ég fal-
lega mynd af Kristjáni. Sposkur á
svip með bókahillur í baksýn, og
með sagnaritið Silfurþræði í
hendi og silfurslegið hár á höfði:
svona minnist ég hans. Þessa
mynd af bókaengli mínum hef ég
fyrir augunum alla daga í Ármúl-
anum.
Ég sendi Álfgeiri, Jóni bróður
Kristjáns og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Jóhannes Ágústsson.
Kristján Grétar Sigvaldason
framhaldsskólakennari starfaði
lengst af í Menntaskólanum við
Sund (Áður Menntaskólanum við
Tjörnina).
Við kynntumst þegar ég var
sendur í til hans í æfingakennslu
á útmánuðum 1981. Þar kynntist
ég manni sem var öflugur kennari
og mér fannst gaman og gott að
vinna með. Tveimur árum síðar
bað Kristján mig að koma í af-
leysingar inn í MS. Þá hófst 15
ára farsælt og eftirminnilegt
samstarf.
Það var mjög gaman að móta
með honum verkefni og kennslu-
stundir. Hugmyndaauðgi hans
var mikil og yfirsýn yfir heimildir
sem notast mátti við gríðarlega
mikil. Við létum nemendur t.d.
vinna með frumtexta ýmissa
heimilda, s.s. úr Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Einhvern tíma fannst fólki nóg.
Okkur var bent á að það þyrfti
einnig að lesa kennslubókina.
Kristjáni fannst það dýrmætara
að temja nemendum gott verklag.
Bókina mætti alltaf lesa. Í henni
voru eingöngu svör en engar
spurningar.
Leiðir okkar sem samkennara
skildi þegar ég fór til annarra
verka, en við héldum sambandi
þótt stopult væri.
Kristján sparaði ekki lýsingar-
orð ef svo bar undir en hann var
ekki maður sem tók umræður í
gíslingu. Hann gat leikið á als
oddi en fannst umræður um þjóð-
mál og heimsmál oft hálftómleg-
ar. Hann hafði sig lítt í frammi
eða skaut inn orði hér og hvar
þegar rætt var um heimsins gagn
og nauðsynjar. Þegar hringt var
inn og við gengum fram ganginn
á leið í tíma þá átti hann hins veg-
ar til að gauka að mér áliti sínu á
því að vitleysan ætti sér engin
mörk. Hann kunni skemmtilegar
sögur úr mannlífinu en hafði
hljótt um sorgir sínar. Hann hafði
sterkar skoðanir á þjóðmálum,
fór samt ekki hátt með þær og sá í
mannkynssögunni upplýsandi
túlkanir og skilgreiningar sem
gerðu tímana og samstarfið ein-
ungis skemmtilegra. Nemendur
sýndu honum mikla virðingu og
aldrei heyrði ég hann kvarta und-
an agaleysi ungmenna.
Hann var ekki aðeins vel les-
inn. Hann var afar víðlesinn,
safnaði að sér bókum um hvað-
eina. Það var því við hæfi að hann
skyldi vinna hjá fornbókasala um
hríð eftir að hann hætti kennslu
við MS. Það voru ekki margar
bækur þar sem hann hafði ekki
skoðun á eða gat ekki fundið ef
hann bar sig eftir því. Þeir sem
þekkja fornbókasölur vita hversu
öflugt skipulagsleysi getur ríkt í
slíkri verslun. Eitt sinn leitaði ég
mjög sjaldgæfrar bókar og Krist-
ján efaði stórlega að ég myndi
nokkurn tíma finna hana. Rúmu
ári eða tveimur síðar hringdi
hann í mig og sagði að bókin væri
komin. Honum datt ekki í hug að
spyrja hvort ég væri búinn að fá
hana og vissi sínu viti með það.
Það eru margir kennarar sem
láta sig varða um nemendur sína.
Svo hefur verið frá því þetta starf
varð til. Kristján var kennari með
náðargáfu og hann lét sig varða
um nemendur sína. Þannig var
hann í þeim hópi kennara sem
geta snert hjörtu nemenda,
kveikt í þeim vilja og þannig hvatt
til dáða. Ég er afskaplega þakk-
látur fyrir að hafa kynnst og unn-
ið með Kristjáni.
Það var mannbætandi að fá að
njóta leiðsagnar hans og vináttu.
Ég sendi fjölskyldu hans sam-
úðarkveðjur.
Magnús Þorkelsson.
Kristján var umsjónarkennari
minn þegar ég gekk fyrstu skref-
in í Menntaskólann við Sund.
Hann var litríkur persónuleiki,
beinskeyttur, hreinskilinn en
með hjartað á réttum stað. Hann
bar velferð nemenda sinna fyrir
brjósti þrátt fyrir beittan húmor
og hreinskilni. Hann hafði sterk-
ar skoðanir á mönnum og málefn-
um og var ekkert að flíka þeim.
Nemendur hans elskuðu hann og
skýringuna sagði hann vera þá að
hann færi illa yfir verkefni og
gæfi hátt fyrir. Hann var ekki
margorður í umsögnum sínum,
ég fékk t.d. stutt en greinargott.
Ég hitti hann mörgum árum
seinna í versluninni Bókinni á
Klapparstíg þar sem hann var að
afgreiða. Hann hefur án efa unað
sér vel þar því hann var vitur
maður og góður. Hann gaf mér
falleg póstkort og afslátt ef ég
keypti bók. Kristján átti oft erfiða
daga. Vindar lífsins urðu að felli-
byljum í lífi hans en alltaf reis
hann upp úr rústunum eins og
fuglinn Fönix. Ég kveð Kristján
með gleði og þakklæti í hjarta.
Megi hann hvíla í friði.
Kristjana Þórunn-
ardóttir Jónsdóttir.
Það er skrýtin tilhugsun að
Kristján Sigvaldason muni ekki
koma inn um dyrnar í 12 tónum
framar.
Hann hefur verið órjúfanlegur
hluti af tilveru okkar nánast frá
upphafi árið 1998. Stundum kom
hann jafnvel á hverjum degi.
Það var spjallað um allt milli
himins og jarðar, bókmenntir,
heimspeki, fagurfræði og sögu.
Kristján var fróður og hafði
sterkar skoðanir, hjartað sló ört á
réttum stað. Hann var uppfræð-
ari í eðli sínu og það var gefandi
að heyra hann lýsa uppvexti sín-
um í heimi sem nú er horfinn.
En hann gat líka hlustað, fáa
höfum við þekkt fróðleiksfúsari.
Hann bar traust til okkar í því
sem lífið hér gengur út á, tónlist-
inni, og saman höfum við farið í
ótrúlegt ferðalag um þann undra-
heim.
Kristján bar hag 12 tóna ávallt
fyrir brjósti, hann sýndi það svo
sannarlega í verki, þegar kreppti
að var hann stórtækastur. Því
munum við aldrei gleyma.
Hvíl í friði kæri vinur.
12 tónar,
Lárus og Einar.
Kristján Grétar
Sigvaldason